Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALEXANDERS Lebeds, sem lést í þyrluslysi í Síberíu á sunnudag, er helst minnst fyrir að hafa átt þátt í því að að valdaránstilraun afturhalds- aflanna í Kreml fór út um þúfur í ágúst 1991. Lebed, sem var lengi hershöfðingi í sovéska hernum, setti hins vegar mikinn svip á rússnesk stjórnmál á síð- asta áratug liðinnaraldar og lenti m.a. í þriðja sæti í forseta- kosningunum 1996. Lebed hafði verið ríkisstjóri í Krasnojarsk í Síberíu frá árinu 1998. Hann lést snemma á sunnu- dag þegar þyrla, sem hann var far- þegi í, flaug á rafmagnslínu nærri Olskoye- vatni í Krasnoj- arsk og brotlenti, með þeim afleið- ingum að alls átta biðu bana. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, vottaði Le- bed virðingu sína í gær og sagði að Rússar myndu minnast hans með hlýhug. Leb- ed, sem var 52 ára, naut á sín- um tíma umtalsverðra vinsælda í Rússlandi enda þótti hann á sínum tíma koma sem ferskur andblær inn í rússnesk stjórn- mál. Þótti fas hans allt annars eðlis en fas hefðbundinna stjórnmálamanna, Lebed þótti tala tæpitungulaust og margir báru til hans mikið traust. Var Lebed mikið heljarmenni að burðum og djúpri rödd hans var eitt sinn líkt við fallbyssu- drunur. Fékk 15% fylgi í forseta- kosningunum árið 1996 Lebed gekk ungur í sovéska herinn, barðist í Afganistan og varð að lokum hershöfðingi í liði fallhlífarhermanna. Hann var síðar yfirmaður setuliðsins í Moldóvu þegar Sovétríkin lið- uðust í sundur 1991 og tókst að koma í veg fyrir alvarleg átök þar milli Moldóva og rússneska þjóðarbrotsins í austurhluta landsins þar sem harðlínu- kommúnistar voru allsráðandi. Varð hann þjóðþekktur fyrir sinn hlut í hinu misheppnaða valdaráni sem átti sér stað í Sovétríkjunum í ágúst 1991. Neitaði Lebed, sem þá var hers- höfðingi í sovéska hernum, að hlýða skipunum um að fylkja liði með harðlínuöflunum gegn Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Í stað- inn kaus hann að styðja Borís Jeltsín sem barðist gegn valda- ránsmönnum. Lebed náði kjöri á rússneska þingið árið 1995 og ári síðar bauð hann sig fram gegn Jeltsín í rússnesku forsetakosningun- um. Þar náði hann góðum ár- angri, varð í þriðja sæti með 15% atkvæða á eftir þeim Jelts- ín og Gennadí Tsjúganov, leið- toga kommúnista. Kosið var á milli efstu manna og Lebed fylkti þá liði með Jeltsín og laun- aði forsetinn honum stuðning- inn með því að útnefna hann þjóðaröryggis- ráðgjafa. Lebed bætti rós í hnappagat- ið á þeim stutta tíma sem hann gegndi þessu valdamikla emb- ætti en haustið 1996 tókst hon- um að koma á friði í Kákas- uslýðveldinu Tsjetsjeníu þar sem rússneski herinn hafði farið halloka í blóð- ugum bardögum undanliðin tvö ár. Féll í ónáð Jeltsín rak Lebed úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að- eins fjóra mánuði. Þótti Jeltsín sem Lebed væri orðinn helst til metnaðarfullur en Lebed hafði þá m.a. lýst því yfir að hann yrði næsti forseti Rússlands á eftir Jeltsín. Lebed var hrakinn í útlegð en margir spáðu því að hann ætti eftir að veita Jeltsín skráveifu síðar meir. Lebed náði óvænt kjöri sem ríkisstjóri í Krasnojarsk í Síb- eríu árið 1998, en Krasnojarsk er fjórum sinnum stærra að flatarmáli en Frakkland og ræð- ur yfir miklum náttúruauðlind- um. Margir töldu að hann myndi nýta sér ríkisstjóraemb- ættið sem stökkpall til frekari metorða í rússneskum stjórn- málum en Lebed hafði hins veg- ar lítil afskipti af landsmálum næstu árin og hann ákvað að bjóða sig ekki fram í forseta- kosningunum sem fram fóru ár- ið 2000. „Lebed týndist einhvern veg- inn á víðáttum Krasnojarsk,“ sagði einn fréttaskýrenda í fyrradag um Alexander Lebed. Útlaginn allur Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingi og forsetaframbjóð- andi, lést í þyrluslysi í Síberíu Moskvu. AFP, The Washington Post. Alexander Lebed NORÐUR-kóreskur dansflokkur myndar Kóreuskaga á sýningu á íþróttaleikvangi í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sýningin var liður í hátíðahöld- um, sem hófust í gær, í tilefni af 60 ára afmæli leiðtoga landsins, Kim Jong Il, og 90 ára fæðing- arafmæli föður hans, Kim Il Sung. AP Leiðtogi Norður- Kóreu hylltur TALSMAÐUR Bandaríkjaforseta sagði um helgina að engar áætlanir hefðu verið gerðar um árás á Írak þótt það væri vissulega stefna stjórnarinnar að steypa Saddam Hussein, forseta landsins, af stóli. Var yfirlýsingin svar við frétt, sem birtist í New York Times á sunnu- dag, en þar sagði, að Bandaríkja- stjórn væri að leggja á ráðin um stórárás og landhernað í Írak snemma á næsta ári. Hefur fréttin kallað á viðbrögð víða. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að „margra kosta“ væri völ gegn Írak en George W. Bush forseti hefði enga ákvörðun tekið og engin áætlun verið lögð fyrir hann. Haft er eftir ónefndum en hátt- settum, bandarískum embættis- manni, að Bandaríkjastjórn muni fást við Saddam Hussein með þeim hætti og á þeim tíma, sem henni hentar. Sagði hann, að síðasta ára- tuginn hefðu verið gerðar margar áætlanir um það og ekki nema eðli- legt, að þær væru uppfærðar öðru hverju. Í frétt New York Times sagði, að Bandaríkjastjórn hygðist steypa Hussein snemma á næsta ári með miklum loftárásum og landhernaði, sem allt að 250.000 hermenn tækju þátt í. Hefði þetta verið ráðið eftir að stjórnin komst að þeirri niður- stöðu, að litlar líkur væru á, að and- stæðingum Saddam Husseins tæk- ist að hrekja hann frá. Hryðjuverkastríðið hafi forgang Leiðtogar demókrata og repú- blikana í öldungadeild Bandaríkja- þings brugðust við fréttinni með því að lýsa yfir stuðningi við tilraunir til að koma Saddam Hussein frá en lögðu áherslu á, að enn væri of snemmt að ráðast í hernað gegn honum. „Fyrst verðum við að vinna stríð- ið gegn hryðjuverkamönnum og koma á kyrrð í Afganistan,“ sagði Tom Daschle, leiðtogi meirihluta demókrata í deildinni, og Trent Lott, leiðtogi repúblikana, sagði, að fyrst yrði að efla andstöðuna við Saddam utan Íraks sem innan. Margt væri ógert áður en ráðist yrði á landið. Saud al-Faisal prins og utanrík- isráðherra Sádi-Arabíu kvaðst ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá Bandaríkjastjórn um fyrirhugaða árás á Írak og bætti við, að engin þörf væri fyrir hana ef Saddam Hussein leyfði vopnaeftirlitsmönn- um Sameinuðu þjóðanna að snúa aftur til landsins. Gæti aukið á ólguna Öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Chuck Hagel sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina, að hann skildi ekki áætlanir um að beita allt að 250.000 bandarískum hermönnum í Írak. Svo mikið hefði verið fækkað í Bandaríkjaher, að erfitt yrði að ná því liði saman. Auk þess yrðu menn að átta sig á hvað tæki við eftir fall Saddams Huss- eins, ekki bara í Írak, heldur líka í nágrannaríkjunum. Afleiðingarnar gætu hugsanlega orðið enn meiri ólga í arabaríkjunum. Neita frétt um fyrir- hugaða árás á Írak Leiðtogar í öld- ungadeild vara við fljótræðisleg- um ákvörðunum Washington. AP, AFP. BANDARÍKIN endurheimtu sæti sitt í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í gær eftir að Ítalía og Spánn drógu framboð sín til baka. Ástralía, Írland og Þýskaland og Úkraína voru einnig kosin í nefndina svo og Kína, Japan og Sri Lanka, Burkina Faso, Gabon, Svasíland og Zimbabve, Argentína, Brasilía og Paragvæ. Ungverjaland og Samein- uðu arabísku furstadæmin misstu hins vegar sæti sín. Það þótti mikill álitshnekkir fyrir stjórn George W. Bush forseta þegar Bandaríkin misstu fulltrúa sinn í nefndinni í fyrra í fyrsta sinn frá því hún var stofnuð árið 1947. Var það meðal annars rakið til skulda Bandaríkja- manna við alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og and- stöðu þeirra við ýmsa alþjóðasamn- inga. Bandaríkin í mann- réttindanefnd SÞ Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.