Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans ÞAU eru mörg útiverkin sem unnin eru í höfuðborginni þessa dagana í vorblíðunni og skyldi enginn kvarta yfir óhagstæðu veðurfari. Fisk- verkendurnir sem ljósmyndari rakst á við Ægisíðuna hengdu upp grásleppuna, að hluta til huldir bak við sjávarfangið. Morgunblaðið/RAX Grásleppan hengd upp VÍKINGASKIPIÐ Íslending- ur var sett á uppboð á netmark- aðinum ebay.com á föstudag og verður boðið þar til sölu í tíu daga. Að sögn Gunnars Marels Eggertssonar, skipstjóra og eiganda skipsins, leitar hann nú allra ráða til að selja skipið eftir siglinguna frá Íslandi sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Málið er ekki búið fyrr en ég er búinn að selja Íslending. Ég hef ekki önnur ráð í bili en setja það á uppboð, þó tvö fyrirtæki úti hafi verið að spá í að kaupa. Það eru hins vegar einhver langtímamarkið hjá þeim sem ég hef ekki tíma til að bíða eft- ir.“ Gunnar segir engan áhuga hér á landi á að kaupa skipið. Engin viðbrögð hafa ennþá borist vegna uppboðsins á ebay.com, að sögn Gunnars. Hann segist hafa sett um 60 milljóna króna lágmarksverð á skipið, sem er 75 fet á lengd en Bandaríkjamenn miða aðallega við lengd á skipum við verð- lagningu. Gunnar segir að á uppboðinu sé einnig nýtísku 70 feta skúta, sem sett er á 93 milljónir króna. „Miðað við það finnst mér ekki mikið að byrja á 60 milljónum fyrir Íslending. Ef hann væri í eigu Banda- ríkjamanns myndi hann ekki setja skipið á undir 200 millj- ónir á ebay.“ Víkingaskipið Íslendingur er nú í geymslu í Westbrook, 80 mílur frá New York, en þar hef- ur skipið verið síðan haustið 2000. Íslending- ur boðinn upp á Netinu FYRIR helgina kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli manns gegn Tollstjóraembættinu og ís- lenska ríkinu en málið sætti flýtimeð- ferð. Í dómsorði er viðurkennt að sú ákvörðun Tollstjóraembættisins, að krefja vinnuveitanda mannsins um afdrátt af launum hans til greiðslu skattakrafna sænskra yfirvalda á hendur honum, hafi verið ólögmæt og er stefndu gert að endurgreiða upp- hæðina með dráttarvöxtum auk alls málskostnaðar. Héraðsdómur vísaði hins vegar frá kröfu stefnda um að réttur hans til skaðabóta yrði viður- kenndur. Málavextir voru þeir að Tollstjóra- embættið fékk til innheimtu skatt- kröfu frá sænskum yfirvöldum á hendur manninum og var reynt að heimta kröfuna en án árangurs. Toll- stjóraembættið krafðist þess þá að vinnuveitandi héldi eftir af launum mannsins til greiðslu kröfunnar. Fór svo að vinnuveitandinn taldi sér ekki annað fært og hélt eftir um 135 þús- und krónum í febrúarmánuði síðast- liðnum sem síðan voru greiddar til Tollstjóraembættisins. Lögmaður mannsins taldi kröfu Tollstjóraemb- ættisins, þar sem vísað var til samn- ings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamálum, lögleysu enda gildi ekki almennur forgangsréttur inn- heimtumanna ríkissjóðs um erlendar skattakröfur auk þess sem með þessu væri meðalhófsreglan brotin. Í dóminum er viðurkennt að ákvörðun Tollstjóraembættisins um afdrátt hafi verið ólögmæt og hún skuli því vera ógild. Stefnda er því gert að greiða manninum umræddar 135 þúsund krónur með dráttarvöxt- um auk 350 þúsund króna í máls- kostnað. Viðar Lúðvíksson flutti mál- ið fyrir hönd mannsins en Óskar Thorarensen var til varna fyrir Toll- stjóraembættið og íslenska ríkið. Dóminn kvað upp Arngrímur Ísberg héraðsdómari. Ólögmætt að draga af launum vegna er- lendra skattakrafna MIKIL aukning hefur orðið á eft- irspurn eftir matvælaaðstoð og ráð- gjöf hjá innanlandsaðstoð Hjálpar- starfs kirkjunnar. Í ár hafa borist rúmlega 200 fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Umsóknirnar voru 1.231 hinn 1. apríl í fyrra en 1.454 hinn 1. apríl sl. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfsins, segir að á bakvið þessar 200 aukaumsóknir standi 5– 700 manns. Hún segir að aukningin hafi verið mest meðal einstæðra mæðra, umsóknum frá þeim hafi fjölgað úr 223 í 484. Einnig hafi um- sóknum frá fólki sem er á framfæri hjá félagsmálastofnunum sveitarfé- laga höfuðborgarsvæðisins fjölgað. Dæmi eru um að fólk lifi á hafra- graut mánuðum saman og geti ekki leyft sér að kaupa ferskt grænmeti eða ávexti. Þá eru dæmi þess að for- eldrar steli úr verslunum til að börn- in þeirra fái að borða: „Ég get ekki horft upp á börnin mín svelta. Frekar fer ég út í búð og stel til þess að þau fái að borða og það hef ég neyðst til að gera margoft þegar allar aðrar leiðir hafa verið lokaðar,“ segir faðir í Reykjavík, sem býr við fátækt, í samtali við Morgunblaðið. Fleiri sækja um mat- araðstoð og ráðgjöf  Í fjötrum/B1 ÞRÍR starfsmenn álversins í Straumsvík fóru á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi með grun um reykeitrun eftir óhapp í álverinu í gærmorgun. Samkvæmt upplýsing- um frá sjúkrahúsinu var ekki um al- varleg tilfelli að ræða. Tildrög voru þau að verið var að hella bræddu áli úr ofni, með því að halla honum, en ókunn bilun olli því að ekki var unnt að færa ofninn í upprunalega stöðu. Um 15 tonn af áli láku því úr ofninum, sem tekur 75 tonn, og storknuðu á gólfinu. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýs- ingafulltrúa ÍSAL, óskaði fyrirtækið eftir því að mennirnir færu í skoðun á sjúkrahúsi og fengu þeir að fara heim að henni lokinni. Hrannar sagði að um smávægilegt tjón væri að ræða. Umræddur ofn hefur nýlega verið tekinn í notkun. Þrír taldir með reykeitrun Fimmtán tonn af bræddu áli láku úr nýjum ofni álversins í Straumsvík LÖGREGLAN á Blönduósi hef- ur til rannsóknar innbrot í tvö sveitabýli í Vestur-Húnavatns- sýslu og telur að tengsl séu á milli innbrotanna. Innbrotin voru framin 31. mars að því er talið er, annarsvegar á býlinu Urðarbaki og hins vegar á Galt- arnesi í Víðidal. Úr fyrrnefnda innbrotinu var stolið nokkrum skotvopnum, þar á meðal skammbyssum og miklu magni af skotfærum og biður lögreglan þá, sem geta veitt upplýsingar um innbrotin, að hafa samband. Skamm- byssum og öðrum vopn- um stolið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.