Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 37
og mömmuVið biðjum að heilsa og þökkum fyrir okkur. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Okkur krökkunum fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til systr- anna í Efstasundi og í búðina þeirra, Rangá við Skipasund. Þær voru þrjár systurnar: Jónína var elst, svo Þór- unn og Guðbjörg var yngst. Meðal barnanna voru þær þekktar undir nöfnunum Tóta, Bagga og Nína, og ég held að við höfum hálfpartinn litið á þær sem eina heild; ég man ekki hvað ég var orðinn gamall þegar ég áttaði mig á því hver væri hver. Þær bjuggu saman alla tíð, ógiftar og barnlausar. Þær ráku saman versl- unina Rangá, fyrst með föður sínum, en að honum látnum sáu þær um reksturinn, afgreiðslu og allt annað, og leyfðu okkur heimsóknargestum að koma „bakvið“, sem var stór upp- lifun, og þiggja veitingar. Þórunn sá um þann hluta sem var mjólkurbúð og hafði sérinngang. Nú er Rangá víst elsta verslun borgarinnar, en var í þá daga bara venjuleg búð. Hún hef- ur samt ekki verið alveg venjuleg, því hún lifði samkeppnina af, og það voru systurnar sem gerðu það að verkum. Að lifa af telst afrek hinna hæfustu í dag, en það var eins og þær hefðu ekkert fyrir þessu, þótt eflaust hafi það verið mikil vinna. Systurnar í Rangá voru „kaupmaðurinn á horn- inu“ eins og hann gerðist bestur, og ég er örugglega ekki einn um að eiga góðar minningar frá búðinni og versl- unarmönnunum. Það var notaleg stemmning í fjöl- skylduboðum heima hjá Tótu, Böggu og Nínu í Efstasundi. Þar hittist ætt- in. Þar voru líka ættirnar skráðar. Guðbjörg var mikil áhugamanneskja um ættfræði, hún gat handskrifað niðjatöl upp á yfir hundrað blaðsíður, handa þeim sem hafa vildu, með 25 blaðsíðna nafnaskrá. En fyrir hana var ættin ekki bara upptalning á nöfnum og ættartengslum. Ættrækn- in gerði að verkum að hún lifði sig inn í bæði velgengni og raunir ættingja, jafnvel fjarskyldra, og var innlifunin meiri en almennt gerist í meðal- kjarnafjölskyldu. Hún þekkti líka vel til margra annarra og var í raun áhugamanneskja um fólk. Reyndar held ég að hún hafi haft lúmskan áhuga á tækni líka. Snemma á níunda áratugnum sagði hún mér að hún myndi fá ser tölvu ef hún væri bara sjötug. Ég benti henni á að það væri ekki of seint, og svo væru líka til þessi fínu ættfræðiforrit, það væri hægt að hjálpa henni við að skrá niðjatölin inn í tölvu. Mér fannst hún létt móðguð þegar hún leit snöggt á mig og spurði: Til hvers? Það er svo lítið mál að handskrifa þetta! Nei, hún ætlaði að nota tölvuna til að leika sér, en það væri of seint og því varð ekki haggað. Þetta minnti mig reyndar á annað tilsvar, frá Jónínu, fyrir nokkrum áratugum. Ég var að vinna að rann- sókn á heilsufari aldraðra, og upp- götvaði að hún frænka mín var með í rannsókninni. Mér fannst rétt að ræða við hana um þátttöku hennar og var hreykinn af verkefninu þegar ég tilkynnti henni að hún væri með í því, en stoltið hvarf þegar hún sagði: Ég hef ekki gefið leyfi til þess! Þetta svar átti fyllilega rétt á sér og hefur eflaust haft áhrif á viðhorf mín til réttinda einstaklingsins. Þær systurnar ræktuðu garðinn sinn á meir en einn hátt. Gróðursæld- in var meiri í Efstasundinu en víðast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar Guðbjörg var orðin ein, garð- ræktin orðin erfiðisvinna og stritið orðið henni ofviða, voru góð ráð dýr. Guðbjörg afneitaði nefnilega ellinni, eins og hún ætti ekki rétt á henni. Systur hennar dóu á undan henni og var systramissirinn sennilega erfiðari en marga grunaði. Eftir að hún flutti úr Efstasundinu í íbúðir aldraðra í Kópavogi, lét hún eins og hún væri venjulegur blokkaríbúi og afþakkaði félagsstarf aldraðra og heimilishjálp, en naut heimsókna og tókst á við amstur daglegs lífs. Með dyggri að- stoð frænda sinna, Þórhalls Jónsson- ar og Hauks Þórðarsonar, gat hún spjarað sig og notið ellinnar. Nú syrg- ir ættin, sem á Böggu svo margt að þakka. Pétur Hauksson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 37 ✝ Magnús Þorberg-ur Sigurðsson, Hjallaseli 45, Reykja- vík, fæddist á Hvoli í Fljótshverfi í Vestur- Skaftafellssýslu 29. nóvember 1913. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi á Hvoli, f. í Skál á Síðu 11. nóv- ember 1872, d. 30. júní 1964 í Reykjavík, og Guðleif Jónsdótt- ir, f. 5. des. 1878 á Teygingalæk, d. 27. október 1967 í Reykjavík. Systkini Magnúsar eru 1) Jóel, f. 21. júní 1904 á Hraunbóli á Bruna- sandi, d. 27. mars 1986 í Reykjavík. 2) Ólöf, f. 12. nóvember 1906 á Hraunbóli, d. 16. apríl 2000. 3) Steinunn, f. 6. janúar 1909 á Hraun- bóli, d. 25. maí 1996. 4) Sigurjón, f. 12. ágúst 1910 á Hraunbóli, d. 7. október 1999. 5) Jón, f. 26. desem- ber 1917 á Hvoli. 6) Gróa, f. 3. sept- leif Unnur Magnúsdóttir kennari, f. 12. janúar 1953 í Reykjavík, maki Sverrir Björgúlfur Þorsteinsson, bifvélavirki, f. 22. júní 1951. Þeirra börn eru Elva Björk, f. 18. mars 1973, Magnús Þór, f. 10. ágúst 1976, Hanna Rún, f. 21. janúar 1982, og Steinunn Sif, f. 27. nóvember 1983. Fósturbörn Magnúsar og börn Hönnu eru 1) Björn Júlíusson, f. 19. nóvember 1940, bifreiðastjóri, maki Guðrún Ásmundsdóttir, for- stöðumaður á leikvelli, f. 27. ágúst 1940. Þeirra börn eru Ásmundur, f. 11. nóvember 1957, Hildur, f. 28. apríl 1961, og Vignir, f. 15. febrúar 1969. 2) Anna Vigdís Gunnlaugs- dóttir stuðningsfulltrúi, f. 11. ágúst 1943, maki Sigurjón Markússon bif- vélavirki, f. 26. maí 1941. Þeirra börn eru Hanna Guðrún, f. 11. des- ember 1963, Markús, f. 15. júní 1966, Andrea, f. 5. nóvember 1969, og Gunnlaugur Þór, f. 31. ágúst 1971. Langafa og -ömmubörn Magnúsar og Hönnu eru 18 talsins. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum á Hvoli en fluttist til Reykja- víkur 1946 og bjó þar síðan. Hann starfaði lengst af hjá Kaffibrennslu O. Johnson og Kaaber. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánu- daginn 8. apríl og hefst athöfnin klukkan 13.30. ember 1923 á Hvoli. Magnús Þorbergur kvæntist 25. apríl 1946 Hönnu Guðrúnu Jó- hannesdóttur, f. 9. september 1920 í Garðhúsum á Akra- nesi, d. í Reykjavík 14. maí 2000. Foreldrar hennar voru Jóhannes Hannesson, f. 29. ágúst 1871 í Ausu í Andakíl, d. 27. maí 1926 á Akra- nesi, og kona hans Vig- dís Björnsdóttir, f. 4. des. 1878 á Bóndhól á Mýrum, d. 10. septem- ber 1973 í Reykjavík. Börn Magn- úsar og Hönnu eru: 1) Sigurður Magnússon myndlistarmaður, f. 1. júlí 1948 í Reykjavík, maki Birna Þóra Vilhjálmsdóttir, f. 26. desem- ber 1948, þau skildu. Þeirra börn eru Vilhjálmur, f. 11. ágúst 1971, og Hjördís Sóley, f. 22. mars 1976. Sambýliskona Sigurðar er Agnes Agnarsdóttir sálfræðingur, f. 11. júní 1952. Sonur þeirra er Magnús Örn, f. 4. september 1989. 2) Guð- Vordaganna unaðs óm aldrei mun ég gleyma. Enn þá veit ég vaxa blóm í brekkunni minni heima. Þessa vísu orti Maggi afi fyrir margt löngu, en hún sýnir þann hug sem hann bar til æskuslóða sinna, Hvols í Fljótshverfi. Hann hafði alla tíð sterkar taugar þangað og heim- sótti Hvol reglulega enda var Jón, bróðir hans, bóndi þar. Sem krakki fór ég oft austur með mömmu, Hönnu ömmu og Magga afa og þess- ar ferðir voru alltaf skemmtilegar. Á leiðinni fræddi afi okkur um það sem fyrir augu bar, en þarna þekkti hann hverja þúfu og hól. Það mátti finna á honum þegar bíllinn renndi í hlað á Hvoli að þá var hann kominn heim. Í gönguferðum með afa um bæinn þótti mér sérstaklega spenn- andi þegar hann sýndi mér staði sem hann og systkini hans höfðu leikið sér á sem krakkar. Maggi afi var duglegur að leika við barnabörnin og talaði mikið og gantaðist við okkur enda spaugsam- ur. Til dæmis brá hann sér í hlut- verk hests og skreið um stofugólf á fjórum fótum með lítinn knapa á baki. Það var gaman að fá að fara með honum í Kaffibrennsluna þar sem hann vann. Svo fengum við systkinin líka að prófa að taka í nef- ið hjá honum. Það er vart hægt að minnast afa án þess að tóbaksbauk- ur komi upp í hugann, tóbakið skildi hann ekki við sig svo ég muni. Við Maggi bróðir gistum oft hjá ömmu og afa í Hraunbænum og það var alltaf gott að vera hjá þeim. Þá fór afi iðulega með okkur systkinin í gönguferðir um nágrennið meðan amma eldaði sunnudagssteikina. Oft voru þessar ferðir farnar til að leita að flöskum, en á haustin fórum við gjarnan út í móa og tíndum kræki- ber, en afi var hrifnastur af þeim. Afi var áhugamaður um íslenskt mál, snjall að yrkja vísur og kunni auk þess að fara með kynstrin öll af kveðskap. Þetta þótti mér ekki lítið merkilegt og sem krakki vonaðist ég til að ég yrði jafn dugleg og hann að yrkja. Á ættarmóti fyrir rúmum áratug komst ég að því að afi hafði gaman af að kveða og metnað fyrir því að gera það hátt og myndarlega. Afi var handlaginn og smíðaði ýmislegt, til dæmis dúkkuvöggur sem hann gaf okkur systrunum. Þá var blómarækt eitt helsta áhugamál hans og hann átti mörg falleg blóm sem hann hugsaði mjög vel um. Allt fram undir það síðasta þegar heilsu var tekið að hraka dáðist ég að því hversu falleg blómin hans afa voru. Hin síðari ár fór afi að tapa heyrn og heyrði hann orðið mjög illa síð- ustu árin. Heyrnarleysið háði hon- um nokkuð, en þrátt fyrir þetta fylgdist hann yfirleitt með því helsta sem var að gerast í fréttum. Í síðustu heimsókn minni til afa hélt hann á Flóka, fjögurra mánaða syni mínum í fangi sér og þeir hlógu hvor til annars og gerðu að gamni sínu þrátt fyrir 88 ára aldursmun. Minningarnar um afa og allar góðu stundirnar sem ég átti með honum og ömmu munu ylja mér í framtíð- inni. Elva. Magnús, tengdafaðir minn, er látinn. Þótt hann hafi átt við las- leika að stríða síðustu mánuði kom fréttin um andlátið á óvart. Hann var svo duglegur að ég hélt að þeir feðgarnir færu austur í vor eins og ég vissi að verið var að áforma. Austur í sveitina sem ól hann og sleppti aldrei af honum tökum. Fáa staði þekki ég fegurri en Fljóts- hverfið þar sem fjallahringurinn, gróin hraun og svartir sandar skornir jökulám faðma brekkur og gróðurreiti. Það voru góðar ferðir er fjölskyldan fór með Magnúsi austur að vitja sveitarinnar. En við ferðuðumst saman víðar, saman fórum við fyrir löngu til Parísar þar sem við dvöldum saman í þrjár vik- ur. Magnús alltaf forvitinn og áhugasamur um að skoða og skilja. Þegar við fórum í Eiffelturninn nægði honum ekkert minna en að fara á hæsta pall þótt elstur væri í hópnum og við mörg yngri létum duga að fara hálfa leiðina upp. Svona var þetta líka seinna þegar hann og Hanna heimsóttu okkur til Englands, hann vildi ferðast um og skoða hina ólíklegustu staði. Í eðli sínu var hann fræðimaður, jafnvel vísindamaður, í hugsun, nákvæmur rannsakandi á alla hluti sem vöktu áhuga hans. Hann var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem átti hugsjónir um þjóðfrelsi og jafn- rétti. Fram á síðasta dag fylgdist hann með fréttum í blöðum og sjón- varpi og hafði skoðanir á því sem var að gerast, jafnt hér heima sem út í hinum stóra heimi. Hann tók alltaf málstað þess sem halloka fór fyrir valdníðslu og órétti. Hann var bókelskur og átti létt með að setja saman vísur. Margar vísurnar hans eru stuttar athugasemdir eða ráð- leggingar um mannlífið. Eina þeirra man ég vel og fyrir mér er hún sem spakmæli: Þegar deilir einn og einn, einn mun sjaldan valda. Þá skal heldur ekki einn allar sakir gjalda. Ég minnist Magnúsar fyrir gjaf- mildi og þann mikla áhuga sem hann hafði á umhverfi sínu og öllu því sem við hin vorum að bjástra við. Hann heimsótti okkur í Helguvík og vildi taka þátt í garðvinnu og hverju öðru sem var að gerast þar á bæ eins og það væri hans eigið. Hann var barn- góður og oft komu hann og Hanna okkur til hjálpar þegar Magnús var lítill. Það var aldrei erfitt að biðja þau að taka strákinn er þannig stóð á. Magnúsar afa verður sárt saknað. Magnús minn, ég þakka þér sam- fylgdina og fyrir þá góðvild og um- hyggju sem þú hefur ávallt sýnt fjöl- skyldu minni. Agnes Agnarsdóttir. Afi, við áttum alltaf eftir að fara með þig í Kaffibrennsluna, en það verður að hafa það. Mér finnst skrít- ið að fara ekki lengur að heimsækja þig upp í Hjallasel. Næstum alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín gafstu mér vasapenig. Alltaf áttirðu tertu í ísskápnum. Þú varst hrifinn af skáldskap og þú hafðir gaman af því að yrkja ljóð. Afi, þú varst líka dýravinur og ég man að þú gafst alltaf fuglunum að borða. Þú varst líka hrifinn af koníaki og neftóbaki, þú varst alltaf annaðhvort að taka í nefið eða að snýta þér með vasaklút- unum þínum. Þú áttir heila skúffu fulla af litríkum vasaklútum enda sagði pabbi mér að þú hefði oftast fengið vasaklúta í afmælisgjöf frá einhverjum. Þú sem varst búinn að lifa 88 afmælisdaga, það var ekki skrítið hvað þú áttir marga vasa- klúta. Já, nú ertu farinn og ég sakna þín mikið en ég veit að þú vakir yfir mér og passar mig. Ég vona að þér líði vel á staðnum sem þú ert kom- inn á og ég vona að þú sért búinn að hitta ömmu. Bless, afi minn. Magnús Örn Sigurðsson. Nú kveðjum við þig, elsku Maggi afi. Við vijum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þú sýndir okkur alltaf svo mikla vænt- umþykju og varst alltaf til í að gera eitthvað með okkur. Þegar við vor- um hjá ykkur ömmu í heimsókn fórstu oft með okkur í gönguferðir þar sem við fórum niður að Elliðaám ogskoðuðum stífluna, fuglana og hestana. Alltaf fannst okkur það jafn spennandi. Þú varst alltaf til í að stoppa á öllum leikvöllum á leiðinni heim. Þú fræddir okkur um margt á leiðinni heim og reyndir að kenna okkur vísur. Þú sagðir okkur alls konar sögur. Sérstaklega munum við eftir grýlusögunum. Þar varst þú hetjan, hafðir bjargað mömmu og vinum hennar frá Grýlu þegar þau voru lít- il. Þetta trúðum við lengi vel að væri satt. Þegar við vorum minni varstu til í að skríða á fjórum fótum um stof- una með okkur á hestbaki og við héldum í axlaböndin til að detta ekki af og til að reka þig áfram. Svo prjónaðir þú og við duttum af. Okk- ur fannst frábært að fara á hestbak á þér. Við eigum eftir að sakna þín mik- ið, elsku afi, en trúum því að þú haf- ir hitt ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Blessuð sé minning þín. Hanna Rún og Steinunn Sif. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu og vonandi líður ykkur báð- um vel. Ég á margar minningar um þig sem ég mun varðveita vel, frá heimsóknum í Hraunbænum, berja- ferðunum og fleira. Þú varst alltaf svo ljúfur og kátur og hafðir margt að segja því þú varst mjög fróður maður og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í heiminum. Ekki get ég sleppt að nefna tóbaksbaukinn þinn sem aldrei var langt undan og okkur krökkunum fannst svo snið- ugt þegar við fengum að taka í nefið hjá þér. Minningin um ljúfan og góðan afa mun lifa áfram í huga mér. Guð geymi þig. Þín Hjördís Sóley. Þegar ég heyrði lát Magnúsar Sigurðssonar setti mig hljóðan og minningar frá æskudögum sóttu að mér. Helsta athvarf mitt á þessum árum var heimili Magnúsar og Hönnu, móðursystur minnar, þar sem Vigdís amma var til heimilis að ógleymdum börnunum fjórum, Birni, Önnu Vigdísi, Sigurði og Unni. Vegna þess að ég er lélegur eftirmælasmiður, en Magnús hins vegar hafði yndi af ljóðum og var sjálfur skáld, verða lokaorð mín til hans í bundnu máli: þú komst að austan þegar ég var drengur og kvæntist Hönnu næstum eina ættingjanum sem ég þekkti engin sjávarlykt af þér eins og flestum en angan moldar morgunbirtan var fylgjan þín að heiman í Fljótshverfi alinn teinréttur og grannur ekkert farg á herðunum en Lómagnúpur í hjarta og heiðarnar sem angi trúði ég að þú hefðir öslað stóru árnar og komið gangandi að austan óralanga leið leiddur af álfum enginn brestur í malbikinu þegar þú kveður Magnús enginn brestur en fljóta á milli er allt á ferð og flugi frá steini til steins bjargi til bjargs og fjalli til fjalls fara boð sonur moldarinnar er kominn heim Að leiðarlokum sendi ég börnum Magnúsar og Hönnu og öðrum vin- um og ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Jóhannes Eiríksson. MAGNÚS ÞORBERG- UR SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.