Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ S egja má að lýðræðis- sinnar í Frakklandi og annars staðar standi frammi fyrir sam- viskuspurningu eftir fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi. Hvað skal gera (ef nokkuð) þegar niðurstaða lýðræð- islegra kosninga er jafnógeðfelld og sú niðurstaða sem fékkst á sunnudag fyrir viku? Ber að líta á hana sem mistök sem leiðrétta þurfi með öllum tiltækum ráðum, þ.e. ýmsum þeim brögðum sem deila má um að séu í anda lýðræð- is? Nú er óhætt að segja að við- brögð við góðum árangri hægri- öfgamannsins Jean-Marie Le Pen – sem trygg- ir honum réttinn til að etja kappi við Jacques Chirac um forsetaemb- ættið í seinni umferðinni – hafi verið á einn veg. Allir helstu stjórnmálamenn Evrópuríkjanna hafa fordæmt skoðanir Le Pens og helstu dagblöð álfunnar hafa í leiðurum lýst áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar franskra kjósenda, að veita Le Pen brautargengi. Og vissulega valda skoðanir Le Pens því að menn fá óbragð í munninn. Hann er talsmaður kyn- þáttahaturs, fordóma og öfga og hann hefur viðhaft ummæli um gyðingaofsóknir nasista í síðari heimsstyrjöld sem franskir dóm- stólar töldu þess eðlis, að dæma þyrfti hann í fésektir. Eftir stendur hins vegar sú staðreynd að 16,9% þeirra sem greiddu atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna studdu Le Pen. Sökum þess hversu atkvæði dreifðust á marga frambjóðendur dugði það Le Pen í annað sætið, og hann var reynd- ar ekki langt frá því fyrsta – Chir- ac fékk ekki nema 19,8%. Mikið fylgi Le Pens er áhyggju- efni og einhvern veginn líka svo óskiljanlegt. Hneigist maður til að álíta að fólk sjái einfaldlega ekki hversu slæman málstað Le Pens hefur. Vafamál er samt hvort slík- ur einfeldningsháttur er nokkru skárri en hinn möguleikinn; þ.e. að menn hafi gefið Le Pen at- kvæði sitt að vel ígrunduðu máli. Það er jú jafnan sagt að hver þjóð fái þá leiðtoga sem hún eigi skilið. Kjarni málsins er þessi: hljóta lýðræðissinnar ekki að verða að sætta sig við niðurstöður kosn- inga, sem sannanlega reyndust frjálsar? Nú hljóðar hið pólitískt rétta svar lýðræðissinnans við þessari spurningu eitthvað á þá leið að jafnvel þó að hann sé ósammála skoðunum Le Pens og fylgis- manna hans, sé hann reiðubúinn til að láta lífið til að verja rétt þeirra til að hafa þær. Góðar kenningar reynast hins vegar stundum lítils virði þegar til kastanna kemur. Allavega er ekki að sjá af atburðum síðustu daga að menn ætli að teygja sig mjög langt til að verja skoðanafrelsi Le Pens – þvert á móti. En ég ætla svo sem ekki að fetta fingur út í það – kannski af því að innst inni finnst manni að sumar skoðanir eigi tæplega rétt á sér. Vona ég í öllu falli að menn hafi rétt fyrir sér þegar þeir segja næstum úti- lokað að Le Pen beri sigurorð af Chirac í seinni umferð forseta- kosninganna. En ég ætla samt að leyfa mér að lýsa efasemdum um þá ákvörð- un Chiracs forseta, að neita að mæta Le Pen í beinum sjónvarps- viðræðum. Hvaða rétt hefur Chir- ac til að virða þannig að vettugi þá lýðræðislegu hefð, að fram fari kappræður milli forsetaframbjóð- endanna tveggja? Við getum aukinheldur velt því fyrir okkur hvort það sé endilega rétta aðferðin til að koma í veg fyrir að Le Pen nái markmiði sínu. Kannski fær Le Pen á end- anum samúðarfylgi vegna þess andstreymis sem hann hvarvetna mætir? Skoðun mín er semsé sú að við kringumstæður sem þessar verði menn að hafa trú á lýðræðinu – ekki snúa við því baki vegna þess að þeir óttast að það sé jafnvel enn gallaðra en þeir héldu. Chirac hefur sagt að hann telji framgang Le Pens hættulegan fyrir Frakkland. Hann verður hins vegar að hafa trú á sinni eigin þjóð, treysta því að almenningur í Frakklandi komist að sömu nið- urstöðu og hann sjálfur. Chirac verður að hlíta þeim leikreglum lýðræðis sem Frakkar hafa mótað fyrir sjálfa sig – ella er hann sjálf- ur orðinn hættulegur lýðræðinu. Auðvitað trúði því enginn að Le Pen kæmist þetta langt. Kjós- endur ætluðu, að mati færustu fréttaskýrenda, fyrst og fremst að veita hinu trénaða franska stjórn- málakerfi, sem Chirac og sósíal- istinn Lionel Jospin standa fyrir, ofurlítinn löðrung. Enginn sá fyr- ir að Le Pen kæmist upp fyrir Jospin í fyrri umferð forsetakosn- inganna. Afleiðingar óánægju kjósenda voru því öllu róttækari en þeir sennilega höfðu ætlað. Lærdómurinn er sá að lýðræðið veitir ekki aðeins réttindi heldur færir það okkur jafnframt skyld- ur á herðar. Lýðræðið getur e.t.v. verið býsna gallað – en það er samt besta fyrirkomulagið og við þurfum að hafa trú á þær leik- reglur sem við það eru kenndar. Að sama skapi þurfum við að hafa þroska til að þola það þegar lýðræðið gefur niðurstöðu sem fæstir kunna að meta. Við þurfum að bíta á jaxlinn og treysta því að lýðræðið – sem tryggði Le Pen þennan árangur – muni sömuleið- is koma í veg fyrir að hann nái lengra. Þar með fengist enn stað- festing yfirburða lýðræðisins sem stjórnarfyrirkomulags. Annað mál er að við þurfum augsýnilega að bregðast við breyttum tímum, gera fólki sem farið er að taka lýðræðinu sem gefnu – nennir t.d. ekki lengur að mæta á kjörstað – auðveldara að sinna sínum lýðræðislegu skyld- um, neyta síns lýðræðislega rétt- ar. Stjórnmálamennirnir verða líka að varast að verða viðskila við sitt fólk, líkt og á greinilega við um Jospin og Chirac í Frakklandi. Leikreglur lýðræðisins Chirac hefur sagt að hann telji fram- gang Le Pens hættulegan fyrir Frakk- land. Hann verður hins vegar að hafa trú á sinni eigin þjóð, treysta því að almenningur í Frakklandi komist að sömu niðurstöðu og hann sjálfur. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MEGINSTYRKUR íslenska heilbrigðis- kerfisins er vel mennt- að og gott starfsfólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig til að halda uppi viðunandi þjón- ustu. Meginveikleiki kerfisins er fjármögn- un þess og stjórnun. Ríkisstjórnir undan- farins áratugar hafa komið fram mörgum umbótum í efnahags- legu tilliti og dregið úr miðstýringu og opin- berum rekstri. Það hef- ur verið mjög í takt við það sem er að gerast í Evrópu. Allt annað er uppi á teningnum þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Miðstýring hefur aukist verulega. Réttur sjúklinga til þjónustu án óeðlilegrar tafar hefur ekki verið viðurkenndur. Markmiðið hefur ver- ið að takmarka fjárveitingar til reksturs heilbrigðisþjónustu með til- liti til hagsmuna ríkissjóðs. Mark- miðið hefur ekki verið að nýta fjár- magnið þannig að sem flestir geti notið þjónustunnar og að uppfylla þarfir fólks. Fjármögnunarleiðir eru úreltar og í sumum tilfellum beinlín- is skaðlegar t.d. föst fjárlög. Hvað er að gerast á Íslandi? Bæði núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherrar og reyndar margir fleiri stjórnmálamenn hafa ekki skilið grundvallaratriði í rekstri þjónustunnar. Þeir átta sig ekki á að hún byggist á tveimur þáttum, tryggingaþætti og rekstrarþætti. Engum hér á landi hefur dottið í hug annað en að ríkið annist trygginga- þáttinn. Sá sem hefur peningana getur tryggt hagsmuni skjólstæðinga sinna í samningum við þá sem veita þjónustuna. Þeir sem sjá um rekstur geta þess vegna verið fyrirtæki, einkaaðilar, sveitarfélög eða sjálfs- eignarstofnanir. Furðuleg ummæli ráð- herra á Alþingi um að hann geti verið sáttur við einkarekstur en sé á móti einkavæðingu eru óskiljanleg. Sem dæmi um aukna miðstýringu má nefna sameiningu spítalanna í eitt gríðarstórt bákn. Aðferðin sem notuð var við fram- kvæmdina á sér engan líka. Skoðun á og undirbúningur framkvæmdar- innar var nánast enginn. Ég efast um að nokkurs staðar á byggðu bóli hafi verið staðið þannig að samein- ingu fyrirtækja. Sameiningin átti að vera í þágu sparnaðar og hagræð- ingar. Beinn kostnaður við kaup rík- isins á eignarhlut Reykjavíkurborg- ar í byggingum var um 1.700 milljónir króna og kostnaður við breytingar er kominn hátt í milljarð. Óbeinn kostnaður er einnig mjög mikill þar sem gríðarlegur tími starfsfólks hefur farið í þetta ferli. Nokkur fagleg hagræðing hefur náðst en í sumum tilfellum hefur flutningur deilda skapað verri skil- yrði. Samkvæmt reynslu erlendis frá verður engin hagræðing í rekstri þegar meginstarfsemin fer áfram fram á tveimur stöðum. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra leggur til að byggt verði fyrir 30–40 milljarða króna til þess að koma starfseminni á einn stað svo að einhver hagræðing náist! Biðlistar hafa lengst. Sjúkling- ar sem þurfa á gerviliðum að halda þurfa að bíða á annað ár. Könnun á heilsutengdum lífsgæðum hafa leitt í ljós að þessi sjúklingahópur er mjög illa settur. Árangur meðferðar þess- ara sjúklinga m.t.t. lífsgæða er betri en nokkurra annarra. Kostnaður við að láta sjúklinginn bíða er verulegur. Að sinna þessum sjúklingahópi ekki fyrr er ekki aðeins óhagkvæmt frá fjárhagslegu sjónarmiði heldur hrein mannvonska. Að verulegu leyti vegna rangs fjármálakerfis hefur engin þróun orðið á Landspítala varðandi ferli- þjónustu. Sú þjónusta hefur öll flust á stofur lækna úti í bæ og hafa þeir staðið mjög myndarlega að því verki. Gallinn er sá að Landspítali – háskólasjúkrahús getur ekki annast verklega kennslu aðstoðarlækna og stúdenta í sífellt vaxandi hluta lækn- isfræðinnar og það er reyndar spurning hvort spítalinn er orðinn óhæfur til að bera titilinn háskóla- spítali. Í ljósi veikrar stöðu heilsugæsl- unnar í landinu er framkoma heil- brigðisráðherra við heilsugæslu- lækna hreint ótrúleg. Ákvörðun um að fela kjaradómi að úrskurða um kjör heilsugæslulækna var ótrúleg skammsýni af hálfu ríkisins en þá var afnuminn samningur sem hafði mjög jákvæð áhrif á þjónustuna. Augljóst er að eina leiðin er að semja við heilsugæslulækna á sama hátt og aðra sérfræðinga. Það vantar 300–400 hjúkrunar- pláss mjög fljótlega. Á bráðadeildum Landspítala eru oftast tugir hjúkr- unarsjúklinga. Kostnaður við hvern þeirra er sennilega þrisvar til fjórum sinnum meiri þar en á hjúkrunar- heimili. Bráðadeild er einnig mjög óheppilegt umhverfi fyrir sjúkling sem þarfnast aðeins aðhlynningar. Áætlaður kostnaður við að leysa málið er 6–7 milljarðar króna. Heilbrigðis- kerfið og ESB Ólafur Örn Arnarson Heilbrigðismál Aðferðin sem notuð var við framkvæmdina, seg- ir Ólafur Örn Arnarson, á sér engan líka. Höfundur er læknir. STEFNUBREYTING og aftur- hvarf til sértækra aðgerða. Um fátt er meira rætt þessa dagana en frum- varp ríkisstjórnarinnar þess efnis að deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, verði veitt einföld ríkis- ábyrgð að 20 milljörð- um króna. Óvænt vinstribeygja? Einn athyglisverð- asti þáttur umræðunn- ar lýtur án efa að þeirri samlíkingu sem oftar en ekki hefur verið dregin á milli ríkis- ábyrgðarinnar og þeirrar stefnu vinstri- stjórna, að veita fé og ríkisábyrgðir í ómældu magni. Hafa þeir sem gengið hafa hvað lengst í gagnrýninni þóst sjá þarna hugmyndafræðilega samsvör- un og spyrja eðlilega í kjölfarið hvert ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stefni, ef ekki þvert á fyrri yfirlýsingar um að íslenskt efnahagslíf verði að byggja á almennum en ekki sértæk- um aðgerðum. Alþjóðlega lyfjalottóið Þessi umræða er athyglisverð fyr- ir þá sök að menn gefa sér að um sér- tæka aðgerð upp á gamla lagið sé að ræða. Svo rammt hefur kveðið að því, að ákvörðunin hefur m.a.s. verið gagnrýnd, ekki fyrir ríkisábyrgðina, heldur að fyrirtæki í Reykjavík skuli verða hennar aðnjótandi. Nær væri að varnarbarátta dreifbýlisins nyti góðs af slíku afturhvarfi til fortíðar. Þá hefur áhættan sem fylgir ríkis- ábyrgðinni verið sögð óásættanlega mikil fyrir hinn smá- vaxna ríkissjóð lands- ins, stjórnvöld verið sökuð um glæfralega aðild að alþjóðlegu „lyfjalottói“ og síðast en ekki síst lesa sumir úr frumvarpinu sér- stakan vinargreiða for- sætisráðherra við Kára Stefánsson. Sama sagan Þótt mörgum séu ef- laust í fersku minni þeir miklu flokka- drættir sem stóðu um Kára Stefánsson og Ís- lenska erfðagreiningu fyrir nokkrum misserum muna kannski færri eftir því hversu gífur- lega hart var tekist á um þá stefnu- mörkun fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar (1991–1995) að leggja af hinar svonefndu sértæku aðgerðir í efnahagsmálum. Umræðan magnað- ist stig af stigi, uns hún snerist upp í hneykslan og hávær viðvörunar- hróp. Nú, rúmum áratug síðar, end- urtekur sagan sig. Okkar litla þjóð- félag virðist þannig úr garði gert að það rúmar illa erfiðar en jafnframt mikilvægar lykilákvarðanir. Póli- tíska farsæld og hagsæld á stjórn- arárum sínum getur Davíð Oddsson rakið til þess að honum hefur lánast að leiða ríkisstjórnir sem staðið hafa af sér slíkan styr þegar á reynir. Rökrétt og ígrunduð aðgerð Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð deCODE á ekkert skylt við þá vonlausu varnarbaráttu sem vinstristjórn Steingríms Her- mannssonar háði á árunum 1988 til 1991. Hér er heldur ekki um eitt- hvert lyfjalottó að ræða eða myrka vinargreiða. Þvert á móti er um vandlega ígrundaða aðgerð að ræða, sem miðar að því að skapa sérhæfðu rannsókna- og þróunarstarfi vaxtar- skilyrði. Hér er því horft fram á við en ekki um öxl. Öll skynsemisrök mæla með því að markviss skref verði tekin í þá átt að skapa slík skil- yrði, og hefur ósjaldan verið bent á nauðsyn þess í ræðu jafnt sem riti. Það er einfaldlega óumdeilt að gera verði þekkingariðnaði kleift að skjóta hér lífvænlegum rótum. Um- ræða og uppbyggileg gagnrýni er einungis af hinu góða. Við megum hins vegar ekki tala framtíðina frá okkur, jafnvel þó að við séum smá og innansveitarkróníkurnar harðar á tíðum. Innansveitarkróníka Helga Guðrún Jónasdóttir Ríkisábyrgð Gera verður þekking- ariðnaði kleift, segir Helga Guðrún Jónas- dóttir, að skjóta hér lífvænlegum rótum. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.