Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 27

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 27 Dagskrá fundarins er 1. Skýrsla stjórnar. 2. Gerð grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræðileg úttekt. 4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt. 5. Önnur mál. Ársfundur 2002 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem og lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn að Skúlagötu 17 á 2. hæð, Reykjavík, fimmtudaginn 18. apríl 2002 og hefst kl. 16.00. h u n an g Reykjavík 4. apríl 2002 www.esteelauder.com Líkamsrækt á ljúfum nótum NÝTT: Private Spa Body Collection Láttu eftir þér dálítið dekur með árangursríkum snyrtivörum, sem veita líkama þínum það sem hann þarfnast. Hér er um að ræða nýjar og sérlega mildar efnablöndur, sem sameina skynsamlega húðhirðu og líkamsrækt á ljúfum nótum. SERGIO Vieira de Mello, yfirmaður bráðabirgðastjórnar Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor, óskar hér frelsishetju Austur-Tímorbúa, Xanana Gusmao (t.v.), til hamingju með sigurinn í forsetakosningum, sem fram fóru um síðustu helgi. Til- kynnt var um endanleg úrslit í gær og hlaut Gusmao afar góða kosn- ingu, fékk 83% greiddra atkvæða. Austur-Tímor var áður undir indónesískri stjórn en undanfarin tvö og hálft ár hafa Sameinuðu þjóðirnar stjórnað landinu til bráðabirgða. Í samræmi við nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var í ágúst 1999, mun Austur-Tímor hins vegar verða sjálfstætt ríki 20. maí nk. og verður Gusmao fyrsti forseti landsins. Gusmao sagðist í gær afar hrærður vegna þess trausts sem honum hefði verið sýnt og hét hann því að hafa hag allra landsmanna í fyrirrúmi, ekki aðeins þeirra sem hefðu kosið hann í forsetakjörinu. Reuters Gusmao lýstur sigurvegari ÓTTAST er, að um 50 vötn hátt í Himalajafjöllum yfirfyllist og steyp- ist niður fjallshlíðarnar á næstu fimm til tíu árum. Gæti það stofnað lífi þúsunda manna í hættu og valdið miklu eignatjóni. Mælingar í Nepal og Bútan sýna, að þar hefur hitastigið hækkað um næstum eina gráðu á celsíus síðasta aldarfjórðunginn. Afleiðingin er stóraukin bráðnun í jöklum. Vatnið rennur síðan í þau vötn, sem fyrir eru, og myndar ný. Eru þau til jafn- aðar í 4.000 metra hæð yfir sjávar- máli. Vísindamenn segja, að gróður- húsaáhrifunum sé um að kenna og vara við miklum voða þegar vötnin brjótast fram. Flóðið eirir engu á leið sinni og sópar burt vegum, brúm og byggingum. Dæmi eru um 40 metra háan flóðvegg og 10.000 rúmmetra rennsli á sekúndu. Segja má, að tveir milljarðar manna lifi á vatninu frá Himalaja- fjöllum, en haldi bráðnun jöklanna áfram er hætta á, að margar ár og vatnakerfi þorni upp með skelfileg- um afleiðingum fyrir lífríkið og þar með mannfólkið. Óttast flóð í Himalajafjöllum Genf. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.