Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1. Audi A4 Quattro 1.8 Turbo, f.skr.d. 14.09. 2001, ek. 4 þ. km., 4 d., bsk., 17" álf., leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 3.780.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is ERLENDUM ferðamönnum til Ís- lands fækkaði á síðsta ári eftir tæplega 8% aukningu síðasta ára- tug. Í Hagvísum Þjóðhagsstofnun- ar kemur fram að fyrstu fimm mánuði ársins 2001 hafi ferða- mönnum fjölgað en þá hafi sam- dráttur hafist sem enn sjái ekki fyrir endann á. Færri ferðamenn komu til landsins síðustu fjóra mánuði ársins 2001 en á sama tíma árið 1999. Í yfirliti um afkomu at- vinnugreina fyrir árin 1999 og 2000 kemur fram að afkoma í hót- el- og veitingarekstri, hjá sömu fyrirtækjum bæði árin, versnaði. Tapið jókst úr 0,5% í 3,3% af rekstrartekjum og versnaði af- koma í samgöngum einnig þrátt fyrir metfjölda ferðamanna. Erlendum ferðamönn- um fækkaði í fyrra SÍÐASTA Nýkaupaverslunin í Kringlunni verður að Hagkaupa- verslun í næstu viku, en Nýkaupa- verslanirnar voru upphaflega sjö. Þessi ákvörðun þýðir að vöruverð mun lækka í versluninni. Finnur Árnason, framkvæmda- stjóri Hagkaupa, sagði að tvær Ný- kaupaverslanir hefðu verið seldar til Kaupáss á sínum tíma, tveimur versl- unum hefði verið breytt í Bónusversl- anir og þrjár verslanir hefðu orðið Hagkaup aftur. Síðasti rekstrardagur Nýkaupa- verslunarinnar í Kringlunni verður á sunnudaginn kemur. Daginn eftir verður lokað til að gera nauðsynlegar breytingar, sem lúta fyrst og fremst að vörumerkingum og slíku, að sögn Finns, og á þriðjudaginn verður verslunin síðan opnuð sem Hagkaup. Aðspurður hvort það rekstrarform sem lagt var upp með í Nýkaupum að leggja fyrst og fremst áherslu á meiri þjónustu gengi ekki upp, sagði Finn- ur að þeir teldu árangursríkara að tefla fram vöruverðinu. Lágvöru- verðsmarkaðurinn hefði verið að stækka og þeir hefðu fengið mjög já- kvæð viðbrögð við þeirri verðbreyt- ingu sem þeir hefðu farið í fyrir tveimur til þremur vikum. „Við ætl- um okkur að taka meiri þátt í þeim slag,“ sagði Finnur ennfremur. Hann sagði að þessi ákvörðun hefði það í för með sér að verðlag í versluninni í Kringlunni lækkaði um- talsvert. Þeir legðu líka áherslu á að verslunin yrði opnuð á þriðjudaginn í næstu viku með sama vöruúrvali. Þeir myndu gefa sér nokkra mánuði til að aðlaga verslunina að rekstri Hagkaupa og meta það eftir óskum viðskiptavina hvað færi út og hvað ekki. Í frétt frá Hagkaupum af þessu til- efni kemur einnig fram að stöðugt aukin krafa neytenda um lægra vöru- verð sé grundvöllurinn að þessari ákvörðun. „Ofangreind breyting hef- ur nokkur áhrif á útreikning vísitölu og þar með hagstæð áhrif á verð- bólgumælingu til lengri tíma. Ákvörðunin mun því enn frekar styrkja þær stoðir sem leggja grunn- inn að stöðugleika í íslensku efna- hagslífi,“ segir síðan. Síðasta Nýkaupaversl- unin verður Hagkaup MIKIÐ hefur snjóað norðan- og norðaustanlands síðustu dagana og hafa orðið truflanir á samgöngum af völdum ófærðar. Þá lá flug niðri fram eftir degi í gær, en eftir há- degið var hægt að fljúga til flestra viðkomustaða, nema Ísafjarðar. Veðurstofan spáir áfram norð- lægum áttum og köldu veðri fram eftir vikunni og éljagangi í dag einkum um norðvestanvert landið. Illfært var á Húsavík vegna snjó- þyngsla í gærmorgun. Mikill skaf- renningur var í fyrrinótt og dró víða í mittisdjúpa skafla í bænum en í úthverfum bæjarins var nánast ófært nema fyrir stóra jeppa. Víða voru erfiðleikar í sam- göngum um helgina og í gær. Vegna hvassviðris og sjógangs flæddi sjór yfir Ægisgötuna í Keflavík í gærmorgun og varð hún ófær öllum bílum. Barst grjót og þari upp á götuna vegna þessa. Ökumaður, sem ók niður Ægisgöt- una festi bíl sinn sem fór á kaf í sjó. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Unnið var hörðum höndum við að moka snjó af götum Húsavíkur í gær, enda hefur ekki snjóað þar jafnmikið í vetur og gerði nú í kuldakastinu. Mikil snjókoma norðanlands KRAKKARNIR á leikskólanum Mýri við Skerplugötu heimsóttu nýja nágranna sína hjá Íslenskri erfðagreiningu í Vatnsmýrinni í gær. Afhentu þau fyrirtækinu að gjöf litskrúðugan vaðfugl sem þau höfðu sett saman á síðustu vikum í tilefni af samvinnuverkefni leik- skólanna í vesturbænum, „Vest- urbærinn okkar“. Fengu krakkarnir höfðinglegar móttökur. Starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar sýndi efnafræðit- ilraunir, leikarinn Björgvin Franz Gíslason var með töfrabrögð og síð- an voru gestirnir leystir út með for- láta gjöfum. Leikskólinn fékk að gjöf tölvu frá fyrirtækinu og krakk- arnir fengu íspinna, sem var vel þeginn þrátt fyrir hrollinn í sum- arbyrjun. Morgunblaðið/Kristinn Gáfu fugl og fengu tölvu og ís frá ÍE RÍKISSAKSÓKNARI beindi í lið- inni viku ákveðnum þáttum vegna máls varðandi forstöðumenn Þjóð- menningarhúss og Þjóðskjalasafns til ríkislögreglustjóra og eru þeir þar til rannsóknar. Haraldur Johannessen, ríkislög- reglustjóri, segir að allt verði gert til að hraða afgreiðslu málsins. Um miðjan mars sl. lauk efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gagnaöflun sem ríkissaksóknari ósk- aði eftir í tilefni af skýrslu Ríkisend- urskoðunar á fjárreiðum Þjóðmenn- ingarhúss og Þjóðskjalasafns og athöfnum forráðamanna stofnan- anna, en gögnin hafa síðan verið til skoðunar hjá embætti ríkissaksókn- ara. Þjóðmenningarhús og Þjóðskjalasafn Málið hjá ríkis- lögreglustjóra EITT stærsta listmunauppboð sem fram hefur farið hér á landi til þessa var haldið í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudag. Þar voru boðin upp 163 listaverk af ýmsum toga. Að uppboð- inu stóð listmunasalan Gallerí Fold og var fjölmennt í uppboðssalnum. „Uppboðið gekk vel og sjáum við fram á að listmunamarkaðurinn hér á landi sé heldur á uppleið eftir erf- iða tíð,“ segir Tryggvi Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meðal verka sem seld voru var olíuverk frá Húsafelli eftir Ásgrím Jónsson á 1.410.000 krónur. Tæp ein og hálf m. kr. fyrir verk Ásgríms ♦ ♦ ♦ RÍKISSJÓÐUR var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða hjúkrunarfræðingi, konu á sextugsaldri, rúmlega 8,3 milljónir með vöxtum og dráttarvöxtum í rúm tvö ár vegna slyss sem hún varð fyrir í skurðstofu á Landspítalanum snemma árs 1996 er verið var að framkvæma þar kransæðaaðgerð. Slysið varð við það að hjúkrunar- fræðingurinn rak vinstri fót í skemil sem var á gólfi skurðstofunnar. Við það missti hún fótanna og féll utan í skáp og borð. Af þessu hlutust meiðsl í hægra hné og læri. Vegna afleiðinga slyssins komst hjúkrunarfræðingurinn ekki til starfa fyrr en tæpu ári eftir slysið og byrjaði þá í hlutastarfi. Sú vinna reyndist henni mjög erfið en hún þraukaði fram á sumar, eða þar til hún var úrskurðuð óvinnufær. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að staðsetning skemilsins hefði stafað af aðgæsluleysi annarra og verið brot á viðteknu verklagi á skurðstofunni þar sem reglufesta í hvívetna væri einkar nauðsynleg. Um staðsetningu skemilsins rétt aft- an við fætur sína vissi hjúkrunar- fræðingurinn ekki og mátti treysta því að hann væri þar ekki, segir í úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurðaði rétturinn að ríkið bæri ábyrgð á aðgæsluleysinu í skurðstof- unni og bæri því bótaábyrgð eftir reglu skaðabótaréttar um vinnuveit- endaábyrgð. Hjúkrunarfræðingur- inn hefði ekkert ráðrúm haft auk þess sem bakki með lækningaáhöld- um sem hún hélt á byrgði henni sýn og yrði ekki talið að slysið yrði að neinu leyti rakið til eigin sakar henn- ar. Ríkið greiði hjúkrunarfræð- ingi 8,3 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.