Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 65

Morgunblaðið - 18.04.2002, Side 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 65 HVERNIG getum við best vernd- að fiskistofnana við landið þannig að þeir stækki og jafnframt sé hægt að auka veiðar? Ég tel að þessu markmiði megi ef til vill ná með því að innan ákveðinnar landhelgis-línu verði nánast eingöngu leyfðar veiðar með handfærum og e.t.v. gildrum. Hvar þessi lína á að liggja er mér ekki ljóst en sjómenn og fiskifræðing- ar í sameiningu hljóta að geta ákveðið það. Það má e.t.v. miða við gömlu landhelgina, 12 mílur, í þessu sam- bandi. Eins er hugsanlegt að línan þurfi að vera breytileg eftir því hve aðgrunnt er. Með vilja nefni ég hand- færi en ekki króka þar sem línuskip eru mörg hver orðin svo tæknivædd með sjálfvirkum beitingavélum að þau kunna að vera of stórvirk. Ég tel að núverandi veiðarfæri önnur en handfæri séu flest of mikil drápstæki til þess að dæmið geti gengið upp með þeim. Þ.e. þau drepi of mikið af ungfiski og seiðum og sum hver skrapa þar að auki botninn og eyðileggja með því lífsgrundvöllinn. Þetta þýðir að líka þarf að banna humar- og rækjutroll, snurvoð og skeljaplóg og banna að loðna og síld verði elt innfyrir umrædda línu. Áframhaldandi veiðar á rækju, humri og kola innan þessara marka verða þá að vera með öðrum hætti t.d. í gildrur. Handfæraveiðar innan þessarar línu mætti trúlega gefa að mestu leyti frjálsar nema ef vera skyldi skynsam- legt að banna allar veiðar um aðal hrygningartímann. Með þessum hætti tel ég að við fáum besta mögulegt „fiskeldi“ og ættum ekki að leyfa fiskeldi í sjó. Með þessu lagi tel ég að við fáum líka ríf- andi vinnu allt í kringum land og þurf- um ekki að huga að öðru en vegagerð til þess að landbyggðin blómstri. BERGUR BJÖRNSSON reikimeistari, leiðbeinandi og fv. sjómaður. bergur@simnet.is Fiskvernd Frá Bergi Björnssyni: EITT af fegurstu útivistarsvæðun- um í nágrenni Reykjavíkur er Skorradalur. Dalurinn er syðstur Borgarfjarðardala og eftir honum endilöngum liggur Skorradalsvatn, 14 km langt. Hann er frekar þröngur og kyrrð slík á fögrum dögum að heyra má tal manna þvert yfir vatnið. Dalurinn er skógi vaxinn frá náttúrunnar hendi og auk þess hefur skógrækt ríkisins stundað þar skógrækt um langt árabil. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn, og má þar minnast höfð- inglegra peningagjafa norska auð- jöfursins og flugvélaeigandans Braathen sem um langt árabil veitti peningum til skógræktar þar. Þarna hefur því orðið til náttúru- paradís sem sótt hefur verið af íbú- um höfuðborgarsvæðisins jafnt sem vestlendingum. Nú þegar er þar mikill fjöldi sumarbústaða og fer vaxandi. Það er varlega áætlað að á sumarhelgum og löngum frí- helgum á vetrum séu hátt á annað þúsund manns í sumarhúsum þar. Um páskana dvaldi ég og kona mín í sumarbústað við vatnið. Vatnið var ísi lagt og kjörið til gönguferða, enda veður hið besta, sérstaklega á skírdag og laugar- daginn fyrir páska þegar logn og heiðskírt veður var. Það brá hins- vegar svo við, að hreinlega var ekki vært þarna við vatnið fyrir hávaða frá fjölda vélsleða sem voru að leik á ísnum, ýmist á ofsa-akstri fram og til baka eftir endilöngu vatninu eða við akstur hring eftir hring í fjöruborðinu. Var hávaðinn á stundum slíkur að minnti fremur á „formúlu“-kappakstursbraut en friðsæla sveit, enda fór svo að við hreinlega flúðum hávaðann á páskadag og héldum til Reykja- víkur. Nú er það svo, að þeir sem eiga vélknúin leiktæki, hvort sem það eru vélsleðar sem geta verið þarfa- þing, hraðbátar eða önnur mis- munandi hávær véltæki, þurfa svæði þar sem þeir geta notið þess- ara tækja sinna. Það er hins vegar umhugsunarvert fyrir þá sem þennan dal byggja, hvort sem það eru landeigendur eða sumarbú- staðaeigendur, hverskonar um- hverfi þeir vilja skapa á þessum friðsæla stað. Boð og bönn eru ætíð til ama, en geta verið nauð- synleg þeim sem ekki þekkja sín takmörk í umgengni við annað fólk. MAGNÚS KARL PÉTURSSON Einilundi 1, 210 Garðabæ Skorra- dalur – Hvert stefnir? Frá Magnúsi Karli Péturssyni: Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Greinarhöfundur segir að mikið ónæði hafi verið af vélsleðaakstri í Skorradal fyrir skömmu. AF ráðherrum Framsóknarflokks- ins má nefna tvo, sem stundum eru býsna hvatvísir í tali og mæla eins og þeir flytji að jafnaði véfréttatíð- indi. Guðni Ágústsson minnir stund- um á Jeppa á Fjalli, Jón sterka og Jón á Ólafsvöllum í einni og sömu persónu. Svo glámskyggn er Guðni á víxlspor samherja sinna í hags- munasamtökum bænda að hann kýs að nafngreina fámenna stétt heild- sala og gera þá að blóraböggli, en þegja um stórfelld og vítaverð bók- halds„trikk“ Goða, kjötsölu SÍS. Í samtali í Ríkisútvarpinu lét Guðni þau orð falla að bændur ættu að gæta þess að „láta ekki heildsal- ana plata sig“. Þetta segir hann og beinir með því grunsemdum að fá- mennri stétt manna og kýs að gera þá tortryggilega. Þegar ráðherrann lét ummælin falla vissi þjóðin að gamalt fyrirtæki SÍS sem auglýsti „Goði er alltaf góður“ hafði hlunn- farið bændur og haft af þeim millj- ónatugi í viðskiptum við félög þeirra og einstaka bændur. Flokkspólitísk sérhyggja og siðblinda réðu því að ráðherrann kaus að senda eitraðar örvar í raðir fámennrar stéttar sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér á vettvangi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefir á undanförnum árum lagt sig allan fram um að sannfæra þjóðina um kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Þá fyrst yrði hlustað á rödd Íslendinga ef þeir töluðu þar sem fullgildir félagar í þeim miklu samtökum. Nú hefir Halldór hvergi sparað orðin í sam- tökum, sem hann á aðild að, t.d. NATO. Þar tekur hann oft til máls og kemur vel saman við utanrík- isráðherra Tyrklands. Þeir voru m.a. innilega sammála um að varpa sprengjum á Kosovo. Síðar kom í ljós að sprengjurnar féllu á barna- spítala. Sif ráðherra var samþykk sprengjuregni á Kosovo. Sjálf veitti hún forstöðu barnaspítalasmíð í Reykjavík. Ekki hafa ræður Halldórs Ás- grímssonar leitt til þess að Sophia Hansen fengi dætur sínar lausar úr helsi Tyrkja. Hvað gefur tilefni til þess að halda að ræður Halldórs í Evrópusambandinu vegi þyngra? Ekki voru forfeður okkar, þeir sem lifðu á öld Halldórs Snorrasonar, þeir ættlerar að þeir létu óhefnt þeirra frænda sinna er sviknir voru af tækifærissinnum sinnar tíðar. Þorsteinn Drómundur, bróðir Grett- is, hefndi hans í Miklagarði og var varpað í dýflissu. Komst þaðan fyrir atbeina Spez drottningar. Margt er nú breytt á Bjargi og Friðrik kominn í Grettis stað. Halldór ætti að manna sig upp í það að krefjast fullrar sæmdar fyrir Sophiu Hansen og sýna Tyrkjum í Miklagarði að enn lifir andi Hall- dórs Snorrasonar á Íslandi. PÉTUR PÉTURSSON þulur. Framsóknar- ráðherrar Frá Pétri Péturssyni: MOLDVARPA eða „Mole“ er nafn sem notað var yfir njósnara eða flugumenn, sem laumað var í her- búðir andstæðinga á dögum kalda stríðsins, oft mörgum árum áður en þær áttu að vinna skemmdarverk sín. Manni dettur þessi samlíking oft í hug þegar maður sér aðferðir vissra afla í þjóðfélaginu. Karl Th. Birgis fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins sáluga var settur niður á Reyðar- firði til að dæla þaðan áróðri í líki saklauss fréttaritara og pistlahöf- undar. Þráinn Bertelsson, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, skrifar lævísar greinar af stakri snilld, eins og honum er einum lagið, gegn borgarlegu samfélagi, í Fréttablaðið á fullum heiðurslaunum frá íslenska ríkinu. Einar Karl Haraldsson, fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans, semur kosningaáróður R-listans. Sami maður vann það afrek að gera Ólaf Ragnar að forseta, þrátt fyrir lítið fylgi hans meðal þjóðarinnar. Ólaf- ur hefur reyndar staðið sig vel sem forseti. Árni Bergmann, fyrrum rit- stjóri Þjóðviljans, skrifar enn grein- ar í DV og rembist eins og rjúpan við staurinn að reyna að gera blekk- ingar rauðliða að sannleika í augum lesenda. Illugi, sem var rekinn af Rás 2 fyrir ljótan munnsöfnuð, og Hannes Hólmsteinn látinn víkja um leið til að halda jafnvæginu, var svo endurráðinn aftur og hefur frjálsar hendur við iðju sína. Hannes er enn úti í kuldanum. Fréttastofa útvarpsins reyndi að fela fréttina um „Strætó-hneykslið“, sem snerist um samspil borgar- stjóra og einkavinar hennar um tug- milljónagreiðslur fyrir lítil viðvik. Sama fréttastofa reyndi að fela frétt um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en birti sem fyrstu frétt daginn eftir viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og þar var nú ekki þrætt einstigi sannleikans og drengskapar. Sigurður A. Magnús- son, sem eitt sinn vann á Morg- unblaðinu, en flæmdist þaðan, vegna þess að honum fannst Matt- hías Johannessen tekinn fram fyrir sig og undraði það engan, skrifar ruglingslegar greinar í Dagblaðið um eigið ágæti og óréttlæti þess að hann fær ekki heiðurslaun lista- manna og fyrir hvað má ég spyrja? Haukur Hauksson „ekki-fréttamað- ur“ varð frægur að endemum, þeg- ar hann réðst að Árna Sigfússyni, sem lá í valnum eftir baráttu við Ingibjörgu Sólrúnu um borgar- stjórastólinn, í alræmdu áramóta- skaupi og níddist bæði á Árna, konu hans og börnum á afar ósmekk- legan hátt. Haukurinn var látinn hætta um stund, en er kominn á kreik á ný, hatrammari en nokkru sinni fyrr, knúinn áfram af stjórn- lausu hatri á Sjálfstæðisflokknum. Það hefur aldrei þótt drengilegt á Íslandi að sparka í liggjandi mann, en það virðast gilda aðrar reglur um suma. Þegar flett var ofan af skattsvika- máli frambjóðenda R-listans fyrir kosningarnar 1998 varð vinstri fjöl- miðlaflóran með útvarpið og rás 2 í broddi fylkingar froðufellandi af heift yfir ódrengilegri „aðför“, en nú segir enginn neitt, þegar veiði- maðurinn mikli, Stefán Jón Haf- stein, er sendur út af örkinni með breddu sína til að losa borgarstjóra- frúna við óhreinu börnin. Eru þetta þau skoðanaskipti og fréttaflutningur, sem fólk vill og á heimtingu á? Eru fjölmiðlarnir eða fjórða valdið, sem sumir kalla þá, orðnir hættulegir lýðræðinu? ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík Moldvörpur Ólafur H. Hannesson DILBERT mbl.is Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík G æ ð i á N e tt o v e rð i. .. TILBOÐIÐ STENDUR 18. apríl - 6. maí P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 35% afsláttur af öllum Nettoline innréttingum í 2 vikur ja vikna tilboð2 NÚ ER LAG!35% Eldhús Bað Fataskápar Þvottahús mánudaga–föstudaga kl . 9–18 laugardaga 10–16 sunnudag 21. aprí l k l . 13–16OPNUNARTÍMI: G l æ s i l e g a r d a n s k a r i n n r é t t i n g a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.