Morgunblaðið - 18.04.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 18.04.2002, Síða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ son, Ármann Helgason, Eydís Franzdóttir og Kristín M. Jakobs- dóttir. Þórunn er góð söngkona og sýndi að hún hefur mikla rödd í Ne poy, krasavitsa, pri mne (Syng mér ei, mín fagra) eftir Rakhmaninov, en þetta lag er op 4. nr. 4 og samið 1892, þegar tónskáldið er 19 ára og enn í námi. Í þessu lagi getur að heyra tónhugmynd, sem hann not- ar síðar í Vokalísunni (1915) frægu. Með Þórunni léku Greta Guðnadóttir á fiðlu og Valgerður Andrésdóttir á píanó og áttu þær góðan hlut í áhrifamiklum og sann- færandi flutningi Þórunnar. Sextettinn Mládi (Æska) eftir Janacek er saminn 1924 og eins og nokkur verka, sem hann samdi á síðustu árum ævi sinnar, er honum gjarnt á að horfa til liðins tíma, eins og í þessu frekar glaðlega verki, sem var mjög vel flutt af Hallfríði Ólafsdóttur, Eydísi Franzdóttur, Gretu Guðnadóttur, Guðmundi Kristmundssyni, Ár- manni Helgasyni, Kjartani Óskars- syni, Önnu Sigurbjörnsdóttur og Kristínu M. Jakobsdóttur. Þórunn Guðmundsóttir söng átta Barnagælur (Rikadla) eftir Jan- acek, er hann samdi 1925 fyrir söngrödd, klarinett og píanó, Síð- asta árið sem hann lifði bætti hann tíu barnagælum við, fyrir ýmsar samsetningar radda og hljóðfæra og notaði þá margs konar hljóð- færi, m.a. barnatrommu og okk- arínu. Í þessu verki er Janacek að útfæra kenningar sínar um samspil framburðar og lagferlis en hann í SVO nefndur 15:15-kammerhóp- ur hefur haldið nokkra tónleika í nýja salnum í Borgarleikhúsinu og eftir því sem gat að heyra á kamm- ertónleikum 15:15-hópsins sl. laug- ardag, er hér um að ræða all góðan tónleikasal, að vísu nokkuð hráan í útliti, með eins konar baksviðs svipmóti. Fyrr á öldum voru skilin á milli leikenda og áheyrenda nær engin en með tilkomu óperunnar og byggingu óperuhúsa urðu þessi skil algjör. Nú leggja leikhúsin áherslu á hina opnu og táknrænu leiksviðsmynd, svo segja má, að í gerð nútíma leiksviðsmynda sé að mörgu leyti horfið aftur til 16. ald- ar og einnig löngu fyrr, þegar bún- ingur og jafnvel andlitsgríman ein dugði. Þessi hráleiki í sviðsumbúnaði er oft falinn með lítilli lýsingu og myrkrið þá notað sem leiktjöld, svo sem gert var á nefndum tón- leikum, sem hófust á Pastorale eft- ir Stravinskí. Verkið er samið 1907 fyrir sópranrödd (án texta) og pí- anó, sem höfundurinn umritaði síð- ar fyrir fjóra blásara og fiðlu í stað söngraddar. Þórunn Guðmunds- dóttir söng verkið og fór listilega með þetta sérstæða söngverk, en með henni léku Kjartan Óskars- raun reyndi að gæða tónlist sína hljómgun unna úr talmáli, og þar með að sameina söng og tal. Þess- ar kenningar hans vöktu mikla at- hygli og má m.a. heyra áhrifin af þessum athugunum Janaceks í óp- erunum eftir hann. Barnagælurnar voru sungnar við þýðingar eftir Þ.G. (líklega Þorstein Gylfason) og næsta víst, að ekki hefur náðst fullt samkomulag á milli lagferlis unnið út frá tékknesku og fram- burðar íslenskunnar, enda vantaði hið leikræna og í reynd barna- eftirhermuna í flutning Þórunnar, þó um margt væri hann vel fram færður Lokaverk tónleikanna var dans- svíta eða kvintett fyrir óbó, klarin- ett, fiðlu, lágfiðlu og kontrabassa eftir Prokofiev, op. 39, upphaflega samið í París en síðar lengt um tvo kafla, er það var flutt í Moskvu. Þetta er á margan hátt skemmti- legt verk, nokkuð langdregið og minnir margt í því á vinnubrögð Stravinskís, sérstaklega er varðar notkun stuttra stefhugmynda, sem í reynd eru frekar hrynhugmyndir en stef og þá ekki síður í notkun strengjanna, þó með þeim skemmtilegu frávikum, að Prok- ofíev notar „uppstrok“, þar sem Stravinskí hefði líklega notað „nið- urstrok“, eins og frægt er orðið. Þeir sem léku voru Eydís, Ár- mann. Greta, Guðmundur og Há- varður Tryggvason á bassa og var flutningur þeirra allur til fyrir- myndar. TÓNLIST Nýja svið Borgarleikhússins 15:15-hópurinn flutti verk eftir Stravinskí, Rakhmaninov, Janacek og Prokofíev Laugardagurinn 13. apríl 2002. KAMMERTÓNLEIKAR Að tala eða syngja Jón Ásgeirsson JAZZBALLETTSKÓLI Báru hefur ákveðið að koma á lagg- irnar íslensku dansleikhúsi. Það er hugsað sem vettvangur fyrir íslenska dansara og danshöf- unda til að þróa list sína. „Allt of oft hafa efnilegir og hæfileikaríkir einstaklingar hætt í dansi og ekki fengið að vaxa og þroskast í list sinni, þar sem verkefni hafa verið af skornum skammti. Jazzballett- skóli Báru hefur því ráðist í þetta þróunarverkefni til þess að vekja til lífs lifandi, skemmti- legt og skapandi leikhús þar sem dansinn er í aðalhlutverki,“ segir í fréttatilkynningu. Dansleikhúsið hefur form- lega starfsemi á alþjóðlega dansdaginn, 29. apríl. Þá verða sýnd þrjú nútímadansverk eftir þrjá íslenska danshöfunda: 8Villt eftir Jó- hann Frey Björgvinsson, Brot eftir Katrínu Ingvadóttur og Dulúð eftir Irmu Gunnarsdóttur. Alls taka sex- tán dansarar þátt í sýningunni, fjór- tán frá Jazzballettskóla Báru og tveir frá danshópnum Götustrákarn- ir. Fyrstu sýningar verða í Borgarleikhúsinu 29. og 30. apr- íl. „Starfsemi Dansleikhússins verður fjölþætt og munu sér- menntaðir dansarar og danshöf- undar þess veita þjónustu á sviði danslistar. Hvers kyns dansuppfærslur, menningarvið- burðir eða sýningar, þar sem þörf er á sérfræðilegri aðstoð menntaðra dansara og danshöf- unda, heyra undir svið Dans- leikhússins. Dansleikhúsið er jafnframt farandleikhús og hugsað sem mótsstaður dans- listar í landinu. Því ríkir mikill hugur á koma einnig til móts við dansunnendur utan höfuðborg- arinnar. Eru unnendur danslist- ar og allir þeir sem þurfa á at- beina fagfólks í dansi að halda hvattir til að kynna sér starfsemi Dansleikhússins,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu. Stofnar nýtt dansleikhús Jóhann Freyr Björgvinsson er einn þriggja höfunda á fyrstu sýningu Dansleikhúss. Jazzballettskóli Báru ræðst í þróunarverkefni Morgunblaðið/Þorkell MENNTUN Kyn: Karl. Aldur: 21. Spurning: Mig langar að verða stærðfræðikennari á framhalds- skólastigi. Hvað tæki það mig mörg ár að ná fullum réttindum á því sviði og í hvaða skóla færi ég? Svar: Til þess að afla sér kennsluréttinda á framhalds- skólastigi þarf að ljúka námi í kennslufræði. Það er 30 eininga nám í félagsvísindadeild við Há- skóla Íslands. Hægt er að ljúka því námi á einum vetri að loknu BA/ BS-prófi. Sækja þarf sérstaklega um námið og er umsóknarfrestur til 1. apríl ár hvert. Hægt er að inn- ritast í stærðfræðiskor við raunvís- indadeild við HÍ og ljúka þriggja ára námi í stærðfræði með BS- gráðu. Til að hljóta inngöngu í deildina þarf stúdentspróf af nátt- úrufræði- eða eðlisfræðibraut eða sambærilegt próf. Kennarar í framhaldsskólum eru með kennsluréttindi auk BA/ BS-prófs í sinni fræðigrein. Þeir sem kenna stærðfræði í fram- haldsskólum gætu verið með há- skólagráðu í líffræði, verið með mjög góða þekkingu á stærðfræði úr sínu BA/BS-námi og kennt mis- munandi áfanga í stærðfræði. Í raun má segja að það taki fjög- ur ár að afla sér réttinda sem framhaldsskólakennari. BA/BS- námið tekur þrjú ár en að því búnu tekur kennsluréttindanámið eitt ár. Þeir háskólar sem bjóða BA/ BS-nám eru t.d. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík. Til að leita frekari upp- lýsinga er bent á að hafa samband við kennslustjóra kennsluréttinda- námsins við HÍ og námsráðgjafa í viðkomandi háskólum. Kyn: Kona. Aldur: 18 ára. Spurning: Ég er búin að vera þrjú ár í framhaldsskóla og búin að vera á þremur brautum. Ég er í vandræðum með hvað ég vil verða, en ég veit bara að ég vil læra eitthvað skemmtilegt en þó eitthvað sem er vel borgað. Hvað get ég gert? Svar: Ákvarðanir sem fólk stend- ur frammi fyrir eru miserfiðar og krefjandi og hafa einnig mismikil áhrif á framtíðina. Þegar staðið er frammi fyrir ákvörðun um náms- eða starfsval þarf t.d. að taka mið af áhuga, hvaða markmið maður setur sér og að hvers konar námi er stefnt (iðnnámi, starfsnámi, há- skólanámi). Einnig skiptir mjög miklu máli að leita sér upplýsinga og taka svo ákvörðun.á grundvelli þeirra. Það er á þér að heyra að þú hafir vítt áhugasvið og sért opin fyrir nýjum tækifærum. En það get- ur einnig gert þér erfiðara að velja og hafna og raða hlutum í for- gangsröð. Þú getur leitað til námsráðgjafa í þínum skóla og rætt við hann um framtíðaráform þín, jafnvel þótt þau séu óljós á þessari stundu. Leitaðu upplýsinga um nám sem vekur athygli þína og ræddu það við námsráðgjafann. Reyndu að gera þér ljóst hvað skiptir þig máli og hvar þú sérð sjálfa þig í framtíð- inni - í hvers konar starfi og á hvaða starfsvettvangi. Kynntu þér upplýsingar idan.is. Hvað launin snertir er ráðlegt að leita til laun- þegasamtaka og fá uppgefna launataxta. Þú stendur vissulega á tímamót- um og því er vert að staldra við og vega og meta stöðuna. Ræddu við foreldra þína og þá sem þér finnst vera í áhugaverðum störfum. Nám og störf TENGLAR ........................................... Svarið er unnið úr idan.is í sam- starfi við nám í námsráðgjöf við HÍ. Landsskrifstofa Ungs fólks í Evr- ópu (UFE) á Ís- landi úthlutaði nýverið stærsta styrk sem hún hefur úthlutað, 60.256 evrum. Það var fé- lagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum sem hlaut þennan styrk til að taka þátt í svo kölluðum ungmennaskiptum sem heyra undir flokk 1 hjá UFE. Næstkomandi sumar mun Ný-ung taka á móti ungmennum á aldr- inum 15-25 ára sem eru frá 6 lönd- um, þ.e. frá Slóvakíu, Slóveníu, Ítalíu, Írlandi og Bretlandi. Unga fólkið mun vinna saman að verk- efni undir yfirskriftinni Ein- angrun. Fjallað verður um fé- lagslega, landfræðilega, og persónulega einangrun þar sem unnið verður í umræðuhópum og niðurstöður teknar saman. Hér er um langtímaverkefni að ræða því að stefnt er að því að hóparnir hitt- ist aftur í einhverju af hinum lönd- unum. Möguleiki er að sækja um enn stærri styrki beint til fram- kvæmdastjórnar ESB og hefur landsskrifstofan milligöngu um það. Nánari upplýsingar um UFE áætlunina eru á ufe.is. Ný-ung á Egilsstöðum Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.