Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú styttist í sumarið Kringlunni 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420 Bleikir og bláir St. 24-35 Verð kr. 2.490 Bláir og drapp St. 24-35 Verð kr. 2.490 Bláir og fjólubláir Bláir einnig m/frönskum rennilás St. 24-35 Verð kr. 3.990 Ljósbláir St. 24-34 Verð kr. 3.990 Hvítir m/rauðu st. 28-35 Verð 4.390 Rauðir St. 28-35 Verð kr. 3.990 Svartir St. 31-46 Verð kr. 3.490 Bláir St. 31-46 Verð kr. 3.990 HVAÐ getur venjulegur maður gert þegar hann stendur frammi fyrir eldsvoða? Hann getur reynt að flýja eldinn, yfirgefið þá sem annaðhvort geta ekki flúið eða eiga engan griðastað að flýja á. Hann getur staðið kyrr og kveinað. Hann getur kennt öðrum um. Og hann getur einnig fyllt teskeiðina, sem hann heldur á, af vatni, aftur og aftur, og skvett því á eldinn. Öll erum við með teskeið. Nú þurfa allir friðarsinnar að sækja vatn – að minnsta kosti nógu mikið til að fylla teskeiðina sína – og skvetta því á ófrið- arbálið: láta í ljósi vilja sinn, mótmæla stríðsglæpum beggja aðila, hjálpa fórnarlömbum þessara glæpa; efna til mót- mæla, beita fortölum, skrifa, rökræða, afla sanngjarnri mála- miðlun stuðnings, andmæla her- námi Ísraela og íslömsku og andgyðinglegu baráttunni fyrir tortímingu Ísraels. Skeiðin í hönd almúgamannsins er vissu- lega mjög lítil og eldurinn mikill – en samt verður hann að beita henni. Í Ísrael, og einnig Palestínu, þarf að hefja „teskeiðarútkall“, kalla út alla þá sem vilja gera allt sem á valdi þeirra stendur til að stöðva hjól kúgunarinnar, binda enda á drápin, hefndirnar og hefndirnar fyrir hefndirnar. Af hálfu Ísraela er best að tala ekki um „einhliða aðskiln- að“, heldur um að Ísraelar taki frumkvæðið og bindi enda á her- námið, til varnar Ísraelsríki. Nú er hægt að virkja þorra almennings til þess að fella stjórn landnemanna og kjósa í hennar stað samsteypustjórn með raunhæfa stefnu. Allt þetta þarf að byggjast á áætlun. Sam- þykki leiðtogar Palestínumanna þessa áætlun væri það af hinu góða; en áætlunin hefur þann mikla kost að hægt er að koma henni í framkvæmd þótt leiðtog- ar Palestínumanna verði áfram gagnteknir af bardagafýsn, fangar í höndum þeirra afla sem boða heilagt stríð. 1. Ísraelar munu binda enda á hernám palestínskra byggða og koma upp lokaðri og víggirtri markalínu í samræmi við lýð- fræðilega veruleikann – marka- línu sem er ekki sú sama og „græna línan“ svokallaða, held- ur til hliðar við hana – þannig að engin palestínsk byggð verður hernumin. Varanleg landamæri Ísraels og Palestínu verða ákveðin í samningaviðræðum og leiðtogar Palestínumanna þurfa þá að sanna í verki að þeir hafi afneitað íslömsku baráttunni fyrir tortímingu Ísraelsríkis. 2. Ísraelar samþykkja að stofnað verði þegar í stað ríki á byggðum svæðum Palestínu- manna, jafnvel þótt þetta ríki verði til áður en friðarsamning- ur er undirritaður. Frá hern- aðarlegu og siðferðilegu sjónar- miði verður auðveldara fyrir Ísraela að kljást við óvinaríki en að halda áfram að berjast við aragrúa vopnaðra hópa. 3. Ísraelar munu viðurkenna að þeir hafi átt sinn þátt í því að valda hörmungum Ísraela og Palestínumanna. Á sama tíma gerum við þá kröfu til allra sanngjarnra manna að þeir við- urkenni þátt arabaríkja og Pal- estínumanna í þessum hörmu- legu atburðum. Ógæfa palest- ínsku flóttamannanna er á meðal róta ofbeldisins, hatrið og skelfingin. Ísraelar mega ekki fallast á neina lausn sem felur ekki í sér efnahagslega og póli- tíska endurreisn palestínsku flóttamannanna – ekki innan landamæra Ísraels, heldur í heimalandi þeirra, Palestínu – með þátttöku alþjóðasamfélags- ins og Ísraela í þessu verkefni. 4. Leita þarf heildstæðrar lausnar á stríði Ísraela og araba, ekki aðeins með viðræð- um milli leiðtoga Ísraels og Pal- estínumanna, heldur einnig, og ef til vill fyrst og fremst, milli Ísraels og Arababandalagsins (sem er ef til vill nógu öflugt til að halda palestínskum öfga- mönnum í skefjum). Friðaráætl- un Sádi-Araba, sem Araba- bandalagið hefur samþykkt að hluta, getur verið útgangspunkt- ur – en alls ekki endapunktur – samningaviðræðna milli Ísraels og bandalagsins um heildstæða lausn á stríði Ísraels og araba. 5. Einhliða aðgerðir af hálfu Ísraela til að binda enda á her- námið, meðal annars niðurrif yf- irgnæfandi meirihluta land- nemabyggðanna, myndu ekki koma til greina nema þeir, sem krefjast slíkra aðgerða án þess að fyrir liggi samkomulag milli Ísraela og Palestínumanna, axli byrðina af því að draga eins og hægt er úr þeirri hættu sem Ísraelar eru beðnir um að sætta sig við. Skilmálarnir fyrir því að endi verði bundinn á hernámið verða ekki eitthvert skjal sem Yasser Arafat undirritar, heldur haldgóður samningur sem teng- ir Ísrael með raunhæfum hætti við Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Markmiðið með samningnum verður að leggja stein í götu þeirra sem boða heilagt stríð og að binda í eitt skipti fyrir öll enda á drauminn um að tortíma Ísr- aelsríki. Samningurinn á að tryggja að lok hernámsins komi ekki Ísraelum í koll, verði ekki vatn á myllu þeirra sem eru upptendraðir af stríðsæsingum arabískrar þjóðernishyggju og geri þeim ekki kleift að gera árásir á Ísrael eftir að herinn verður fluttur af svæðum Pal- estínumanna. Með slíkri friðaráætlun væri hægt að sameina þorra almenn- ings, meirihluta kjósenda í næstu kosningum og ef til vill meirihluta þeirra sem eiga nú sæti á þingi Ísraels – vinstri- menn, miðjumenn og hófsama hægrimenn. „Öll erum við með teskeið“ eftir Amos Oz Nú þurfa allir frið- arsinnar að sækja vatn – að minnsta kosti nógu mikið til að fylla teskeiðina sína – og skvetta því á ófriðarbálið. Höfundur er ísraelskur rithöfundur. © Amos Oz 2002. CHICAGE Ogi, samgönguráð- herra Japans (þriðja frá vinstri), veifar til viðstaddra og Mikki mús klappar saman lófunum þegar klippt var á borða við vígslu nýrr- ar flugbrautar á Narita-flugvelli við Tókýó í gær. Búist er við mik- illi aukningu í flugumferð um völlinn í tengslum við Heims- meistaramótið í knattspyrnu, sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu 31. maí til 30 júní. Nýja brautin er tæpir 2.200 metrar, en eldri braut vallarins er tæplega helmingi lengri. Íbúar í grennd við völlinn hafa mótmælt harðlega lagningu brautarinnar, og við athöfnina í gær var öflugur lögregluvörður, vegna ótta við að tilraun yrði gerð til skemmdar- verka. Upphaflega var áætlað að brautin yrði 2.500 metrar, en að sögn yfirmanns vallarins gat ekki orðið af því þar sem bændur og íbúar á svæðinu neituðu að láta af hendi það land sem þurft hefði. Verður nýja brautin einkum notuð fyrir umferð flugvéla sem eru í ferðum á skemmri vega- lengdum milli Tókýó og annarra borga í Austur-Asíu, þar sem brautin er of stutt til að stærstu farþegaþotur geti lent á henni. Kostnaður við nýju brautina nam 120 milljörðum jena, eðasem svarar tæpum 99 milljörðum króna. Með tilkomu hennar mun umferð um Narita aukast í um 200 þúsund flug á ári. Íbúar á svæðinu og róttækir námsmenn stóðu fyrir miklum og á stundum ofbeldisfullum mót- mælaaðgerðum þegar bygging vallarins í Narita var að hefjast á áttunda áratugnum, og vildu koma í veg fyrir að hann yrði reistur. Hann var opnaður 1978, en síðan hefur mótmælaaðgerðum verið haldið áfram og skemmd- arverk unnin. AP Ný flug- braut vígð í Tókýó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.