Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þú kemur alveg mátulega, elskan, ég var að ljúka við skítverkin. FYRRVERANDI stjórnarformaður og starfandi framkvæmdastjóri inn- heimtu- og lögfræðistofu hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og skjala- fals. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness á þriðjudag og ját- aði ákærði allar sakirnar. Í ákæru sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gefur út er hann sakaður um að hafa dregið sér og notað í rekstur fyrirtækisins sam- tals um 9,5 milljónir króna sem var hluti af greiðslum sem innheimtar voru af fyrirtækinu fyrir viðskipta- vini. Hinn meinti fjárdráttur fór fram á árunum 1995 til 2000. Dró hann sér fé af greiðslum frá 95 skuld- urum en þær voru innheimtar fyrir 43 kröfuhafa. Fjárdráttur gagnvart einstökum kröfuhafa nam mest um 1,4 milljónum króna. Þá er honum gefinn að sök fjárdráttur með því að hafa ítrekað falsað nafn föður síns, ýmist sem ábekings eða útgefanda víxla sem hann notaði til að greiða skuldir við banka og leigusala. Skjalafalsið átti sér stað á árunum 1999 til 2001. Ákærður fyrir fjárdrátt og skjalafals Stakk innheimtu- kröfum undan MAÐURINN sem hryggbrotnaði þegar bifreið hans fór út af veginum um Kambana á þriðjudag fyrir viku er á batavegi á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Maðurinn hefur gengist undir að- gerðir á spítalanum og var tengdur við öndunarvél á gjörgæsludeildinni en losnaði úr henni á mánudag. Bifreið hans valt margar veltur áður en hún stöðvaðist um 40 metra fyrir ofan veginn. Maðurinn var einn í bifreið sinni og virðist ekki hafa verið í bílbelti því hann kastaðist út úr bifreiðinni og kom lögregla að honum 15–20 metrum fyrir ofan hana. Þá er drengurinn sem slasaðist al- varlega á höfði þegar hann stökk á skíðum á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal um miðjan marsmánuð kominn til meðvitundar. Hann var útskrifaður af gjörgæsludeild um helgina og er nú á batavegi á legu- deild. Bílslysið í Kömbunum Maðurinn á batavegi LÖGREGLAN á Blönduósi vinnur að því að upplýsa stórfelldan þjófnað á skotvopnum af býlinu Urðarbaki í Vestur-Húnavatnssýslu, en talið er að vopnunum hafi verið stolið í inn- broti 31. mars. Stolið var tveimur rifflum, fjórum haglabyssum og þremur skammbyssum og miklu af skotfærum. Vopnin voru öll í löglegri eign og brúkleg. Lögreglan biður alla þá sem geta upplýst um mannaferðir við Urðar- bak í kringum 31. mars, svo og við býlið Galtarnes í Víðidal, þar sem brotist var inn, að hafa samband. Byssuþjófnaður óupplýstur ♦ ♦ ♦ Fyrirlestur um sorg Óhjákvæmileg lífsreynsla GUÐFINNA Eydalsálfræðingur held-ur fyrirlestur um ýmsa þætti sorgar í Há- teigskirkju í kvöld og hefst hann klukkan 20. – Segðu okkur aðeins frá fyrirlestrinum... „Allir geta staðið frammi fyrir því að takast á við sorg. Þó að sorgin sé óhjákvæmileg eru flestir algjörlega óundirbúnir fyrir þær sterku og miklu tilfinningar sem fylgja sorginni. Fólk er líka óundirbúið fyrir þær hugs- anir sem koma í kjölfar sorgar, sem eru óreiðu- kenndar og torskildar. Flestir sem verða fyrir sorg eru einnig óöruggir um hvernig á að halda líf- inu áfram. Það sem var er búið, hinn þægilegi raunveruleiki er ekki lengur fyrir hendi. Sorg breytir lífi manna. Það sem trúað var á í gær er ekki endilega trúað á í dag. Sorgin minnir á hve lífið er viðkvæmt og brothætt. Í fyrirlestrinum er sérstaklega fjallað um hvernig konur og karl- ar geta brugðist ólíkt við sorg og hvernig birting sorgarinnar er háð tilfinningalífi og ólíku þroska- ferli kynjanna. Varpað er ljósi á hvað getur sameinað kynin í sorg- inni og hvað getur sundrað þeim. Bæði sýna reynsla og rannsóknir að fjölskylda sem lendir í sorg á frekar á hættu að rofna en ella. Skilnaður og sálrænt álag af ýms- um toga er mun algengara eftir al- varlegt sorgarferli en ef slíkt hendir ekki. Því er oftast nauð- synlegt að takast á við ólík við- brögð fjölskyldumeðlima til að hægt sé að lifa með sorginni. Allir sem lenda í áfalli syrgja. Engir tveir finna fyrir sorg á ná- kvæmlega sama hátt. Sorg er allt- af að einhverju leyti einstaklings- bundin upplifun. Sorgarferlið er sérstakt fyrir hvern og einn. Það er hins vegar hægt að lýsa sorg- arferli sem nokkurn veginn stig- skiptri þróun, sem lýtur vissum lögmálum. Það þekkja allir sem hafa orðið fyrir sorg. Það er líka hægt að benda á hvaða verkefni sá sem syrgir þarf að takast á við í sorgarferlinu og er komi að þeim atriðum í bókinni Sálfræði einka- lífsins. Þar er einnig bent á þá staðreynd sem margir átta sig ekki oft á: Það er hve langan tíma það getur tekið að syrgja. Í fyrirlestrinum er fjallað um að samband maka fyrir áfall hefur áhrif á hvernig kynin tvö eru hæf til að mæta erfiðri lífsreynslu. Það hvernig áður hefur verið tekist á við álag og andstreymi í fjölskyld- unni ræður líka miklu hér um. Sambandi maka er að sjálfsögðu síður ógnað af erfiðleikum ef sam- staða og skilningur hefur áður verið fyrir hendi. En þó svo að slíkt hafi verið tilfellið getur áfall engu að síður ógnað hjónabandi. Áfall kallar gjarnan fram við- brögð þar sem fyrri lífsreynsla mannsins nægir honum ekki til að skilja né ráða and- lega við aðstæður. Áhersla er einnig lögð á að sorginni er aldrei í raun hægt að leiða hjá sér né afneita. Ef reynt er að bæla niður sorgarvið- brögð, leitar sorgin sjálf eftir sín- um leiðum til að minna á sig. Það getur komið fram í líkamlegri og andlegri vanlíðan eða í ýmiss kon- ar neikvæðri hegðan.“ – Byggir þú fyrirlesturinn á bókvitinu einu, eða bókviti og eig- in reynslu? „Í fyrirlestrinum er stuðst við fræðilega úttekt á efninu og rann- sóknir, en einnig við reynslu úr starfi. Mikið hefur verið skrifað og rannsakað um þessi mál, þannig að mikil þekking er fyrir hendi í dag, þótt alltaf sé verið að varpa nýju ljósi á þau. Eftir áratuga starf tel ég mig hafa talsvert innsæi í hvernig fólk tekst á við sorg sem tengist áföllum, svo sem missi, skilnaði og alvarlegum slys- um.“ – Það er komið inn á mismun- andi viðbrögð karla og kvenna, hver er þessi munur og hvor „leið- in“ er betri? „Konur eiga yfirleitt auðveld- ara en karlmenn með að tjá til- finningar sínar og lýsa líðan sinni. Þetta hjálpar þeim við sorgarúr- vinnslu. Konur eru líka meira fyr- ir samskipti og leggja áherslu á tengsl. Því vilja þær deila sorg sinni með öðrum. Þær leita eftir stuðningi vina og vandamanna og leita oft faglegrar hjálpar. Karl- menn eiga oft erfitt með að tala um sorg sína og eru einir með sín mál. Þeim veitist erfitt að tala um innstu tilfinningar við konur og leita ekki endilega stuðnings hjá vinum. Karlmenn eiga oft ekki að- gang að orðum til að lýsa tilfinn- ingum sínum og finna sjálfir að það getur hindrað þá í að takast á við andstreymi. Þeir finna aðrar leiðir til að fást við sorgina, verða uppteknir af vinnu sinni og verk- efnum og verða virkir. Þeir leita lausna í umheiminum á meðan konur leita inn á við og verða al- teknar af sálarlífi sínu. Konur geta átt erfitt með að skilja að leið karla snú- ist um vinnu og virkni þegar sorgin hefur bar- ið að dyrum og geta jafnvel ásakað þá fyrir að syrgja ekki nóg. Karlmönnum finnst konur vera um of alteknar af líðan sinni og að ef talað er um tilfinningar geti það fest þær meira í vanlíðaninni. Í slíkum erf- iðleikum geta kynin sakað hvort annað um að bregðast óæskilega við sorginni og þau ná ekki að deila henni nægilega hvort með öðru. Bæði eru einmana í sorg- inni.“ Guðfinna Eydal  Guðfinna Eydal er fædd á Ak- ureyri 27. febrúar 1946. Stúdent frá MA 1966. Lauk embættis- prófi frá Hafnarháskóla 1975. Sérfræðingur í klínískri sálfræði frá 1992. Stofnaði Sálfræðistöð- ina ásamt Álfheiði Steindórs- dóttur 1983. Skrifaði Tvíbura- bókina 2001 og Sálfræði einkalífsins ásamt Álfheiði 2001. Maki er Egill Egilsson eðlisfræð- ingur. Þau eiga Hildi Björgu og tvíburana Ara og Bessa. Allir sem lenda í áfalli syrgja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.