Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 18.04.2002, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR Myllubakkaskóla hafa að undanförnu sýnt leikritið Bugsy Malone á sal skólans við góðar undirtektir og metaðsókn. Leikritið var upphaflega æft fyrir árshátíð skólans, sem haldin var í síðastliðnum mánuði, en atriðið sló í gegn og því var ákveðið að prófa að sýna það sem sjálfstæða leik- sýningu. Sýningarnr áttu upp- haflega að vera tvær en vegna mikillar aðsóknar var þeim fjölgað og í síðustu viku voru 6. og 7. sýn- ingar og eru það síðustu sýningar verksins. Það var mikill stemmning í sal skólans þegar Morgunblaðið leit þar við sl. þriðjudagskvöld og leik- ararnir búnir að stilla sér upp fyrir upphafsatriðið. Leikritið er fjörugt og líflegt, enda gerist það í næt- urklúbbi þar sem mikið er dansað og sungið. Það kom blaðamanni ekki á óvart að leikritið hafi verið svo vinsælt sem raun ber vitni því krakkarnir stóðu sig mjög vel og fóru vel bæði með leik og söng. 40 nemendur tóku þátt Rúmlega 40 nemendur í elstu bekkjum skólans koma að sýning- unni og um uppsetningu og um skipulag sáu fjórir kennarar við skólann, þær Lilja K. Stein- arsdóttir, Díana Ívarsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Gunn- heiður Kjartansdóttir. Að sögn Lilju hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum. „Það liggur mikil vinna að baki þessari uppfærslu og fljótlega kom upp sú hugmynd að sýna hana sem sjálfstæða leiksýningu að árshátíð lokinni, kannski einu sinni eða tvisvar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, síminn hringdi látlaust frá klukkan 10 á morgnana því bæði foreldrar, nemendur skólans og aðrir sem höfðu heyrt af sýning- unni höfðu áhuga á að sjá hana. Þetta vatt því heldur betur upp á sig og nú hafa um 1.200 manns séð sýninguna. Þetta er búið að vera mjög ánægjulegur tími og krakk- arnir standa sig alveg frábær- lega,“ sagði Lilja. Aðstandendur sýningarinnar létu hins vegar ekki staðar numið við leiksýningarnar heldur fóru í Stúdíó Geimstein og tóku upp öll lögin í sýningunni, en þau eru út- sett af Jóni Ólafssyni tónlistar- mannni. Geisladiskurinn var seldur í skólanum meðan á sýningum stóð og sjálfsagt geta áhugasamir enn nálgast hann hjá skólastjórn- endum. Atriði á árshátíð Myllubakkaskóla varð að sjálfstæðri leiksýningu Keflavík Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bugsy Malone á tali við Blowsy Brown í klúbbnum og þjónninn orðinn leiður á biðinni. Davíð Örn Óskarsson, 10. bekk, Marína Ósk Þórólfsdóttir, 9. bekk og Jóhanna María Kristinsdóttir, 6. bekk. FULLTRÚR meirihluta og minni- hluta í bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar eru ósammála um það hvaða að- ferð er réttlátust við álagningu gjalds vegna fráveituframkvæmda. Fram hefur komið álit umboðs- manns Alþingis að Reykjanesbæ hafi ekki verið heimilt að krefja gjaldið með þeim hætti sem ákveð- ið var. Álit umboðsmanns Alþingis í máli gjaldanda í Reykjanesbæ gegn úrskurðarnefnd um holræsa- framkvæmdir var kynnt á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Af því tilefni rifjuðu fulltrúar Samfylk- ingarinnar upp afstöðu sína þegar álagningin var ákveðin. Þeir lögðu til að gjaldið yrði inn- heimt með því að hækka álagning- arprósentu holræsagjalda en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ákvað að inn- heimta árlega 6.000 króna gjald á hverja fasteigna. Jóhann Geirdal, oddviti minni- hlutans, segir að hækkun holræsa- gjaldanna hefði verið mun réttlát- ari í þessu tilviki og vekur athygli á því að sú aðferð hafi verið við- höfð í Reykjavík. Innheimta gjaldsins færi þá eftir verðmæti fasteigna og lóða. Nefnir hann sem dæmi að fátækt fólk í litlum íbúð- um greiði nú sama gjald og til dæmis Hitaveita Suðurnesja greið- ir af skrifstofuhúsi sínu. Í bókun sinni á bæjarstjórnar- fundi í gær segja bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar að þetta mál sé enn eitt dæmið þar sem fram kem- ur að gagnrýni og aðhald minni- hlutans hafi átt við rök að styðjast, en hroki meirihlutans valdið bæj- arbúum vanda. Hefði þurft að greiða meira Ellert Eiríksson bæjarstjóri vís- ar því á bug að meirihlutinn hafi sýnt af sér hroka í málinu. Hann segir að ef tillaga minnihlutans hefði verið samþykkt hefði fólk þurft að greiða mun hærri hol- ræsagjöld en ella því fasteignamat hafi hækkað verulega frá því það var lagt á í upphafi. Þá segist hann telja að sú aðferð að leggja ákveðna fjárhæð á hverja fasteign sé mun réttlátari. Ekki sé sam- hengi milli fasteignaverðs fast- eigna og hvað frá þeim kemur út í holræsin. Þá segir hann engin rök fyrir því að leggja hátt gjald á fólk sem býr eitt í stórum íbúðum, til dæm- is eldra fólk, og snarlækka síðan gjaldið þegar það flytur í minni íbúðir því notkun þess breytist ekki við það. Réttmæti gjaldtökunnar skýrist ekki fyrr en úrskurðarnefnd um holræsamál fellir nýjan úrskurð en nefndin taldi að Reykjanesbæ væri heimilt að innheimta holræsagjald- ið með þeim hætti sem gert er. Reykjanesbær hefur innheimt um 25–30 milljónir á ári í umrædd frá- veitugjöld frá árinu 1997. Álit umboðsmanns Alþingis á innheimtu fráveitugjalds kynnt í bæjarstjórn Deilt um hvor að- ferðin sé réttlátari Reykjanesbær GJORBY Internet í Keflavík hefur fært út kvíarnar, til höfuðborgar- svæðisins með því að sameinast Firmaneti ehf. í Reykjavík. Hið sam- einaða fyrirtæki mun veita heildar- þjónustu á sviði nettenginga og tæknilausna. Firmanet sérhæfir sig í svokölluð- um Linux lausnum sem mikið eru notaðar við nettengingar og hefur fyrirtækið séð um tæknibúnað Gjorby Internet frá stofnun fyrir- tækisins. Georg Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri hins sameinaða fyrir- tækis sem fengið hefur nafnið Netsamskipti ehf., segir að Gjorby Internet hafi gengið vel á síðasta ári og áhugi hafi verið á að færa út kví- arnar. Möguleikarnir lægju helst í því að sameinast eða kaupa fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og niðurstað- an hefði orðið sú að sameinast Firm- aneti enda hefðu fyrirtækin unnið mikið saman. Heildarþjónusta á sviði Netsins Gjorby Internet sérhæfir sig í net- tengingum en með sameiningu við Firmanet hefur það bætt tæknihlut- anum við og segir Georg að fyrirtæk- ið veiti nú heildarþjónustu á sviði Netsins. „Það er áhugavert fyrir okkur sem Suðurnesjafyrirtæki að koma okkur upp aðstöðu í Reykjavík. Með þessu erum við að sækja inn á höfuðborg- armarkaðinn en við höfum meira átt því að venjast að sjá fyrirtæki úr Reykjavík sækja hingað. Sameining- in opnar okkur dyr að nýjum mark- aði auk þess sem reksturinn styrkist með stækkun rekstrareiningar,“ segir Georg. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri hins sameinaða fyrirtækis. Opnar dyr að nýjum markaði Keflavík Firmanet ehf. sameinast Gjorby Internet BÆJARSTJÓRN Reykjanes- bæjar hefur samþykkt að veita körfuknattleiksdeildum Keflavíkur og Njarðvíkur 1,5 milljóna kr. styrk til að gera upp skuldir sem eftir standa vegna þátttöku þeirra í Ko- rac-bikarkeppninni fyrir þremur árum. Reykjanesbær styrkti á sínum tíma körfuknattleiks- deildir Keflavíkur og Njarð- víkur þegar þær sendu sam- eiginlegt lið í Korac-keppn- ina. Tekjur urðu hins vegar minni en áætlað var og varð tap á þátttökunni. Bæjarfulltúar Samfylking- arinnar fluttu á síðasta bæj- arstjórnarfundi tillögu um að veita aukaframlag til að leysa þetta mál. Í greinargerð með tillögunni rifja fulltrúarnir það upp að meirihlutinn hafi áður fellt tillögu þessa efnis en að nú sé treyst á stuðning þeirra til að fagna þeim frá- bæra árangri körfuknattleiks- liðanna í Reykjanesbæ að leika til úrslita um Íslands- meistaratitilinn. Allir bæjarfulltrúar greiddu tillögunni atkvæði, áður en þeir fóru í íþrótta- húsið við Sunnubraut í Kefla- vík til að fylgjast með þriðja úrslitaleik Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Greiða skuldir vegna Kor- ac-keppn- innar Reykjanesbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.