Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Skipulagssjóðs hefur samþykkt að taka næsthæsta tilboði í eignir borgarinnar á Ölgerð- arreitnum svokallaða, en reiturinn afmarkast af Klapparstíg, Frakkastíg, Njálsgötu og Grettisgötu. Tilboði BTS bygginga ehf. var tekið og hljóðar það upp á 30 milljónir króna. Ráðgert er að rífa hús Öl- gerðarinnar á Njálsgötu 21 auk nokkurra bakhúsa. Önnur hús í reitnum verða endurgerð, en á reitnum eru nú fjögur hús auk við- bygginga. Heildarflatarmál lóðanna er 1.100 fermetrar og heildarflatarmál húsa er í dag 1.755 fermetrar. Í tillögunum er gert ráð fyrir að hús sem komi í stað gamla Ölgerðarhússins verði jafnhátt því sem þar er í dag, verði 3 hæðir með risi. Íbúðirnar verða 20 talsins samkvæmt tillög- unni, allt frá minni tveggja herbergja íbúðum til stærri fjögra herberga risíbúða. Þorsteinn I. Garðarsson, framkvæmdastjóri Skipu- lagssjóðs, segir að hug- myndir BTS bygginga að framtíðaruppbyggingu á svæðinu falli vel að byggð- inni í nágrenninu og þess vegna hafi því tilboði verið tekið. Hugmyndir hæst- bjóðanda í reitinn þóttu ekki falla að fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu svæð- isins, samkvæmt umsögn Skipulags- og bygg- ingasviðs Reykjavík- urborgar. Verndun byggðamynsturs „Skipulag gerir ráð fyrir að á þessum reit sé í gildi svokölluð byggðamynst- ursverndun,“ segir Jóhann- es S. Kjarval, verkefn- isstjóri deiliskipulags í miðborginni. „Hún gerir ráð fyrir að ákveðin ein- kenni byggðarinnar verði vernduð, þ.e. að haldið verði í þessi sundurleitu og stakstæðu hús í öllu sem byggt er nýtt á reitnum.“ Jóhannes segir að hús Öl- gerðarinnar hafi verið skoðuð ítarlega og að Ár- bæjarsafnið hafi m.a. kynnt sér vélar og annað frá tíð Ölgerðarinnar. „Menjar á staðnum eru áhugaverðar í sjálfu sér út frá iðn- aðarsögulegu tilliti, en ekki stendur til að varðveita þær sérstaklega. Þegar hefur Ölgerðin sjálf tekið hluta þeirra í sína vörslu svo og Carlsberg í Kaup- mannahöfn.“ Lítil starfsemi hefur ver- ið í húsunum á Ölgerð- arreitnum frá því Ölgerðin flutti höfuðstöðvar sínar upp á Höfða, en á Njálsgötu 21 var þó fram á síðasta haust notast við bruggt- anka í kjallara hússins. Öðrum faldar fram- kvæmdir á lóðinni Reykjavíkurborg keypti fyrir nokkrum árum húsin á lóðinni af Ölgerð Egils Skallagrímssonar er hún flutti starfsemi sína upp á Höfða. „Tilgangurinn með kaupunum var tvenns- konar,“ segir Þorsteinn, „annars vegar að greiða fyrir því að Ölgerðin kæm- ist á nýjan stað sem hentaði betur hennar starfsemi og talið var að borgin væri sá aðili sem gæti breytt land- notkun á reitnum svo hún félli betur að hugmyndum um framtíðarnýtingu á svæðinu.“ Skipulagssjóði var síðan falið það hlutverk að aug- lýsa eftir tilboðum í reitinn. „Tilgangur Skipulagssjóðs er fyrst og fremst að koma að fasteignakaupum þar sem liðka þarf til fyrir skipulagi, hvort sem um kaup á nýjum jörðum eða á einstaka húseignum er að ræða. Oftast eru húsin keypt til niðurrifs þegar búið er að ákveða framtíð- arnýtingu. Útboðið í Öl- gerðarreitinn er því und- antekning, þ.e. að borgin selji öðrum aðilum eign- irnar, sem hún telur þá bet- ur til þess fallna að sjá um framkvæmd verksins.“ Endurnýj- un í Ölgerð- arreitnum Morgunblaðið/Golli Verksmiðjuhúsið verður rifið og 20 íbúða hús reist á lóðinni. Miðborg FJÓRIR leikskólar í Hafn- arfirði; Álfaberg, Hlíðarberg, Hlíðarendi og Smáralundur hafa gefið út skólanámskrár, en unnið er að gerð slíkra námskráa við alla leikskóla bæjarins. Námskrá skólanna var kynnt á dögunum. Árið 1999 gaf menntamála- ráðuneytið út aðalnámskrá leikskóla og síðan þá hafa leikskólar landsins verið að vinna eigin skólanámskrár enda kemur fram í aðalnám- skránni að á grunni hennar beri sérhverjum leikskóla að semja skólanámskrá þar sem gerð er uppeldis- og náms- áætlun til lengri tíma. Mark- miðið með því er að sérhver leikskóli nýti sérstöðu sína hvar sem hann er í sveit sett- ur. Mismunandi leiðir hafa verið farnar í þessari vinnu í leikskólum landsins en í Hafnarfirði var ákveðið að reyna á frumkvæði hvers leikskóla sem ynni sína skólanámskrá með faglegri ráðgjöf og leiðbeiningu frá leikskóladeild Skólaskrifstof- unnar. Þetta kemur fram í frétt frá Hafnarfjarðarbæ. „Þannig yrði námskráin lif- andi og nytsamlegt plagg sem myndi nýtast leikskóla- starfinu,“ segir þar ennfrek- ar. Bryndís Garðarsdóttir, leikskólaráðgjafi, hefur séð um kennslu og ráðgjöf við námskrárgerðina fyrir leik- skóladeildina. Bryndís hélt námskeið við upphaf vinn- unnar fyrir fagfólk þar sem m.a. var farið yfir hugmynda- fræði námskrárgerðar. Einn- ig tilgreindi hún helstu þætti slíkrar námskrár og setti fram hugmyndir um hvernig hægt væri að vinna nám- skrána í leikskólunum sjálf- um. Síðastliðin þrjú ár hafa bæjaryfirvöld veitt fjármagni til námskrárgerðarinnar og í ár eru 500 þúsund á fjárhags- áætlun fyrir alla leikskólana til þessa verkefnis. Nám- skrár leikskóla kynntar Hafnarfjörður NÝ slökkvistöð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að Skútahrauni í Hafnarfirði var opnuð á laugardag. Við sama tækifæri var nýr og glæsilegur tækjabíll Slökkviliðsins kynntur til sögunnar. Stöðin er alls um 1.640 fermetrar að stærð og nemur heildarkostnaður við verkið um 312 millj- ónum króna. Veglegt úti- vistarsvæði til æfinga er við stöðina en þar er einnig búnaðarmiðstöð almanna- varna. Þá verður aðstaða á lóðinni fyrir hundabjörg- unarsveit Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Þetta er í þriðja sinn sem slökkvistöð er tekin í notk- un í Hafnarfirði en fyrst var búnaður slökkviliðs Hafnarfjarðar geymdur í kjallara barnaskólans við Suðurgötu. Var fyrsta slökkvistöðin að Vest- urgötu 6, þar sem nú er Sjóminjasafn Íslands, en síðan 1974 hefur slökkvi- stöðin verið við Flata- hraun. Á sunnudag var almenn- ingi boðið í heimsókn á nýju stöðina og af því til- efni var gömlum slökkvi- liðsbílum ekið um nágrenn- ið til að hvetja almenning til að skoða sig þar um. Var aðsóknin eftir því góð eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. Á minni myndinni má sjá Magnús Gunn- arsson, bæj- arstjóra Hafn- arfjarðar, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra og Jóhann Sig- urjónsson, bæj- arstjóra í Mos- fellsbæ munda skærin til að klippa á vígslu- borðann á laug- ardag. Fjölmenni við opn- un slökkvistöðvar Hafnarfjörður FYRSTA skóflustungan að 50 metra yfirbyggðri keppn- islaug og líkamræktarstöð í Laugardal var tekin í síðustu viku. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tók skóflustung- una. Byggingin verður 5.580 fermetrar að stærð og hljóð- ar kostnaðaráætlun upp á rúman milljarð króna fyrir fullfrágengið hús með laus- um innréttingum og búnaði. Gert er ráð fyrir færanlegri brú yfir laugina og lyft- anlegum botni að hluta. Í ársbyrjun 2003 er stefnt að því að ljúka ytri frágangi svo unnt verði að taka húsið í notkun með öllu árið 2004. Rekstur líkamsrækt- arstöðvarinnar verður í höndum World Class. Morgunblaðið/Jim Smart Skóflu- stunga að sundlaug og líkams- ræktarstöð Laugardalur Borðstofuhúsgögn Stakir sófar Persnesk teppi og mottur Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Victoria Antik, Síðumúla 34, sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18 lau. kl. 12-16 Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.