Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 45
✝ Magnús Hall-freðsson fæddist
í Reykjavík 5.12.
1928, hann lést á
Landspítalanum 22.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurjóna Magnús-
dóttir f. 29.10. 1903 í
Reykjavík, d. 19.8.
1955 og Hallfreður
Guðmundsson f.
23.6. 1896, sjómaður
og síðar hafnsögu-
maður, ættaður úr
Gufudalsveit, d.
29.12. 1988. Þau
bjuggu fyrst í Reykjavík og síðar
á Akranesi þar sem Magnús ólst
upp frá 7 ára aldri. Systkini hans
eru Sigríður f. 27.10. 1925 gift
Símoni Símonarsyni, Runólfur f.
26.3. 1931 kvæntur Ragnheiði
Gísladóttur og yngstur var Hall-
dór f. 7.1. 1940, d. 29.8. 1973,
kvæntur Júlíönu Helgadóttir.
Hinn 16.4. 1954 kvæntist Magnús
Guðrúnu Andrésdóttur fædd
7.10. 1932, frá Hólmavík. For-
eldrar hennar voru Andrés Kon-
ráðsson nú látinn
og Kristín Sigurð-
ardóttir sem lifir í
hárri elli í Borgar-
nesi. Magnús lauk
hefðbundinni skóla-
göngu á Akranesi,
nam vélvirkjum og
fór síðan í Vélskóla
Íslands og lauk þar
prófi 1953. Hann
starfaði nokkur ár
hjá Eimskipafélagi
Íslands sem vél-
stjóri áður en hann
hélt til tæknifræði-
náms í Þýskalandi.
Lauk hann þar prófi frá Fach-
hochschule Karlsruhe 1959. Á
árunum 1959–69 starfaði hann
hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel-
fossi.
Árið 1969 réðst hann til starfa
til Áburðarverksmiðju ríkisins
og starfaði þar til ársins 1996, er
hann fór á eftirlaun.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, þriðjudag
30. apríl og hefst athöfnin
klukkan 15.00
Það er svo óraunverulegt að hugsa
til þess að fólk, sem hefur verið hluti
af lífi manns alla æfi er skyndilega
horfið. Sérstaklega þegar maður er
búsettur í öðru landi og hefur ekki
möguleika á því að deila sorginni með
sínum nánustu.
Þetta upplifði þegar ég heyrð um
lát mágs míns Magnúsar. Hann hefur
verið hluti af fjölskyldunni svo lengi
ég man eftir mér. Hann giftist einni
af systrum mínum, Guðrúnu, þegar
ég var 3 ára gömul.
Fyrstu minningarnar um Magga
eru um dúkkur sem ég og systir mín
Anna María fengum frá honum og
Diddu þegar hann var við nám í
Þýskalandi. Þær voru auðvitað skírð-
ar Didda og Maggý. Súkkulaðikarlar
í marglitu bréfi var heldur ekki eitt-
hvað sem var venjulegt að fá í kring-
um 1955. Sumardvöl hjá þeim hjón-
um á Selfossi með kennslu í notkun
hnífs og gaffals og knýtingu skóreima
kemur fram í hugann. Og aftur á full-
orðinsárum þegar dóttir mín Elin
fékk aðra Diddu í jólagjöf. Gjöf sem
ég frétti síðar að Maggi hefði sjálfur
valið. Öll Jónsmessukvöldin sem við
áttum saman heima hjá Sæu og
Sigga, eru ljóslifandi í huganum.
Þetta voru sérstök kvöld þar sem
hestarnir gátu tekið upp á því að
ganga á spori að sögn Magga. Einnig
eru Þórsmerkurferðirnar eftirminni-
legar, þegar göngugarparnir Didda
og hann kynntu mér og öðrum í fjöl-
skylduni fegurð óbyggðana og
gleðina við að vera úti í náttúrunni.
Þannig gæti ég haldið áfram að
rekja minningar. En fyrst og fremst
mun lifa myndin af Magga, hinum
trausta og ábyrga manni sem alltaf
var tilbúinn að leggja mér og öðrum í
fjölskyldunni lið. Og honum Magga
sem ávallt sýndi svo einlægan áhuga
á því sem ég og fjölskylda mín hafði
fyrir stafni. Ég tel mig því ótrúlega
gæfusama að hafa fengið að njóta
hans í öll þessi ár.
Elsku Didda. Ég, Gísli og Ingi
hugsum til þín héðan frá Noregi og
einnig Elín og hennar fjölskylda
heima. Megi allar góðu minningarnar
um Magga okkar allra styrkja þig og
okkur öll sem þótti svo vænt um
hann.
Arnheiður (Arý) .
Góðan dreng er gott að muna
geymum fögru minninguna
hún er perla í hugans reit.
Kynnin þökkum þér af hjarta
þau eru tengd því hreina og bjarta.
Berst til himins bænin heit.
(L.S.)
Þetta ljóð finnst okkur eiga vel við
þegar með nokkrum kveðjuorðum er
minnst kærs mágs og vinar, Magn-
úsar Hallfreðssonar, sem lést 22. apr-
íl sl. eftir harða baráttu við krabba-
mein.
Magnús tengdist fjölskyldu okkar
árið 1953 þegar kynni tókust með
honum og Guðrúnu systur minni,
sem seinna leiddi til hjónabands
þeirra.
Strax fundum við að þarna fór
maður sem hægt var að treysta, bæði
til orðs og æðis. Samvistir okkar í
tæp 50 ár hafa staðfest þetta á allan
hátt. Okkur öllum og ekki síst
tengdaforeldrum sínum reyndist
hann sem besti bróðir og sonur, tilbú-
inn að verða að liði á allan þann veg
sem honum var frekast unnt.
Persónulegur samgangur hefur
alltaf verið mikill á milli okkar og
Diddu og Magga eins og þau voru
kölluð. Öll hafa börn okkar notið vin-
semdar þeirra og frá unga aldri hefur
Freyr sonur okkar sótt mikið á heim-
ili þeirra og djúp vinátta ríkt þeirra á
milli. Þessi vinátta og umhyggja hef-
ur síðan færst yfir á syni hans og
konu. Með sanni má segja að þau hafi
gegnt hlutverki afa og ömmu gagn-
vart þessum drengjum. Þetta er okk-
ur mikið þakkarefni, sem aldrei verð-
ur fullmetið.
Magnús var mikill útivistarmaður,
stundaði göngur og skíðaferðir. Gekk
til rjúpna og á gæsaskytterí. Hann
var mjög vel á sig kominn líkamlega
og bar sig vel á velli allt til síðasta
dags.
Didda og Maggi voru afar samhent
hjón, unnu flest saman, hvort heldur
var heima eða í sumarbústaðnum,
alltaf saman Didda og Maggi, Maggi
og Didda ævinlega nefnd í einu.
Ég enda þessi kveðjuorð með ljóði
Margrétar Jónsdóttur skáldkonu,
sem eins og upphafserindið tjáir mik-
ið af því sem við vildum sagt hafa.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
og letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
Almáttugur guð styrki Diddu og
alla þá sem syrgja þennan góða
dreng.
Lifi minning Magnúsar Hallfreðs-
sonar.
Sæunn Andrésdóttir og
Sigurður Sigurðsson.
Magnús Hallfreðsson véltækni-
fræðingur og fyrrum viðhaldsstjóri
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
er látinn. Með honum er genginn einn
af þeim traustu og góðu fyrrverandi
starfsmönnum Áburðarverksmiðj-
unnar sem gerðu rekstur hennar
mögulegan með þeim glæsibrag sem
raun varð á er starfsemi hennar stóð
með blóma.
Við Magnús áttum bernskuminn-
ingar saman, en langömmur okkar
voru systur. Var mikill samgangur
milli fjölskyldna ömmu hans og for-
eldra minna er við vorum börn og
góðar minningar ljóslifandi frá þeim
árum. En leiðir skildu er árin liðu
eins og gengur uns kynni voru end-
urnýjuð í Áburðarverksmiðjunni.
Magnús varð véltæknifræðingur
að mennt eftir að hafa lokið vélstjóra-
námi með fyllstu réttindum eins og
það þá hét.Var hann mikill og góður
námsmaður og kunni vel þá list að
sameina hina verklegu þekkingu sína
fræðunum í störfum sínum.
Magnús réðst til Áburðarverk-
smiðjunnar árið 1969. Hafði þá verið
ákveðið að ráða mann til þess að sjá
um allt viðhald á verksmiðjusvæðinu
og rekstur verkstæða að undanskildu
því er tilheyrði rafmagni og stýri-
tækjum ýmiss konar. Hafði slíkur
sérstakur viðhaldsstjóri ekki verið
við verksmiðjuna áður. Það kom því í
hlut Magnúsar að móta starfið og
fórst honum það mjög vel úr hendi,
enda gæddur góðri skipulagsgáfu og
yfirsýn. Þá kom það og í hlut hans að
hafa daglega yfirumsjón með bygg-
ingu tveggja nýrra verksmiðja, NPK
verksmiðju og saltpéturssýruverk-
smiðju, er reistar voru á svæðinu á
árunum 1972 til 1983. Öll störf Magn-
úsar í Áburðarverksmiðjunni ein-
kenndust af mikilli festu, samvisku-
semi og vandvirkni og mátti hann
ekki vamm sitt vita í þeim efnum.
Gerði hann mestar kröfur til sín sjálfs
í öllum störfum. Var hann Áburðar-
verksmiðjunni mjög verðmætur
starfsmaður. Magnús lét af störfum í
verksmiðjunni 67 ára árið 1996 á
starfslokaaldri fyrirtækisins.
Að lokum vil ég þakka fyrir ára-
tuga ánægjulegt og innihaldsríkt
samstarf sem gott er að minnast. Við
Hildur sendum Guðrúnu og systkin-
um hans okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Runólfur Þórðarson.
Mjólkurglas, Berlínarbollur og
West-End (ekki í Lundúnum, heldur
sjoppa á Vesturgötunni) komu hvað
fyrst í hug mér þegar ég lét hugann
reika að Magnúsi Hallfreðssyni
frænda mínum látnum. Það er af
mörgu að taka því kynni okkar
Magga spanna nokkuð á sjöunda ára-
tug. Við vorum systrasynir, hann ríf-
lega þremur árum eldri, og fjölskyld-
ur foreldra okkar bjuggu í upphafi
sambúðar báðar í gamla húsinu við
Sellandsstíg 10, nú Sólvallagötu 50.
Þær systur voru mjög samrýndar og
hélst alltaf náin vinátta milli fjöl-
skyldnanna. Heimilin, annað í
Reykjavík og hitt á Akranesi, en þar
bjó fjölskylda Magga lengst af, voru
opin hverjum sem var úr fjölskyld-
unni í skemmri eða lengri tíma, allt
eftir þörfum. Í raun var þetta nánast
eins og einn og sami systkinahópur-
inn. Mín kynni voru þó í æsku einkum
bundin þeim bræðrum, Magga og
Bóbó (Runólfi), enda voru þeir á svip-
uðu reki eða létu mig a.m.k. ekki
gjalda þess að ég var nokkrum árum
yngri. Þeir tóku litla frænda úr
Reykjavík ávallt vel í tíðum og oft
löngum heimsóknum hans á Skag-
ann. Minnisstæðastar eru heimsókn-
irnar á Bræðraparti, sem stóð
frammi á Breið, nokkuð afsíðis.
Breiðin, fjaran og gamli vitinn voru
ríki þeirra Magga og Bóbós. Þar tóku
þeir mig í ævintýralegar ferðir. Eink-
um var spennandi að ganga á reka
eftir nokkurra daga útsynning. Að
loknu grunnnámi fór Maggi til sjós og
varð hjálparkokkur á togara skömmu
eftir fermingu. Síðar lærði hann vél-
smíði en lét ekki þar við sitja heldur
bætti enn við menntun sína tækni-
fræði við Tækniháskólann í Karls-
ruhe. Eins og fyrr getur fór Maggi
kornungur til sjós og gafst því ekki
mikið færi til leika. Hann varð því
ekki einn af þeim landsfrægu fót-
boltamönnum sem Skaginn gat af
sér, en síðar á lífsleiðinni tók hann að
iðka skíðaíþróttina og eins og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var vandað
til þess. Þau hjónin voru þar mjög
samstiga og um margra ára skeið
fóru þau á skíði til Lech í Austurríki.
Það varð honum mikið ánægjuefni að
sjúkdómur sá er hann tók fyrir um
það bil ári linaði svo tökin upp úr ára-
mótum, að þau komust á skíði til
Lech. Þeim Guðrúnu Andrésdóttur
konu hans varð ekki barna auðið en
voru hins vegar miklar barnagælur
eins börn okkar Örbrúnar þekkja vel
til. Þessum fátæklegu orðum fylgja
innilegar samúðarkveðjur til Guð-
rúnar. Ég mun geyma í huga mér
margar myndir af Magnúsi frænda
mínum, en minningin um hjálpar-
kokkinn unga sem hafði lagt sér til
brúnan hatt og tók okkur bræður
með þegar hann kom í land og bauð
upp á mjólkurglas og Berlínarboll-
urnar í sjoppunni West-End stendur
mér lifandi fyrir hugskotssjónum og
mun væntanlega gera um langa hríð.
Guðmundur Georgsson.
Það er stutt síðan við hjónin kom-
um við hjá Magnúsi og Guðrúnu til að
spjalla. Ekki óraði okkur fyrir því þá
að við hittum Magnús ekki framar í
lifanda lífi. Hann var frísklegur að
sjá, útitekinn og leit alls ekki út fyrir
að vera mikið lasinn eins og hann var
og við vissum reyndar. Í þetta sinn
snérist umræðan um ýmislegt eins og
venjulega en þó man ég það að ætt-
fræði var töluvert á dagskrá sem þó
var ekki venja. Magnús náði sér á
strik og sagði okkur frá gamla Vest-
urbænum þar sem hann átti heima í
æsku áður en hann flutti úr bænum.
Magnúsi og Guðrúnu konu hans
kynntumst við fyrst þegar við við
bjuggum á sama hóteli í Lech í Aust-
urríki fyrir tíu árum. Þegar við kom-
um niður í morgunverðinn fyrsta
morguninn var búið að leggja á borð
fyrir okkur hjónin við annað borð en
eftir að við vorum búin að heilsa Agli
og Sirrý og þau kynna okkur fyrir
Magnúsi og Guðrúnu varð ekki aftur
snúið. Eftir það sátum við oftar en
ekki saman við borð hér og hvar og
alls staðar. Síðast í vetur áttum við
þess kost að dveja saman í Lech og
skíða.
Magnús var undraskíðamaður og
náði fullkomnu valdi á stíl Austurrík-
ismanna þó að hann hafi byrjað að
stunda íþróttina um fimmtugt. Gamla
settið eins og þau kölluðu sig höfðu
mjög gaman af útiveru og þegar þau
voru úti á skíðum var ekki slegið
slöku við. Einhverju sinni hittu þau
unga landa í biðröðinni sem tóku þau
tali. Þegar upp var komið skildu leið-
ir. Þegar þau voru aftur komin í röð-
ina heyrðu þau fyrir aftan sig að Ís-
lendingarnir voru komir í röðina á ný
og ræddu um sín á milli hvar skyldu
nú gamalmennin vera. Gall þá við í
Guðrúnu um leið og hún veifaði stafn-
um sínum fremst í röðinni: Við erum
hérna. Ekki var eingöngu ferðast ut-
anlands þó að það væri gaman og
ekki skal því gleymt að þægilegt var
að hafa ávallt í för með sér góðan
þýskumann þar sem Magnús fór þeg-
ar dvalið var í Austurríki. Ég hef not-
ið þess síðan ég kynntist vinum mín-
um að ferðast um með þeim á
gönguskíðum vítt og breitt um Hellis-
heiðina, Skjaldbreið, Tindfjöll og ótal
fleiri heiðar og fjöll.
Magnús var vel gerður maður.
Hann var yfirmáta íhugull og rétt-
sýnn. Hjálplegur með afbrigðum og
tillitssamur. Hann sinnti vinnu sinni í
Áburðarverksmiðunni af stakri trú-
mennsku og naut þar mikils trausts
og eins og forstjórinn sem var í eina
tíð sagði eitt sinn við mig. Hann
stöðvaði oft ýmsar ákvarðanir með
yfirvegun sinni og fékk menn til að
endurskoða málin. Hann var hins
vegar trúr sínum forstjóra og studdi
hann með ráðum og dáð til að gera
það besta sem hægt var að gera fyrir
verksmiðjuna og viðgang hennar.
Hann valdi að fara á eftirlaun fyrr en
ella vegna þess að hann var ekki
öruggur um að hann heyrði allt sem
fram færi á fundum. Ekki vildi hann
taka áhættu með því að halda áfram
og eiga á hættu að skaða fyrirtækið.
Þetta lýsir hugarfari hans.
Lokin komu skyndilega að okkur
fannst en svo þarf víst ekki að vera
því að Magnús var slíkt hreystimenni
að hann kveinkaði sér ekki. Í febrúar
skíðaði hann um allar brekkur í Lech
og fór jafnvel yfir til Zurs. Hann var
svo góður skíðamaður að hann rann
þetta áreynslulítið um brekkurnar.
Hann þáði í vetur að haldið væri á
skíðum hans þegar heim skyldi halda
en áður var það alltaf hann sem hélt á
skíðum vina og vandamanna.
Að leiðarlokum kveðjum við Sig-
ríður kæran vin og felum hann Guði
um leið og við vottum Guðrúnu okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð um að
styrkja hana í hennar mikla missi.
Guðmundur Malmquist.
Þegar ég réðst til starfa við Áburð-
arverksmiðjuna var þar fyrir hópur
ágætra stjórnenda. Sérhver einstak-
lingur í þeim hópi hafði sín persónu-
einkenni og mannkosti, sem gerði
hópinn að samhentu teymi sem ákaf-
lega gott var að vinna með. Í þessum
hópi var Magnús Hallfreðsson.
Magnús var yfirmaður viðhaldsdeild-
ar verksmiðjunnar og auk þess að
stjórna daglegu viðhaldi annaðist
hann og hafði umsjón með bæði
stórum og smáum framkvæmdum á
verksmiðjusvæðinu.
Magnús sótti menntun sína til
Þýskalands. Þegar hann dvaldi þar
var Þýskaland enn í sárum eftir
seinni heimstyrjöldina. Í ferðalögum
með Magnúsi til Þýskalands, rúmum
þrjátíu árum eftir dvöl hans þar,
sagði hann mér sögur af harðri lífs-
baráttu fólks á þessum tíma. Í þess-
um ferðum skynjaði ég að Þýska-
landsdvölin hafði haft mjög mótandi
áhrif á Magnús. Menntunin sem hann
sótti til Þýskalands reyndist mjög
traustur grunnur fyrir lífsstarf hans,
og oft dáðist ég að því hversu vel hon-
um tókst að nýta menntun sína og
reynslu við úrlausn verkefna. Ekki
síður öfundaði ég hann af þeim aga og
reglufestu sem hann bjó yfir, því
maður búinn slíkum kostum verður
ávallt farsæll. Og Magnús var farsæll
maður, bæði í starfi og leik.
Ég átti ákaflega gott samstarf við
Magnús á meðan við störfuðum sam-
an. Fyrir kom að honum fannst ég
fara fram úr sjálfum mér í athöfnum
mínum og naut ég þá góðlátlegra
ábendinga hans. Oft dugði að Magn-
ús segði „Ordnung musst sein “ (það
verður að vera regla á hlutunum), og
þá vissi ég að rétt væri að endurskoða
kúrsinn.
Að leiðarlokum vil ég þakka Magn-
úsi fyrir gott samstarf og samvinnu,
og ekki síst fyrir ánægjuleg kynni. Af
honum hef ég mikið lært.
Við Sigrún sendum Guðrúnu inni-
legar samúðarkveðjur.
Hákon Björnsson.
Það er svo ótal margt sem flýgur í
gegnum hugann þegar við rifjum upp
kynni okkar af Magnúsi og Guðrúnu í
næstum fjórðung aldar.
Þau hófust við morgunverðarborð-
ið á Haus Mallaun í Lech í Austurríki,
í byrjun árlegrar skíðaferðar okkar.
Þar sem við hjónin höfðum verið þar
áður, kom það bara af sjálfu sér að við
eyddum þessum fallega degi saman í
brekkunum. Þessi fyrstu kynni urðu
síðan að traustri vináttu, sem við
metum mikils og þökkum af alhug.
Áhugamál okkar voru þau sömu,
skíðaferðirnar til Austurríkis og Ítal-
íu urðu árlegir viðburðir, sú síðasta í
febrúar 2002. Ferðalög innanlands og
utan, sumar jafnt og vetur, gönguferð
í Jökulfirði og Snæfjallaströnd –
fimm dásamlegir dagar – Tindfjalla-
ferðir á skíðum – langar helgar í góð-
um félagsskap, gönguskíðaferðir í ná-
grenni Reykjavíkur – Hellisheiði –
Heiðmörk – Jósepsdal – Þingvelli –
Bláfjöll – Skjaldbreið og svo ótal-
margt fleira.
Magnús vinur okkar var elstur í
hópnum, en gaf okkur yngra fólkinu
ekkert eftir að líkamlegu atgervi.
Hátt á sjötugsaldri gekk hann, ásamt
Agli og Helga Ben. á Hvannadals-
hnjúk og skíðaði niður af miklu ör-
yggi.
Á hverju hausti hóf Magnús gæsa-
vertíðina 20. ágúst með Pétri og Agli í
Landeyjunum og síðan rjúpnaveiðina
í Borgarfirðinum 15. október. Alltaf
allt í föstum skorðum og skipulagt af
nákvæmni og vandvirkni, eins og allir
sem þekktu Magnús kunnu svo vel að
meta.
Það er svo margt að þakka þegar
við kveðjum okkar góða vandaða vin.
Hjálpsemina og umhyggjuna fyrir
fjölskyldu okkar, þegar Egill slasað-
ist alvarlega fyrir allmörgum árum,
þá stóð Magnús eins og klettur við
hlið okkar og studdi okkur með sinni
einstöku hlýju og nærgætni eins og
honum einum var lagið.
Elsku Guðrún, við biðjum góðan
Guð að styrkja þig og vernda.
Egill og Sigríður (Sirrý).
MAGNÚS
HALLFREÐSSON