Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UNGAR og ómenntaðareinstæðar mæður ogfólk sem hefur einung-is grunnbætur frá hinu opinbera til að draga fram lífið á eru þeir hópar sem eru hvað verst fjárhagslega settir í sam- félaginu auk einstæðra foreldra með veik börn. Þetta kom fram á málþingi sem Samtök gegn fá- tækt héldu með tilstuðlan Laug- arnes- og Hallgrímskirkna á laugardag og sem um 50 manns sóttu. Sr. Bjarni Karlsson, sóknar- prestur í Laugarneskirkju, segir markmiðið með málþinginu hafa verið að kortleggja og greina þær helstu fátæktargildrur sem blasa við í samfélaginu með það að markmiði að gera þær óvirkar. „Ég held að það megi fullyrða að þegar á heildina er litið sé ekki dýrt og, þegar allt kemur til alls, þjóðhagslega hagkvæmt að sökkva fólki ekki þarna niður,“ segir Bjarni í samtali við Morg- unblaðið. Til dæmis verði að koma til móts við ómenntaðar einstæðar mæður til að hjálpa þeim að læra og komast áfram í lífinu. Kirkjan standi við hlið þeirra sem fara halloka „Það sem blasir við okkur prestunum er að þessi eymd fer vaxandi og hún er sárari en áður. Fleira fólk leitar til presta og er í dýpri fjárhagslegri neyð. Þetta fólk á það sameiginlegt að þurfa að lifa á grunnbótum og það er sama sagan hjá öllum, þegar fólk er búið að borga húsaleigu þá er svo lítið eftir. Þeir sem eru verst settir eru þeir sem fá ekki nið- urgreitt leiguhúsnæði og þurfa þar af leiðandi að leigja sér her- bergiskytru á 30 þúsund krónur. Þar sem það getur ekki talist leiguhúsnæði fær fólkið ekki húsaleigustyrk og er þar af leið- andi enn verr sett og greiðir í raun hærri leigu,“ segir Bjarni. Hann segist finna það á við- brögðum fólks að því þyki vænt um að tekið sé á fátæktinni og það sé gert af ábyrgð. Hann segir á hreinu að það sé hlutverk ís- lenskrar kirkju að standa við hlið þeirra sem fara halloka í þjóð- félaginu. „Það er pólitískt hlut- verk kirkjunnar að vinna að jöfn- uði, það er minn skilningur,“ segir Bjarni. „Skilaboðin sem við erum að senda eru að kirkjan standi við hlið fátækra. Þarna er- um við að skilja eftir fólk í að- stæðum sem eru ómannúðlegar og ekki sæmandi fyrir ríkt kristið samfélag.“ Sjö framsöguerindi voru haldin á málþinginu. Laila Margrét Arn- grímsdóttir hjá Félagi heyrnar- lausa talaði fyrir hönd Öryrkja- bandalags Íslands, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, fyrir hönd Félags eldri borgara, Björg Haraldsdóttir verkefna- stjóri fyrir hönd Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða og Margrét Berndsen fyrir hönd Félags ein- stæðra foreldra. Einnig komu fulltrúar frá þeim flokkum sem bjóða fram til sveitarstjórna í borginni, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir fyrir Sjálfstæðisflokk, Björk Vilhelmsdóttir fyrir R-lista og Margrét Sverrisdóttir fyrir F- lista. Staða einstæðra foreldra oft bágborin Margrét Berndsen, formaður Félags einstæðra foreldra, segir stöðu sumra einstæðra foreldra fremur bágborna á Íslandi. Hún vitnaði í ræðu sinni í skýrslu fé- lagsmálaráðherra frá árunum 1999–2000 sem sýnir að 59% ein- stæðra foreldra voru skattlaus árið 1997 og að meðalráðstöfunar- tekjur einstaklinga með börn hafi verið helmingi lægri en ráðstöf- unartekjur hjóna og sambýlis- fólks. Margrét sagði að margir ættu erfitt með að ná endum saman vegna hárrar húsaleigu og að biðlisti hjá Félagsþjónustunni eftir félagslegu húsnæði væri allt- of langur, eða 2–3 ár. Þær konur sem leiti til félags- ins hafi það lág laun eða fram- færslustyrk að þær geti ekki framfleytt sér og sínum börnum. „Sumar þeirra koma til okkar grátandi því að sambýlismaður eða foreldrar hafa hent þeim út, eins og þar stendur, eru jafnvel í fæðingarorlofi eða atvinnulausar og hafa í engin hús að venda. [ …] Þessar stúlkur vilja og reyna að standa á eigin fótum en hafa bara svo ósköp lítið að byggja á nema sinn eigin dugnað og hann dugar bara oft ekki. Þær eru ekki með menntun, vinna láglauna- störf ýmiskonar og eiga ekki möguleika nem að þær fái íbúð á leigu á lágu verði hjá Félagsþjón- ustunni og þá má ekki gleyma biðtímanum,“ sagði Margrét. Hún sagði nauðsynlegt að lágu launin hækkuðu, þau yrðu að vera í samræmi við það sem það kost- aði að framfleyta sér og sínum börnum. Geta borgað húsaleigu, keypt í matinn, keypt föt og ann- að sem telst eðlilegt til að geta lifað mannsæmandi lífi. Barna- bætur byrji að skerðast við 677 þúsund króna árstekjur hjá ein- staklingum og við tæpar 1.300 þúsund hjá hjónum. „Hvers vegna eiga þeir sem sjá tveir um heimili að fá hærri barnabætur en sá sem er einn fyri spurði Margrét. Hún tók dæmi um unga konu með eitt ba vinnur fulla vinnu og fær þúsund krónur á mánu tekjur, meðlag og bar eru tekin með í reikninin hún er búin að greiða d húsaleigu og kostnað veg hún 52 þúsund krónur fy fatnaði, lækniskostnaði, öðrum kostnaði. Björg Haraldsdóttir, v stjóri hjá Vin, athvarfi fy fatlaða, segir að um 70 stæðinga athvarfsins karlmenn og leita um 3 hvarfsins á dag. Björg 30–40 einstaklingar leiti aldri til þeirra og allfles þeir fram lífið á bótum fr ingastofnun. Þeir hafi grunnlífeyri, mjög fáir ha og þá mjög lítið þar s veikist oft í upphafi starf og eigi lítið uppsafnað. Í samtali við Morg sagði Björg kaupmátt ör anna hafa rýrnað um 1 síðustu tíu árum, sem s peningur fyrir fólk sem nema milli 70 og 80 þúsu ur milli handanna á mán gagnrýnir einnig að alltaf að auka hlut sjúklinga kostnaði, hver króna skip máli fyrir skjólstæðinga ins. Aldrei hafa jafn ma leitað eftir matarað Í máli Vilborgar Odd félagsfræðings hjá Hjál kirkjunnar, kom fram að ir eftir mataraðstoð séu m það sem af er þessa starf fyrra. Á tímabilinu 1. ok 1. apríl síðastliðinn báru beiðnir um aðstoð en á sa veturinn áður 12.030. Vilb ir einnig að það sem af ílmánaðar hafi borist yfir sóknir sem sé meira en tíma áður séu jóla- og pá uðirnir undanskildir. Hú að sú regla sé yfirleitt vi hver geti fengið aðstoð sinnum á ári auk aðstoða in og að nú þegar séu búnir að fullnýta þann kv segir að á bak við eina geti verið margir einstak Vilborg segir að upphæ til ráðstöfunar sé fyrir landsaðstoð sé uppurin starfsmenn hjálparstarfs farnir að velta því fyrir leita til sveitarfélaganna stoð. Hjálparstarfið nýt mildi fjölda fyrirtækja Vilborg að alltaf sé þörf lögum. Málþing um fátækt í Hallgrímskirkju Eymdin sárari en áður og fer vaxand Morgunblaðið/Jim Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og sr. Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hall kirkju, tóku þátt í að skipuleggja málþingið ásamt Samtökum gegn fátækt. Um 50 manns sóttu málþ SIGUR HEIMAVINNANDI HÚSMÆÐRA Hæstiréttur staðfesti fyrir helgiúrskurð Héraðsdóms Reykja-ness og dæmdi konu rétt til hlutdeildar í lífeyrisréttindum fyrrver- andi eiginmanns hennar. Maðurinn og konan bjuggu saman í átján ár, þar af fimmtán í hjúskap. Kon- an sinnti heimilisstörfum og uppeldi tveggja barna þeirra hjóna á meðan á sambandi þeirra stóð, en maðurinn var útivinnandi. Með þessu fyrirkomulagi, sem hjónin voru sammála um að væri fjölskyldunni fyrir bestu, gat eiginmað- urinn sinnt starfi sínu óhindrað og kom- ið sér vel fyrir á vinnumarkaði. Þegar hjónin slitu samvistir kom í ljós að staða þeirra og möguleikar til að afla sér tekna til framfærslu voru mjög ójafnir. Hann var í öruggu starfi, með starfsreynslu, umtalsverð lífeyrisrétt- indi og menntun sem hann hafði aflað á sambúðartímanum. Hún hafði hins veg- ar takmarkaða atvinnumöguleika vegna aldurs, lítillar menntunar og skorts á starfsreynslu. Að auki átti hún nánast engin lífeyrisréttindi. Staða þeirrar konu sem hér um ræðir er dæmi um stöðu tugþúsunda kvenna hérlendis sem helgað hafa líf sitt barna- uppeldi og heimilisstörfum í gegnum árin. Þau störf eru bæði göfug og nauð- synleg, en hingað til hafa þau ekki verið metin til verðleika í samfélagi okkar. Hagrænt gildi þeirra hefur að minnsta kosti ekki verið viðurkennt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tilraun til að stíga skref í þá átt gerði þingmaðurinn Guð- mundur Hallvarðsson og fleiri, með því að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, en frum- varpið hefur hann lagt fram að minnsta kosti átta sinnum á undanförnum árum. Breytingartillaga Guðmundar miðaði að því að lífeyrisréttindi hjóna sem áunnin væru meðan á hjónabandi stæði, skyldu ekki falla utan skipta við skiln- að. Þrátt fyrir þessar ítrekuðu tilraunir hefur frumvarpið ekki fengist sam- þykkt á Alþingi. Um þessi mál sköpuðust nokkrar um- ræður árið 1997 og af því tilefni skrifaði Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðið: „…konur sem komnar eru á miðjan aldur eiga oft í erfiðleikum með að fá vinnu eða þá að fá betur laun- aða vinnu en áður og eru af þeim sökum í eins konar sjálfheldu með það að geta skapað sér betri eftirlaun. [...] Vænt- anlega munu fáir verða til að mótmæla því að hér er um hróplegt ranglæti að ræða þar sem sameiginlegt framlag hjóna í ár og jafnvel áratugi kemur að- eins öðru þeirra til góða.“ Með dómi Hæstaréttar hefur verið stigið skref í átt til að eyða þessu órétt- læti. Segja má að vinnuframlag heima- vinnandi kvenna hafi í fyrsta sinn verið viðurkennt og í raun, metið til fjár. Mið- að við undangenginn Hæstaréttardóm hefur verið stigið stórt skref í átt til jafnréttis kynjanna á vinnumarkaði og ber dómurinn vott um ný og löngu tíma- bær viðhorf. Með honum hefur réttur beggja kynja til að sinna heimilisstörf- um og barnauppeldi verið viðurkennd- ur, störf sem allir vita að eru grundvöll- ur að farsælu og heilbrigðu samfélagi. Til þessa hafa það nánast eingöngu ver- ið konur, sem hafa helgað sig heimili og börnum um lengri eða skemmri tíma, en gera má ráð fyrir að í framtíðinni muni það í vaxandi mæli eiga við um karla einnig. Það er vonandi að réttur heima- vinnandi verði ekki lengur fótum troð- inn, en ennþá er hægt að gera mun bet- ur í þeim efnum. Dómur Hæstaréttar nú er áfangasigur fyrir heimavinnandi húsmæður landsins á þeirri braut. ARAFAT FÆR FERÐAFRELSI Þótt enn sé ótryggt ástand fyrir botniMiðjarðarhafs hafa nú verið stigin tvö skref í rétta átt. Tekist hefur sam- komulag um að Yasser Arafat verði frjáls ferða sinna eftir að hafa verið í herkví svo mánuðum skiptir. Það hefur þurft að beita Ísraela miklum þrýstingi til að fall- ast á að binda enda á umsátrið um Arafat í Ramallah, en af fréttum er ljóst að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafði um tíma fullan hug á að hrekja Arafat í útlegð. Hitt skrefið er ekki síður mikilvægt. Ákveðið hefur verið að alþjóðlegir eftir- litsmenn eigi þátt í að gæta sex herskárra Palestínumanna, sem eru eftirlýstir í Ísr- ael fyrir að hafa myrt ferðamálaráðherra landsins í fyrra. Samkvæmt samkomu- laginu munu óbreyttir bandarískir borg- arar og breskir varðmenn gæta þeirra og verða þeir fyrstu alþjóðlegu eftirlits- mennirnir til að verða sendir á vettvang vegna deilunnar. Því hefur löngum verið haldið fram að eigi að takast að knýja fram vopnahlé milli Ísraela og Palestínu- manna verði að senda alþjóðlegt lið frið- argæslumanna. Samkomulagið um að senda bandaríska og breska eftirlits- menn til að gæta Palestínumannanna, sem grunaðir eru um morðið á ráðherr- anum, gæti orðið fyrsta skrefið í þá átt. Það var orðið löngu tímabært að eitt- hvað þokaðist í deilu Ísraela og Palest- ínumanna. Þó ber að varast að gera of mikið úr þessum áfanga. Deiluaðilar eru ekki einu sinni sestir að samningaborð- inu til að ræða vopnahlé, hvað þá að bundinn hafi verið endi á blóðsúthelling- arnar. Umsátrið um fæðingarkirkju Krists í Betlehem stendur enn. Níu Pal- estínumenn eru sagðir hafa fallið í að- gerðum, sem Ísraelsher greip til í Hebr- on í gær til að svara fyrir árás á landnemabyggð Ísraela í Adora á laug- ardag, þar sem fjórir Ísraelar féllu. Ariel Sharon hefur enn ekki hleypt eftirlits- mönnum frá Sameinuðu þjóðunum inn í Jenín til að kanna hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um að Ísraelsher hafi framið þar stríðsglæpi og hefur jafnvel verið leitt að því getum að Ísraelsstjórn hygg- ist nota samkomulagið um að veita Arafat ferðafrelsi til að standa í vegi fyrir rann- sókninni. Bandaríkjastjórn hefur undanfarna mánuði dregið taum Ísraela í deilunni við Palestínumenn. Bush hefur horft í hina áttina á meðan Ísraelsher hefur farið um hernámssvæðin og skilið eftir sig sviðna jörð. Í þeim borgum, sem herinn lagði undir sig, hafa lögreglustöðvar og stjórn- arskrifstofur heimastjórnarinnar verið lagðar í rúst. Fréttir hafa borist af því að hermenn hafi eyðilagt tæki á sjúkrahús- um og í menntamálaráðuneytinu hafi ver- ið eyðilagðar skrár yfir einkunnir, sem náðu til 50 ára. Í arabaheiminum er litið svo á sem þetta hafi gerst í skjóli Banda- ríkjanna. Þegar Abdullah krónprins frá Saudi-Arabíu ræddi við Bush í Banda- ríkjunum um helgina sagði hann umbúða- laust að „djúpur klofningur“ myndi myndast milli Bandaríkjanna og músl- íma- og arabaheimsins ef Bandaríkja- menn gripu ekki til aðgerða. Samkomu- lagið um að veita Arafat ferðafrelsi er fyrsta skref Bush í þá átt að skapa sér trúverðugleika fyrir botni Miðjarðar- hafs. Fyrir höndum er mun erfiðara verkefni, en það verður ekki umflúið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.