Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 61

Morgunblaðið - 07.04.2002, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 61 Hin léttleikandi Britney Spears í sinni fyrstu bíómynd sem kemur öllum í gott skap. Hin frábæru lög „I’m Not A Girl, Not Yet A Woman“, „Over protected“ ofl. eru m.a. í myndinni. HL. MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit . 351Sýnd kl. 2 og 4. Mán 4. Ísl tal. Vit 338 „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ kvikmyndir.is  kvikmyndir.com  HJ Mbl ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 357. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i.12. Vit 353. Sýnd kl. 2. Vit 349. Flottir bílar, stórar byssur og harður nagli í skotapilsi. Samuel L.Jackson og Robert Carlyle eru frábærir í mynd þar sem hasar ogkolsvartur húmor í anda Snatch ræður ríkjum. Frumsýning Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Íslenskt tal. Vit nr. 358. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i.12. Vit nr. 353 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Vit 335. 4 ÓSKARSVERÐLAUN... M.A Besta mynd, besti leikstjóri (Ron Howard), besta aukahlutverk kvenna (Jennifer Connelly) og besta handrit (Akiva Goldman) Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16. Vit 366. Hverfisgötu  551 9000  Kvikmyndir.com  DV SG DV ½ RadíóX Kvikmyndir.is EIN AF BESTU MYNDUM ÁRSINS! Til eru þeir sem er ætlað að deyja, þeir sem er ætlað að hata og þeir sem kjósa að lifa. Margverðlaunuð gæðamynd þar sem Billy Bob Thornton og Halle Berry sýna stórleik. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i 16. HK. DV  SV. MBL 2 Óskarsverðlaun Halle Berry fékk Óskarinn sem besta leikkona í aðalhlutverki. Halle Berry fék Ós ri sem besta leik ona í l tverki. 1/2Kvikmyndir.com RadioX Yfir 20.000 áhorfendur Missið ekki af fyndnustu mynd ársins Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. www.regnboginn.is  MBL Sýnd kl. 5.30 B.i 16. Sýnd kl. 8 og 10. Le Dernier Métro - Síðasta lestin Sýnd kl. 3.40 L´homme qui aimait les - Maðurinn sem elskaði konur Sýnd kl. 5.50 Les 400 Coups - Æskubrek Sýnd kl. 8 L´argent de poche - Vasapeningar Sýnd kl. 10.10 No Man´s Land Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin Sýnd kl. 3.45. Síðustu sýn. 1/2HK DV EF Seattle er eða var höfuðborg gruggsins þá er Chicago höfuðborg síðrokksins. Hér áður fyrr skýldi borgin í meiri mæli „sicko-rokk“ böndum eins og Big Black og Jesus Lizard en nú er þetta eitt helsta at- hvarf tilraunakenndrar tónlistar að hætti Tortoise og skyldra sveita. Kannski er það þess vegna sem 90 day men ákváðu að nefna eitt laga sinna „Þetta er Chicago að kenna“ (e. „We blame Chicago“) en það er að finna á nýjasta hljómdiski þeirra, To Everybody? Þó vissulega megi rekja hljóm sveitarinnar til rokk-tilraunastofa í Chicago þurfa meðlimir þó síður en svo að vera með einhverjar afsak- anir. Ný plata sveitarinnar er þvert á móti vel útfært, framþróað verk sem eltir ekki ólar við einn né neinn. Metnaðarfull plata sem nær þeim árangri að vera einstök, þ.e. með sinn hljóm og brag. Eitthvað sem getur verið sorglega sjaldgæft í síð- rokkinu, því miður. En nóg um það. Við skulum sjá hvað Brian hefur að segja. Jæja, hvað segir hann þá? „Allt fínt bara...“ Segðu mér nú aðeins af hljóm- sveitinni þinni? „Humm...ég og trommarinn höfð- um verið að spila saman í fimm ár þar til að bandið tók loks á sig end- anlega mynd árið 2000.“ Og nú eruð þið á leiðinni til Ís- lands... „Já. Þetta verða fyrstu tónleik- arnir í Evróputúr sem við erum að fara í. Við hlökkum mikið til að koma.“ „Túrið“ þið mikið? „Já, svona frekar. Þetta er annar Evróputúrinn okkar en við höfum farið í tónleikaferðalög um Banda- ríkin sex eða sjö sinnum.“ Hvernig myndir þú lýsa tónlist- inni ykkar? „Ja...ég veit það ekki. Við erum með píanó, trommur, gítar og bassa. Við semjum bara tónlist sem okkur finnst skemmtileg. Ég myndi segja að hún væri dálítið flókin og við spinnum svolítið. Hljómurinn okkar er nokkuð myrkur að mínu mati.“ Hvað finnst þér um þessa síð- rokkssenu í Chicago? „Umm...það sem er gott við borg- ina er að það er mjög virkt og skap- andi tónlistarlíf í borginni. Þetta er stór borg en tónlistarsenan heldur fast saman. Allir hjálpast að og slíkt. Í sumum af þessum stóru borgum er fólk meira að keppa hvað við annað í stað þess að hjálpast að.“ Myndir þú segja að það væri mik- ill munur á nýju plötunni og þeirri síðustu ((It(Is) It) Critical Band, 2000.)? „Ó já. Miklar breytingar. Þegar Andy (píanóleikari) bættist í hópinn, rétt fyrir fyrstu plötuna, þá samdi hann sína parta ofan á það sem við vorum þegar búnir að semja. En á þessari nýju sömdum við lögin í sameiningu, allir fjórir. Ég myndi segja að það væri reginmunur á þessari plötu og þeirri síðustu.“ Náið þið að lifa af þessu? „Nei (hlær). Ekki ennþá alltént.“ Tónleikarnir fara fram eins og áð- ur segir á morgun, mánudag, á Gauk á Stöng. Fidel hita upp og er að- gangseyrir 1.000 kr. 90 day men með tónleika á Gauknum á morgun „Spinn- um svo- lítið“ Sönnun á því að 90 day men eru grallaraspóar inni við beinið. arnart@mbl.is 90 day men er hörku ný- bylgjuband frá Chicago. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Brian Case vegna tónleika þeirra á Gauknum á morgun. AÐALLEIKKONAN úr Beðmálum í borginni Sarah Jessica Parker á von á sínu fyrsta barni í haust með eiginmanni sínum, leikaranum Matthew Broderick. Parker, 36 ára, ku kvíða þess mjög að verða móðir. Það er þó ekki sársaukafull fæð- ing sem vekur ótta leik- konunnar heldur hugs- anleg áhrif barn- eignarinnar á frama hennar. Þrátt fyrir að Parker þrái að eiga barn, óttast hún að með því að verja tíma sínum í barnauppeldi muni hún missa af góðum tækifærum í Hollywood. „Tækifærunum fækkar stöðugt og það er erfitt að taka ákvörðun um að verja ári í barneignir og fjöl- skyldulíf og láta kylfu ráða kasti þegar ég sný aftur,“ sagði Parker nýverið í viðtali við tímaritið Harp- ers & Queen. Parker og Broderick, sem er frægur fyrir hlutverk sín í myndunum Ferris Buler Day Off, Glory og The Freshman, hafa verið gift í fimm ár en sögusagnir höfðu verið á kreiki um allnokkurt skeið um tíð rifrildi þeirra hjóna og að það hilli undir endalokin. Sögusagnirnar fóru fyrst af stað þegar Parker mætti á Golden Globe-verðlaunahátíð- ina fyrr á árinu með mótleikara sinn úr þáttunum John Corbett sér við hlið og lét síðan ógert að þakka eiginmanni sínum er hún tók við verðlaunum sínum sem besta gamanleikkonan í aðalhlutverki. Baksviðs sagði Parker: „Ég er miður mín, ég gleymdi að þakka einum í ræðunni minni. Maður sem hefur hjálpað mér á svo margan hátt og hefur ætíð verið til staðar fyrir mig ...“ Síðan þakkaði hún manninum sem sér um kynning- armálin hennar. Barneignir í borginni „Hmm, hverjum er ég að gleyma?“ Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.