Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MATTHÍAS Stefánsson hefurhaslað sér völl sem gítar-leikari og glatt hjarta margra blúsunnenda undanfarið í Clapton-sýningunni. Segja má að hún hafi farið sigurför um landið því búið er að flytja dagskrána oft í Reykjavík, á Akureyri og til stendur að fara á Ísafjörð og víðar áður en sýningum lýkur. Samhliða blúsnum og alþýðumenningunni leikur Matt- hías oft á fiðlu með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og þessa dagana handleikur hann fiðluna einnig í sýn- ingu Borgarleikhússins, „Boðorðun- um níu“. Fyrstur í Suzuki Matthías er fæddur á Akureyri 1976 og ólst þar upp. Fimm ára gam- all fór hann að læra á fiðlu í Tónlist- arskólanum á Akureyri og var í hópi þeirra fyrstu sem lærðu með það göf- uga hljóðfæri að fara eftir Suzuki-að- ferð. „Ég lærði á fiðlu í 10 ár hjá Lilju Hjaltadóttur. Við Þrúður Gunnars- dóttir vorum fyrstu krakkarnir á á landinu til að fara í Suzuki-nám á fiðlu. Þetta er orðið vinsælt núna, þjálfar hlustun og hefur hjálpað mér mikið í gítarleiknum. Maður bindur sig ekki eins við nóturnar,“ segir Matthías. Hann segist hafa alist upp við tón- list. „Mamma mín, Kristín Matthías- dóttir, var alltaf syngjandi og klass- íkin í botni alla daga. Mamma spilaði plötur og segulbandsupptökur áður en geisladiskarnir tóku við.Systir mömmu, Aðalheiður Matthíasdóttir, er fiðlukennari svo maður fékk þetta beint í æð.“ Blúsvakning um fermingu Um fermingu urðu tímamót í tón- listarsögu Matthíasar. Gítarinn tók völdin. „Ég náði að kría út Carlsbro- magnara í fermingargjöf sem keypt- ur var hjá Pálma í Tónabúðinni. Þá var ég búinn að kaupa fyrsta raf- magnsgítarinn, „Eðal-Morris“, sem auðvitað var líka keyptur af Pálma. Ég sé eftir þeim gítar. Björn, bróðir mömmu, smitaði mig af gítaráhuga- num. Hann var forfallinn blúsunn- andi og skildi ekkert af hverju ég var alltaf að spila á þessa fiðlu! Björn kenndi mér blúsganginn, undirstöðu- atriðin í hljómafræði blússins.“ Matthías fór að hlusta á blús og má segja að hann hafi rakið sig í réttri tímaröð eftir helstu hetjum blúsins. Fyrst heillaðist hann af John Lee Hooker og fleiri frumherjum. Þegar platan Still Got the Blues kom út tók Matthías stökkið inn í nútímann og fór að hlusta á Gary Moore, Steve Ray Vaughan og Eric Clapton. Fótboltinn fór líka Matthías smitaðist svo alvarlega af blúsveirunni að hann lokaði fiðlu- töskunni og slakaði á boganum sex- tán ára gamall. „Það hefði ég ekki átt að gera. Þetta er stórhættulegur tími,“ segir Matthías með trega. Það var ekki bara fiðlan sem tapaði fyrir blúsnum. Matthías hætti líka í fótboltanum, kominn í unglinga- landsliðið. „Ég hætti öllum pakkan- um. Meðan ég var í boltanum og kom suður á fótboltaæfingar tók ég alltaf fiðluna með. Það var hlegið að því. Ég byrjaði í unglingalandsliðinu 15 ára. Var þar samtímis þeim Sigurvin Ólafssyni, Bjarnólfi Lárussyni, Arnari Péturssyni sem fór í hand- boltann og fleirum. Maður gleymir þessum strákum aldrei. Nú horfir maður bara á boltann í sjónvarpinu.“ Eftir grunnskólann fór Matthías í Verkmenntaskólann á Akureyri á uppeldisbraut, en lauk ekki því námi. Hann var í nokkrum hljómsveitum fyrir norðan, sú fyrsta var í gagn- fræðaskóla. „Við vorum bara pollar, 14 ára, og allir í blúsnum. Við vorum býsna góðir. Hljómborðsleikarinn var Heimir Freyr Hlöðversson, sem nú er úti í kvikmyndanámi. Hann er fantagóður hljómborðsleikari. Minn- isstæðust er líklega rokksveitin Frantic þar sem Finnur Jóhannsson handboltakappi var söngvari.“ Á þessum árum segist Matthías hafa gripið í fiðluna öðru hverju en ekki af neinni alvöru. Tíminn fór í að hlusta á plötur og æfa sig á gítarinn. „Ég kynntist þremur körlum sem áttu, og eiga, mikil og góð plötusöfn. Þetta voru þeir Arne Júlíus Henrik- sen, fyrsti trommarinn í Baraflokkn- um, Björn Jónsson og Heimir Ingva- son. Þeir eru allir miklir blúsarar og mötuðu mann á tónlist.“ Suður í tónlistarskóla Matthías flutti suður þegar hann var 19 ára, fór í skóla FÍH og ætlaði að læra eitthvað á gítar. Hann var þar tæpa tvo vetur og hafði þrjá kennara, en mætti stopult. „Námið átti ekki við mig. Ég ætlaði ekki að læra „svona“ á gítar,“ segir Matthías. Gunnar Eiríksson, mikill blúsmaður, hringdi og fékk Matthías í hljóm- sveitina Blues Express. Þeir spiluðu m.a. á Blúsbarnum, Dubliners og fleiri stöðum við góðar undirtektir dyggra blúsunnenda og fleiri. Matthías var ekki sáttur við skrykkjótta framvindu námsins í FÍH. Haustið 1998 ákvað hann, þremur dögum fyrir inntökupróf, að sækja um í fiðlunám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. „Ég fór í inntöku- prófið, komst inn og hellti mér í fiðlu- námið. Það var mikil heppni að fá Mark Reedman fyrir kennara. Við náðum rosalega vel saman. Hann er ótrúlega góður kennari og frábær fiðluleikari. Manni þykir merkilegast að það skuli ekki bera meira á honum í tónlistarlífinu.“ Matthías hafði lokið 7. stigi fyrir norðan, en ekki snert fiðluna svo neinu næmi í 6–7 ár. Hann byrjaði því á að rifja upp 7. stigið og lauk 8. stigi árið 2000. „Það var alltaf stefnan að fara í einleikarann, en ég lét ekki verða af því. Ég á pottþétt eftir að fara utan í fiðlunám á fiðluna. Það er planið hjá okkur hjónum að fara vet- urinn 2004 í nám. Þá verður maður tilbúinn.“ Konan líka í tónlist Eiginkona Matthíasar er Ágústa Björk Haarde. „Við hittumst fyrst 11–12 ára gömul. Þá spilaði hún á selló á Suzuki-móti og við vorum saman í strengjasveit. Ég man meira að segja í hvaða fötum hún var. Ágústa er búin að vera ótrúlega mik- ið í tónlist. Ágústa var á 5. stigi þegar hún hætti að læra á selló. Síðan lærði hún á píanó og hætti á 4. stigi. Síðan fór hún í söngnám í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og þar kynntumst við. Hún er nú í hléi frá í söngnáminu. Við giftum okkur um síðustu jól.“ Matthías segist hafa haft nóg að gera frá því hann lauk 8. stiginu. Hann hefur verið að spila í ýmsum hljómsveitum, sýningum, leikhúsi og undir borðum með Óskari Einarssyni píanóleikara. Þeir spila einnig saman í Clapton-sýningunni og sýningu Borgarleikhússins. „Það er ótrúlega hvetjandi að spila með Clapton-geng- inu og ekki síður í leikhúsinu. Það er skemmtilegur vinnustaður, léttur og skemmtilegur andi þar. Við spilum fjórir í „Boðorðunum níu“, Óskar, Jó- hann Ásmundsson á kontrabassa og Stefán Magnússon á gítar. Ég spila á fiðlu. Við fáum líka að sprikla svolítið á sviðinu. Svo er ég á fullu með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Fer alltaf norður, æfi og spila með henni. Það er verið að leggja á ráðin um Grænlandsferð í september.“ Ákvarðanir á síðustu stundu Matthías er búinn að koma sér upp tölvuhljóðveri og er aðeins farinn að þreifa fyrir sér í að semja og útsetja. En stendur til að draga fram fótboltaskóna aftur, líkt og fiðluna? „Það er alltaf verið að bjóða mér í innanhússbolta og ég hef verið á leið- inni í tvö ár. Maður fer í líkamsrækt- ina og reynir að hreyfa sig aðeins. Annars sit ég mikið heima, hlusta á tónlist og horfi á tónlistarmyndbönd sem ég kaupi úti eða panta að utan. Ég er að kenna á gítar og fiðlu í Tón- skóla Eddu Borg og hef aðeins feng- ist við einkakennslu á gítar. Segi mönnum til sem langar að prufa blús- inn. Það eru ótrúlega margir Cream- og Clapton-karlar sem eiga gítar heima og blúsa yfir bjórnum.“ Hvað varðar framtíðaráformin segir Matthías að erfitt sé að segja nákvæmlega til um þau, en tónlistin verði þar í fyrirrúmi ásamt fjölskyld- unni. Blúsgítar og klassísk fiðla Matthías Stefánsson hljóðfæraleikari, stundum kallaður „Matti fiðla“, er öllu þekktari fyrir gítarplokk en fiðlustrokur. Guðni Einarsson ræddi við Matthías um blúsinn, klassíkina og knattspyrnuna sem lögð var á hilluna. gudni@mbl.is Matthías Stefánsson. Morgunblaðið/Golli SKÚTUVOGI 11 Opnum kl. 12 í dag Afgreiðslutími: Mán.–fös. 12–18 • Lau. 10–17 • Sun. 12–17 Verðdæmi: 1.000 kr. slár með buxum og pilsum Jakkar frá 2.000 kr. Kjólar frá 1.500 kr. Peysur frá 800 kr. Skór frá 1.500 kr. Bolir frá 300 kr. Barnaföt frá 500 kr. Sokkabuxur frá 200 kr. Sokkar frá 50 kr. LAGERSALA Barna-, dömu- og herrafatnaður af heildsölulager okkar Opið 1. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.