Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Einar Hjalte-sted fæddist á Öxnalæk í Ölfusi 27. ágúst 1925. Hann lést á hjarta- og lungna- deild Landspítalans við Hringbraut 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Péturs- son Hjaltested, f. í Reykjavík 22. febrúar 1892, d. 8. júní 1956, og Sigríður Guðný Jónsdóttir Hjaltested, f. í Reykjavík 6. jan- úar 1896, d. 12. febr- úar 1980. Þau ráku lengst af bú- skap á Vatnsenda við Elliðavatn. Systkini Jóns eru Sigurður, f. 11. júní 1916, d. 13. nóv. 1966; Pétur, f. 11. apríl 1918, d. 27. sept. 1996; Katrín, f. 21. maí 1920; Sigurveig, f. 10. júní 1923; Anna, f. 23. maí 1932; og Ingveldur, f. 22. maí 1934. Hinn 28. nóvember 1947 kvæntist Jón Fríðu Sigurveigu Kjærnested, f. í Hafnarfirði 25. nóvember 1926, dóttur hjónanna Halldórs Elías- sonar Kjærnested matsveins, f. í Þverdal í Aðalvík 20. júlí 1897, og Margrétar Halldóru Guðmunds- dóttur, f. á Fjöllum í Kelduhverfi 28. desember 1897. Börn Jóns og Fríðu eru: 1) Stefán, f. 22. desem- ber 1948, kvæntur Önnu Ragn- heiði Möller, f. 18. ágúst 1952, eiga þau þrjár dætur og dótturdóttur; 2) Sigríður, f. 28. mars 1952, gift Elmari Geirssyni, f. 25. júlí 1948, þau eiga tvær dætur og dótturson; 3) Grétar Mar, f. 21. febrúar 1954, kvænt- ur Sigrúnu Gróu Kærnested, f. 30. mars 1954, eiga þau þrjú börn; 4) Margrét Halldóra, f. 4. nóv- ember 1955, gift Halldóri Ólafi Sig- urðssyni, f. 17. maí 1953, börn þeirra eru þrjú; 5) Lárus, f. 2. apríl 1959, sambýlis- kona Dóra Björk E. Scott, f. 23. mars. 1965, eiga þau fimm börn; 6) Davíð, f. 21. júlí 1968, sambýliskona Sigrún Ingvarsdóttir, f. 8. september 1971, eru börn þeirra tvö. Jón ólst upp á Vatnsenda við El- liðavatn. Hann lauk námi frá iðn- skólanum í Reykjavík 1946, síðan vélvirkjanámi í Vélsmiðjunni Héðni 1948, vélstjóraprófi frá Vél- skólanum í Reykjavík 1950 og raf- magnsdeild sama skóla 1951. Hann var vélstjóri á togurum til 1953, vann síðan allan sinn vinnu- feril sem vélstjóri og síðar sem yf- irverkstjóri hjá Áburðaverksmiðj- unni í Gufunesi. Hann sat í stjórn og trúnaðarráði Vélstjórafélags Íslands um árabil. Hann var vara- formaður í stjórn Sparisjóðs vél- stjóra frá 1964 til 2001. Hann var einnig virkur félagi í Oddfellow- reglunni frá 1956. Útför Jóns fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er erfitt að setjast niður til þess að skrifa minningargrein um tengdaföður okkar Jón Einar Hjalte- sted sem lést 22. apríl sl. Heilsan hafði að vísu versnað hratt síðustu mánuði en samt trúðum við að hann mundi ná sér aftur eftir að hann veiktist alvarlega rúmri viku áður en hann lést. En þó að baráttujaxl væri var við ofurefli að etja. Margar minningar hafa sótt á hug- ann síðustu daga. Allt frá því að við fórum að venja komur okkar í Rauða- gerðið og urðum tengdadætur þeirra Jóns og Fríðu með nokkurra ára millibili, sú fyrri fyrir um 30 árum. Barnabörnin bættust í hópinn og fjölskyldan stækkaði ört með tilkomu fleiri tengdabarna og enn fjölgaði barnabörnunum. Kátastur var Jón með allan sinn hóp í kringum sig, hvort heldur var í Rauðagerði eða á Vatnsenda og nú síðustu árin í Furugerði. Þau hjón Jón og Fríða, sem höfðu verið gift í tæplega 55 ár, voru afar samhent og hlúðu vel að sínum. Missir fjölskyld- unnar er mikill en mestur er þó miss- ir Fríðu. Saman stóðu þau fyrir mörgum ánægjulegum samveru- stundum fyrir alla fjölskylduna. Nú hvílir sorg og söknuður yfir hópnum. Við kveðjum kæran tengdaföður með þessum línum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna og Sigrún. Fyrir rúmum 30 árum var mér tek- ið opnum örmum á heimili þeirra hjóna Jóns og Fríðu. Þá skynjaði ég strax þvílíkur öðlingur Jón var. Hjartahlýrri manni hef ég varla kynnst og örlæti hans var óendan- legt. Ráðagóður var þessi menntaði vél- stjóri með afbrigðum og fyrstu hjú- skaparárin lyfti ég helst ekki hamri án þess að leita ráða hjá Jóni fyrst. Jón mátti ekkert aumt sjá og sem stjórnarmaður Sparisjóðs Vélstjóra sat hann ófá kvöldin eða um helgar og reyndi að greiða úr vandamálum við- skiptavina bankans. Hrókur alls fagnaðar og söngmað- ur góður var hann. Frægar voru ítölsku aríurnar sem hann söng á eig- in ítölsku, af mikilli innlifun, á björt- um sumarnóttum, hvort heldur við Vatnsendavatn, á Laugarvatni eða við Skálmafjörð fyrir vestan. Afi Jón var mikill fjölskyldumaður og nutu börnin, tengdabörnin og barnabörnin ástúðar Jóns og Fríðu í ríkum mæli. Nú þegar þessi ljúfi maður er allur og minningar streyma fram, sést enn betur hversu stór hluti af lífi fjöl- skyldunnar Jón var. Hans er sárt saknað. Hvíl í friði, kæri tengdafaðir. Elmar Geirsson. Dauðinn er svo sannarlega óum- flýjanlegur, en samt er eins og maður sé aldrei tilbúinn að kveðja ástvini sína þegar stundin rennur upp. Það er svo margt ógert og margt ósagt. Það var því mikill söknuður sem fylgdi því að kveðja hann tengdaföður minn, á dánarbeði hans, jafn ljúfan og hjartahlýjan mann sem hann hafði að geyma. Hann var ávallt glaðvær og glettin, hrókur alls fagnaðar, mikill söngmað- ur og tónlistarunnandi. Þó áttu óp- erur og aríur, sungnar af góðum ten- órum og sópransöngkonum, helst huga hans. Hann tók mjög oft lagið á góðum stundum, söng þá gjarnan ein- söng fyrir hópinn, svo fallega og þýtt og líka hátt og sterkt, þegar við átti, að manni fannst hann ætti heima með bestu tenórum heims. Maður heyrði á honum að draumur hans sem ungs manns var að læra söng, en aðstæður leyfðu ekki. Hann fékk draum sinn að litlu leyti uppfylltan á eftirminnilegri stundu í maí 1983, þegar Jón, þá orð- inn 58 ára gamall, söng einsöng með karlakór Áburðarverksmiðjunnar, undir stjórn Lárusar Sveinssonar, í Félagsgarði í Kjós. Hann var stoltur af þessum heiðri, en þó ekki alveg fullkomnlega ánægður með sjálfan sig, taldi sig þurfa meiri þjálfun til að ná að fullkomna verkið. Við vorum ekki síður stolt áhorfendurnir og gleymum ekki þessari skemmtilegu stund. Hinn síðari ár fengu þau hjón mik- inn áhuga á gróðurrækt við sumarhús sitt við Elliðavatn, loks þegar þau gátu girt svæðið tryggilega fyrir ágangi búfjár. Þar hafa þau dvalið í um 50 ár, öllum þeim stundum sem mögulegt var yfir sumartímann. Byggðu þau sér mikinn sælureit, þar sem öll stórfjölskylda þeirra safnaðist oft saman. Þótt húsið væri lítið var alltaf pláss fyrir alla. Þetta er staður sem öll börn þeirra, tengdabörn og barnabörn eiga margar og ljúfar minningar um, við leiki, veiðar og ekki síður að borða og skemmta sér saman. Þau voru svo einstaklega gestrisin hjónin og góð heim að sækja, bæði í sumarhúsið og á heimili þeirra í Rauðagerði og síðar í Furu- gerði og ótrúlegt hvernig Fríða hefur alltaf getað töfrað fram kræsingar, jafnvel þegar þeirra var síst von. Það eru orðin nokkuð mörg ár síð- an við vissum að Jón gekk ekki alveg heill til skógar, þótt úrskurður um það hafi ekki legið fyrir fyrr en fyrir 2–3 árum. Ég minnist þess fyrir um ellefu árum þegar við hjónin og börn okkar, Davíð og Berglind, fórum með Fríðu og Jóni í sumarhús, vestur í Skálmarfirði í Austur-Barðastrand- arsýslu. Afinn lagði þá mikla áherslu á að kynna fjögurra ára snáðanum ævintýraheim fjarðarins, sem m.a. fólst í því að leggja net í sjó og vitja þeirra á morgunfjörunni milli kl. fimm og sex að morgni næsta dags. Þegar farið var til baka úr fyrstu vitj- un þurfti að ganga upp háan sjávar- kamb. Þegar við náðum brúninni með hvíldum var Jón helblár og taldi ég þetta hans síðustu stund. Hann bað mig segja ekki frá þessu og síst af öllu Fríðu, því hann vildi ekki hræða hana að óþörfu. Þrátt fyrir ýmsar rann- sóknir, sem flestar beindust að hjart- anu, sem reyndist alltaf í fínu lagi, kom seint í ljós að asbest mundi hafa sest í lungu hans frá fyrstu árum vinnu hans í Áburðarverksmiðjunni. Það var á þeim árum vinsælt bygg- ingarefni, áður en hættur þess fyrir heilsu fólks komu í ljós. Þetta reyndist Jóni oft erfitt og mikill farartálmi, ekki síst hin allra síðustu ár. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem ég og fjölskylda mín höfum feng- ið notið samveru Jóns, sem föður, tengdaföður og afa. Sannarlega hefð- um við óskað eftir að þær hefðu orðið fleiri. Blessuð sé minning hans. Halldór Ó. Sigurðsson. Elsku afi. Orð fá því vart skilað hversu sárt við munum sakna þín. Hvernig þú hafðir áhrif á alla sem voru í návist þinni með léttri lund og óhefluðu málfari. Vatnsendinn var þinn staður og mun alltaf vera. Við munum það vel hversu gott var að geta komið í bú- staðinn þinn við vatnið og koma að þér skælbrosandi af fögnuði við að fá okkur til þín, þar sem við gátum haft góðan dag með mat og drykk. Aldrei leiddist okkur að koma til þín og eyða þar deginum. Í sælli minningu, þín barnabörn, Jón Friðrik, Arnar Þór og Hildur Margrét. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, núna ert þú farinn frá okkur, farinn til himna. Við eigum eft- ir að sakna þín óskaplega mikið og það verður mjög skrýtið að koma í heimsókn í Furugerðið og á Vatns- enda og hitta þig ekki þar. Frá því á mánudag þegar þú kvaddir þennan heim höfum við verið að fara yfir allar þær minningar sem við eigum um þig, þær minningar munum við alltaf geyma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Takk fyrir allt elsku afi, Fríða, Anna Sif og Þóra Margrét. Meðal fyrstu minninga okkar af honum afa var þegar við lágum á hlýja og mjúka maganum hans þegar hann sat fyrir framan sjónvarpið. Í stað þess að standa upp þegar þátt- urinn var búinn hallaði hann stólnum aftur og leyfði okkur að klára lúrinn. Afi hafði ávallt nóg af hlýju og ást fyr- ir öll fjórtan barnabörnin sín og átti lag með að láta þeim líða eins og sér- JÓN EINAR HJALTESTED ( )         "BE"53.  '! $:$ $+&,*  #) #F ,    1  (+$%&!$%G% &+' ' $ , %$&:&+' *+ "$&:&G% &+' *+ ++!$%G% &+' ' $ # # *+ &:&+'&, %$G% &+' *+ ,$'$ * +     #+#-+*%#+#+#-+ " G "B6 /0 0$ $ F   !$      5      *   *  &)+" ( ' $ 6 +" ( *+                        !" !! !  #$#     %"  &    '$  !!        !"   ##$ #!!%#  %""#!!%# $ ## &' () !"  $ #(  #!!%# *!&' + ,#"!"   #!!%#      %  # ',,-'#. 6 /5 6 .  0&&%$;  $ $:$ $ 9.*4 &% -&: ,    %+  7   *# *    *    0 00    &)+  '& ' $ ( )  H . ,=3" (9 %%*+$ 9&$ $:$ $ ,9)+$1  ! ,   . /    $  ,9*+ +  %,9*+ + ( )           5 .. (9%%  -&: + &2# &$           5 *      7 .   8        %4'' 6 +++%$# -%$%: ' $ (+$%: ' $ , %$$%& *+ G %&$%: ' $ 3$ +$%: ' $ = %:& = %: *+  # -%$%: ' $ -+!$ *+ &:&+'&$%: *+ ,4= $%() ' $ #+#-+*%#+#+#-+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.