Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 61

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 61 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Bústaðakirkja. For- eldramorgunn kl. 10–12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björnsdótt- ir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Opið hús. Upplestur fyrir eldri börnin, söngstund, kaffispjall. End- urminningarfundur í Guðbrandsstofu kl. 14–15.30. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Org- eltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er málsverður í safnaðar- heimili. Samvera eldri borgara kl. 14. Guð- finna Ragnarsdóttir menntaskólakennari flytur fróðleik og gamanmál. Þjónustuhóp- ur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sókn- arprestur annast samveruna. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Guðmunda, Bolli og Þorvaldur. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 20. apríl kl. 14. Far- ið verður í heimsókn til Íslenskrar erfða- greiningar. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17– 18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttur hádegisverður eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í um- sjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20– 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Alfanámskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á aldrinum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10 foreldramorgunn. Spjall og samvera foreldra með ungum börnum sínum. Kl. 14.20 Litlir lærisvein- ar, æfing I. hópur. Kl. 17.10 Litlir læri- sveinar, æfing II. hópur. Kl. 18.15 Litlir lærisveinar, æfing III. hópur. Keflavíkurkirkja. Að njóta foreldrahlut- verksins. Fræðslunámskeið fyrir nýbak- aða foreldra, sem eiga barn á fyrsta ári, kl. 19.30–22 í minni sal Kirkjulundar. Tak- markaður fjöldi. Hafið samband við Herthu W. Jónsdóttur, barnahjúkrunarfræðing og hjúkrunarkennara, í síma 565-9777, fars. 860-5966. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera í kvöld kl. 20. Fyrirbænaefnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudags milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Sóknar- prestur. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð í Safnaðarheim- ili. Samhygð kl. 20 í safnaðarheimili. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17 krak- kaklúbur fyrir 8–9 ára. Kl. 19.30 söngæf- ing. Kl. 20.30 unglingasamvera. Safnaðarstarf LÉTTMESSA verður í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 19. apríl kl. 20.30. Hljómsveitin Upendo leikur lof- gjörðartónlist. Sú hljómsveit sam- anstendur af miklum mannlegum gullmolum. Flutt verður merkileg reynslusaga í stað predikunar. Í lok stundarinnar verður blessun með olíu. Það eru prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Hjörtur Magni Jóhannsson sem þjóna ásamt Sveini Bjarka Tómassyni kennara og Þorvaldi Víðissyni guðfræðingi. Miðborgarmessan verður sniðin að þörfum fólks á öllum aldri og það eru líka allir innilega velkomn- ir. Strax að lokinni messu verður Ömmukaffi í Austurstræti 20 opnað og þar verður hægt að eiga gott samfélag. Fríkirkjan í Reykjavík, Dómkirkjan, Neskirkja, Miðborgarstarf KFUM/K. Donnie Swaggart í Krossinum DONNIE Swaggart kemur í heim- sókn í Krossinn dagana 19.–21. apríl. Hann verður með samkomur á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnudaginn kl. 16.30. Donnie er landanum að góðu kunnur. Hann hefur sótt Ísland heim áður og einnig þekkja hann margir af skjánum en hann er með sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni Omega. Morgunblaðið/Sverrir Fríkirkjan, Tjörnin. Miðborgarmessa við Tjörnina Ellefu borð í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á ellefu borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 15. apríl. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Einar Markúss. og Sverrir Gunnarss. 249 Jóna Kristinsdóttir og Sveinn Jenss. 238 Helga Helgad. og Þórhildur Magnúsd. 232 AV Stefán Ólafss. og Sigurjón H. Sigurjónss. 295 Filip Höskuldss. og Páll Guðmundss. 242 Guðm. Pálss. og Kristinn Guðmundss. 241 – Gullsmárabrids alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á há- degi. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Undanúrslit í bikarkeppni Bridssambands Vesturlands NÚ er lokið undanúrslitum í Bik- arkeppni Vesturlands. Þar sigraði sveit Guðmundar Ólafssonar sveit Guðna Hallgrímssonar með 40 imp- um og sveit Alfreðs Viktorssonar sigraði sveit Tryggva Bjarnasonar með 9 impum. Það verða því Akur- nesingarnir Guðmundur Ólafsson og Alfreð Viktorsson sem keppa til úr- slita og fær sveit Guðmundar heima- leik. Leiknum skal lokið fyrir 15. maí Bridsfélag Hafnarfjarðar MÁNUDAGINN 15. apríl var spilað síðasta kvöldið í fjögra kvölda Monrad-barómeter tvímenningi. Spiluð voru 28 spil og var með- alskor 50%. Hæstu skor fengu hinn 15. apríl. Gunnl. Óskarss. – Þórarinn Sófuss. 57,5% Atli Hjartarss. – Sverrir Jónss. 56,4% Halldór Þórólfss. – Hulda Hjálmarss. 54,6% Jórunn Fjeldsted – Harpa F. Ingólfss. 54,3% Lokastaðan þar sem meðaltal þriggja bestu kvöldanna var tekið saman. Gunnl. Óskarss. – Þórarinn Sófuss. 56,23% Einar Sigurðss. – Halldór Einarss. 54,13% Hulda Hjálmarss. – Halldór Þórólfss. 53,63% Mánudaginn 22. apríl hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar og er það jafnframt síðasta mót vetrarins og hvetjum við alla spilara að mæta, ef spilarar hafa ekki sveitarfélaga verður reynt að aðstoða við að mynda sveit. Bridgefélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Spilamennska hefst kl. 19.30, spilað er með forgefnum spilum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Borgarfjarðar Vor-barómeterinn hófst mánu- daginn 15. apríl með þátttöku 20 para. Úrslit fyrsta kvöldið urðu eft- irfarandi: Jón Einarsson – Anna Káradóttir 76 Ragna og Guðrún Sigurðardætur 48 Eyjólfur Sigurjóns – Jóhann Odds 43 Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jóns 42 Guðmundur Kristins – Ásgeir Ásgeirs 39 Íslandsmót í tvímenningi Undanúrslitin verða spiluð 25.–26. apríl. 25. apríl, sumardaginn fyrsta, byrjar spilamennska kl. 11 en 26. apríl er byrjað að spila kl. 17. Úrslit- in verða síðan spiluð 27.–28. apríl. Að öðru leyti er mótið með hefð- bundnum hætti. Í undanúrslitum eru spilaðar 3 lotur og kemst 31 par í úr- slitin. Í úrslitum spila að auki Íslands- meistarar síðasta árs og allir svæða- meistar, alls 40 pör. Allir spila við alla, 3 spil milli para. Til að auðvelda skipulag mótsins eru spilarar beðnir að skrá sig í síð- asta lagi þriðjudaginn 23. apríl kl. 17. Skráning í s. 587 9360 eða www. bridge.is KIRKJUSTARF BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum RÆÐISMANNSSKRIFSTOFA Slóv- akíu var formlega opnuð hinn 15. apríl á Dalvegi 16 b í Kópavogi af ut- anríkisráðherra Slóvakíu Eduard Kukan, að viðstöddum Davíð Odds- syni forsætisráðherra, sendiherrum erlendra ríkja, Andrej Sokolik sendiherra Slóvakíu á Íslandi með aðsetri í Osló, auk fjölda annarra gesta. Utanríkisráðherra Slóvakíu þakk- aði stuðning íslenskra stjórnvalda við umsókn Slóvakíu um aðild að NATO. Eins ítrekaði hann ósk sína um aukið samstarf í jarðhitamálum, en í Slóvakíu er heitt vatn í jörðu. Hann kom einnig inn á ósk Slóv- aka um tvíhliða samning varðandi fjárfestingar en fyrr um daginn höfðu hann og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undirritað tví- sköttunarsamning milli ríkjanna. Ræðismaður Slóvakíu á Íslandi er Runólfur Oddsson. Ræðismannsskrifstofa Slóvakíu opnuð hér Morgunblaðið/Ásdís F. v.: Andrej Sokolik sendiherra, Eduard Kukan utanríkisráðherra, Runólfur Oddsson ræðismaður og eiginkona hans, Mária Holbicková. VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, hélt aðalfund sinn 15. mars sl. Á aðalfundinum var Magnús Þór Gylfason, framkvæmdastjóri SUS og nemi við Háskólann í Reykjavík, kjörinn formaður félagsins í stað Gests Páls Reynissonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á fyrsta stjórnarfundi, sem hald- inn var í síðustu viku, skipti stjórnin með sér verkum og var Björn Ingi Hrafnsson, skrifstofustjóri þing- flokks framsóknarmanna, kjörinn 1. varaformaður og Ágúst Ólafur Ágústson, laga- og hagfræðinemi við Háskóla Íslands, 2. varamaður. Aðrir í stjórn eru Andri Gunnars- son, Ásgeir Pétursson, Bryndís Ís- fold Hlöðversdóttir, Dagný Jóns- dóttir, Einar Skúlason, Gísli Hauksson, Haraldur Daði Ragnars- son, Hinrik Már Ásgeirsson, Hólm- fríður Gestsdóttir, Hrefna Ástmars- dóttir, Sigfús Ingi Sigfússon og Svava Björk Hákonardóttir. Varðberg er myndað af einstak- lingum sem aðhyllast samstarf vest- rænna lýðræðisþjóða á sviði varnar- mála, efnahags- og menningarmála og þátttöku Íslands á því samstarfi. Félagið vinnur að því að efla skilning meðal ungs fólks á Íslandi á gildi lýð- ræðislegra stjórnarhátta og mikil- vægi samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðinum, meðal annars með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, segir í fréttatilkynningu. Nýr formaður Varðbergs FERÐASÝNINGIN Ferðatorg 2002 verður í Vetrargarði Smáralindar dagana 19. – 21. apríl. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér alla þá ferðamöguleika og afþrey- ingu sem í boði eru á Íslandi. Ár frá ári eykst breiddin í þjónustu og val- kostum ferðaþjónustunnar um land allt. Um að ræða eins konar markaðs- torg innlendra ferðamála þar sem fólk á þess kost að afla sér upplýsinga um ferða- og afþreyingarmöguleika um allt land. Innan Ferðamálasam- taka Íslands eru átta landshlutasam- tök sem verða sameiginlega með rúmlega 100 fermetra kynningarbás á Ferðatorginu, auk þess sem ýmsir aðrir aðilar ferðaþjónustunnar verða með kynningarbása. Á Ferðatorginu verður lögð áhersla á að kynna hvað er að gerast í hverjum landshluta. Ferðamálaráð Íslands og Ferða– málasamtök Íslands standa að því að kynna fjölbreytileika Íslands á Ferðatorgi 2002 með stuðningi frá samgönguráðuneytinu. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er markaðstorg ferðamála. Vonir standa til að slíkt markaðstorg ferða- þjónustunnar verði árlegur sölu- og markaðsviðburður, segir í fréttatil- kynningu. Ferðatorg 2002 í Smáralind STJÓRNMÁLAFRÆÐISKOR Há- skóla Íslands efnir til hádegisfundar föstudaginn 19. apríl kl. 12.05 – 13 í Árnagarði, stofu 201, í tilefni útkomu bókarinnar Gert út frá Brussel?; Ís- lenskur sjávarútvegur og Evrópu- sambandið – sjávarútvegsstefna ESB rannsökuð út frá hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu. Úlfar Hauksson, höfundur bókar- innar og stundakennari við stjórn- málafræðiskor, kynnir helstu niður- stöður rannsóknarinnar og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við skorina, mun andmæla. Að lokn- um framsögum verður orðið gefið frjálst til fyrirspurna úr sal. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Fundur hjá stjórn- málafræðiskor HÍ FYRIRLESTUR á vegum Líffræði- stofnunar Háskóla Íslands verður haldinn föstudaginn 19. apríl kl. 12.20 í stofu G-6 að Grensásvegi 12. Jörundur Svavarsson, Líffræði- stofnun Háskólans, heldur erindi er nefnist: Furðuskepnur í dýpri hluta Mexíkóflóa – lífríki metanuppstreym- issvæðis –. Í erindinu verður fjallað um rannsóknarleiðangur í Mexíkóflóa í mars síðastliðnum á rannsóknaskip- inu Seward Johnson II. Lífríki á botni við svokallaðan Brine Pool, sem er á um 700 metra dýpi, var kannað með hjálp mannaðs kafbáts (Johnson Sea- Link I) og með gildrum. Sýndar verða ljósmyndir af ýmsum sérkennilegum dýrum sem fundust í leiðangrinum og einnig hluti myndbands, sem tekið var við köfun. Allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur hjá Líffræðistofnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.