Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 29 NÝR einleikur, Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, verður frum- sýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Sellófon er innsýn í daglegt líf útvinnandi móður sem hefur tekið það hlutverk að sér í lífinu að halda öllum hamingjusömum, nema ef til vill sjálfri sér. „Á gamansaman hátt er skyggnst inn í líf Elínar sem er tveggja barna móðir í ábyrgð- arstöðu hja tölvufyrirtæki á milli þess sem hún tekur til sinna ráða til þess að viðhalda neistanum í hjónabandinu. Einleikurinn hefst að kvöldi dags þar sem Elín gerir nýstárlega tilraun til að vefja sig fáklædd inn í sellófonpappír í góðri von um að blása lífi í dapurt ásta- lífið eftir annasama daga. Lítið má út af bregða til þess að allt fari úr böndunum og við blasir morg- undagurinn þar sem hver mínúta skiptir máli í skipulagningu. Samt er sá dagur bara eins og hver ann- ar venjulegur dagur í lífi Elínar; slagsmál við tímann, vinnuna, heimilisstörfin, börnin, eiginmann- inn …“ segir Björk um verkið. Sellófon er frumraun Bjarkar Jakobsdóttur sem handritshöf- undar en hún er ein af leikurum og stofnendum Hafnarfjarðarleik- hússins. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Leikmynd gerir Guð- rún Öyahals, textílhönnun er eftir Þórunni Evu Hallsdóttur. Búninga gerir Þórey Björk Halldórsdóttir, lýsingu annast Björn Kristjánsson og tónlist er eftir Arndísi Stein- þórsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Björk Jakobsdóttir í einleik sínum, Sellófon. Slagsmál við tímann Nýr einleikur í Hafnarfirði HVERT bóndabýlið af öðru leggst í auðn á okkar fagra landi. Ef ekið er um sveitirnar kemur á óvart allur sá fjöldi eyðibýla sem við blasir. Þó eru þessi býli í þjóðbraut. Hitt er skilj- anlegra að byggð á afkjálkum og af- dölum heyrir nú sögunni til. Það finnst engum fýsilegur kostur að hokra á smábúi án flestra þeirra þæginda sem fólk á nýrri þúsöld tel- ur sjálfsögð. Rafmagn, heitt og kalt vatn og greiðar samgöngur. Sigurjón á Lokinhömrum við Arn- arfjörð var með þeim síðustu til að bregða slíku búi haustið 1999. Þá var eini nágranni hans nýfallinn frá. Í myndinni Lokinhamrar fylgjast kvikmyndagerðarmennirnir Sigurð- ur Grímsson og Angelika Andrees með einyrkjanum í tæp tvö ár. Til að byrja með er framvindan dálítið hik- andi enda tekur það tímann sinn að komast að slíkum einförum. Eftir því sem á líður myndina verður hann ræðnari og aðgengilegri og áhorf- andinn fer að sjá hvað fær hjartað til að slá í mönnum sem honum. Persón- an að skýrast og eftir stendur maður sem örugglega hefði bjargað sér vel í lífsbaráttunni hvar sem er. Harð- duglegur, fyndinn, fróður og hugs- andi maður sem dregur það fram á síðustu stundu að yfirgefa allt það í þessum heimi sem honum er kærast. Dalinn sinn, ættaróðalið, dýrin hans heittelskuð sem hann umgengst einsog vini sína og ekki síst starfið. Á Lokinhömrum er Sigurjón kóngur í ríki sínu, á Þingeyri eða hvar sem er meðal manna, veit hann að viðfangs- efnin verða fá og Lokinhamrasjólinn verður enn ein kennitalan á stofnun. Merkilegum kapítula í búskapar- sögu landsins er lokið, Sigurjón ákvað að setja sjálfur punktinn aftan við hann áður en eitthvað veraldlegt henti sem hefði orðið þess valdandi. Það er mikið lán að þau Sigurður og Angelika náðu að festa þennan rammíslenska, sauðþráa sjálfseign- arbónda á filmu og lýsa seiglunni og þeim fábreyttu lifnaðarháttum sem menn í hans sporum hafa búið við í aldaraðir en eru nú á svipuðum slóð- um og dýrategund í útrýmingar- hættu. Kvikmyndargerðarmönnun- um hefur tekist það sem mest er um vert, að laða fram fölskvalausa ástina sem maðurinn hefur á bústofni sín- um og umhverfi. Síðasti bóndinn í dalnum KVIKMYNDIR Háskólabíó: Heimildar- og stuttmyndahátíð í Reykjavík Leikstjórar og handrit: Sigurður Gríms- son og Angelika Andrees. Sýningartími 65 mín.Grímsfilm 2001. LOKINHAMRAR  Sæbjörn Valdimarsson LÍKLEGA er sú saga er tengist starfsemi leikhúsa og uppfærslu leik- rita hér á landi ekki síður mikilvæg fyrir sögu tónlistar en leiklistarsögu okkar Íslendinga. Það væri því ekki óþarft verkefni að safna saman því tónlistarefni er tengist uppfærslu leikverka og þótt vel sé vitað að mörg bestu sönglög okkar Íslendinga voru frumflutt á leiksýningum hefur mörgu kurlinu þar lítt verið til haga haldið. Mörg þeirra laga sem samin hafa verið við kvæði eftir Halldór Laxness tengjast leikhúsinu og voru sum þeirra viðfangsefni Kammerkórs Kópavogs á tónleikum í Iðnó sl. sunnudag. Fyrstu þrjú verkefnin voru úr leik- gerð Sveins Einarssonar á Húsi skáldsins, Hjá lygnri móðu, Vorvísa og Barnagæla, eftir undirritaðan, er voru þýðlega sungin. Þrjú einsöngs- lög voru næst á efnisskránni; Vöggu- ljóð á Hörpu eftir Jón Þórarinsson, sem Þóra Guðmannsdóttir söng mjög fallega. Næst var það Dans (Ríður, ríður hofmann) eftir Karl O. Runólfs- son, sem Pétur Örn Þórarinsson söng ágætlega, og síðast var það Frændi þegar fiðlan þegir eftir Gunnstein Ólafsson, sem frumflutt var af Þór- unni Elínu Pétursdóttur og söng hún lagið af töluverðu öryggi. Einsöngv- ararnir, sem allir eru í söngnámi, nutu ágætis samleiks Vilhelmínu Ólafsdóttur á píanóið. Lag Gunn- steins lá heldur lágt fyrir söngkonuna en er þó vel samið, en píanóundirleik- urinn var á köflum nokkuð áberandi hvað snertir tónbyggingu og tók því einum of athyglina frá sönglínunni. Kiljanskviða Gunnars Reynis Sveinssonar er gamall kunningi og úr þessum lagaflokki söng kórinn Vökru hleypa járngráir víkingar, Haldiðún Gróa og Ríður, ríður hofmann. Þessi lög voru einum of hægt flutt, svo að hin hrynræna spenna og galsi var nokkuð fjarri, þótt þokki væri að öðru leyti yfir söngnum. Hvert örstutt spor eftir Jón Nor- dal, sem hefur haldið sínu frá því það fyrst heyrðist í Silfurtunglinu, var fal- lega sungið og þrátt fyrir smáhnökra í síðustu vísunni var um það bætt er lagið var sungið aftur sem aukalag. Ein nóta í altröddinni undir það síð- asta í laginu truflaði undirritaðan, rétt eins og hún ætti að vera hálftón hærri til að falla eðlilega inn í tónteg- undina. Vera má að svo skuli vera rétt en hvað sem því líður stakk þessi nóta í stúf við tónmál lagsins. Unglingurinn í skóginum, ein- söngslagið vinsæla eftir Jórunni Við- ar, var fallega flutt af Þórunni Elínu, svo og Lagstúfur úr Atómstöðinni eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, sem Pétur Örn söng. Síðasta einsöngsatriðið var Maístjarnan, sem Þóra flutti af mynd- ugleika, en undir öll einsöngsatriðin lék Vilhelmína Ólafsdóttir af öryggi. Eina lagið sem ekki var við ljóð eftir Halldór Laxness var Við Kínafljót eftir Þorkel Sigurbjörnsson, við kvæði eftir Þorgeir Sveinbjarnarson. Þrátt fyrir allgóðan söng vantaði að leggja meiri áherslu á það leikræna og þær stemmningsandstæður sem eru ofnar saman í kvæði Þorgeirs og tónmáli Þorkels. Þar sem háfjöllin heilög rísa, lag í ættjarðarstíl eftir Tryggva M. Bald- vinsson, var hressilega sungið og nið- urlag tónleikanna voru þrjú lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Klementínu- dans, hið bráðfallega lag hans við Maríukvæðið, sem var einstaklega fallega sungið, og loks Vikivaki (Ríð- ur, ríður hofmann), skemmtilegt lag, er var fallega flutt en helst til hægt. Kammerkór Kópavogs er raddlega vel skipaður kór, svo sem heyra mátti á einsöngvurunum, en söngstíllinn er á fínlegri nótunum og söngstjórinn velur á stundum um of hæg „tempi“, þannig að oft var söngurinn við þau mörk að vera dauflegur. Þessi þýð- hljóma söngstíll átti sérlega vel við í Maríukvæðinu eftir Atla og í lagi Jóns Nordal, Hvert örstutt spor, sem bæði voru mjög fallega sungin. Fínlegur söngur TÓNLIST Iðnó Kammerkór Kópavogs, undir stjórn Gunn- steins Ólafssonar, flutti söngverk eftir Halldór Laxness. Einsöngvarar voru Þóra Guðmannsdóttir, Pétur Örn Þórarinsson og Þórunn Elín Pétursdóttir. Píanóleikari: Vilhelmína Ólafsdóttir. Sunnud. 28. apríl. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Í FRÉTT um handritasýningu á Þjóðmenningarhúsi, var ranglega haft eftir Gísla Sigurðssyni að blóð hefði verið notað við ritun handrita og að gestum sýningarinnar yrði leyft að skrifa með blóði á kálfskinn á sýningunni. Gísli er beðinn velvirð- ingar á mistökunum. Til gamans fylgir hér fróðleikur um blek það er notað var til forna: „Í þýsku riti frá 12. öld um listir og handíðir er lýst aðferð við að búa til blek úr berki af þyrnirunna. Vel má vera að í fyrstu hafi blek verið flutt inn til Íslands en líklega hafa menn fljótlega komist upp á lag með að gera blek úr efnum sem voru notuð til að lita svört klæði. Svo virðist sem sams konar blek og á íslenskum mið- aldahandritum hafi ekki verið notað annars staðar í Evrópu. Heimildir um íslenska blekgerð eru engar til eldri en frá 17. öld en í upphafi kvæð- is eins segir: Kenni eg, þó tungan óð að yrkja ei sé hög, að sjóða blek úr sortulög. Blekgerðinni er lýst svo: Taka skal góðan sortulitunarlög og láta sjóða; þegar hann sýður skal bæta í hann sex spannarlöngum víðileggjum ólaufguðum og láta sjóða litla stund í lokuðum potti en taka þá síðan upp úr leginum. Löginn á að seyða í potti með þéttu loki yfir hægum eldi, en ekki sjóða svo að velli, og sjóða þar til skrift með heitu bleki er skýr, en ekki lengur. Froðu sem myndast á ekki að henda, heldur hræra hana saman við löginn með víðilegg. Best er að sjóða blekið í járnpotti. Fyrr- nefnt kvæði endar á þessari vísu: Hirð í leirkalli, heng svo loksins hátt í rót Bene, vale, brúka og njót. Þetta blek er svart, þykkt og stundum gljáandi. Að öllum líkindum er þessi aðferð við að búa til blek gömul og sennilega er blek svipað þessu á flestum íslenskum miðalda- handritum. Ósjaldan standa stafir svartir og gljáandi á bókfellinu, ná- lega sem upphleyptir, og er auðséð að efnið í þeim er ósvikið. Víst er að kálfsblóð hefur aldrei verið notað til að skrifa með á skinn.“ Ekkert blóðbað Þú ert með kroppinn - við erum með klæðin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.