Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 38

Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                 !                         !!    "#  $!!   $   % &' !  $!!  $   % ( #  )    $!! $   $   % * !! (   $!! +  $   % ,$  *) ),$  $!!  - %  - )                                             !    !  "   # $%&&    !  '"( )  # '" %&&   !%&&  #%"  !%&&  * %%"  #    %+  !%&&   %,& ,"#%     !   $ ! # -+(%&&  . . . . . / ✝ Ingibjörg HelgaMagnúsdóttir fæddist í Innstu- Tungu á Tálknafirði 9. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 30. mars síðastliðinn þar sem hún bjó síð- ustu árin. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, bændur í Innstu-Tungu. Þau eignuðust 18 börn og var Ingibjörg fjórða yngst þeirra. Eftirlifandi þeirra systkina er Rósa Magnúsdóttir, f. 1925. Ingibjörg fluttist ung til Reykja- víkur og þar kynntist hún manni sínum, Sigurði Guðmundssyni, f. í Laxárdal í Dalasýslu 4. júní 1900, d. 25. apríl 1987. Sigurður var ekkjumaður og átti fyrir dótt- urina Elsu Láru. Elsa Lára á þrjú börn og eru þau: 1) Ásta Fanney, f. 1953. Hún býr í Reykjavík og er gift Júlíusi Brjánssyni. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Þorgeir Már, f. 1955. Hann býr í Reykjavík og er kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur og eiga þau tvær dætur. 3) Yngstur er Sig- urður Björn, f. 1963, býr í Reykjavík og er kvæntur Ástu Björgu Guðjónsdótt- ur og eiga þau sam- an tvær dætur. Ingi- björg og Sigurður eignuðust saman eina dóttur, Ástu Sigurðardóttur, f. 31.10. 1947, gift Grétari Pálssyni, f. 28.3. 1945. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Ásta og Grétar eiga tvær dætur: a) Ingibjörgu Berglindi, f. 16.7. 1969, gift Björgvini Rúnars- syni, f. 17.6. 1971, þau eiga tvær dætur, Hugrúnu Ástu, f. 1991, og Bryndísi Grétu, f. 1999; b) Heið- rúnu Fríðu, f. 25.5. 1972, gift Ást- valdi Bjarka Þráinssyni, f. 13.5. 1971, og eiga þau eina dóttur, Ástu Kristínu, f. 1994. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánu- daginn 8. apríl, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jæja, nú er amma farin, ég sem hélt að hún væri ósigrandi. Þeir eru ekki margir dagarnir sem hafa liðið sem ég hef ekki heyrt í henni eða hitt hana þessi 32 ár sem ég hef lifað. Það verður því ansi tóm- legt en minningarnar eru margar. Stigahlíðin var nánast eins og ann- að heimili fyrir okkur systurnar þegar við vorum litlar enda vorum við miklar afa- og ömmustelpur. Jól, páskar, afmæli, allt í Stigahlíð- inni, amma eldaði lambahrygg eða bakaði súkkulaðiköku. Þá tók stórfjölskyldan upp á því að ferðast mikið enda höfðu afi og amma mjög gaman af því og mun- aði ekkert um að skella sér með til Noregs, Ítalíu, Júgóslavíu og eft- irminnilegt fimm vikna ferðalag til Flórída. Amma hvarf líka einn góð- an veðurdag til Mallorca með eldri borgurum og upp á jökul fór hún líka í sleðaferð svo fátt sé upp talið. Hún var mjög nýjungagjörn og vildi helst snúa öllu við á hverjum degi, breyta eitthvað eða mála. Hún hafði gaman af að versla og voru búðar- og bæjarferðirnar ófá- ar og ekki stoppaði hjólastóllinn hana af síðustu árin. Hún var sko mætt í Smáralindina með þeim fyrstu og ekki vantaði hana í fjöl- skylduboðin. En nú er hún komin til afa og eru þau eflaust í ein- hverju ferðalaginu að skoða eitt- hvað nýtt. Megi Guð geyma afa minn og ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vinininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg Berglind og fjölskylda. INGIBJÖRG HELGA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Leslie JohnHumphreys fæddist í Brixton, London 24. nóvem- ber 1911. Hann lézt á Three Ways Beacon Road Seaford Eng- landi 3. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Thomas John og Adeline Martha Humphreys. Þrjár systur John’s voru: Elsie, Gladys og Doreen. Þær eru allar látnar. Faðir John’s var mikill at- hafnamaður í verzlunar- og við- skiptalífinu. Í öllum þeim umsvif- um ólst John upp og mótaðist til starfa. Meðal annars stjórnaði hann fyrirtæki vinar föður síns allt til þess að hann var kvaddur til herþjónustu, og var einn af allra fyrstu brezku hermönnun- um, sem hingað voru sendir, þeg- ar örlög Íslands stóðu glöggt í seinni heimsstyrjöldinni. Hér kynntist hann Guðrúnu Margrétu Ingimundardóttur, þau gengu í hjónaband 13. september 1941. Þá var hann fljótlega kvadd- ur til herþjónustu í Frakklandi í sam- bandi við innrásina í Normandy, sem leiddi til lykta heimsstyrjaldarinn- ar. Að styrjöldinni lokinni starfaði hann sem ritari og með- stjórnandi í stóru fyrirtæki í London. Samtímis leigði hann smáar verzlan- ir, sem Guðrún kona hans starfrækti, þeim farnaðist vel og bjuggu í Englandi mörg ár. Í júní 1960 komu þau í heim- sókn til Íslands, og í ágúst það sama ár réðst John til starfa hjá sendiráði Bandaríkjanna hér í borg og vann þar rúmlega 20 ár. Er hann lauk störfum þar, og með því að kona hans var látin, fór hann til Englands og bjó þar til æviloka. Útför hans verður gerð frá Að- ventkirkjunni Ingólfsstræti 19 í Reykjavík á morgun, mánudaginn 8. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Kvatt hefur elskulegur og kær vin- ur, John Humpreys. Hann varð ef- laust hvíldinni feginn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. John var einn af þessum persónuleikum sem manni gat fundist eftir stutt kynni að maður hefði þekkt langa lengi. Hann hafði þessa óbilandi lífsgleði, leiftrandi kímni og geislandi hlýju. Það var svo gott að sitja og spjalla við hann að staður og stund gleymdist. Ég kynntist þessum sérstaka aldna vini mínum í skemmtiferð er farin var sumarið 1994, á vegum Líknar- og vinafélagsins Bergmáls. Ferðin lá um Kaldadal áleiðis í Húsafell. Veðrið lék við ferðafólkið og allir voru svo glaðir. John var boðið að sitja hjá mér, ekki síst vegna þess að ég átti ekki í vandræðum með tungu- málið og svo hefur einhver vina minna og ferðafélaga talið að ég yrði heldur ekki svikin af félagsskap hans. Það er skemmst frá að segja að við urðum fljótt bestu vinir. Hann hafði unun af að tala um gömlu góðu dagana og ferðir sínar um landið sem hann unni svo mjög. Ísland eignaðist nýjan son og ævarandi vináttu í John er hann gekk að eiga íslenska unn- ustu sína, Guðrúnu Margréti, í sept- ember 1941. Hún lést árið 1982. Greinilegt var af tali hans að hann elskaði og virti eiginkonu sína meira en allt annað. Augu hans geisluðu er hann minntist dýrmætra samveru- stunda og ferðalaga þeirra um landið okkar fagra. Hann var tryggur vinur vina sinna hér og ræktaði sambandið við þá til síðustu stundar. Í raun var hjarta hans alltaf á Íslandi þar sem eiginkonan hvílir. Mér stóð til boða eitt vorið að koma til Englands að heimsækja John og dvelja þar í ró og næði við sjóinn nokkra daga. Ég hlakkaði mjög til að sitja á veröndinni og tala um heima og geima. Hvílast frá vinnuerli og nýliðnum skammdegis- tíma hér heima. Við ætluðum að taka marga göngutúra og jafnvel hugðist John skreppa með mér yfir Ermar- sundið og sýna mér svolítið af menn- ingarborginni frægu. Daginn eftir að ég náði í flugmið- ann minn hringdi hann til að segja mér að hann yrði því miður að leggj- ast inn á sjúkrahús. Þetta voru mikil vonbrigði en heilsa hans var orðin svo tvísýn og lítið hægt að gera. Hann náði þó að koma aftur til Ís- lands og ég bar gæfu til að bjóða hon- um einu sinni í mat og sitja á góðu spjalli eina stutta kvöldstund. Nú er þessi aðalsmaður af Guðs náð sofnaður að sinni. Ég treysti á loforð Frelsarans um að dag einn munum við vakna á ný, á morgni upp- risudagsins. Þann dag verður gaman að hitta þennan góða vin á ný og kynnast Gunnu hans, en hann talaði alltaf um konuna sína sem Gunnu. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyr- ir að hafa átt þessar örfáu vináttu- stundir með slíkum heiðursmanni. Guð blessi minningu hans. Þórdís Malmquist. Mig langar að minnast Johns Humphreys með fáeinum orðum. John var mikill vinur foreldra minna. Þegar hann missti konuna sína var ég um tíu ára. Hann var mjög ein- mana og sorgbitinn. Mamma stakk upp á því að ég færi til hans svona eins og einu sinni í viku til að aðstoða hann við húsverk, að þurrka af, þvo upp, laga til og þess háttar svo að hann væri ekki alltaf svona mikið einn. Þegar ég var búin að fara nokkr- um sinnum spurði ég John, hvort vin- kona mín, Nanna María, og bróðir hennar, Garðar Thor, sem var yngri, mættu koma með mér. John tók vel í það. „That would be very good,“ sagði hann því við töluðum öll ensku og gátum þess vegna talað við hann. Ekki leið leið þó á löngu að yrði heldur lítið um húsverkin, heldur varð það þannig að hann fór með okkur á Kentucky Fried Chicken, vídeóleigur og svo heim til sín að borða, drekka, fá nammi, horfa á myndbönd, eða fara í alls konar leiki, spilaleiki sem hann kenndi okkur. Svo spurði hann okkur stundum, þegar við vorum að fara: „Hvað viljið þið nú fá næst?“ Eitt skipti, þegar ég kom heim, spurði pabbi, hvernig gengi með hús- verkin. Ég sagði honum hvað John gerði fyrir okkur. Þá sagði pabbi: „Jæja. Mér sýnist nú bara, að hann John sé eins og bezti afi við ykk- ur...hmm.“ Við krakkarnir ræddum þetta saman og ákváðum að spyrja John, hvort við mættum kalla hann afa, því að afar okkar voru dánir áður en við fæddumst, eða þegar við vorum ung- börn, svo við höfðum aldrei séð þá eða kynnst þeim. John varð uppnum- inn af gleði, því hann átti engin börn sjálfur. Hann faðmaði okkur og sagði: „Dásamlegt! Hugsið ykkur! Nú hef ég loksins eignast barna- börn!“ Svo tilkynnti hann í allar áttir, brosandi og glaður, ekki minnst í Englandi, að nú ætti hann afabörn – afabörn á Íslandi. Síðan hef ég kallað hann afa, og hann gjarnan verið kall- aður það í fjölskyldunni, en hann kallaði mig afastúlkuna sína – „My Grand Daughter.“ Þessar reglubundnu heimsóknir héldu áfram um það bil fjögur ár. Þá flutti ég burt frá Reykjavík, til Bandaríkjanna, 16 ára og var áfram þar við nám, en John afi flutti aftur til Englands. Við skrifuðumst á, sem ég þurfti á að halda á þessum aldri. Hann skrif- aði skemmtileg bréf um ferðalögin sín til Ísraels, um Evrópu, um allan heim og um sitt eigið líf í Englandi. Svo kom hann sérstaka ferð til Ís- lands til þess að vera viðstaddur brúðkaupið mitt, og það gladdi mig mjög. Seinna fór hann enn lengri ferð – alla leið frá London til Los Angeles til að vera viðstaddur útskrift okkar hjónanna frá háskóla. Það var okkur sannarlega kærkomið. Það var líka svo gaman að sjá, hvað hann var glaður, af því að hann var búinn að vera svo sorgmæddur. Þetta var seinasta skiptið, sem ég hitti afa, hann var búinn að skipu- leggja ýmsar ferðir til Bandaríkj- anna til að heimsækja okkur og að hitta skyldfólk okkar til að kynnast því betur, en komst ekki vegna veik- inda. Afi var vingjarnlegur, einlæg- ur, hugmyndaríkur og heiðarlegur maður, ákveðinn, hjartahlýr og alltaf góður við mig. Það sannaðist sem pabbi sagði: Hann var mér eins og bezti afi. Ég sakna hans, minnist hans og kveð hann með mikilli virð- ingu og þakklæti. Kolbrún Sif Jónsdóttir Muchiutti. LESLIE JOHN HUMPHREYS               !" #$ $             ! " #       #      % & ' '()                              ! "   #!!   ! "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.