Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 76

Morgunblaðið - 18.04.2002, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÁKVEÐIÐ hefur verið að yfir- stjórn varnarliðsins á Íslandi verði færð frá Norfolk í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkj- anna í Stuttgart í Þýskalandi. Er þessi tilfærsla liður í viðamiklum skipulagsbreytingum á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna sem Donald H. Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá í gær. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í gærkvöld, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Kaupmannahöfn, að íslensk stjórn- völd teldu eðlilegt að yfirstjórnin yrði áfram í Bandaríkjunum: „Við höfum lengi átt samskipti við Nor- folk um okkar mál og vildum frek- ar að yfirstjórnin yrði áfram í Bandaríkjunum,“ sagði utanríkis- ráðherra. Varnarliðið á Íslandi heyrir nú undir svonefnda Sameinaða her- stjórn Bandaríkjanna („Joint Forc- es Command“ (JFC) á enskri tungu) en höfuðstöðvar hennar eru í Norfolk í Virginíu-ríki í Banda- ríkjunum. Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að koma á fót nýrri her- stjórn, Norðurherstjórninni, sem ætlað er að tryggja varnir meg- inlands Bandaríkjanna. Er sú ákvörðun bein afleiðing árásar hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september síðastliðinn. Ísland, Grænland og Azor- eyjar undir Evrópustjórnina Norðurherstjórninni verður m.a. falið að annast varnir Bandaríkj- anna, Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafs. Jafnframt mun Evr- ópuherstjórnin í Stuttgart taka við yfirstjórn á austanverðu Atlants- hafi, sem nú heyrir undir JFC. Sá gjörningur tekur til Íslands, Græn- lands og Azor-eyja. Þar með verð- ur yfirstjórn varnarliðsins á Ís- landi ein fjölmargra undirstjórna Evrópuherstjórnarinnar í Stutt- gart en þær geta síðan aftur greinst með ýmsum hætti, m.a. í afmarkaðar svæðisstjórnir. Evrópuherstjórnin mun hafa með höndum yfirstjórn alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu og mun einnig ná til meginhluta Afríku og Mið-Austurlanda, m.a. Ísraels. Kaspíahafssvæðið verður einnig fært undir þá stjórn. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar er í samræmi við áætlanir um breyt- ingar sem unnið hefur verið að samkvæmt „Skipulagi sameinaðrar herstjórnar“ („Unified Command Plan“ á enskri tungu). Það skipu- lag tekur gildi 1. október næstkom- andi og verður þá yfirstjórn varn- arliðsins flutt til Evrópu. „Ég hef vitað um þessi áform lengi og ég hef átt í viðræðum við bandarísk yfirvöld um þessi mál,“ sagði utanríkisráðherra. „Ef þessi verður niðurstaðan, þá þýðir þetta miklar breytingar á okkar stöðu. Þær felast fyrst og fremst í því að yfirstjórn mála í Keflavík færist frá Norfolk í Bandaríkjunum til Evrópu. Við teljum að það sé eðli- legra að yfirstjórnin sé áfram í Bandaríkjunum vegna okkar tví- hliða samninga við Bandaríkin,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra.  Varnarsamstarf/38 Eðlilegt vegna tvíhliða samn- inga okkar við Bandaríkin Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli flutt undir herstjórn í Evrópu Ráðherra vill yfirstjórn- ina áfram vestanhafs Og eru þá gjarna undir austurhlíðinni eins og þessir veiðimenn. Þá er og vinsælt að ganga hringinn í kringum vatnið enda mjög hæfileg gönguferð. Til stendur að leggja sérstaka ÓÞREYJUFULLIR fluguveiðimenn eru árviss vorboði við Vífilsstaðavatn. Vatnið þykir gott vorveiðivatn og þeir alhörðustu byrja að þenja flugustöngina þar nánast um leið og ísa leysir. gangbraut umhverfis vatnið, raunar er þegar búið að merkja fyrir henni, en veiðimönnum til huggunar skal tekið fram að hún verður ekki alveg fram við bakkana. Morgunblaðið/Golli Vorið komið í veiðimenn við Vífilsstaðavatn ÞORSKAFLI í togararalli Hafrann- sóknastofnunar varð meiri í ár en í fyrra og er heildarvísitala þorsks nú jafnmikil og árið 1999. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum stofnmælingar botnfisks á Íslands- miðum. Lengdardreifing þorsks bendir til þess að 2001-árgangurinn sé mjög slakur en seiðavísitala hans mældist mjög há á síðasta ári. Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, segir að ástand sjávar fyrir norðan land kunni að skýra lélegt ástand ár- gangsins. Hann bendir á að sterkir seiðaárgangar skili sér ekki alltaf í mikilli veiði. Jóhann segir að árgang- ar 1997–2000 séu allir í meðallagi en áhyggjuefni sé hversu lítið er af þorski eldri en fimm ára. Eins og árið 2001 var lítið af þorski á Vestfjarðamiðum. Togararall Hafrann- sóknastofnunarinnar Þorskár- gangurinn 2001 mjög slakur  Meiri þorskafli/C16 Meðalverð á innflutt- um tómöt- um hækk- aði um 33% MEÐALVERÐ á innfluttum tómöt- um hefur hækkað um 33% frá 8. febrúar, samkvæmt aprílkönnun Samkeppnisstofnunar á grænmetis- verði. Stofnunin hefur ákveðið að fylgjast með því reglubundið hvern- ig aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar á grænmetisverði skila sér til neytenda. Birt er meðalverð á fjölmörgum tegundum af grænmeti og ávöxtum eins og það var 8. febrúar síðastlið- inn og borið saman við meðalverð á sömu tegundum 8. apríl. Þá er gefið upp hæsta og lægsta verð í apríl en oft er verulegur verðmunur á milli verslana, segir Samkeppnisstofnun. Perlulaukur á 1.757 krónur kílóið Meðalverð á mörgum tegundum grænmetis hefur haldist mjög svipað en töluverð verðlækkun sést á nokkrum tegundum, samkvæmt könnuninni. Mest hækkun hefur orðið á með- alverði perlulauks milli febrúar og apríl, eða 86%, og reyndist hæsta verð í apríl 1.757 krónur fyrir kílóið af perlulauk. Munur á meðalverði á gulrófum og skalottulauk er 22%, 12% á Fresh Quality-grænmetis- blöndu og 11% á ananas, svo dæmi séu tekin. Þær grænmetistegundir sem meðalverð hefur lækkað hvað mest á eru íslenskar agúrkur, sem lækkað hafa um 79%. Meðalverð á blaðlauk hefur lækkað um 35%, á jarðarberj- um um 34%, á blómkáli um 33%, um 30% á selleríi, 28% á spergilkáli, 18% á ísbergssalati, 17% á rauðlauk, 15% á íslenskum gulrótum og 13% á sal- atlauk og kínakáli, svo dæmi séu tek- in.  Grænmetisverð/22 FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fella niður áætlunarflug milli Keflavíkur og New York frá 15. nóvember í haust og fram í apr- ílbyrjun á næsta ári. Er það gert vegna minnkandi eftirspurnar í kjölfar atburðanna í New York 11. september í fyrra. Eftir sem áður verður flogið til fjögurra áfanga- staða í Bandaríkjunum, þ.e. Bost- on, Baltimore, Minneapolis og Orl- ando, og engin breyting er fyrir- huguð varðandi áfangastaði í Evrópu frá því sem verið hefur í núverandi vetraráætlun. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir nýt- ingu á flugleiðinni yfir veturinn ekki sem skyldi og harða sam- keppni vera um verð milli flug- félaga sem stunda áætlunarflug milli Evrópu og New York. Því hafi verið ákveðið að gera þetta hlé á fluginu til New York en á þessu ári var það fellt niður frá miðjum jan- úar og fram í miðjan mars. Flogið verður til áfangastaðanna fjögurra misoft í viku hverri, allt frá tvisvar og upp í sex sinnum. Þá segir Guð- jón að fyrir þá sem þurfi að komast til New York séu tíðar ferðir þang- að frá Boston. Guðjón segir að þrátt fyrir þetta sé þjónusta á leiðum héðan vestur um haf meiri en frá öðrum Norð- urlöndum. Ekkert beint flug sé t.d. milli Noregs og Bandaríkjanna og að Flugleiðir bjóði meira flug þangað frá Íslandi en samanlagt sé að hafa frá Svíþjóð og Finnlandi. Forráðamenn Flugleiða vonast til að ekki þurfi að koma til fækk- unar flugvéla eða áhafna en leitað verður eftir fleiri verkefnum á sviði leiguflugs til að mæta þessum sam- drætti í áætlunarfluginu. Segir Guðjón mikinn vöxt hafa verið í leigufluginu og að taldar séu góðar horfur á að þar megi fá enn frekari verkefni. Flug til New York fellt niður í rúma fjóra mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.