Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAnderlecht hefur augastað á Rúnari Kristinssyni / B1 Haukar Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik / B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM STÆRRI þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LÍF, er nú í fjögurra vikna ítarlegri skoðun en þyrlan fer í slíka skoðun á 500 flugtíma fresti. Þyrlan er tekin í sundur og yfirfar- in gaumgæfilega af flugvirkjum Landhelgisgæslunnar og munu norskir sérfræðingar síðar koma þeim til aðstoðar við ákveðinn þátt í skoðuninni. Er gert ráð fyrir að þyrlan verði tilbúin til notkunar 18. maí. Á meðan TF-LÍF er í skoðun er minni þyrla Gæslunnar TF-SIF til ráðstöfunar í útköll Gæslunnar og fór hún í sjúkraflug í gærmorgun þegar slasaður sjómaður var flutt- ur á Landspítalann í Fossvogi. Hinn slasaði var sóttur í fiskiskipið Stein- unni SF-10 sem var statt skammt frá Ingólfshöfða þegar óskað var þyrluaðstoðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærri þyrla Gæslunnar frá vegna viðhalds SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra veitti í gær viðtöku undir- skriftalistum sem innhalda hátt í 20.000 nöfn fólks sem mótmælir vægum dómum í kynferðisbrota- málum. Aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar, sem nefna sig fram- sæknar konur, afhentu ráðherra listana á Alþingi með ósk um að ráð- herrann beitti sér fyrir harðari refs- ingum á þessu sviði. „Það er ljóst að almenningur hef- ur áhyggjur af þessum málum og ég deili áhyggjum ykkar,“ sagði Sól- veig um leið og hún tók við list- unum. „Við áttum okkur á því að kynferðisbrot gagnvart börnum og unglingum er mjög alvarlegur glæp- ur,“ sagði ráðherra en bætti við að mjög mikið hefði verið gert í þess- um málum til þess að bæta máls- meðferð. Sólveig greindi jafnframt frá því að hún hefði í gærmorgun átt fund með aðstandendum söfn- unarinnar þar sem farið var yfir stöðuna í málaflokknum. Sólveig sagði í samtali við Morg- unblaðið að sem ráðherra gæti hún ekki gengið beint inn á verksvið dómstóla hvað snertir harðari refs- ingar, enda eru dómstólar sjálfstæð valdastofnun í samfélaginu. Hins vegar hefði, að tilhlutan sinni, ný- lega verið gerð breyting á almenn- um hegningarlögum sem miðar að því að veita börnum ríkari refsi- vernd gegn kynferðisbrotum. „Á vegum dómsmálaráðuneytis- ins er fyrirhuguð frekari endurskoð- un á ákvæðum XXII. kafla al- mennra hegningarlaga varðandi kynferðisbrot gegn börnum,“ sagði Sólveig. „Í annan stað má nefna að ég skipaði nefnd í apríl 2001 til að gera tillögur um viðbrögð við niðurstöð- um rannsóknar á vændi og fé- lagslegu umhverfi þess. M.a. var nefndinni falið að kanna hvort unnt sé að veita börnum og ungmennum ríkari refsivernd gegn kynferðis- brotum. Að fengnum tillögum þess- arar nefndar mun verða hugað að frekari breytingum á þessu sviði,“ sagði ráðherra. „Þá hef ég falið refsiréttarnefnd dómsmálaráðuneytisins það verk- efni að fara yfir þau ákvæði hegn- ingarlaganna sem fjalla um kynferð- isbrot gegn börnum. Sérstaklega finnst mér þörf á að skoða nánar þau ákvæði þar sem umráðamenn barna brjóta gegn trúnaði og trausti þeirra. Ennfremur tel ég að taka eigi til skoðunar hvort breyta eigi refsirammanum eða kveða á um lág- marksrefsingu þar að lútandi,“ sagði dómsmálaráðherra. Hvetja ráðherra til að beita sér fyrir harðari refsingum 20 þúsund manns mótmæla vægum dómum í kynferðisbrotamálum Morgunblaðið/Sverrir Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagðist deila áhyggjum með aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar. Þrjár „framsæknar konur“ hittu dómsmálaráðherra á Alþingi í gær og Margrét Sigurjónsdóttir, sem stendur þeirra fremst, afhenti undirskriftalistana. ÞORSTEINN Jónsson fangelsis- málastjóri segir að fíkniefnaneysla í fangelsum sé ákveðið vandamál og reynt sé að bregðast við henni með eftirliti en ekki sé leitað á gestum nema í undantekningartilvikum. Á níundu borgarstjóraráðstefnu Samtaka evrópskra borga gegn fíkni- efnum, sem haldin var í Reykjavík fyrir helgi, kom m.a. fram hjá Sól- veigu Pétursdóttur, dómsmálaráð- herra, að eiturlyfjum væri smyglað til fanga í íslenskum fangelsum. Fyrst og fremst er um Litla-Hraun að ræða og segir Þorsteinn Jónsson að leitað sé í vistarverum fangelsins með reglubundnum hætti og sýni séu tek- in úr föngum til að kanna hvort þeir hafi neytt fíkniefna auk þess sem leit- að sé í sendingum til fanga. Hins veg- ar sé ekki leitað á gestum nema í al- gjörum undantekningartilvikum en á rúmu ári hafi það staðið til í 12 til- vikum af um 3.000 heimsóknum. Sum- ir þessara gesta hafi hafnað leit og því ekki fengið inngöngu. Þorsteinn Jónsson segir að ekki sé leitað á gestum því yfirvöld vilji ekki koma í veg fyrir heimsóknir til fanga. Miðað við þá hagsmuni sem séu í húfi sé leit ekki forsvaranleg. Þá hætti menn að koma og við það slitni tengsl fanga við sína nánustu, en smygl á fíkniefnum sé í undantekningartilvik- um. Hann segir að neysla innan fang- elsisveggjanna sé ekki mjög mikil en hún gangi í bylgjum. Baráttan gegn henni sé stöðug með fyrrnefndum að- gerðum, en ekki megi horfa framhjá því að fangar fá líka lyf hjá læknum og margir fangar séu á lyfjum sem þeir fá með lögmætum hætti. Þessi kross- aða neysla ólöglegra og löglegra lyfja sé líka ákveðið vandamál í augum leikmanna. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að í Noregi væri ástandið þannig að kannabisfíkill, sem færi í fangelsi, kæmi þaðan út sem heróínfíkill. Þor- steinn Jónsson segir að þessu hafi verið haldið fram hérlendis, en þessi hætta sé mjög lítil hér á landi. Fíkniefnaneysla ákveðið vandamál í íslenskum fangelsum Sýni tekin og reglulega leitað í vistarverum Ekki leitað á gestum nema í undantekningartilfellum Vinningshaf- inn hefur ekki gefið sig fram SÁ sem fékk 80 milljóna vinning í lóttóinu á laugardaginn hefur ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar getspár, segir ekki óalgengt að vinnings- hafar taki sér nokkra daga til að melta fréttirnar áður en þeir gera tilkall til vinningsins. Vinningsmiðinn, sem var tíu raða sjálfval, var keyptur í Skalla í Hafn- arfirði rétt fyrir hádegi á laug- ardag. Potturinn hefur þrisvar sinnum áður verið sjöfaldur. Ökumenn aðstoðaðir ALLMARGIR ökumenn bíla lentu í vandræðum í Langadal í gær í af- takaveðri og hálku svo kalla varð út liðsmenn björgunarfélagsins Blöndu. Engin slys urðu á fólki en nokkrir bílar voru skildir eftir utan vegar. Póstflutningabíll fór út af veginum í sterkri vindhviðu seint í gærkvöld á Hvammstangavegi við bæinn Syðstaós. Pósturinn var tal- inn öruggur í bílnum. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.