Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 26

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGEFLI Gerðuberg 20 apr. kl. 13:00 og 23 apr. kl. 19:30 • Opnað aðgang að öflugustu hlutum undirmeðvitundarinnar. • Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og viljastyrk. • Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur. • Aukið velgengni og árangur í starfi. • Losnað við prófskrekk og bætt námsárangur. • Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: Á námskeiðinu lærir þú hvernig þú virkjar óbeislaða orku hugans til þess að ná markmiðum þínum. Námið byggist upp af fyrirlestrum, könnunum, æfingum og raunhæfum verkefnum. Ítarleg námsgögn og geisladiskur fylgja. Leiðb. er Garðar Garðarsson NLP pract. Skráning og nánari upplýsingar: Námskeiðið byggir á NLP og nýjustu rannsóknum í djúpslökun, tónlistarlækningum, dáleiðslu og beitingu ímyndunaraflsins. Sími 898 3199 eða 899 7716 á kvöldin www.gardar.com NÝ NÁMSKEIÐ Í SJÁLFSDÁLEIÐSLU TVEIR japanskir ferðamenn, Yuji Nakano og Mina Takashi, tylltu sér á Madbasseh-torginu í Betlehem í gær þar sem þau höfðu ætlað að skoða Fæðingarkirkjuna. Þau hafa verið lengi á ferðalagi og var ókunnugt um átökin sem geisað hafa í Betlehem og öðrum bæjum og borgum Palestínumanna á Vest- urbakkanum að undanförnu. Um 250 manns halda enn kyrru fyrir í kirkjunni, og sitja ísraelskir hermenn um hana. Flestir innan- dyra eru óbreyttir palestínskir borgarar og nunnur og munkar, en Ísraelar segja að þar séu einnig „um 30 manns“ sem séu hryðju- verkamenn og beri að framselja til ísraelskra yfirvalda. Í gær skaut ísraelsk skytta og særði einn þeirra sem eru inni í kirkjunni, að sögn sjónarvotta, en viðræður um lausn umsátursástandsins munu vera að hefjast. Reuters Ferðamenn í Betlehem STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur komist að þeirri niðurstöðu að Osama bin Laden hafi verið í fjallavirkinu í Tora Bora þegar Bandaríkjamenn gerðu loft- árásir á það og telur líklegast að hann hafi sloppið það- an. Bandarískir emb- ættismenn telja það nú mikil mistök að stjórnin skyldi ekki hafa sent hersveitir að fjallavirkinu til að leita að bin Laden og látið nægja að gera loftárásir. Bandarískir leyni- þjónustumenn segjast hafa safnað gögnum sem bendi eindregið til þess að bin Laden hafi verið í Tora Bora í Austur-Afganistan þegar árásirnar hóf- ust. Þeir telja litlar sem engar líkur á því að hann hafi beðið bana þar og eru sannfærðir um að hann hafi komist undan fyrstu tíu dagana í desem- ber. Misstu af besta tækifærinu til að ná bin Laden Embættismennirnir lýsa þessu sem miklum ósigri fyrir Bandarík- in. Heimildarmenn The Wash- ington Post segja að hershöfðinginn Tommy Franks, sem stjórnaði hernaði Bandaríkjamanna í Afgan- istan, hafi lagt rangt mat á hags- muni afganskra herforingja, sem börðust með Bandaríkjamönnum, og misst af besta tækifærinu til að handtaka eða vega bin Laden. Afgönsku herforingjarnir stóðu ekki við loforð sín um að loka öllum flóttaleiðum frá fjallavirkinu og nokkrir þeirra eru sagðir hafa hjálpað liðsmönnum al-Qaeda, sam- taka bin Ladens, að flýja. Embætt- ismennirnir segja að Franks hafi ekki áttað sig á þessu nógu snemma vegna þess að hann stjórnaði að- gerðunum frá Bandaríkjunum og enginn hershöfðingi var á vígvell- inum. Fyrstu Bandaríkjamennirnir komu ekki á staðinn fyrr en átökin höfðu staðið í þrjá daga. „Við klúðruðum þessu með því að senda ekki hermenn fyrr til Tora Bora og láta Afganana gera allt fyr- ir okkur,“ sagði einn heimildar- mannanna. Flutti ávarp í Tora Bora Stjórn Bush hefur aldrei viður- kennt opinberlega að bin Laden hafi sloppið í gegnum varðhringinn umhverf- is Tora Bora eftir að loftárásir Bandaríkja- hers hófust 30. nóvem- ber. Þar til nú hefur ekki verið skýrt frá því opinberlega hvort bin Laden hafi verið í Tora Bora. Innan Bandaríkja- stjórnar eru nú lang- flestir þeirrar skoðun- ar að hryðjuverka- foringinn hafi verið í fjallavirkinu. Margir liðsmenn al-Qaeda, sem teknir hafa verið til fanga, hafa til að mynda sagt við yfir- heyrslur að bin Laden hafi flutt ræðu meðal félaga sinna í Tora Bora í byrjun desember. Frásagnir fanganna þykja trúverðugar og ýmsar aðrar upplýsingar banda- rísku leyniþjónustunnar benda til þess að bin Laden hafi verið í fjalla- virkinu. „Ég tel að aldrei verði hægt að segja það með fullri vissu en við komumst að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið þarna og hún hefur styrkst með tímanum,“ sagði einn heimildarmannanna. „Við teljum yfirgnæfandi líkur á því að hann hafi verið þarna en líkurnar á að hann hafi komist undan eru ekki eins miklar.“ Bin Laden enn á lífi? Talsmaður Franks viðurkenndi að þetta væri ríkjandi viðhorf innan Bandaríkjastjórnar en sagði að hershöfðinginn hefði ekki sann- færst um að bin Laden hefði verið í Tora Bora. Þorri embættismannanna telur að bin Laden sé enn á lífi en aðrir segjast ekki geta útilokað að hann hafi beðið bana í árásunum á Tora Bora eða síðar. Nokkrir embættis- mannanna telja að bin Laden sé al- varlega veikur og í umsjá næstráð- anda síns, Ayman Zawahiri, sem er egypskur læknir. Talið að bin Lad- en hafi sloppið frá Tora Bora Bandaríkjastjórn sér nú eftir því að hafa ekki sent hersveitir að virkinu The Washington Post. Osama bin Laden Begga fína FRANSKIR öryggismálafulltrúar höfðu í gær til yfirheyrslu fimm menn sem handteknir voru í París í tengslum við rannsóknina á máli skósprengjumannsins svonefnda, Richards Reids, að því er franska sjónvarpsstöðin LCI greindi frá. Fulltrúar frá frönsku innanríkisör- yggisþjónustunni (DST) handtóku hina grunuðu í fyrradag, að því er sagði í frétt LCI. Reid, sem er breskur ríkisborg- ari, er í varðhaldi í Bandaríkjunum en honum er gefið að sök að hafa reynt að kveikja í sprengiefni er hann hafði í skósólum sínum um borð í flugvél á leið frá París til Miami 22. desember sl. Flugliðar og aðrir farþegar yfirbuguðu hann og flugvélinni var snúið til Boston. Í ákærunni gegn honum er því haldið fram, að hann hafi notið þjálfunar hjá al-Qaeda-hryðjuverkasamtökun- um í Afganistan. Handtökur í París París. AP. Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.