Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 55 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Léttur hádeg- isverður að stundinni lokinni. Samvera for- eldra unga barna kl. 14–16 í neðri safn- aðarsal. Opinn 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. Full- orðinsfræðslan kl. 20. Síðasti tími á þess- um vetri. Sr. Bjarni Karlsson fræðir um innihald Filippíbréfsins í Nýja testament- inu. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkj- unnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn við undirleik Gunn- ars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður. Óvissuferð með Kristjáni Guðmundssyni. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–18.15. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30. Helgistund., handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka, síð- asti fundur vetrarins, æfing fyrir vorferð barnastarfs kirkjunnar. Kl. 17.30 TTT- kirkjustarf 10–12 ára krakka. Síðasti fund- ur. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Mömmumorgunn og TTT-starf falla niður þessa viku vegna 1. maí. Hjónanámskeið verður fimmtudagskvöldið 2. maí og hefst kl. 20.30. Skráning stendur yfir í síma 462-7700 f.h. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Áskirkja Safnaðarstarf KIRKJUSTARF SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir göngu og fugla- skoðunarferð í dag, þriðjudaginn 30. apríl, kl. 20. Farið verður frá planinu við án- ingarstaðinn við Helluvatn. Með í ferð verður fuglafræðingur og stað- kunnugir menn. Gengið verður með Elliðavatni og upp í Heiðmörk. Í göngulok verður stoppað í skóg- ræktarbækistöðinni við Heimaás og skoðaðir gripir sem nemendur í grunnskólum í Reykjavík hafa tálg- að og unnið úr íslenskum við. Boðið verður upp á hressingu og allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Fræðsluganga og fuglaskoðun Viltu stóreflast sem stjórnandi? Háskóli Íslands býður upp á vandað MBA nám sem veitir mjög trausta alhliða menntun og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga í rekstri. Að auki er boðið upp á mörg valnámskeið og geta nemendur lagt áherslu á fjármál, markaðsfræði eða mannauðsstjórnun svo dæmi séu tekin. Ef þú hefur áhuga á námi sem stenst samanburð við gott MBA nám erlendis en veitir jafnframt mjög góða þekkingu á íslensku atvinnulífi, kynntu þér þá námið á www.mba.is Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is Aðalfundur Rauða kross Íslands 2002 Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn á Egilsstöðum dagana 31. maí og 1. júní n.k. Fundurinn verður settur föstudaginn 31. maí kl. 13:30 í Hótel Valaskjálf. Dagskrá samkvæmt 5. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross Íslands M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FORRÁÐAMENN Flugleiða- Frakt, Íslandspósts og Sparisjóðsins afhentu Rauða krossinum nokkur hundruð kíló af erlendri mynt á sunnudag, en um var að ræða söfn- unarfé starfsmanna fyrirtækjanna og er áætlað verðmæti um átta hundruð þúsund til ein milljón króna. Þetta var byrjunin á söfnun á er- lendri mynt, bæði gömlum Evrópu- peningum sem nú eru að verða úrelt- ir og mynt og seðlum annars staðar frá, en fyrrnefnd fyrirtæki standa sameiginlega að henni til styrktar starfi Rauða krossins með ungu fólki. Landsmönnum gefst kostur á að taka þátt í söfnuninni með því að setja erlenda mynt og seðla í umslög, sem þeir fá send þessa dagana, en umslögunum með peningunum í má síðan koma í útibú Sparisjóðsins og pósthús. Flugleiðir-Flugfrakt taka síðan að sér að flytja féð til Bret- lands þar sem það verður talið og því komið í verð. Starf Rauða krossins með ungu fólki er viðamikið en í því sambandi má nefna að rúmlega 1.800 ung- menni hafa dvalið í húsi Rauða krossins við Tjarnargötu undanfarin 15 ár og um 4.000 ungmenni hringdu í trúnaðarsíma Rauða krossins vegna vandamála sinna á liðnu ári. Ungt fólk getur tekið þátt í upp- byggjandi mannúðarstarfi á vegum Rauða krossins, en ungmennahreyf- ing félagsins vinnur málsvarastarf gegn fordómum og ofbeldi í sam- félaginu og sjálfboðaliðar vinna öfl- ugt forvarnarstarf gegn misnotkun ungs fólks á vímuefnum. Erlendri mynt safnað fyrir Rauða krossinn Morgunblaðið/Jim Smart Frá afhendingu peningaumslaganna á Reykjavíkurflugvelli á sunnu- dag. Frá vinstri: Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Guðmundur Hauksson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, og Pétur J. Eiríks- son, framkvæmdastjóri Flugleiða-Frakt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.