Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 25 CISCO námsbraut N á m s e m b e ð i ð h e f u r v e r i ð e f t i r Um er að ræða nám til undirbúnings CCNA prófgráðunni frá CISCO. Námið byggir á CISCO Networking Academy Program (CNAP) en það er vefrænt nám undir leiðsögn kennara með verklegum æfingum. Námið er bæði fræðilegt og verklegt. Kennd er hönnun, uppsetning og viðhald á dreifðum netkerfum. Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa við samtengingar neta í framtíðinni, bæði staðarneta og víðneta. Kennari er Guðfinnur Traustason en hann var nýverið í þjálfun hjá CISCO í Skotlandi til undirbúnings gráðunni Cisco Certified Academy Instructor (CCAI). Kennt er einu sinni í viku og hefst kennsla þann 16. apríl n.k. Takmarkaður sætafjöldi. Önnur námskeið á næstunni: MOC Námskeið Dags Tími Lengd Verð 2272 Implementing and Supporting MS Win XP Professional NÝTT 15.04-19.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - Macro forritun í Office NÝTT 22.04-23.04 08:30-12:00 2 dagar 68.000 2154 Implementing and Administ. MS Win 2000 Directory Services 06.05-13.05 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - ISA Server* 14.05-30.05 08:30-12:00 30 kennslust. 90.000 - ISA Server* 14.05-30.05 17:00-20:30 30 kennslust. 90.000 - Windows Scripting fyrir kerfisstjóra NÝTT 22.05-23.05 08:30-16:30 2 dagar 68.000 2072 Administering a MS SQL Server 2000 Database 27.05-31.05 08:30-16:30 5 dagar 170.000 *Kennt tvisvar í viku, önnur námskeið eru kennd samfellt. Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is Skráning á www.ctec.is eða í síma 533 3533 FJÖLDI meðfæddra hjartagalla sem greinast á hverju ári hefur aukist og er sérstaklega áberandi síðustu ár. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu um nýgengi og greiningu meðfæddra hjartagalla á Íslandi árin 1990 til 1999. Á þess- um árum fæddust 44.013 börn og greindust 740 með hjartagalla og eru það 1,7% af lifandi fæddum börnum. Árlengt nýgengi var frá 1,04% árið 1991 og uppí 2,34% árið 1997. Greinina skrifa sérfræðingar í barnalækningum, hjartalækningum og hjartalækningum barna á Land- spítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, þeir Sigurður Sverrir Stephensen, Gunnlaugur Sigfússon, Herbert Eiríksson, Jón Þór Sverr- isson, Bjarni Torfason, Ásgeir Har- aldsson og Hróðmar Helgason. Aðallega minniháttar gallar Algengasti hjartagallinn er op milli slegla, þ.e. neðri hjartahólfa, hjá 338 börnum eða 45,7%. Næst- algengasti gallinn er op milli efri hjartahólfa sem 90 börn voru með. Af öðrum göllum má nefna þrengsli í ósæð, þrengsli í lungnaslagæðar- loku, víxlun meginslagæða og gátta- og sleglaskiptagalla. Fjölgun meðfæddra hjartagalla var einkum vegna fjölgunar á minniháttar göllum en árlegt ný- gengi minniháttar meðfæddra hjartagalla jókst einkum síðustu þrjú ár rannsóknatímabilsins. Ný- gengi meiriháttar hjartagalla hefur lítið breyst. Er hér miðað við sam- bærilega rannsókn sem fram tók til áranna 1985 til 1989. Minniháttar galla eru þeir sem ekki þarfnast meðferðar, svo sem lítil op milli hjartahólfa, en við meiriháttar göll- um þarf að bregðast við með skurð- aðgerð eða lyfjameðferð. Talið er að fullkomnari ómsjár, betra aðgengi að sérfræðingum í hjartasjúkdómum barna sé nokkur skýring á fjölgun minniháttar hjartagalla. Þá segir í greininni að ein skýring á mögulegri fækkun al- varlegra hjartagalla sé bætt grein- ing á fósturskeiði. Með betri fóstur- hjartaómskoðun greinist fleiri mjög alvarlegir hjartagallar snemma á meðgöngu. „Líklegt er að oftar sé endi bundinn á slíka meðgöngu sem leiði til fækkunar lifandi fæddra barna með alvarlega hjartagalla,“ segir í greininni. Kemur fram að þau tilvik hafi verið 19 á rannsókn- artímanum. Í lok greinarinnar segir að niður- stöðurnar bendi til þess að flest börn sem greinist með meðfæddan hjartasjúkdóm í dag eigi góðar líkur á að ná bata og lifa eðlilegu lífi. Aukinn fjöldi með- fæddra hjartagalla RANNSÓKN á alvarlega flugatvik- inu við Gardermoen-flugvöll í Ósló 22. janúar sl., sem fer fram á vegum rannsóknarnefndar flugslysa í Nor- egi, er nú fram haldið eftir viðtöl stjórnanda rannsóknarinnar við flugmenn Boeing-757 vélar Flug- leiða og fleiri aðila. Stjórnandinn var hérlendis við gagnaöflun frá miðvikudegi til föstudags og segir Þormóður Þor- móðsson formaður rannsóknar- nefndar flugslysa, sem á samstarf við norsku flugslysanefndina, að tekist hafi að fylla inn í þær eyður sem sköpuðust við það er gögn úr hljóðrita vélarinnar glötuðust. Menn séu sáttir við þau svör sem fengust og nú taki við nánari yf- irlega yfir gögnunum og skýrslu- gerð. Talað var við yfirflugfreyju í umræddu flugi og forsvarsmenn flugdeildar Flugleiða auk flugmann- anna tveggja. Ekki er unnt að segja fyrir um hvenær lokaskýrsla kemur út. Flugatvikið við Gardermoen-flugvöll Samtöl í stað glataðra gagna úr hljóðrita alltaf á föstudögum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.