Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG, 7. apríl 2002, er nákvæm-
lega eitt ár í að Astro Boy vakni til
síns vélræna lífs samkvæmt sam-
nefndri myndasögu Osamu Tezuka
og því ekki úr vegi að fagna þessum
tímamótum fyrir fram. Reyndar hóf
myndasagan um Astro Boy göngu
sína fyrir rúmlega 50 árum en þar
sem um vísindaskáldskap var að
ræða lét höfundurinn söguna gerast
í mjög svo fjarlægri framtíð (...árið
er tvöþúsund og þrjú. Oohhh). Tíma-
setningar í vísindaskáldskap hafa
þann vana að verða að raunveruleika
með tímanum, samanber 1984 eftir
Orwell og standa þá sjaldnast undir
þeim væntingum sem höfundarnir
gerðu með framtíðarglígju í augun-
um.
Í Astro Boy fjallar Tezuka um vél-
menni sem skapað er í mynd nýlátins
sonar uppfinningamannsins. Andi
Gosa svífur yfir vötnum. Astro er
mörgum hæfileikum gæddur. Hann
er margra manna maki að styrk
(100.000 hestöfl), getur flogið, heyrt
og séð í gegn um fjöll og firnindi og
síðast en ekki síst hefur hann hríð-
skotariffla í afturendanum (undarleg
staðsetning). Hann hefur mannlegar
tilfinningar og situr á skólabekk með
jafnöldrum sínum.
Sögurnar um Astro Boy eru með
þeim vinsælustu og lífseigustu sem
japanskar myndasögur hafa gefið af
sér. Með hugarfóstri sínu skapaði
Tezuka hefð fyrir vélmennasögum
sem í dag eru orðnar svo vinsælar að
þær hafa hlotið eigið nafn; „Mecha“
og eru Battle Angel Alita og Ev-
angelion dæmi um nýlegri „manga“-
sögur af þessum meiði. Þá má geta
þess að teiknimyndir sem voru gerð-
ar um Astro Boy voru fyrsu jap-
önsku teiknimyndirnar sem sýndar
voru í bandarísku sjónvarpi. Þær
nutu gríðarlega vinsælda og ruddu
brautina fyrir vinsældir „manga“ á
vesturlöndum. Samt sem áður hafa
upprunalegu myndasögurnar um
Astro Boy aldrei verið gefnar út á
ensku fyrr en nú og ber því vel í
veiði.
Astro Boy er á yfirborðinu frekar
einfeldningsleg saga um hina sífelldu
baráttu góðs og ills en þegar nánar
er að gáð kemur margt fleira í ljós.
Tezuka setur einhvers konar húm-
aníska vísindahyggju á oddinn. Vís-
indaleg framþróun er í eðli sínu já-
kvæð en getur hins vegar snúist upp
í andhverfu sína hjá illa innrættum
einstaklingum. Hann er nokkuð
ónæmur fyrir öllum þeim siðferðis-
legu vangaveltum sem fylgja því að
maður skapi mann utan þess nátt-
úrulega ramma sem við notum okkur
til fjölgunar. Með því sýnir hann
framtíðartrú sem gerir ráð fyrir að
siðferðislegar spurningar finni sér
svör í nýjustu tækni og vísindum,
enda er Astro Boy góður í eðli sínu
þrátt fyrir vélmennsku sína. Há-
loftabardagar og sprengingar eru
eins og í öðrum hasarblöðum meg-
inaðdráttarafl bókarinnar en þess
fyrir utan sýnir Tezuka mikla hug-
myndaauðgi í sögufléttum sem gert
hafa þessa sögu sígilda. Spaugið er
sjaldnast langt undan þótt það sé
ansi japanskt og komi því okkur
vestrænum nokkuð spánskt fyrir
sjónir, eða þannig.
Bókin er gefin út í mjög smáu
broti sem getur reynst nokkuð
knappt en teikningarnar eru bless-
unarlega einfaldar og skýrar þannig
að það kemur ekki mikið að sök.
Þetta er fyrsta heftið af rúmlega 30
sem verða gefin út mánaðarlega héð-
an í frá. Það er því af nógu að taka og
ekki seinna vænna að kynnast Astro
Boy, hetju framtíðarinnar, áður en
hans framtíð verður okkar fortíð.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Á sjöunda degi
skapaði hann
vélmenni
Myndasaga vikunnar er Astro Boy, númer
1 eftir Osamu Tezuka. Dark Horse Com-
ics gefur út, 2002. Bókin fæst í mynda-
söguversluninni Nexus.
Heimir Snorrason
heimirs@mbl.is
Vélmennatæknifræði 101.
ÓKIND, sem leikur for-vitnilega nýbylgju meðhúmorískum og skemmti-legum textum, skipa þeir
Ólafur Freyr Frímannsson trommu-
leikari, Birgir Örn Árnason bassa-
leikari, Steingrímur Karl Teague
söngvari og hljómborðsleikari og
Ingi Einar Jóhannesson gítarleikari.
Ókindarfélagar byrjuðu að spila
saman í tíunda bekk og þá sem
skemmtiatriði, en söngtextar voru
setningar sem klippar voru saman
upp úr ensku-, þýsku- og dönskubók-
um; dæmigerður skólahúmor.
Skemmtunin var 1. desember 1998.
Sveitin hét ß og var skipuð þeim Ólafi
Frey sem lék á trommur, Inga Ein-
ari á gítar, Steingrími Karli á hljóm-
borð og ónefndum söngvara sem
hvarf fljótlega af braut. Að skemmt-
uninni lokinni ákváðu þeir þremenn-
ingar að halda áfram að æfa, fengu
aðstöðu í skólanum, enda átti að æfa
fyrir árshátíð skólans. Birgir Örn
kom inn sem söngvari og þannig
skipuð tróð sveitin síðan upp á árshá-
tíðinni.
Inn í hesthús
Það sumar færðu þeir sig inn í bíl-
skúr heima hjá Ólafi Frey og héldu
æfingum áfram með hléum. Birgir
Örn fékk sér bassa um haustið og eft-
ir það sá Steingrímur Karl um söng-
inn einn síns liðs. Sumarið 2000
færðu þeir sig um set, fengu aðstöðu
í hesthúsi, og voru þar til jóla. Þeir
segja að aðstaðan þar hafi verið frá-
bær en illt við að eiga hversu langt
var að fara á æfingar, enda hesthúsið
uppi við Heimsenda, og allir hafi þeir
lyktað heldur illa eftir æfingar og
reyndar meira og minna allt sumarið.
Vendipunktur í sögu Ókindar var aft-
ur á móti þegar þeir sáu auglýsingu
um æfingarhúsnæði hjá Danna
Pollock í febrúar 2000 og vegna þess
að þeir voru fljótir til fengu þeir þar
inni.
Aðstaðan breytti miklu
Þeir segja að aðstaðan hjá Danna
hafi breytt miklu, allt hafi komist í
fastari skorður, þeir fóru að æfa
skipulegar og lengur, tóku sér al-
mennilegt nafn, Ókind, og byrjuðu
meira og minna upp á nýtt, héldu
bara tveimur eða þremur lögum af
þeim sem þeir höfðu verið að fást við
fram að þessu; byrjuðu að semja ný
lög af kappi. Sem stendur eru þeir
með á tíu til tólf lög undir, en átta
sem þeir segja plötuhæf. „Lagið
Hæna er lag sem við vorum til dæmis
nánast búnir að sparka en það hélst
inni bara vegna þess að það var svo
gaman sð spila það. Þegar við spil-
uðum svo á Fimmtudagsforleik í
Hinu húsinu viku áður en við tókum
þátt í Músíktilraununum sagði Bibbi
að þetta væri besta lagið okkar og
lagði svo hart að okkur að taka það
að við létum það vaða. Við sitjum því
uppi með þetta lag,“ segja þeir og
hlæja, „en það er líka gaman að spila
eitthvað sem fólk þekkir, við fundum
það á úrslitakvöldinu.“
Eins og þeir félagar segja frá því
kom meiri metnaður í þá þegar þeir
komu í húsnæðið hjá Danna, enda
fannst þeim þeir vera komnir í alvöru
hljómsveitaaðstöðu. „Að komast
hingað þjappaði okkur betur saman
og við áttuðum okkur betur á því að
við gætum unnið úr því sem við vor-
um með í höndunum,“ segir Ingi og
heldur áfram: „Við vorum búnir að
vera stefnulausir en náðum að spila
okkur saman þegar við komum hing-
að, fundum stefnu sem við kunnum
allir vel við þótt við séum enn að mót-
ast.“ Það gekk þó ekki þrautalaust að
koma sér fyrir á nýja staðnum, því
Ólafur Freyr segir að misklíð hafi
komið upp í sveitinni og svo fór að
Ingi Einar hætti um hríð. Hinir
reyndu fyrir sér með aðra gítarleik-
ara, en þeir sem spreyttu sig féllu
ekki inn í sveitina, komust ekki í
samband við stemmninguna sem þeir
voru búnir að mynda sem félagar frá
því í barnaskóla. Ingi Einar sneri því
aftur og í dag segja þeir að skiln-
aðarpakkinn sé búinn, það verði ekk-
ert til að slíta þá í sundur héðan af.
Þeir segjast hlusta á flestar gerðir
tónlistar, allt nema rapp og FM-
tónlist, en hafi mjög ólíkan smekk
þótt þeir sameinist í einni gerð tón-
listar, Ókindartónlist. Allir eru þeir
lærðir í tónlist nema Birgir Örn, sem
fékk reyndar verðlaun sem besti
bassaleikarinn á Tilraununum. Þeir
segja að það sé mjög þægilegt að
hafa lært. Það flýti fyrir þegar verið
sé að pæla í músíkinni, en mestu
skipti að hafa Steingrím Karl, hann
sé yfirgagnrýnandi sveitarinnar,
eyra hennar.
Músíktilraunirnar markmið
Músíktilraunir gefa mönnum
ákveðið markmið og reynist mörgum
sveitum vel til að taka af skarið,
verða að alvöru hljómsveitum en ekki
bara æfingavinum. Þeir Ókind-
armenn segjast hafa velt því fyrir sér
að taka þátt á síðasta ári, en ákveðið
að geyma það um sinn og stefna svo
af krafti á tilraunirnar 2002, þar sem
þeir komust í úrslit og síðan á verð-
launapall eins og áður er getið. Þeir
segja að það sé ekkert spennufall þó
tilraununum sé lokið, næst á dagskrá
sé að koma frá sér lögum, taka upp
plötu, svo hægt sé að einhenda sér í
að semja meira. „Við erum ákveðnir í
að koma frá okkur plötu í haust, næst
á dagskrá er að taka upp almennileg
demó og síðan að undirbúa að taka
upp plötu í sumar og koma henni út í
október, ekki í jólaplötuflóðið,“ segja
þeir og bæta við að tímarnir í Grjót-
námu eigi eftir að duga í einhvern
hluta plötuvinnunnar. Þeir segjast
ekkert farnir að spá í hvernig verði
með útgáfuna, hvort þeir gefi skífuna
sjálfir út eða leiti til fyrirtækis, það
komi bara í ljós, platan komi út
hvernig sem fer.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Forvitnileg
nýbylgja
Í nýliðnum Músíktilraunum Tónabæjar vöktu
ýmsar sveitir athygli og fáar meiri en Ókind sem
hreppti annað sætið.
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir