Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI samþykkti í gær frum- varp til laga um að Þjóðhagsstofn- un skuli lögð niður. Taka lögin gildi hinn 1. júlí nk. Voru lögin samþykkt með 33 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 22 at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi at- kvæði með frumvarpinu en í um- ræðum á Alþingi hafði hann lýst því yfir að hann væri ekki fylgj- andi því að stofnunin yrði lögð nið- ur þar sem fram kæmi í grein- argerð frumvarpsins að því fylgdi aukinn kostnaður. Pétur sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði á síðari stigum umræðunnar fengið upplýsingar um að sú aðgerð að leggja niður Þjóðhagsstofnun myndi spara fé til lengri tíma litið. Í ljósi þess hefði hann ákveðið að styðja frumvarp- ið. Áður en frumvarpið um Þjóð- hagsstofnun var samþykkt í heild hafnaði meirihluti þingsins breyt- ingartillögum stjórnarandstöðunn- ar sem fólu m.a. í sér tillögu um að við frumvarpið bættist ný grein um að stofna skuli sérstakt hag- svið við skrifstofu Alþingis sem taka ætti til starfa 1. janúar 2003. Í atkvæðagreiðslunni um frum- varpið um Þjóðhagsstofnun sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, að ríkis- stjórnarflokkarnir væru að gera mikil mistök með því að leggja nið- ur Þjóðhagsstofnun. Sú aðgerð styddist hvorki við hagfræðileg né fagleg rök og myndi kosta tugi milljóna kr. í aukin útgjöld. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók einnig til máls í at- kvæðagreiðslunni og sagði: „Ég tek undir það með háttvirtum þingmanni Kristni H. Gunnarssyni að framganga forsætisráðherra í þessu máli hefur verið furðuleg en því lýsti háttvirtur þingmaður í viðtali við fjölmiðla í mars 2001.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, benti hins vegar á að það væri ekkert náttúrulögmál að Þjóðhagsstofnun ætti að vera til. Sagði hann jafnframt að ekkert yrði gert á hlut starfsfólks stofn- unarinnar og að allt væri eðlilegt hvernig farið yrði með þeirra störf. „Þetta frumvarp er því hið besta mál og verður spennandi að sjá hvort hagur þjóðarinnar mun ekki bara batna við það að Þjóðhags- stofnun verður lögð niður,“ sagði hann. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, lýsti hins vegar eindreginni andstöðu við frumvarpið. „Þetta kemur til með að veikja möguleika Alþingis og aðila á vinnumarkaði til að fá aðgang að upplýsingum um efnahagsmál,“ sagði hann. Alþingi samþykkir að leggja niður Þjóðhagsstofnun FRUMVARPI ríkisstjórnarinnar um ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfða- greiningar var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær eftir að atkvæði höfðu verið greidd um breytingartillögur meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar þingsins en þær tillögur voru ekki efnislegar heldur fólu í sér breytingar á orðalagi frum- varpsins. Atkvæði voru greidd um ein- stakar breytingartillögur meiri- hluta nefndar- innar en þær voru allar sam- þykktar með 29 til 30 atkvæðum stjórnarþing- manna gegn tólf til fjórtán at- kvæðum. Tólf þingmenn sátu hjá, þar af þrír þingmenn stjórn- arflokkanna, þau Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Magnús Stefánsson og Jónína Bjartmarz, þingmenn Framsóknarflokksins. Bendir þetta til þess að þau muni sitja hjá við endanlega afgreiðslu frumvarpsins. Aðrir stjórnarþing- menn greiddu atkvæði með breyt- ingartillögunum ef frá er talinn Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann greiddi atkvæði gegn þeim. Eins og fram hefur komið hefur hann lýst því yfir að hann muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu við endanlega afgreiðslu þess. Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins greiddu atkvæði gegn umræddum breytingartillögum en þingmenn Samfylkingarinnar greiddu ýmist atkvæði gegn þeim eða sátu hjá. Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, og Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, sátu, svo dæmi séu nefnd, hjá við atkvæðagreiðsluna en Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, greiddi atkvæði gegn tillögunum. Breytingartil- laga Péturs H. Blöndal, sem felur í sér að fjármálaráðherra verði heimilt að ábyrgjast eða kaupa skuldabréf vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi ÍE, var dregin til baka í gær og verður hún því tekin fyrir í þriðju umræðu. Einstakir þingmenn gerðu grein fyrir afstöðu sinni til frum- varpsins í atkvæðagreiðslu um breytingartillögurnar í gær. Ög- mundur Jónasson, þingmaður VG, sagði m.a. að umrætt þingmál væri illa undirbúið innan þingsins en „það hvílir án efa á þéttu hand- sali utan þingsins,“ sagði Ög- mundur og beindi orðum sínum til Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Vilhjálmur Egilsson, þing- maður Sjálf- stæðisflokksins og formaður efnahags- og við- skiptanefndar þingsins, hafnaði því hins vegar að málið væri illa undirbúið. „Þetta mál hefur fengið eðlilega umfjöllun í efnahags- og við- skiptanefnd þingsins; þau sjónar- mið sem menn vildu að kæmu þar fram hafa fengið að komast þar að og verið rædd og þær upplýsingar sem hægt er að afla komu fram,“ sagði Vilhjálmur. „Mér er ekkert að vanbúnaði frekar heldur en meirihluta nefndarinnar að taka ákvörðun í þessu máli. Að sjálf- sögðu felur þetta mál í sér áhættu en ég tel að þetta sé áhættunnar virði. Jafnvel þótt allt fari á hinn versta veg, sem maður að sjálf- sögðu vonar að gerist ekki, þá mun samt hafa byggst hér upp á Íslandi mikil þekking á þessum sviðum sem er alls óháð því hvort einstakt fyrirtæki lifir eða deyr eða hvernig því vegnar. Þess vegna tel ég einboðið að þetta mál gangi hér áfram til þriðju um- ræðu og verði að lokum að lögum hér á þingi.“ Heimildinni beitt af varfærni Geir H. Haarde fjármálaráð- herra lagði áherslu á að með frumvarpinu væri verið að veita fjármálaráðherra heimild til að veita ríkisábyrgð að tilteknum skilyrðum uppfylltum. „Ég vil taka það fram að þessari heimild verður beitt af varfærni og í fyllsta samræmi við þær reglur sem gilda um ríkisaðstoð á Evr- ópska efnahagssvæðinu,“ sagði hann og bætti við: „Kjarni máls- ins er auðvitað það tækifæri sem felst í þessu máli; tækifæri til at- vinnusköpunar á nýju sviði sem hér er verið að leggja grunninn að.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði það ámælisvert hvernig stjórnar- flokkarnir keyrðu umrætt þing- mál „með hraði í gegnum þingið án þess að nauðsynleg gögn fáist, s.s. mat á gjaldþrotalíkum og við- skiptaáætlun“. Benti hún jafn- framt á að margir teldu miklar líkur á að umrædd ríkisábyrgð gengi gegn jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar og samkeppnislög- um. „Öll þjóðin er knúin til að taka ábyrgð á gífurlegri áhættu- fjárfestingu sem margir telja lík- ur á að muni falla á skattgreið- endur. Það er líka kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera í forsvari fyrir svona rík- isforsjá og pilsfaldakapítalisma sem ég hafna og segi nei.“ Sverrir Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagðist m.a. fagna þeim orðum fjármála- ráðherra að hann hygðist beita umræddri ríkisábyrgð af varfærni og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði að þingmálið væri svo vanbúið að réttast væri að vísa því frá. Síðar sagði Stein- grímur: „Þetta mál er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar; allra ráðherranna og allra þeirra þing- manna sem ætla að greiða því hér atkvæði sitt, þar með talið Fram- sóknarflokksins. Þótt hann hafi falið sig í þessari umræðu þá birt- ist hann hérna í atkvæðagreiðsl- unni.“ Vonar að þetta gangi upp Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði and- stöðu sína við frumvarpið og sagð- ist m.a. vera „á móti þeirri stefnu- breytingu ríkisstjórnarinnar að hverfa frá almennum aðgerðum til sértækra aðgerða“. Sagði hann nær lagi að kalla umrædda aðgerð eintæka aðgerð því eingöngu væri verið að aðstoða eitt fyrirtæki. „Í þessu felst mikil áhætta,“ sagði hann „og áhættu á að fjármagna með áhættufé ekki með lánsfé og alls ekki með ríkisábyrgð.“ Bætti hann því við að þingmenn væru ekki í stöðu til að meta þá áhættu sem verið væri að taka með frum- varpinu. „En þrátt fyrir þessa fyrirvara mína þá vona ég að þetta dæmi gangi upp fyrir þjóð- ina en ég er eindregið á móti þessu frumvarpi og mun greiða atkvæði gegn því á öllum stigum.“ Atkvæði greidd um ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi ÍE Þrír þingmenn stjórnarflokka sátu hjá, einn var á móti Morgunblaðið/Golli Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, gefur sig á tal við Sig- ríði Önnu Þórðardóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Til vinstri sést í Karl V. Matthíasson. ÞINGMENN stjórnar og stjórnar- andstöðu deildu hart á Alþingi í gær- morgun um störf þingsins þessa dag- ana; stjórnarandstæðingar gagnrýndu ríkisstjórnina m.a. fyrir að koma með mörg mikilvæg mál inn á þing síðustu starfsdaga þess en stjórnarliðar sökuðu þingmenn Vinstihreyfingarinnar – græns fram- boðs um málþóf til að tefja framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, gagnrýndi m.a. Kristin H. Gunnarsson, þingflokksformann Framsóknarflokksins, og Sigríði Önnu Þórðardóttur, þingflokksfor- mann Sjálfstæðisflokksins, fyrir að saka þingmenn VG um málþóf í fjöl- miðlum um helgina. „Ég mótmæli því, herra forseti, að það sé reynt að skrifa það á reikning stjórnarandstöðunnar það ástand sem hér er upp komið þegar sextíu mál eru á dagskrá þingsins og þar af tugir af stórum og umdeildum mál- um sem ríkisstjórnin hefur skóflað hérna inn á þing síðustu viku,“ sagði Steingrímur. Sigríður Anna sagði á móti að það væri í meira lagi undarlegt ef sex manna þingflokkur VG gæti ekki komið skoðunum sínum á framfæri öðruvísi en þurfa að taka í það tvo til þrjá klukkutíma í senn. Kristinn tók í sama streng. „Hvers konar lýðræði er það, herra forseti, ef sex manna þingflokkur ætlar sér með málþófi í þingsal að koma í veg fyrir það að þingmál nái hér fram að ganga?“ sagði Kristinn. Steingrímur mótmælti hins vegar þessum ummælum harðlega og sagðist ekki áður hafa heyrt jafn- ómaklegan málflutning frá fulltrúum stjórnarinnar. Sagði hann að nær væri fyrir stjórnarþingmenn að taka í hnakkadrambið á þeim ráðherrum sem hefðu m.a. komið með frumvarp í byrjun apríl upp á 20 milljarða rík- isábyrgð til eins fyrirtækis, frum- varp sem þinginu væri ætlað að af- greiða á þeim fáu dögum sem eftir væru af starfsáætlun þingsins. Þingmenn deila um störf þingsins TÓLF frumvörp urðu að lögum frá Alþingi í gær. Þeirra á meðal er frum- varp sjávarútvegsráðherra sem kveð- ur á um úthlutunarreglur úr norsk- íslenska síldarstofninum. Í lögunum er m.a. kveðið á um að aflareynslan frá upphafi síldveiða á árinu 1994 verði látin ráða aflahlutdeildinni. Þá voru samþykkt lög um að Þjóð- hagsstofnun skuli lögð niður, eins og greint er frá annars staðar á þing- síðunni, en einnig voru samþykkt lög um samgönguáætlun, lög um per- sónuvernd og meðferð persónuupp- lýsinga og lög um rekstur lyfjabúða svo fleiri dæmi séu nefnd. Tólf frumvörp að lögum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.