Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 57 IÐNNEMASAMBAND Íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema og Samband íslenskra námsmanna er- lendis bjóða í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn 1.maí kl. 10 – 17. Námsmannahreyfingarnar (SÍNE, INSÍ og BÍSN) halda fjöl- skylduhátíð í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum með skemmtiatriðum og ræðuhöldum. Ókeypis aðgangur verður í garðinn þennan dag og er tilgangur þessa að fjölskylduvæða daginn sem og reyna að draga úr að 1. maí er orðinn að degi sem margir nýta til yfirvinnu, segir í fréttatil- kynningu. Skemmtiefni verður fyrir unga sem aldna, meðal annars tískusýn- ing, ávörp fulltrúa hreyfinganna, Latibær, Magnús Ver, hljómsveitin Kaffi ofl., segir ennfremur. Ókeypis í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinn LÖGREGLUMESSA verður haldin í Langholtskirkju, miðvikudaginn 1. maí kl. 11. Séra Kjartan Örn Sig- urbjörnsson þjónar fyrir altari, Lög- reglukór Reykjavíkur syngur og Sól- veig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra flytur ávarp. Kaffi og veitingar verða í boði eftir messu, segir í fréttatilkynningu. Lögreglumessa í Langholtskirkju ÞINN flokkur, Þ-listinn á Seyðis- firði, opnar formlega kosningaskrif- stofu miðvikudaginn 1. maí, á Norð- urgötu 3 (Láruhús), kl. 16. Frambjóðendur Þ-listans á Seyð- isfirði verða á staðnum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir stuðn- ingsmenn Þ-listans og aðrir áhuga- samir eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Seyðisfjörður Þ-listinn opnar kosninga- skrifstofu KLÚBBURINN 40–60 heldur fund í dag, þriðjudaginn 30. apríl, kl. 20 á veitingahúsinu Catalina, Hamra- borg, Kópavogi. Á fundinum verður m.a. kynnt næsta óvissuferð. Klúbburinn 40–60 er hópur fólks á aldrinum 40–60 ára sem vill lifa lífinu lifandi, hittast og fara saman í óvissuferðir. Allar nánari upplýsingar fást hjá gydarich@mi.is, segir í fréttatil- kynningu. Klúbburinn 40–60 fundar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir að- standendur í dag, þriðjudaginn 26. apríl, kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari heldur erindi um mikilvægi hreyfingar fyrir al- menna vellíðan, segir í frétta- tilkynningu. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Opið hús hjá Heima- hlynningu GULLMERKI Umferðarráðs var veitt við hátíðlega athöfn nýlega en tilgangur þess er að heiðra menn fyrir mikil og góð störf að umferð- aröryggismálum. Merkið hlutu þeir Ólafur W. Stef- ánsson, sem setið hefur í Umferð- arráði frá stofnun þess árið 1969, og Þórhallur Ólafsson, sem hefur verið formaður ráðsins síðastliðin tíu ár eða frá 1992 til 1. mars síðast- liðinn. Hófið var haldið í Borgartúni 6 þar sem Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, sæmdi þá félaga merkinu. Á mynd- inni eru frá vinstri Ólafur, Óli og Þórhallur. Morgunblaðið/Jim Smart Tveir sæmdir gullmerki Umferðarráðs Rangfeðraður Ólympíuverðlaunahafi Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var rangt farið með föðurnafn Vil- hjálms Einarssonar fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Eg- ilsstöðum. Á sama stað kemur einnig fram ranglega að Vilhjálmur hafi hlotið bronsverðlaun en hann hlaut að sjálfsögðu silfurverðlaun. Hann er hér með beðinn afsökunar á rang- færslunum. Aðalleikkonan í Maður eins og ég Í viðtali við Jón Gnarr aðalleikara myndarinnar Maður eins og ég í Morgunblaðinu 17. apríl var rangt farið með nafn móttleikkonu hans. Rétt nafn hennar er Stephanie Che. Hún og aðstandendur myndarinnar eru beðnir afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT PRÓFKJÖR fór fram á vegum sjálfstæðisfélaganna Fróða og Fjölnis í Rangárvallasýslu 27. apr- íl, til uppröðunar á D-lista í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi sem nær yfir núverandi sveitarfélaga- mörk Rangárvallahrepps, Djúpár- hrepps og Holta- og Landsveitar, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hinn 25. maí. Hér að neðan eru birt úrslitin í prófkjörinu: 1. Valtýr Valtýsson, 250 atkv. í sæti, 313 alls, 2. Guð- mundur I. Gunnlaugsson, 161 atkv. í sæti 291 alls, 3. Sigurbjartur Pálsson, 134 atkv. í sæti, 254 alls, 4. Engilbert Olgeirsson, 104 atkv. í sæti 243 alls, 5. Ingvar P. Guð- björnsson, 141 atkv. í sæti, 289 alls, 6. Sigrún Ólafsdóttir, 138 atkv. í sæti, 221 alls, 7. Fjóla Run- ólfsdóttir, 155 atkv. í sæti, 240 alls, 8. – 9. Sighvatur B. Hafsteinsson, 170 atkv. í sæti, 209 alls og 8. – 9. Þórhallur Jón Svavarsson, 170 atkv. í sæti, 250 alls. Nánar má sjá um framboðið og prófkjörið á eftirfarandi slóð: http://www.rang.is/xd/ Prófkjör sjálfstæðisfélag- anna í Rangár- vallasýslu INGA Dóra Björnsdóttir mann- fræðingur flytur opinberan fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudaginn 2. maí kl. 16 í Norræna húsinu. Inga Dóra mun greina frá rannsókn sinni á lífi Ólafar Sölvadóttur, sem þekkt var í Bandaríkjunum undir nafninu Olof Krarer. „Ólöf fæddist á Íslandi en fluttist ásamt föður sínum og systkinum til Vesturheims árið 1876, þá átján ára gömul. Ólöf var dvergur og fljótlega eftir að hún kom vestur fékk hún starf í bandarísku fjölleikahúsi þar sem hún sýndi sig sem „furðuveru“ (freak). Ólöf yfirgaf fjölleikahúsið að nokkrum árum liðnum, brá sér í gervi eskimóakonu og hóf að flytja fyrirlestra um líf sitt á Grænlandi og menningu eskimóa. Hún varð brátt eftirsóttur fyrirlesari og einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna um menningu og líf eskimóa. Fyr- irlestrarferill hennar stóð í um þrjá áratugi. Inga Dóra mun m.a. fjalla um menningarbundna merkingu líkam- ans og tilurð „sjálfsins“, um þá menningarpólitísku strauma sem gerðu Ólöfu að eftirsóttum fyrirles- ara, hvernig Ólöfu tókst að blekkja bandarískan almenning og af hverju þeir fáu sem vissu hið sanna um uppruna Ólafar kusu að þegja,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Inga Dóra Björnsdóttir er stundakennari og „research asso- ciate“ við Háskólann í Kaliforníu í Santa Barbara. Fyrirlestur um Ólöfu Sölvadóttur UM HELGINA var 31 ökumaður grunaður um of hraðan akstur en 5 um ölvun við akstur. Á laugardagskvöld var tilkynnt um skemmdir á bifreiðum á bifreiða- stæði í vesturbænum. Þarna hafði bifreið verið lagt í stæði en hún rann á aðra bifreið sem aftur rann á þá þriðju. Bifreiðirnar voru allar mannlausar er þetta gerðist. Aðfaranótt laugardags veittu lög- reglumenn athygli mönnum í tveim- ur bifreiðum sem hafði verið lagt í stæði við Álfabakka. Höfð voru af- skipti af mönnum í báðum bifreið- unum og fundust þrjár tegundir fíkniefna. Allir mennirnir voru handteknir og færðir á stöð þar sem þeir voru vistaðir. Einnig var lagt hald á peninga. Tilkynnt var um hund sem skilinn hafði verið eftir í bifreið. Tilkynn- andi sagði þetta þriðju nóttina í röð sem hann kæmi að hundinum í bif- reiðinni. Hundurinn fékk gistingu á hundahóteli. Ítrekað var kvartað undan mikl- um hávaða frá unglingapartýi í Seljahverfi en foreldrar unglingsins voru ekki heima. Unga fólkið stóð ekki við loforð um að minnka hávað- ann og að lokum varð að vísa gest- unum á brott. Braut rúðu og beit mann Tilkynnt var um mikið ölvaðan mann utan við veitingahús í mið- borginni. Hann var búinn að brjóta rúðu. Gerandi var handtekinn og færður í fangaklefa en hann hafði bitið mann sem hélt honum þar til lögreglan kom. Tilkynnt var að hópur af piltum væri að boxa í boxpúða og var ekki svefnfriður fyrir. Púðinn er í svefn- herbergi íbúðarinnar og leiðir hljóð- ið um allt hús. Í ljós kom að gestir höfðu farið í boxpúðann í leyfisleysi og var húsbóndinn búinn að senda þá heim þegar lögreglan kom á staðinn. Nokkrum sinnum um nótt- ina þurfti lögreglan að fara að veit- ingahúsum í miðborginni vegna ölv- aðra manna sem voru í slagsmálum. Á laugardag var tilkynnt innbrot í gróðrarstöð í Mosfellsbæ. Stolið var stórum lömpum. Á laugardagskvöld var tilkynnt um par sem hafi borðað og drukkið fyrir um 18.000 krónur á veitingastað í austurborginni. Heyrst hafði á tal þeirra þar sem þau voru að skipuleggja að hlaupast á brott frá reikningnum. Starfsfólk náði konunni og var henni haldið á staðnum þar til lögreglan kom. Kon- an kvaðst hafa haldið að maðurinn væri með peninga en maðurinn kvaðst hafa haldið að konan væri með peninga. Aðfaranótt sunnudags var al- mennt ástand gott í miðborginni. Ölvun var miðlungs mikil og ung- lingar undir 16 ára aldri ekki áber- andi. Alls voru 6 menn handteknir, einn vegna líkamsmeiðinga, einn vegna óspekta og fjórir vegna ölv- unar. Einn var færður í fangamót- töku. Alls var fjórum mönnum ekið á slysadeild, þar af var einn nefbrot- inn og annar með minniháttar áverka í andliti. Seint á laugardags- kvöld var tilkynnt um hópslagsmál í veitingahúsi í Mosfellsbæ. Kærend- ur þekktu ekki deili á þeim sem réð- ust á þá en ætluðu að kæra atvikið. Sjúkralið kom á staðinn og leit á mennina. Leigubílstjóri tilkynnti líkamsárás Aðfaranótt sunnudags tilkynnti leigubílstjóri líkamsárás. Tveir menn höfðu hótað honum og reynt að ná af honum peningum. Þeir hlupu á brott er fólk kom að og er leitað. Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt innbrot í hús í vest- urbænum. Þarna hafði verið brotin rúða, farið inn og stolið skiptimynt. Þá var tilkynnt innbrot í safnaðar- heimili í austurborginni. Þar hafði verið spenntur upp gluggi og farið inn í herbergi þar sem mikið var rótað í öllu. Saknað var einhvers af peningum. Tilkynnt var um mann að fara inn í bifreiðir við Skúlagötu. Hann var handtekinn skömmu síðar og hafði meðferðis bíltæki, sólgler- augu og myndmálunarsett. Maður- inn gat ekki gert grein fyrir þessum munum og var vistaður í fanga- geymslu. Ekki er vitað hvort hann fór inn í bifreiðir við Skúlagötu. Kona lenti í vandræðum með heita vatnið í austurborginni á sunnudag, hún gat ekki skrúfað fyr- ir. Lögregla var send á staðinn og skrúfaði fyrir vatnið. Eldur í barnaherbergi Síðdegis á sunnudag kom upp eldur í íbúð í Blönduhlíð. Þar hafði barn verið að fikta með eldspýtur í herbergi sínu og kveikt í pappa- kassa. Móðirin náði barninu út úr herberginu og lokaði því. Íbúar voru komnir út þegar lögregla kom á staðinn. Skemmdir af völdum elds urðu í herberginu og reykskemmdir annarsstaðar í íbúðinni. Þá kom upp eldur í bíl á verkstæði við Mýrar- götu. Þar hafði verið í gangi suðu- vinna og neisti hlaupið í aftursæti bílsins. Talin var nokkur sprengi- hætta en slökkviliðið slökkti eldinn fljótlega. Miklar skemmdir urðu af völdum reyks sem fór um allt húsið. Á sunnudagskvöld voru höfð af- skipti af þekktum mönnum úr fíkni- efnaheiminum. Á þeim fundust efni og tæki til neyslu. Mennirnir voru fluttir á stöð og vistaðir. Þá var til- kynnt um að reyk legði frá íbúð við Hverfisgötu. Þarna fór lögregla inn í íbúðina með því að brjóta rúðu í útihurð. Fyrir innan lá maður með- vitundarlítill. Í íbúðinni var lítils- háttar reykur, sem virtist koma frá brunnum pappír á eldavél, en slökkt hafði verið á henni er lögregla kom inn. Maðurinn var fluttur á slysa- deild til aðhlynningar. Aðfaranótt mánudags var til- kynnt innbrot í verslun í austur- bænum. Þar hafði útihurð verið spennt upp og tekið talsvert af pen- ingum. Úr dagbók lögreglunnar 26.–29. apríl 31 ökumaður grunaður um of hraðan akstur SAUÐBURÐUR er hafinn í Hús- dýragarðinum en í fyrranótt komu fyrstu lömbin, sem fæðast í sumar í garðinum, í heiminn. Ærin Blika bar þremur lömbum, tveimur gim- brum og einum hrúti. Faðir lamb- anna heitir Garpur og er frá Broddanesi á Ströndum. Lömbin eru spræk og burðurinn gekk vel, að sögn Einars Þórs Karlssonar hjá Húsdýragarðinum. Fyrstu lömb vorsins eru kölluð lambakóngur og lambadrottning og er það talið vera fyrir góðu sumri sé fyrsta ærin þrílembd. Flestir vona eflaust að sá spádómur eigi eftir að rætast. Sauðburður hafinn í Húsdýra- garðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.