Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 55 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Léttur hádeg- isverður að stundinni lokinni. Samvera for- eldra unga barna kl. 14–16 í neðri safn- aðarsal. Opinn 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Full- orðinsfræðslan kl. 20. Síðasti tími á þess- um vetri. Sr. Bjarni Karlsson fræðir um innihald Filippíbréfsins í Nýja testament- inu. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkj- unnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn við undirleik Gunn- ars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður. Óvissuferð með Kristjáni Guðmundssyni. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–18.15. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30. Helgistund., handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka, síð- asti fundur vetrarins, æfing fyrir vorferð barnastarfs kirkjunnar. Kl. 17.30 TTT- kirkjustarf 10–12 ára krakka. Síðasti fund- ur. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Mömmumorgunn og TTT-starf falla niður þessa viku vegna 1. maí. Hjónanámskeið verður fimmtudagskvöldið 2. maí og hefst kl. 20.30. Skráning stendur yfir í síma 462-7700 f.h. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Áskirkja Safnaðarstarf KIRKJUSTARF SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir göngu og fugla- skoðunarferð í dag, þriðjudaginn 30. apríl, kl. 20. Farið verður frá planinu við án- ingarstaðinn við Helluvatn. Með í ferð verður fuglafræðingur og stað- kunnugir menn. Gengið verður með Elliðavatni og upp í Heiðmörk. Í göngulok verður stoppað í skóg- ræktarbækistöðinni við Heimaás og skoðaðir gripir sem nemendur í grunnskólum í Reykjavík hafa tálg- að og unnið úr íslenskum við. Boðið verður upp á hressingu og allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Fræðsluganga og fuglaskoðun Viltu stóreflast sem stjórnandi? Háskóli Íslands býður upp á vandað MBA nám sem veitir mjög trausta alhliða menntun og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga í rekstri. Að auki er boðið upp á mörg valnámskeið og geta nemendur lagt áherslu á fjármál, markaðsfræði eða mannauðsstjórnun svo dæmi séu tekin. Ef þú hefur áhuga á námi sem stenst samanburð við gott MBA nám erlendis en veitir jafnframt mjög góða þekkingu á íslensku atvinnulífi, kynntu þér þá námið á www.mba.is Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is Aðalfundur Rauða kross Íslands 2002 Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn á Egilsstöðum dagana 31. maí og 1. júní n.k. Fundurinn verður settur föstudaginn 31. maí kl. 13:30 í Hótel Valaskjálf. Dagskrá samkvæmt 5. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross Íslands M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FORRÁÐAMENN Flugleiða- Frakt, Íslandspósts og Sparisjóðsins afhentu Rauða krossinum nokkur hundruð kíló af erlendri mynt á sunnudag, en um var að ræða söfn- unarfé starfsmanna fyrirtækjanna og er áætlað verðmæti um átta hundruð þúsund til ein milljón króna. Þetta var byrjunin á söfnun á er- lendri mynt, bæði gömlum Evrópu- peningum sem nú eru að verða úrelt- ir og mynt og seðlum annars staðar frá, en fyrrnefnd fyrirtæki standa sameiginlega að henni til styrktar starfi Rauða krossins með ungu fólki. Landsmönnum gefst kostur á að taka þátt í söfnuninni með því að setja erlenda mynt og seðla í umslög, sem þeir fá send þessa dagana, en umslögunum með peningunum í má síðan koma í útibú Sparisjóðsins og pósthús. Flugleiðir-Flugfrakt taka síðan að sér að flytja féð til Bret- lands þar sem það verður talið og því komið í verð. Starf Rauða krossins með ungu fólki er viðamikið en í því sambandi má nefna að rúmlega 1.800 ung- menni hafa dvalið í húsi Rauða krossins við Tjarnargötu undanfarin 15 ár og um 4.000 ungmenni hringdu í trúnaðarsíma Rauða krossins vegna vandamála sinna á liðnu ári. Ungt fólk getur tekið þátt í upp- byggjandi mannúðarstarfi á vegum Rauða krossins, en ungmennahreyf- ing félagsins vinnur málsvarastarf gegn fordómum og ofbeldi í sam- félaginu og sjálfboðaliðar vinna öfl- ugt forvarnarstarf gegn misnotkun ungs fólks á vímuefnum. Erlendri mynt safnað fyrir Rauða krossinn Morgunblaðið/Jim Smart Frá afhendingu peningaumslaganna á Reykjavíkurflugvelli á sunnu- dag. Frá vinstri: Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Guðmundur Hauksson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, og Pétur J. Eiríks- son, framkvæmdastjóri Flugleiða-Frakt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.