Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGSMÁL
hafa verið mjög til um-
fjöllunar vegna kom-
andi borgarstjórnar-
kosninga. Er það að
vonum því að í nýlega
samþykktu Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur til
2024 er margt að finna
sem verulegur ágrein-
ingur er um. Stærsta
deilumálið varðar land-
notkun á Geldinganesi.
Þar er ráðgert að mola
niður suðurströnd ness-
ins og breyta henni í
risastóra grjótnámu.
Grjótið á síðan að flytja
m.a. vestur í bæ og búa
til 40 hektara landfyllingu út af Ána-
naustum. Engar athuganir hafa farið
fram á því hvort slíkt sé hagkvæmt,
hver verða umhverfisáhrifin né
hvernig umferðarkerfið geti borið þá
nýju íbúðarbyggð, sem setja á niður á
þessum stað. Hér er á ferðinni tvöfalt
umhverfisslys, sem við sjálfstæðis-
menn mótmælum harðlega.
Geldinganesið er frá náttúrunnar
hendi kjörið land til íbúðarbyggðar
með strandlengju mót suðri. Þar er
eðlilegt að íbúðarbyggð hafi forgang
og í framhaldi af byggð í Grafarvogi
og væntanlegri byggð í Gufunesi mun
verða til glæsileg
strandbyggð í Reykja-
vík. R-listinn vill á hinn
bóginn brjóta niður
þetta land og nýta fyrir
stórskipahöfn og iðnað-
arsvæði. Þar eru á ferð-
inni gamlar hugmyndir
sem byggðust á því að
stóriðnaður yrði að hafa
greiðan aðgang að höfn
og þær samrýmast ekki
þeim kröfum sem gerð-
ar eru í dag til umhverf-
is íbúðarbyggðar. Í dag
reyna flestar borgir að
koma slíkri grófri starf-
semi burt frá íbúðar-
byggð, en setja hana
ekki niður í hjarta byggðarinnar. Hér
er R-listinn að byggja sitt skipulag á
forsendum gærdagsins.
Tillögur okkar sjálfstæðismanna
um íbúðarbyggð í Geldinganesi eiga
mikinn hljómgrunn hjá Reykvíking-
um og nýlega sýndi könnun DV að
níu af hverjum tíu sem afstöðu tóku
vildu íbúðarbyggð þar. Frambjóð-
endum R-listans er greinilega órótt
út af þessu máli og nú reyna þeir að
halda því fram að ef ekki verði þörf
fyrir höfn megi í framtíðinni nýta
Geldinganesið fyrir íbúðarbyggð. Á
sama tíma tala þeir hástöfum um
nokkur þúsund manna íbúðarbyggð á
landfyllingu við Ánanaust. Þetta
stenst ekki því að sú landfylling
byggist á því gríðarlega grjótnámi,
sem R-listinn hefur þegar hafið í
Geldinganesi og mun eyðileggja alla
suðurströnd þess. Hér verður ekki
bæði sleppt og haldið.
Ekki er hér einungis um að ræða
veruleg umhverfisspjöll heldur líka
mikinn kostnað sem slíkar landfyll-
ingar og grjótnám hafa í för með sér.
Ætla má með hliðsjón af reynslutöl-
um að landfylling eins og hér er
áformuð geti kostað allt að fjórum
milljörðum króna. Borgaryfirvöld
eiga að nota peninga almennings í
aðra hluti.
Reykvíkingar vilja íbúð-
arbyggð í Geldinganesi
Inga Jóna
Þórðardóttir
Reykjavík
Landfylling við
Ánanaust byggist á því
gríðarlega grjótnámi,
segir Inga Jóna
Þórðardóttir, sem
hafið er í Geldinganesi.
Höfundur er borgarfulltrúi.
VIÐ sjálfstæðis-
menn höfum kynnt
stefnuskrá okkar og
samning við Reykvík-
inga á grundvelli henn-
ar. Með samningnum
heitum við að fram-
kvæma það, sem í hon-
um stendur, fáum við
meirihluta atkvæða í
kosningunum 25. maí.
Hver einstakur kjós-
andi getur skuldbundið
okkur með atkvæði
sínu. Skýrara fyrirheit
er ekki unnt að gefa og
ríkari skuldbindingu.
Nú hefði mátt ætla,
að andstæðingar okkar
á R-listanum tækju mið af þessu,
þegar þeir kynntu mál sín fyrir kjós-
endum. Flestir væntu þess, að þeir
reyndu að gera betur en við, nógu
langan tíma tók að minnsta kosti að
undirbúa stefnuskrá þeirra, sem
kynnt var sumardaginn fyrsta. Þeg-
ar stefna R-listans er lesin er hins
vegar erfitt að greina á milli aðal- og
aukaatriða auk þess sem þar er að
finna margnota loforð, sum allt frá
1994. R-listinn hefur því haft átta ár
til að framkvæma þessi loforð og
viðurkennir í raun virðingarleysi sitt
fyrir eigin orðum með því að koma
fram með þau nú óefnd í þriðja sinn.
Flótti í talnaleik
Þegar ræða á hin ólíku stefnumið
D-listans og R-listans forðast and-
stæðingar okkar að ræða einstök
mál og kjósa þess í stað að búa til
tölur um kostnað við okkar stefnu
og eru þær á bilinu 10 milljarðar til
25 milljarðar króna eftir því við
hvaða R-listaframbjóðanda er rætt.
Eftir að þessum tilbúnu tölum er
slegið fram er þess síðan krafist af
okkur, að við sýnum fram á, hvernig
við ætlum að útvega fjármuni til að
framkvæma þetta hugarfóstur R-
listans!
Málefnasnauðari
framgöngu í stjórn-
málabaráttu er ekki
unnt að ímynda sér en
þessa talnaleiki R-
listans. Þeir skila kjós-
endum að sjálfsögðu
engu, enda er tilgang-
urinn með þeim að
beina athygli frá hin-
um raunverulegu
ágreiningsmálum: bar-
áttunni gegn biðlistun-
um, stöðvun skulda-
söfnunar borgarinnar,
vörn gegn
umhverfisslysunum í
Geldinganesi og við
Eiðisgranda og endur-
reisn miðborgarinnar, svo að nokkur
séu nefnd.
Öll vitum við, að meðferð fjármála
fer eftir því, hver á heldur. Tveir
einstaklingar með sömu tekjur kom-
ast af með mismunandi hætti, annar
stofnar til skulda en hinn leggur fyr-
ir. Þetta á ekki síður við, þegar rætt
er um ráðstöfun opinberra fjár-
muna, sem sóttir eru í vasa okkar
skattgreiðenda. Einmitt í þessu efni
skilur á milli sjálfstæðismanna og
vinstrisinna, hvort heldur litið er til
fjármála ríkisins eða Reykjavíkur-
borgar.
Undanfarin góðærisár hefur rík-
issjóður létt af sér skuldaböggum og
jafnframt hefur ríkisstjórnin lækkað
skatta. Á sama tíma hefur Reykja-
víkurborg R-listans hækkað skatta
og jafnframt aukið skuldabaggana.
R-listinn gat meira að segja ekki
unnt Reykvíkingum þess að njóta til
fulls skattalækkunar ríkisstjórnar-
innar heldur þurfti að hrifsa hluta af
henni til sín.
Það er þessi mælistika, sem kjós-
endur eiga að nota til að átta sig á
því, hverjum er best að trúa fyrir at-
kvæði sínu í kosningunum og fjár-
munum sínum að þeim loknum. Hún
er að minnsta kosti öruggari en upp-
hrópanir R-listaframbjóðendanna
um, hvað kosningastefnuskrá okkar
sjálfstæðismanna kostar. R-listinn
hefur enga annan áhuga á kostnaði
við stefnuskrá okkar en gefa rang-
hugmyndir um hann. Síst af öllu
mundi ég treysta R-listanum til að
framkvæma stefnu okkar með hag-
sýni að leiðarljósi.
Kostnaður – auknar tekjur
Það er rangt, að kostnaðarmat sé
að finna í stefnuskrá R-listans. Þar
er ekki að finna neinar fjárhæðir.
Í stefnuskrá okkar segjum við á
D-listanum, að á næstu fjórum árum
ætlum við að verja 250 milljónum kr.
á ári til að auka hjúkrunarrými í
Reykjavík. Við ætlum að stórlækka
fasteignaskatta á eldri borgara og
öryrkja og kostar það um 220 millj-
ónir kr. á ári, þá ætlum við að fella
holsræsaskattinn, sem er 860 millj-
ónir króna, niður í áföngum á kjör-
tímabilinu. Við höfum aldrei vikist
undan þessum tölum en höfnum
reiknikúnstum R-listans.
Við gefum fyrirheit um að auka
tekjur Reykjavíkur með því að laða
hingað fólk og fyrirtæki. Við lítum
ekki á landbrot fyrir nýja íbúa sem
kostnaðarsama áþján heldur tæki-
færi. Við viljum skapa fyrirtækjum
betri starfsaðstæður í Reykjavík.
Við ætlum ekki að verja þremur
til fjórum milljörðum króna til að
eyðileggja Geldinganesið heldur
viljum við, að þar fái um 10.000
manns heimili sitt.
Við ætlum ekki að halda áfram að
auka rekstrarkostnað Reykjavíkur-
borgar með nýjum milliliðum og sí-
fellt lengri boðleiðum. Slíkir stjórn-
arhættir hækka ekki aðeins
rekstrarútgjöld á kostnað skatt-
greiðenda heldur valda borgurunum
beinum útgjöldum og vaxandi
óánægju.
Kostir í kosningunum hafa skýrst
enn frekar síðustu daga. R-listinn
heldur áfram fjármálaleikfimi sinni
en forðast málefni. D-listinn býður
borgarbúum að gera við sig samning
um skýr mál og markmið.
Tilbúnar
tölur í stað
málefna
Björn
Bjarnason
Reykjavík
Meðferð fjármála, segir
Björn Bjarnason, fer
eftir því, hver á heldur.
Höfundur skipar 1. sæti á borgar-
stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
MIKIL umskipti
hafa orðið í hugum
reykvískra kjósenda á
fáum vikum. Nú virðist
sem kjósendur flykkist
til Sjálfstæðisflokksins.
Undir forystu Björns
Bjarnasonar hefur tek-
ist að upplýsa borgar-
búa um skuldastöðu
Reykjavíkurborgar,
fyrirhuguð umhverfis-
spjöll á Geldinganesi og
Eiðisgranda, lóðaokur,
svikin loforð og vald-
hroka R-listans. Jafn-
framt hefur verið lögð
fram álitleg stefnuskrá
með skarpa framtíðar-
sýn.
Björn Bjarnason hefur þindarlaust
verið á ferðinni í Reykjavík undan-
farnar vikur. Hann er grasrótar-
stjórnmálamaður, foringi sem vill
vera í sem nánustu sambandi við um-
bjóðendur sína, vill hlusta á þá og
gefa þeim tækifæri til að segja milli-
liðalaust hvað þeim býr í brjósti.
Þetta finnur fólk þegar það hittir
hann og kynnist honum. Og þetta vita
þær þúsundir Íslendinga sem hafa
verið í tölvusambandi við Björn í ráð-
herratíð hans og áður þegar hann var
aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
Við viðkynningu finnur fólk glöggt
að Björn Bjarnason er alger and-
stæða hins kalda og fjarlæga vald-
hroka sem ríkt hefur í Ráðhúsi
Reykjavíkur sl. átta ár.
Og fólk treystir Birni, það þekkir
verkin hans og veit að hann mun
stjórna af heiðarleika og réttsýni og
fara með ábyrgum hætti með skattfé
borgarbúa.
Það hefur gert sjálfstæðismönnum
mjög erfitt um vik í kosningabarátt-
unni hversu vilhallir fjölmiðlarnir
hafa verið Ingibjörgu Sólrúnu og R-
listanum. Auðvitað á ekki að þurfa að
deila um hina óhugnan-
legu skuldaaukningu í
Reykjavík. Hún er stað-
reynd og óskiljanlegt að
nútíma fjölmiðlar skuli
láta óheiðarlega stjórn-
málamenn komast upp
með þær blekkingar að
skuldastaðan sé góð.
En R-listafólkið treyst-
ir enn á það að fjölmiðl-
arnir veiti þeim skjól og
þess vegna skrifar það
nú hverja greinina á
fætur annarri til að
halda á lofti blekking-
um sínum um að það
verði að gera greinar-
mun á skuldum borgar-
sjóðs og borgarfyrirtækja.
En kjósendur láta greinilega ekki
lengur blekkjast. Þeir vita orðið að
hreinar skuldir Reykjavíkurborgar
hafa aukist úr tæpum 4 milljörðum
1994 í tæpa 33 milljarða árið 2002.
Þeir vita orðið að í tíð R-listans hafa
skuldir Reykjavíkurborgar á hvern
borgarbúa vaxið úr 39 þús. kr. í 286
þús. kr. Kjósendur vita orðið að
skuldir Orkuveitunnar hafa í stjórn-
artíð R-listans aukist úr 125 milljón-
um 1994 í yfir 20 milljarða árið 2002.
Þeim ofbýður sukkið í kringum nýjar
höfuðstöðvar Orkuveitunnar, sem nú
Áfram Björn!
Jakob F.
Ásgeirsson
Reykjavík
Björn Bjarnason, segir
Jakob F. Ásgeirsson,
er alger andstæða hins
kalda og fjarlæga
valdhroka í Ráðhúsinu
sl. átta ár.
Á VEL skipulögðum
fundi í Breiðholtsskóla
á dögunum kom fram
mikilvægur munur á
áherslum stóru fram-
boðanna í Reykjavík.
Reykjavíkurlistafólkið
lagði áherslu á gildi
hverfisskólans, aukið
sjálfstæði hans og
framþróun í samstarfi
skólafólks, foreldra og
barna eftir því sem við
á. Á undanförnum átta
árum hefur Reykjavík-
urlisti byggt sem svar-
ar til átta Ráðhúsum
yfir skóla, og fjárfest
sem svarar einum
þokkalegum jarðgöngum í leikskól-
um.
Leik- og grunnskólar, nýmæli
Reykjavíkurlistafólk lítur á
þroskabraut barnsins frá því það
kemur í dagvist og lýkur grunnskóla.
Öllum börnum verði tryggð niður-
greidd dagvist við ákveðinn aldur og
að öll börn eldri en 18 mánaða eigi
kost á leikskólaþjónustu. Nú kynn-
um við það nýmæli að hluti af skóla-
starfi fimm ára leikskólabarna verði
ókeypis, fyrir öll börn, og litið á sem
fyrsta skref í að samtvinna leikskóla
og grunnskóla. Þótt yfir 90% barna á
fimm ára aldri njóti leikskóla viljum
við að öll börn hafi jöfn tækifæri til að
taka fyrsta skrefið samtímis í átt til
grunnskólans. Þetta mun kosta 150
milljónir á ári, og er gríðarlegt fram-
faraskref fyrir menntun og jöfnuð.
Einsetning skólanna skapar okkur
tækifæri. Við viljum góðan samfelld-
an skóladag fyrir grunnskólabörn.
Eftir að hefðbundinni kennslu lýkur
taki við starf frístundamiðstöðvar í
samstarfi við íþrótta-
félög, tónlistarskóla og
félagasamtök. Þetta
verði að veruleika í
áföngum og í öllum
hverfisskólum haustið
2004. Skólamáltíðir
verði í boði í öllum
grunnskólum borgar-
innar.
Í Breiðholti hefur
þróast samstarf for-
eldra og skóla sem er til
fyrirmyndar. Við vilj-
um að skólinn verði
miðstöð mannlífs í
hverfinu. Skólinn teng-
ist hugmyndum okkar
um vaxandi grenndar-
vitund, hverfaráð og þróunaráætlun
fyrir hverfin í bænum. Þannig renna
saman í einn farveg hugmyndir okk-
ar um sjálfstæða skóla í nánum
tengslum við fólkið sem ber hag
hvers skóla fyrir brjósti. Það kom
verulega á óvart á fundinum að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur annað í huga,
nýtt millistig í skólakerfinu sem for-
eldrar eiga að sækja til. Þannig verði
fimm skólanefndir í allri borginni
Stórsókn í
skólamálum
Stefán Jón
Hafstein
Reykjavík
Mikilvægt er að öll 5 ára
börn fái að spreyta sig
samtímis, segir Stefán
Jón Hafstein, og fái
sams konar þjónustu
eftir að hefðbundnum
skóladegi lýkur.