Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Félags ungra lækna bendir á að í sumar stefni í mikinn skort lækna og kandídata á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Spít- alinn hefur auglýst eftir nærri 50 læknanemum í stöður lækna sem Oddur Steinarsson, formaður FUL, segir að sé mun stærri hóp- ur en verið hefur síðustu ár. Hann segir skýringuna m.a. þá að ung- læknar gefi ekki kost á sér í stöður á spítalanum vegna langvarandi vinnuálags og óánægju með kjör. Ástandið með verra móti Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri LSH, segir ástandið með verra móti, en ýmsar skýr- ingar séu á því. ,,Ein er sú að ár- gangurinn sem útskrifast í vor er með allra minnsta móti,“ segir hann. Jóhannes bendir einnig á að gerð hafi verið breyting á reglu- gerð um kandídatsár, sem geri ráð fyrir þriggja mánaða héraðsskyldu kandídata. ,,Það var engum tíma bætt við á sjúkrahúsunum á móti. Héruðin kalla náttúrlega fastast eftir þessu nýútskrifaða fólki að sumrinu, þegar þeirra þörf er mest fyrir afleysingar. Við verðum svo- lítið útundan yfir sumarið,“ segir hann. Auk þessa bendir Jóhannes á að stór hópur lækna hafi byrjað sitt framhaldsnám við LSH í tvö til þrjú ár en svo vilji til að þessu sinni að mjög stór hluti þeirra sé nú á leið utan til framhaldsnáms. ,,Það leggst því allt á eitt sem verður til þess að við þurfum að leita til unga fólksins,“ segir hann. Gremja ríkjandi meðal kandídata og lækna Oddur Steinarsson segir gremju ríkja hjá kandídötum og læknum og telur stjórn FUL stjórnendur Landspítala ekki hafa staðið við ýmis munnleg loforð varðandi kjör. Einnig sé ætlast til að þeir sem starfi á sjúkrahúsinu manni vaktir sem til falli án tillits til undirmönn- unar. Þá segir Oddur samninga nú lausa og lítið þokast í viðræðum. Aðspurður um þetta segist Jó- hannes ekki kannast við að ekki hafi verið staðið við kjarasamn- inga. ,,Hitt er annað mál að kjara- samningar eru lausir og á meðan svo er þá gildir gamli kjarasamn- ingurinn þar til nýr er gerður og er vonandi að það muni takast að berja saman kjarasamning fyrir sjúkrahúslækna á næstu vikum,“ segir hann. Oddur segir einnig að mönnun neyðarbílsins á Landspítala í Foss- vogi sé óljós í sumar þar sem ekki séu allar stöður deildarlækna setn- ar. Segir hann þetta ástand geta staðið fram á næsta vetur. Stefnir í lækna- skort á Landspítala ALVARLEGUM bifhjólaslysum hefur fækkað árin 1991 til 2000 úr 113 í 48 þrátt fyrir að innflutningur bifhjóla hafi aukist á sama tíma. Al- gengasta tegund bifhjólaslysa er árekstrar á gatnamótum og um helmingur bifhjólamanna sem lenda í slysum er ekki skráðir eigendur. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í rannsókn sem Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, réðust í ásamt Umferðarráði og Rannsókna- nefnd umferðarslysa. Nær hún til áranna 1991 til 2000. Skoðuð voru tæplega 800 tilvik sem skráð voru af lögreglu og færð í slysaskráningarkerfi Umferðarráðs og eru það bæði slys með meiðslum og eignartjónsóhöpp. Í skýrslunni kemur fram að þung bifhjól koma fyrir í um 76% slysanna og létt bif- hjól í 24% tilvika. Nærri 30% öku- manna léttra bifhjóla voru réttinda- laus og segir í skýrslunni að kennsla í stjórnun bifhjóla sé mjög mikil- vægur þáttur í fækkun slysanna. Flest bifhjólaslys verða í þéttbýli þar sem hámarkshraði er 50 km eða minni. Karlmönnum er hættast við að lenda í bifhjólaslysum en 94% þeirra sem lenda í slíkum slysum eru karlar. Algengustu tegundir meiðsla eru á höfði, hálsi og fótum og á það við um farþega sem ökumenn. Hlutfall alvarlegra meiðsla er talið hátt mið- að við önnur umferðarslys. Bifhjóla- menn eru orsakavaldur í um 65% bifhjólaslysa. Algengustu orsakirn- ar eru útafaktsur og fall. Sé litið á tilvik þar sem bifhjól og bíll lenda saman kemur í ljós að ökumenn bíla eru orsakavaldar í 53% tilvika og er algengast að ökumenn virði ekki hægrireglu og biðskyldu. Sniglarnir rannsökuðu bifhjólaslys á árunum 1991 til 2000 Alvarlegum bifhjóla- slysum fer fækkandi RÍKISSTJÓRNIN hefur að til-lögu forsætisráðherra tilnefntSigríði Rögnu Sigurðardótturkennara í stjórn Þóðhátíðarsjóðs og er hún jafnframt skipuð for- maður sjóðsstjórnar. Ásamt henni eiga sæti í stjórn sjóðsins Birgir Ísleifur Gunnarsson bankastjóri, tilnefndur af Seðla- banka Íslands, og Jónína Mich- aelsdóttir rithöfundur, Rannveig Edda Hálfdánardóttir ritari og Björn Teitsson, fv. skólameist- ari, kjörin af Alþingi. Varamenn þeirra eru Guð- mundur Árnason, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneyti, til- nefndur af ríkisstjórn, Eiríkur Guðnason bankastjóri, tilnefnd- ur af Seðlabanka Íslands, og Halldóra Rafnar blaðamaður, Margrét K. Sverrisdóttir fram- kvæmdastjóri og Vigdís Hauks- dóttir garðyrkjufræðingur, kjör- in af Alþingi. Þjóðhátíðarsjóður er starf- ræktur samkvæmt staðfestri skipulagsskrá í þeim tilgangi að veita styrki til stofnana og ann- arra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menn- ingar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Stofnfé sjóðs- ins var ágóði af útgáfu Seðla- banka Íslands á þjóðhátíðar- mynt í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974. Skipað í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs GUITAR Islancio og Egill Ólafs- son, söngvari og skemmtikraftur, slógu í gegn í Minneapolis í Banda- ríkjunum nýlega og fengu í kjöl- farið tilboð um samning frá þrem- ur skemmtistöðum í borginni. Djasstríóið fór til Minneapolis ásamt Agli Ólafssyni til að skemmta á Þjóðræknisþingi Íslend- inga í Vesturheimi, en listamenn- irnir komu auk þess fram við önn- ur tækifæri. Í tríóinu eru Björn Thoroddsen, sem spilar á gítar, Jón Rafnsson, sem spilar á kontra- bassa, og Gunnar Þórðarson, gít- arleikari, en hann komst reyndar ekki í ferðina vestur. Í Minneapolis bættist Richard Gillis, trompetleik- ari frá Winnipeg, í hópinn, en hann er af íslenskum uppruna og hefur leikið með Guitar Islancio í Vest- urheimi. Tríóið og Egill fengu mjög góð- ar viðtökur í Minneapolis og var þegar óskað eftir því að gera gagnkvæman samning þess efnis að Íslendingarnir kæmu aftur og spiluðu í Minneapolis en Billy Pet- erson, einn þekktasti og virtasti hljómlistarmaður Minnesotaríkis, færi til Íslands með djasssveit sína í sömu erindagjörðum. Björn Thor- oddsen segir reyndar að áhugi Bandaríkjamannanna hafi vaxið með hverjum deginum og áður en haldið hafi verið frá Minneapolis hafi fulltrúar þriggja skemmti- staða óskað eftir nánara samstarfi. Peterson er í raun stórstjarna, en hann var meðal annars í 14 ár í sveit Steve Millers og hefur leikið með Bob Dylan og fleiri þekktum stjörnum. Að undanförnu hefur hann leikið með Bob Rockwell í til- efni heimsóknar þess síðarnefnda til Minneapolis. Ekki hefur verið gengið frá því hvenær hann kemur til Íslands en óskað var eftir því að Guitar Islancio og Egill Ólafsson skemmtu í Minneapolis í ágúst næstkomandi. Björn segir að hann eigi eftir að skoða hvort tímasetn- ingin gangi upp. Gengið hefur ver- ið frá því að Guitar Islancio komi fram á djasshátíðinni í Toronto í Kanada í júní nk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Gunnar Þórðarson. Vilja gera samning við Guitar Islancio og Egil Ólafsson LIÐLEGA 3.000 námur á Íslandi eru á skrá Vegagerðarinnar og eru um 1.250 þeirra ófrágengnar auk þess að talsverður hluti þeirra er einungis frágenginn að hluta. Út er komið leið- beiningarritið Námur – efnistaka og frágangur sem ætlað er verktökum og öðrum sem þurfa að nema efni til framkvæmda og þeirra sem koma að leyfisveitingu. Á fundi þar sem ritið var kynnt kom fram að útgáfan þætti merkur áfangi í umhverfismálum á Íslandi því hún staðfesti víðtæka sátt um hvernig skyldi staðið að efnisnámi þannig að hún ylli sem minnstum landspjöllum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði efnistöku, námavinnslu og frágangi náma lengi hafa verið ábótavant á Íslandi. „Nauðsynlegt er að nýting allra auðlinda fylgi settum reglum og með þetta rit í höndum er ljóst að enginn þarf að velkjast í vafa um það hvernig standa á að öflun leyfa til námavinnslu, hvernig vinna á námur og ganga frá þeim að vinnslu lokinni. Ritið er mikilvægt til sam- ræmingar vinnubragða á þessu sviði og getur stuðlað að bættri umgengni um auðlindina sjálfa, náttúru lands- ins og bætta ásýnd lands.“ Á fundinum var talað um ritið sem „þjóðarsátt um efnisnám“ og er þá átt við hversu margir komu að gerð ritsins en útgefendur eru ellefu tals- ins og komu yfir 20 stofnanir og fyr- irtæki að gerð þess. Siv sagði ánægjulegt að allir sem stóðu að rit- inu hefðu skuldbundið sig til að við- hafa þau vinnubrögð sem þar væri sagt frá og kom fram að yfir 90% kaupenda efnis hefðu því skuldbund- ið sig til að fullvissa sig um að seljandi mundi ganga frá námunni samkvæmt leiðbeiningum ritsins. Kostnaður við frágang náma gæti hæglega farið í 1–2 milljónir, að meðaltali væri kostnaðurinn nokkur hundruð þús- und. Markmiðið með gerð ritsins var að stuðla að samræmdum lögum og vönduðum vinnubrögðum hvað varð- ar efnistöku og frágang náma og er þar að finna allar reglur og lög er varða þann málaflokk. Um þá þætti málsins sem ekki eru til lög eða reglu- gerðir yfir var leitast við að leiðbeina um verklag, einkum hvað varðar frá- gang og uppgræðslu, að sögn Gunn- ars Bjarnasonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Frágangi efnistökusvæða verði lokið árið 2003 Siv sagði umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því árið 1994 að Nátt- úruverndarráð gerði grein fyrir ástandi efnistökumála og var efnt til ráðstefnu þegar skýrsla ráðsins kom út. Við endurskoðun laga um náttúru- vernd árið 1999 hafi m.a. verið tekið tillit til þess sem fram kom á ráð- stefnunni. Í lögunum voru ákvæði til bráðabirgða um að árið 2002 skyldu sveitarfélögin hafa lokið úttekt á ástandi efnistökusvæða og Náttúru- vernd ríkisins skyldi hafa umsjón með að frágangi svæðanna yrði lokið árið 2003. Aðspurður sagðist Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríksins, ekki telja það markmið raunhæft. Þó væri komin sameiginleg skilgreining og verklagsreglur lægju nú fyrir sem þýddi að hægt yrði að stíga stór skref á næstunni. Umhverfisráðherra sagði að hún hefði ákveðið að skipa starfshóp sem hefði það verkefni að fara yfir og gera tillögur um það hvernig hægt væri að binda námastarfsemi sem fer fram samkvæmt leyfum fyrir 1. maí nýjum leyfum. Siv sagði lög um mat á um- hverfisáhrifum gilda yfir nýjar nám- ur en að ýmis vandkvæði vörðuðu námur sem tóku til starfa fyrir 1. maí 1994. Ekki væri hægt að hemja efn- istökin nægjanlega samkvæmt nú- gildandi lagaramma. Siv sagði að það ætti eftir að skýrast hverjir mundu sitja í starfshópnum en átti hún von á að fulltrúar umhverfisráðuneytis og Náttúruverndar ríksins yrðu skipað- ir í hópinn auk fulltrúa frá ráðuneyt- um iðnaðar og landbúnaðar og Vega- gerðinni. Fram kom að samkvæmt lögum um náttúruvernd frá 1999 má efnistökusvæði ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en í þrjú ár og því væri hugsanlegt að einhverjum nám- um yrði hægt að loka með vísun í ákvæði laganna. Efnisnám valdi sem minnstum landspjöllum Morgunblaðið/Ásdís Verkefnishópurinn kynnti ritið í Rúgbrauðsgerðinni. Frá vinstri má sjá Gunnar Bjarnason, verkefnisstjóra frá Vegagerðinni, Ragnheiði Ólafs- dóttur frá Landsvirkjun og Halldóru Hreggviðsdóttur frá Alta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.