Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 22

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORIST hafa fréttir um að sænsk- ir vísindamenn hafi fundið akryl- amíð í mörgum algengum matvæl- um en akrylamíð er á lista yfir efni sem hugsanlega geta valdið krabbameini segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs. Akrylamíð fyrirfinnst ekki í hráefnum eða matvælum frá náttúrunnar hendi en myndast við mikla hitun sterkjuríkra matvæla, einkum steikingu segir Laufey ennfremur. Ekkert akrylamíð myndast við suðu og því eru soðn- ar kartöflur, hrísgrjón og pasta laus við efnið, en mest magn fannst í kartöfluflögum og steikt- um frönskum kartöflum, að hennar sögn og eins töluvert magn í mörgu kexi. „Áskorun um breyttar vinnslu- aðferðir í matvælaiðnaði“ „Þessar nýju niðurstöður eru mikil ögrun og áskorun fyrir mat- vælaiðnaðinn um að breyta vinnsluaðferðum til að koma í veg fyrir myndun akrylamíðs,“ segir Laufey en hún telur ekki ástæðu til þess að breyta ráðleggingum um hollt mataræði að svo komnu máli í ljósi þessara niðurstaðna. „Sem fyrr er lögð áhersla á að auka neyslu grænmetis, ávaxta, kornvara og fisks. Það sem er nýtt er hins vegar aukin áhersla á að forðast kartöfluflögur, snakk, franskar kartöflur og kex. Eins er fólki ráðlagt að steikja mat ekki of mikið eða við háan hita. Að öðru leyti eru niðurstöðurnar ekki nógu skýrar til þess að koma með frek- ari ábendingar um breytt fæðuval. Hins vegar þarf að fylgja þessum nýju upplýsingum eftir með frek- ari rannsóknum en hugsanlega má líta á þessar fréttir ekki aðeins sem ógnun heldur einnig tækifæri til þess að koma í veg fyrir krabbamein. Ef rétt reynist og akrylamíð er virkilega að valda krabbameini gefst okkur hér með tækifæri til að fjarlægja úr matvælum áður hulinn orsakavald,“ segir Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður Manneldisráðs. Varað við kartöfluflögum, frönskum, snakki og kexi Akrylamíð, sem talið er krabba- meinsvaldandi, hefur m.a fund- ist í frönskum kartöflum. EITUREFNIÐ aflatoxín hefur komið fram í mælingum á hnetum og hnetuafurðum frá Kína, segir Sesselja María Sveinsdóttir, mat- vælafræðingur á matvælasviði hjá Hollustuvernd ríkisins, en talið er að aflatoxín geti valdi krabba- meini. Af þeim sökum hefur stofnunin nú sérstakt eftirlit með öllum inn- flutningi á hnetum og hnetuafurð- um frá Kína og er innflutningur aðeins heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt auglýsingu nr. 210/2002, segir Sesselja ennfremur. „Innflytjend- ur verða að framvísa heilbrigðis- vottorði sem sýnir að tekið hafi verið sýni af hnetunum til aflatox- ínmælinga og að magn þess sé inn- an leyfilegra marka. Vottorðið þarf að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi send- ingar. Ef ofangreind skilyrði eru ekki uppfyllt er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytj- anda. Talið er að eiturefnið aflatoxín geti valdið krabbameini. Því er mikilvægt að standa þannig að markaðssetningu matvæla að hagsmunir neytenda séu tryggðir með því að selja aðeins vörur sem uppfylla sett skilyrði,“ segir hún. Aflatoxín í fíkjum og hnetum frá Tyrklandi Aflatoxín hefur einnig komið fram í mælingum í fíkjum og ákveðnum tegundum af hnetum frá Tyrklandi og segir Sesselja að Hollustuvernd hafi eftirlit með innflutningi á þeim, sem háð sé sömu skilyrðum og tilgreind eru hér að ofan varðandi innflutning frá Kína. „Aflatoxín er hópur efna sem eru lík í byggingu og eru fram- leidd af ákveðnum tegundum af myglusveppum, það er Aspergillus flavus og A. parasiticus. Þessir sveppir vaxa við ákveðið hitastig og rakastig í matvælum og fóðri. Algengustu matvæli sem aflatoxín myndast í eru kornvörur, hnetur og fíkjur. Aflatoxín hefur einnig greinst í mjólk dýra sem neytt hafa mengaðs fóðurs,“ segir hún ennfremur. Helstu tegundir aflatoxína eru aflatoxín B1, B2, G1 og G2. Venju- lega greinast þau til samans í mat- vælum og fóðri en í mismiklum hlutföllum þó. Aflatoxín B1 er venjulega í mestu magni og er það eitraðast allra aflatoxína. Aflatoxín tengt myndun krabbameins í lifur „Rannsóknir hafa sýnt fram á að aflatoxín hafa krabbameinsvald- andi áhrif í tilraunadýrum. Farald- ursfræðilegar rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að sterkar líkur eru taldar á því að aflatoxín hafi áhrif á myndun krabbameins í lifur hjá mönnum. Mest hætta á því er á svæðum þar sem hluti af grunnfæðu íbúa er stöðugt meng- aður,“ segir Sesselja María Sveinsdóttir matvælafræðingur á matvælasviði Hollustuverndar rík- isins. Í reglugerð nr. 284/2002 um að- skotaefni í matvælum eru há- marksgildi fyrir aflatoxín B1 2 míkrógrömm á kg og hámarksgildi fyrir heildarmagn aflatoxína 4 míkrógrömm á kg í jarðhnetum, hnetum og þurrkuðum ávöxtum, einnig vörum unnum úr þeim, sem ætlaðar eru til manneldis eða sem hráefni í matvæli. Fyrir korn og kornvörur til mann eldis er hámarksgildi fyrir B1 2 míkrógrömm á kg en fyrir heildarmagn aflatoxína 4 míkróg- römm á kg, samkvæmt upplýsing- um frá Hollustuvernd ríkisins. Eftirlit með inn- flutningi vegna aflatoxíns í hnet- um og fíkjum TEKK Vöruhús hefur opnað deild með dönskum barnahúsgögnum ásamt fylgihlutum, samkvæmt til- kynningu frá fyrirtækinu. „Hús- gögnin eru framleidd samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum og er hægt að fá þau merkt með nafni barnsins eða með myndum af þekktum sögupersónum Disney,“ segir ennfremur. Verslunin er við Bæjarlind 14- 16 í Kópavogi og einnig er hægt að falast eftir bæklingi hjá tekk@tekk.is. Ný barnahúsgagnadeild í Tekk Vöruhúsi. Barnahús- gögn með Disney- myndum eða nafni Nýtt kaffihús í Smáralind legt andrúmsloft, þægilega stemningu, létta og hraða þjón- ustu þar sem viðskiptavinir velja úr borði og greiða við kassa,“ segir ennfremur. Staðurinn rúm- ar um 160 manns. Innanhúsarkitektar eru Odd- geir og Guðrún hjá Goform sem meðal annars sérhönnuðu nota- lega stóla á hjólum fyrir kaffi- húsið. „Til gamans má geta að nafn staðarins, Adesso, er sótt í ítölsku og þýðir „núna“, segir loks í tilkynningu frá aðstand- endum. NÝTT kaffihús í ítölskum stíl hefur verið opnað við Vetr- argarðinn í Smáralind. Auk kaffi- drykkja, heitra súkkulaðidrykkja og fjölda annarra drykkja er boð- ið uppá létta heita rétti svo sem pasta, súpur, franskar pönnukök- ur og belgískar vöfflur, segir í tilkynningu. Boðið er upp á ný- bökuð „ciabatta“, „focaccia“ og „baguette“ brauð sem eru smurð á staðnum. Kökur og önnur sæt- indi, svo sem kanilsnúðar, sér- bökuð vínarbrauð og fleira góm- sætt er bakað á staðnum daglega. „Lögð er áhersla á skemmti- Adesso er kaffihús í ítölskum stíl við hliðina á Vetrargarðinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sannur höfðingi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.