Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN í Reykjanesbæ leggur áherslu á starf, ekki bygging- ar, að sögn Jóhanns Geirdals efsta manns á S-listanum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þá leggur framboðið áherslu á jafna aðstöðu íbúanna, meðal annars til náms og segir Jóhann að endurgjaldslausar skólamáltíðir fyrir öll börn séu mik- ilvægur liður í því. Frambjóðendur Samfylkingarinn- ar við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ eru um þessar mundir að kynna stefnuskrá framboðsins. Hún er borin í hús og birt á vef S- listans, www.s-listinn.is. Stefnuskránni er skipt upp í þrett- án efnisflokka. Í umhverfismálum kemur fram vilji til þess að íbúum verði með ýmsum hætti gert auðveld- ara að taka upp umhverfisvænni lífs- stíl og að grunnur að því verði lagður í leik- og grunnskólum bæjarins. Átaki verði haldið áfram í frárennsl- ismálum og áhersla lögð á hreinsun strandlengjunnar. Jóhann tekur fram að flokkurinn lofi ekki stórfram- kvæmdum á Fitjum, enda ekki nema að litlu leyti á færi bæjaryfirvalda, hins vegar verði aðstaða fyrir áhuga- menn um fuglaskoðun við Fitjar bætt. Samfylkingin vill tryggja rétt allra til atvinnu. Í því efni er m.a. nefnt að smásöluverslun og þjónusta verði efld, fjölbreytt atvinnusvæði Reykja- nesbæjar, Keflavíkurflugvallar og hafnir bæjarins verði nýtt til atvinnu- sköpunar ásamt vistvænni orku. Lögð er áhersla á umhverfissjón- armið og samráð við íbúa í skipulags- málum. Endurbygging Hafnargötu verður forgangsverkefni. Samfylk- ingin vill hefjast strax handa við deili- skipulagningu íbúðarhverfis í Innri- Njarðvík. Jóhann segir að byggja þurfi þar upp 2.000–2.500 íbúa hverfi með nýjum grunnskóla í einu átaki. Í menningarmálum er m.a. rætt um að koma upp tómstunda- og menningarmiðstöð ungs fólks. Sam- fylkingin vill endurskoða rekstrar- samninga við áhugafélög listamanna með það fyrir augum að bærinn kaupi af þeim aukna þjónustu. Jóhann Geir- dal nefnir að þá þjónustu væri hægt að nota víða, meðal annars til að byggja upp tómstundastarf í grunn- skólunum. Jöfn tækifæri og aðstaða Lögð er áhersla á jöfn tækifæri og jafna aðstöðu til menntunar. Að öðru jöfnu skal jafna hlut kynjanna við ráðningar í störf hjá bænum og leggja sérstaka áherslu á að styrkja hugmyndir um menningar-, íþrótta- og tómstundastarf sem miða að því að auka þátttöku ungra stúlkna. S-listinn vill heilsdagsskóla fyrir öll börn. Í því felst að grunnskóla- börnum gefist kostur á að ljúka dag- legu námi í skólanum. Sett er fram sú stefna að börn fái skólamáltíðir án endurgjalds, þær séu nauðsynlegar svo að heilsdagsskóli sé í raun val- kostur og standi öllum jafnt til boða. Jóhann segir að því miður eigi ekki öll börn kost á máltíðum í skólum, meðal annars af fjárhagsástæðum. Það sé hins vegar andstætt hugsjón- um Samfylkingarinnar að börnum sé mismunað og því hafi hún ákveðið að koma á fríum skólamáltíðum fyrir öll börn í grunnskólum bæjarins. Segir hann að þetta geti kostað rúmar 50 milljónir á ári, miðað við að jafnframt takist að hagræða, eða heldur minna en rekstur fjölnota íþróttahúss. „Þetta er ekki óyfirstíganlegur kostnaður og er ekki aðeins réttlæt- anlegur heldur nauðsynlegur til að ná þessum markmiðum,“ segir Jóhann. Meðal annarra atriða í skólamálum má nefna að Samfylkingin vill að öll- um börnum standi til boða leikskóla- vist frá 18 mánaða aldri. Framboðið vill að innra starf íþróttahreyfingarinnar verði eflt, meðal annars með því að styðja við bakið við þátttöku íþróttafélaganna í verkefni ÍSÍ um fyrirmyndarfélag og fyrirmyndardeild og að lækka kostn- að barnmargra fjölskyldna vegna íþróttaiðkunar barna. Þá vill Sam- fylkin leita leiða til að leysa fjárhags- vanda íþróttahreyfingainnar, í sam- ráði við hana, og segir Jóhann að bærinn þurfi að koma að lausn þeirra mála. S-listinn vill að mótuð verði skýr stefna sem nái yfir allt tómstunda- starf á vegum bæjarins og að leitast verði við að samþætta tómstunda- starf barna og unglinga við starf eldri borgara. Samfylkingin segir að fjöl- skyldan sé hornsteinninn og að réttur barnsins skipti höfuðmáli. Bryddað er upp á ýmsum nýjungum, meðal annars til að láta tómstundastarf ná til fleiri barna og unglinga og til að auðvelda þátttöku barnmargra fjöl- skyldna. Þá mun S-listinn beita sér fyrir því að skýr stefna verði mörkuð í málefnum eldri borgara og bæta að- stöðu þeirra til tómstundaiðju. Íbúum fjölgað til að auka tekjur Samfylkingin telur nauðsynlegt að treysta fjárhagsgrundvöll bæjar- sjóðs til þess að Reykjanesbær geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til samfélagsins. Lögð er áhersla á að tekjur sveitarfélagsins verði auknar svo hægt verði að rétta við fjárhagsstöðu bæjarins. Spurður út í þetta segir Jóhann að það verði að gera með því að fjölga íbúum bæj- arins. Útsvar verði ekki hækkað til að leysa fjárhagsvandann eða hrinda í framkvæmd kosningaloforðum. Sama gildi um fasteignagjöld, þau verði ekki hækkuð í heildina en Sam- fylkingin muni beita sér fyrir að hol- ræsagjald verði innheimt á sann- gjarnari hátt en nú er. Í stefnuskránni er sérstakur kafli um íbúalýðræði og opnara stjórnkerfi. Fram kemur að Samfylkingin stefnir að valdreifingu því mikilvægt sé að íbúarnir komi meira að ákvarðana- töku. Í því sambandi er nefnt að upp- lýsingatækni verði nýtt til að fá íbúa til samráðs og ákvarðanatöku um lausnir og skipulag. Einnig að upp- lýsingastreymi verði aukið, meðal annars með því að nefndir haldi opna fundi á kjörtímabilinu. Samfylkingin kynnir kosningastefnuskrá sína Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Frambjóðendur Samfylkingarinnar kynntu stefnuskrá sína á flokks- fundi, hér eru tveir þeirra, Jóhann Geirdal og Guðbrandur Einarsson. Öll börn fái fríar máltíðir í skólum Reykjanesbær PÁLMI Hannesson var kjörinn nýr fjölumdæmisstjóri Lions á Ís- landi á landsþingi Lionsmanna sem haldið var í Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja um helgina. Tekur hann við af Erni Gunnarssyni, núverandi fjöl- umdæmisstjóra. Lions- og Lionessu- klúbbarnir á Suð- urnesjum höfðu um- sjón með þinghaldinu. Á þriðja hundrað fulltrúar sótti þingið auk um eitt hundrað maka. Um 370 Lionsmenn sóttu Lionshóf sem haldið var á laug- ardagskvöldið. Pálmi Hannesson segir að þingið hafi tekist vel og segist hann þakk- látur Lionsmönnum á Suð- urnesjum fyrir þátt þeirra í und- irbúningi þingsins. Pálmi starfar sem skoð- unarmaður hjá Frumherja. Hann er félagi í Lionsklúbbnum Garði og er búsettur í Ytri-Njarðvík. Hann hefur síðastliðið ár verið umdæmisstjóri í um- dæmi 109 A sem er annað af tveimur umdæmi Lions á Ís- landi. Hann var í kjöri til fjölumdæm- isstjóra, sem er æðsti embættismaður Lions á landinu, ásamt Herði Sigurjónssyni sem var umdæm- isstjóri í umdæmi 109 B og náði Pálmi kjöri á þinginu um helgina. Pálmi tekur við embættinu 1. júlí næstkomandi. Hann segist leggja áherslu á kynningar- og fræðslumál, eins og í starfi sínu sem umdæm- isstjóri. Mikilvægt sé að gera Lionsstarfið skemmtilegt og áhugavert. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Landsþing íslenskra lionsmanna var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kjörinn fjölum- dæmisstjóri Lions Suðurnes Pálmi Hannesson TVÆR líkamsárásir sem áttu sér stað í Grindavík voru tilkynntar til lögreglunnar aðfaranótt sunnu- dagsins. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík átti önnur sér stað fyrir utan veitinga- og skemmtistaðinn Sjávarperluna upp úr miðnætti. Þar mun hafa vera ráðist á mann sem var farþegi í bíl. Klukkan að verða hálf þrjú var síðan tilkynnt um hópslagsmál fyrir utan sama stað. Maður varð fyrir líksamsárás og var hann fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann var með talsverða áverka í andliti en ekki er vitað hve alvar- legir þeir eru. Málsatvik eru óljós og málið í rannsókn hjá lögreglu. Slagsmál við Sjávarperluna Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.