Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 35

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 35
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 35 Í STEFNUYFIRLÝSINGUmeð nýjum kjarasamningimilli Launanefndar sveitar-félaga og Kennarasambands Íslands var, í þeim kafla sem fjallar um samband kennara og nemenda, kallað eftir siðareglum kennara. Þar segir: ,,Mat kenn- arans á nemendum, einkunnagjöf og starf að öðru leyti gerir það að verkum að nemendur eru afar tengdir kennurum. Það gerir kröf- ur um skýrar samskiptareglur um samband kennara við nemendur, foreldra og kennara sín á milli.“ Í aðalnámskrá fyrir framhalds- skóla (bls. 35) kemur einnig fram að skólar eigi að setja sér sam- skipta- og siðareglur, og þessu virðast kennarar sammála, því 86% grunnskólakennara og um 80% framhaldsskólakennara voru í könnun árið 2000 hlynt því að siða- reglur yrðu settar og skráðar. Siðareglur, til hvers? Siðareglur kennara á Íslandi hafa verið í deiglunni í áratug, og nú loksins á þingi Kennarasam- bandsins í mars árið 2002 voru í fyrsta sinn samþykktar siðareglur fyrir alla kennara innan Kennar- sambands Íslands. Þess bera að geta að leikskólakennarar höfðu áður stigið þetta skref og hafa haft slíkar reglur síðan 1991, og endur- skoðaðað þær reglulega. Samin voru ný drög að siða- reglum fyrir kennara fyrir þingið í mars, um þau var fjallað af skóla- málanefndum og stjórnum allra að- ildafélaga KÍ og siðanefnd FL. „Á ársfundi skólamálaráðs KÍ í nóv- ember 2001 voru drög að siða- reglum kennara til umfjöllunar þar sem ýmsar ábendingar komu fram. Í framhaldi af því var unnið úr at- hugasemdum og leitað ráðgjafar hjá Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands við það verk,“ segir t.d. í greinargerð með nýjum siða- reglum kennara. Skráðar siðareglur starfsstétta eru í raun tilraun til að lýsa þeim reglum sem starfsstéttin telur sig þurfa að fara eftir til að geta rækt skyldur sínar, þ.e. skyldur við samfélagið, starfið og starfsfélaga. Siðareglurnar er sennilega skráðar í hjarta flestallra kennara, en skrá- setningin auðveldar kynningu á þessum skyldum kennara. Þær miðla til nýrra kennara safnaðri reynslu og minna eldri félagsmenn á hvert hlutverkið sé. „Þær eru hvatning til kennara um að vanda sig í starfi og eru þess vegna styrkur fyrir félagið. “ (Greinar- gerð). Umræður og ágreiningur Umræður um siðareglur eru ef til villmikilvægastar alls og þær ættu að auka samheldni kennara- stéttarinnar og sjálfsvirðingu hennar. Enginn annar getur samið siðareglurnar, heldur er nauðsyn- legt að hver stétt semji sínar eigin reglur með aðstoð fagmanna eins og hjá Siðfræðistofnun. Siðareglur beina ágreiningsmál- um í viðurkenndan farveg og stuðla að því að raunverulega sé tekið á málum. Margar stéttir, eins og t.d. blaðamenn, auglýsingafólk og prestar eru með siðanefndir eða ráð sem hafa vald til að kveða upp úrskurði um kærð álitamál. Svo er ekki hjá kennurum, a.m.k. ekki í bili, hinsvegar eru skýrar reglu- gerðir sem taka á slíkum álita- málum. Skólamálaráði er þó falið að móta tillögur um siðanefnd KÍ og starfssvið hennar fyrir eitthvert þing KÍ. Siðareglur víða um heim Kennarar í ýmsum löndum hafa, innan og utan Evrópu, á undan- förnum árum skráð siðareglur sín- ar t.d. í Bretlandi, Ástralíu, Kan- ada og Nýja Sjálandi. Samtök kennara í USA samþykktu siða- reglur kennara strax árið 1975. Ár- ið 2001 samþykktu svo alþjóðasam- tök kennara, Education Internat- ional, siðareglur kennara. Kenn- arafélögin á hinum Norðurlöndun- um eru flest búin að skrá siða- reglur sínar. Siðareglurnar hér voru samþykktar einróma. Næsta skref fyrir skólamálaráð- stefnu KÍ er að kynna siðaregl- urnar öllum kennurum, foreldrum og nemendum, og efla með því fag- mennsku kennara með umræðum og móta tillögur um siðanefnd. Siðareglur kennara efla fagmennsku Morgunblaðið/Kristján Nemendur eru stuðningsmenn kennara og kennarar stuðningsmenn nemenda. (MA 2001.) Kennarar/ Á þingi Kennarasambands Íslands voru skráðar siðareglur kennara í fyrsta sinn samþykktar, með loforði um kynningu á þeim. Gunnar Hersveinn gerir tilraun til að kynna foreldrum þessar siðareglur, sem m.a. er ætlað að efla fagmennsku kennara með djúpum umræðum meðal félagsmanna í KÍ. Síðar verður siðanefnd kennara sett á fót.  Að sýna sér- hverjum […] virðingu, áhuga og umhyggju  Siðareglur kennara voru samþykktar ein- róma á þinginu Siðareglur eru settar til að efla fagmennsku kennara og styrkja fagvitund þeirra. Siða- reglurnar eru kennurum til leiðbeiningar í starfi. 1. Kennarar vinna að því að mennta nemendur og stuðla að alhliða þroska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun. 2. Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra að leið- arljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstaklingi virðingu, áhuga og umhyggju. 3. Kennurum ber að hafa jafn- rétti allra nemenda að leið- arljósi í skólastarfi. Kenn- arar eiga að vinna gegn fordómum og mega ekki mismuna nemendum, t.d. vegna kyns, þjóðernis eða trúarbragða. 4. Kennarar skulu leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og um- gengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. 5. Kennarar leitast við að vekja með nemendum sín- um virðingu fyrir umhverfi sínu og menningarlegum verðmætum. 6. Kennurum ber að viðhalda starfshæfni sinni, auka hana og fylgjast með nýj- ungum og umbótum á sviði skólamála. 7. Kennurum ber að hafa sam- vinnu við forráðamenn eftir þörfum og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu áreið- anlegar og réttar. 8. Kennarar skulu virða ákvörðunarrétt forráða- manna ósjálfráða nemenda og hafa ekki samband um málefni nemanda við sér- fræðinga utan viðkomandi skóla, nema slíkt sé óhjá- kvæmilegt til að tryggja velferð og rétt barnsins. 9. Kennurum ber að gæta trúnaðar við nemendur. 10. Kennurum ber að gæta þagmælsku um einkamál nemenda og forráðamanna þeirra sem þeir fá vitneskju um í starfi. 11. Kennarar skulu gæta heið- urs og hagsmuna kenn- arastéttarinnar. 12. Kennurum ber að vinna saman á faglegan hátt, taka þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í skól- anum. 13. Kennurum ber að sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. (Siðareglur þessar skal endurskoða reglulega.) Siðareglur kennara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.