Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dr. Jens ÓlafurPáll Pálsson, prófessor emeritus í mannfræði við Há- skóla Íslands, fædd- ist í Reykjavík 30. apríl 1926. Hann lést í Mainz í Þýskalandi 17. apríl síðastliðinn. Jens Ólafur Páll var yngstur fimm barna hjónanna Hildar Stefánsdóttur, f. á Auðkúlu í Svína- vatnshr. í A-Hún. 28. jan. 1893, d. 10. maí 1970, og Páls Ólafs Ólafssonar, framkvæmdastjóra, útgerðarmanns og ræðismanns, f. á Lundi í Lundarreykjadalshr. í Borgarf. 30. ágúst 1887, d. 15. febrúar 1971. Systkini Jens Ólafs Páls eru: Stefán tannlæknir, f. 13. júní 1915, d. 25. júlí 1969, maki Guðný Kristrún Níelsdóttir, f. 19. sept. 1916; Ingibjörg, listmálari, f. 18. júlí 1916, d. 2. feb. 1999, maki Pétur Eggerz, sendiherra, f. 30. maí 1913, d. 12. maí 1994; Þor- björg Guðrún, myndlistarmaður, f. 10. feb. 1919, maki Andrés Ás- mundsson læknir, f. 30. júní 1916; og Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, f. 14. apríl 1920, maki Sigurður Bjarnason, ritstjóri, alþm. og sendiherra, f. 18. desember 1915. Eftirlifandi eiginkona Jens er Anna Elisabeth Antonia Kandler Pálsson, mannfræðingur og rit- stjórnarfulltrúi, f. í Mainz í Þýska- landi 20. júní 1925. Jens Ólafur Páll Pálsson stund- aði fyrst nám í mannfræði (antr- opologi), þjóðfræði og þjóðsagna- fræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, síðan við Kaliforníuhá- skóla (í Berkeley og Los Angeles), Bandaríkjunum, í mannfræði, með „physical anthropology“ sem aðal- grein, auk þess þjóðfræði, forn- leifafræði, „anatómíu“ og mann- kynssögu. Hann tók BA-próf 1957 frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. átta sinnum frá Raunvísindadeild Vísindasjóðs Íslands, þrisvar frá Alexander von Humboldt Stiftung, tvisvar frá Deutsche Forsch- ungsgemeinschaft og Nordisk Kulturfond. Jens var kjörinn í stjórn margra félaga fræðimanna erlendis og átti mikið samstarf við mannfræðinga þar, sem og Ís- lenska vísindamenn á sviðum tengdum mannfræði. Hann var upphafsmaður að samstarfi ís- lenskra og norður-amerískra vís- indamanna um mannfræði-, lækn- isfræði- og lífeðlisfræðilegar samanburðarrannsóknir á Íslend- ingum og Vestur-Íslendingum. Hann var fulltrúi Íslands í „Scandinavian International Bio- logical Program/Human Adapt- ability“-nefndinni („IBP/HA“), kjörinn af vísindamannanefnd frá Skandinavíu, og síðar um skeið hjá „Circumpolar Health Organisa- tion“. Hann var einn stofnenda „Skandinaviska humanökologiska forskargruppen“, 1971, og í stjórn þeirra samtaka frá byrjun, einnig meðstofnandi „European Anthr- opological Association“ og sat í fulltrúaráði þess félags frá upp- hafi, 1977. Frá árinu 1964 sat Jens í fastaráði „International Union of Anthropological and Ethnological Sciences“. Hann stofnaði Íslenska mannfræðifélagið 1969, og var fyrsti formaður þess. Einnig for- stöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 1975 og fyrsti prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Eftir Jens liggja mörg rit um niðurstöður rannsókna hans á mis- munandi sviðum mannfræði og hann flutti um þær fjölda fyrir- lestra á vísindaráðstefnum víða um heim. Rannsóknarniðurstöður hans birtust í fjölda alþjóðlegra vísindarita. Hann stjórnaði einnig vísindaráðstefnum víða um lönd og sat í ritnefndum alþjóðlegra mannfræðitímarita, í Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Ítalíu, m.a. í ritstjórn The Mankind Quarterly frá 1979. Útför Jens verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kjörinn félagi í „Hon- or Student Society“, UCLA, síðar í stjórn þess, og í „Phi Beta Kappa“; „The Nation- al Scholastic Honor Society in the USA“. Stundaði framhalds- nám og rannsóknir við Washington-háskóla, Seattle, í mannfræði og mannerfðafræði, og við Harvardhá- skóla, Cambridge, Bandaríkjunum, í mannerfðafræði, „ost- eólogíu“ o.fl. Síðan við Oxford-háskóla í Englandi, í „human biology“, „paleoanthropo- logy“, þjóðfræði og félagsmann- fræði. Doktor í mannfræði frá náttúru- vísindadeild Gutenbergháskóla, í Mainz, Þýskalandi, „magna cum laude“ 1967. Tók jafnframt próf í þjóðfræði, „Völkerkunde“, og landafræði sem aukagreinum frá sama háskóla. Meðfram námi starfaði Jens m.a. að kennslu hérlendis og er- lendis og við uppgröft mannabeina og athuganir á þeim, í Kaliforníu, Borgundarhólmi og Þýskalandi. Frá 1952 stundaði hann fjöl- breyttar og umfangsmiklar mann- fræðilegar rannsóknir á lifandi Ís- lendingum, í öllum landsfjórðungum, en einnig á fólki í Noregi, Danmörku, Írlandi, Skot- landi, Lapplandi í Finnlandi og Vestur-Íslendingum í Kanada og Bandaríkjunum. Er hér um tugi þúsunda karla og kvenna að ræða. Jens átti frumkvæðið að þessum rannsóknum, stjórnaði þeim og skipulagði. Árið 1972 stjórnaði hann m.a. 40 manna hópi Íslend- inga og Skandinava, sem vann að fjölþættum rannsóknum á Þingey- ingum. Jens var veittur fjöldi vís- indastyrkja, frá einkaaðilum og opinberum sjóðum, m.a. átján sinnum frá Alþingi Íslendinga, Jens móðurbróðir minn var maður andstæðnanna á þann hátt sem best- ur er kostur á. Hann var tilfinninga- næmur en um leið mikið karlmenni í jákvæðustu merkingu þess orðs. Þó átti hann ekki til tilfinningasemi og því síður karlrembing. Næmið varð hluti af leiftrandi greind hans og karl- mennskan að skörungsskap. Jens kynntist þjáningunni náið þegar á barnsaldri og losnaði aldrei úr henn- ar klóm. Samt átti hann ekki til sjálfs- vorkunn og spengilegri mann sá mað- ur vart stika um götur Reykjavíkur. Hann þekkti sjálfan sig betur en flestum er nokkru sinni auðið. Þannig gat hann beitt sér svo að hann gat áorkað því gríðarlega verki sem eftir hann liggur. Jens var djúpur og tær. Hann var þrennra tíma á skýrari hátt en flestir aðrir. Sem afkvæmi aldamótafólks átti hann sér gildar rætur í íslenskum skáldskap og hefð. Fjölþætt sögu- skyn hans og sjálfsþekking gerðu honum kleift að meta stöðu sína í núinu á raunhæfan hátt. Þannig fór hann ekki í neinar grafgötur um for- gengileikann og fórnaði kröftum sín- um fyrir framtíðina. Hann hefði svo sannarlega gert stólpagrín að mér fyrir þessa mann- lýsingu. En eigi að síður er hún sönn. Sem börn vorum við Hildur Helga, systir mín, oft í heimsókn hjá móð- urforeldrum okkar, Hildi og Páli. Þá var Jens mikið erlendis í háskólum en kom stundum heim í frí. Ég man ómögulega hvar ég var þegar Ken- nedy var skotinn en þegar Martin Luther King var myrtur vissum við á Ásvallagötunni að vinur Jens væri fallinn. Þá hrundu tár okkar á inn- rammaða myndina af þeim góðkunn- ingjunum brosandi einhvers staðar í hinni stóru grimmu Ameríku. Eftir að afi og amma dóu settist Jens að á Ásvallagötu. Ég var tíu ára þegar ég af einhverri átthagaást vist- aði mig sem staðbundinn kolbít í húsi frænda míns. Þá var hann á blóma- skeiði sínu sem vísindamaður og vann myrkranna á milli. Einhvern veginn gat hann samt sinnt litlum frænda sínum og veitt honum þá alúð og at- hygli sem hann þurfti. En það var fjörið og húmorinn sem snáðinn var helst á höttunum eftir hjá frænda. Eftir því þurfti síst að dorga lengi og oft lék öll rannsóknastofan á reiði- skjálfi í trylltum slag eða boxi. Þá glumdi skellihlátur út um glugga gula hússins. En svo tók alvaran við og Jens hvarf bak við hurðina aftur. Þá kom sér vel gamalt bragð okkar syst- ur minnar sem hafði oft tælt Jens út úr fræðigreninu á þeim árum sem hann gerði stuttan stans á landinu. Dýr hændust mjög að Jens. Einni heimilisbröndunni hugnaðist það heillaráð að teygja loppurnar undir hurðina að skrifstofunni hans og læsa svo klónum í teppið í hávaðasamri munúð. Þetta bræddi alltaf hjartað í Jens. Nú, árum síðar, tókst stráknum að þjálfa Nefertite littlu til að krækja kolsvartri loppunni inn í Mannfræði- stofnun og klófesta athygli frændans. Þegar hann svo opnaði dyrnar var hægt að benda á köttinn sem söku- dólg og – ef maður var nógu snar – egna upp fjörið á nýjan leik. Jens var nefnilega ekki eins og flestir fullorðn- ir, með skýrt afmörkuð skil gamans og alvöru. Með Jens var gamanið aldrei alveg búið. Að þessu gat maður gengið sem vísu. Nú elst upp á Ás- vallagötunni annar ungur frændi, Óð- inn Páll, systursonur minn. Einnig hann bar gæfu til að kynnast Jens frænda sínum og eiga með honum góðar stundir. Það verður vart sagt að íslenskir skólar hafi verið hvetjandi fyrir sjálf- stæða hugsun en á staglinu var hins vegar enginn hörgull. Ég var því allt- af þakklátur frænda mínum að hann skyldi aldrei „kenna“ mér nokkurn skapaðan hlut. En á andrúmslofti frjálsrar hugsunar í nærveru hans var gott að nærast. Hann var af þeirri manntegund sem mat sjálfstæðið ofar flestu. Snemma hlýtur krókurinn að hafa beygst því þegar Jens var á barns- aldri reyndi Vilmundur Jónsson land- læknir að hætti góðra karla að gauka aur að þessum litla bróðursyni kon- unnar sinnar, Kristínar Ólafsdóttur læknis. Þá svaraði Jens ofurkurteis en með festu „Nei takk, ég á nóg af þessu heima.“ Kolbíturinn lá alla sína vist hjá Jens frænda í einhvers konar skáld- skap og sögu en þó aðallega draum- órum sem áttu sér margra mánaða framhald. En hann hafði óbeit á tölu- stöfum og helst öllu praktísku, hvað þá „vísindalegu.“ Þar sem hann vissi að grunnt var á listaæðinni í frænda sínum gerðist hann eitt sinn sem oft- ar frakkur og spurði í bland við fyr- irlitningu hvers vegna frændi hans hefði valið sér þetta fen af mæliein- ingum að ævistarfi. Því svaraði frændi svo að könnuð lönd og þekktar stærðir væru sér ekki að skapi. Hann hefði vitað ungur að hann vildi ekki feta í spor annarra, hann yrði að troða veg brautryðjandans. Kolbítn- um varð hugsað til Marco Polo og annarra landkönnuða og leit svo á ljósmyndirnar af frænda sínum í regnþungum frakka á hestbaki, ösl- andi íslenskar jökulár með klyfj- ahesta í taumi. Klyfberana hafði hann hlaðið marvíslegum mælingatækjum sem hann síðan mundaði á bæjarhlöð- um afdalanna af vísindalegri ná- kvæmni en góðlátlegri kímni á kank- vísum bændakollum, feimnum heimasætum eða nett tortryggnum niðursetningum. Kolbíturinn velti fyrir sér ódauðleikanum og spurði aldrei framar þessarar spurningar. Jens vissi auðvitað að gildi þess mikla efniviðs sem hann skilur eftir sig myndi, vísindalegrar sérstöðu sinnar vegna, aðeins magnast eftir því sem tímarnir líða. Eins og aðrir brautryðjendur varð Jens löngum að kljást við skilnings- leysi og deyfð eyjarskeggjans og ekki síður meinfýsi stofnheimskunnar. Hann gat þá varið sig af slíkri fimi að fátt varð um andsvör. En hann bar slíka manngæsku og andlegan þroska að hann reiddi aldrei hátt til höggs og vægði þeim sem láu vel við höggi. Þegar ég blaða í bókunum hans og rýni í þær ótal athugasemdir sem hann hefur hripað í spássíur þeirra í meir en hálfa öld birtist fyrir sjónum mér ljóslifandi órofið samhengi skar- prar og gagnrýninnar hugsunar hans. Ekkert fór framhjá honum. Hvorki málbögur eða vanahugsanir upphafinna snillinga né víðari teng- ingar og faldar meiningar. Það dylst ekki að um þessar síður hefur farið krítískur og einstaklega heill andi. Susan, konan mín, minntist gamals bresks orðtaks þegar ég talaði við hana, úti í Englandi í síðustu viku. „Þau hentu mótinu eftir að hafa steypt hann Jens.“ Það voru orð að sönnu. Þegar við móðir mín kvöddum Jens í Mainz fyrir nokkrum vikum, helsjúkan en í ástúðlegri umsjón hennar Önnu sinnar var eins og hann hefði leyft skáldinu loks að ná yfir- höndinni. Í gegnum glugga þjáning- arinnar nærðist þessi mikli öðlingur og fagurkeri á engu öðru en himin- blámanum, söng fuglanna, stjörnu- bliki og tilhlökkun sinni til vorsins. Um okkur lék sterkur vængjaþytur- inn af þessum fleyga anda í búri holdsins. Maður varð gagntekinn því orðin voru svo fögur og sérkennileg. Ólafur Páll Sigurðsson. Fregnin um lát Jens O.P. Pálsson- ar vinar míns og náfrænda kom ekki nánustu á óvart. Ég kvaddi hann fyrir nokkru er hann hélt heim til Mains en þar höfðu þau Anna búið sér heimili. Jens var haldinn illvígum sjúkdómi á lokastigi, en bar sig vel enda þeirra gerðar að bregða ekki við bana. Starfsvilji Jens var mikill. Hann varði síðasta árinu til samantektar á ævi- starfinu sem fjallaði um mannfræði- rannsóknir á tugum þúsunda Íslend- inga. Vonandi verður hægt að gefa það verk út. Snemma bar á áhuga Jens á mann- fræði. Hann stundaði námið við er- lenda skóla og lauk háskólaprófi frá Berkley í Kaliforníu og doktorsprófi frá Háskóla í Mains. Á námsárunum hóf hann mannfræðirannsóknir á íbú- um víða um sýslur Íslands. Áður en yfir lauk hafði hann heimsótt allflest héruð landsins. Áður hafði próf. Jón Steffensen heitinn gert miklar mæl- ingar á beinum af elju og nákvæmni. Jens mældi lifandi fólk, dró mann- fræðina upp úr gröfinni og tengdi fræðin við þjóð- og þjóðsagnarfræði. Við unnum mikið saman að faralds- fræðilegum rannsóknum og fórum í rannsóknarferðir hérlendis sem er- lendis meðal Vestur-Íslendinga í Manitoba. Oft leituðum við til fjár- laganefndar Alþingis ásamt próf. Jó- hanni Axelssyni. Okkur tókst að skýra tilgang og markmið rannsókn- anna fyrir leikmönnum og sögðum þeim hvað við vissum og hvað við vissum ekki á skiljanlegu máli. Enda tóku þeir okkur sem jafningjum og afgreiddu málin eftir því. Jens mikl- aðist aldrei af velgengni sinni og eld- hugur hans hreif menn. Jens birti niðurstöður sínar í mörg- um vel þekktum erlendum tímaritum og var eftirsóttur sem fyrirlesari og stjórnandi á vísindafundum víða um heim. Jens stóð að stofnun Mann- fræðistofnunar Háskóla Íslands og varð prófessor við Háskóla Íslands 1995. Nú er fallinn einn af brautryðjend- um í íslenskri vísindasögu. Við Inga og fjölskylda sendum Önnu innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Ólafsson. Í dag kveðjum við dr. Jens Ólaf Pál Pálsson, fyrrum forstöðumann Mannfræðistofnunar Háskóla Ís- lands, prófessor emeritus við fé- lagsvísindadeild og brautryðjanda í mannfræðirannsóknum á Íslandi. Jens var fyrstur Íslendinga til að leggja fyrir sig líffræðilega mann- fræði og stunda slíkar rannsóknir á nútíma Íslendingum. Í áratugi var hann eini starfandi líffræðilegi mann- fræðingurinn hér á landi, frum- kvöðull sem lagði grunninn að rann- sóknum á sínu fræðasviði. Starfsvettvanginn bjó hann til, fékk til liðs við sig fræðimenn á skyldum sviðum og áhugamenn um mann- fræði. Með þessum liðsstyrk tókst honum að sannfæra Alþingi um mik- ilvægi þessara fræða og koma á fót Mannfræðistofnun Háskóla Íslands. Og honum tókst að vekja áhuga al- mennings á þessum fræðum. Menn töldu ekki eftir sér að verja degi jafn- vel um hásláttinn til að lofa Jens að taka mál af höfði sínu og nefi. Jens Pálsson var vakinn og sofinn í fræð- um sínum til síðasta dags og honum datt aldrei annað í hug en að þau ættu erindi við þjóðina og þjóðin við þau. Mannfræðin greinist í tvö svið; annað fjallar um manninn sem félags- og menningarveru en hitt um mann- inn sem lífveru. Þótt Jens væri menntaður á báðum þessum sviðum og hið fyrra væri honum ávallt nær- tækt þá var hið síðara meginsvið hans og þar lágu rannsóknir hans. Hann fót fyrst í „feltið“ eins og hann kallað það á árunum 1952–1956 og gerði þá rannsóknir á þúsundum Íslendinga víðs vegar um land, einkum með tilliti til staðbundinna líkamlegra ein- kenna. Tilgáta hans var að þar sem sömu ættir hefðu búið mann fram af manni í héruðum eða landshlutum hefðu myndast greinanleg einkenni sem nota mætti til að henda reiður á uppruna þjóðarinnar, samsetningu hennar og hreyfanleika fólks á milli landa og landshluta. Þessum rann- sóknum hélt hann áfram um áratuga skeið en lét þar ekki staðar numið heldur gerði einnig rannsóknir á Vestur-Íslendingum, Írum, Skotum, Dönum, Norðmönnum, Sömum og indíánum í Norður-Ameríku, oft í samvinnu við aðra vísindamenn. Efn- issvið hans voru fjölmörg og má nefna kynslóðabreytingar, vaxta- og blóðrannsóknir, rannsóknir á fingar- förum og lófalínum og á aðlögun manna að þéttbýli. Niðurstöður rann- sókna sinna birti hann í öllum helstu mannfræði- og erfðafræðitímaritum heims, eða á átta tungumálum í vís- indaritum sautján landa. Hann var meðlimur í mörgum vísindafélögum, stofnfélagi í EAA, Evrópusamtökum mannfræðinga og heiðursfélagi kró- atíska mannfræðifélagsins. Verk hans eru umfangsmikil en svo mikil voru rannsóknagögn hans að hann var enn að vinna úr þeim þegar hann lést. Jens var heimsmaður, hann sótti menntun sína bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og var oft langdvölum styrkþegi við erlendar vísindastofn- anir og við rannsóknir víða um lönd. Hann bar ævinlega með sér blæ heimsmenningarinnar og framandi slóða en var samt svo rammíslenskur að ekki fór á milli mála hverrar þjóð- ar maðurinn var. Ísland og allt sem íslenskt er stóð hjarta hans næst og á landinu sínu vildi hann vera helst við rannsóknir út um sveitir. Sjentil- mennskan var honum í blóð borin og hann var víðsýnn með afbrigðum. Honum fannst til dæmis ekki þurfa að ræða það að konur og karlar ættu að hafa sömu tækifæri og sama rétt og skildi ekki af hverju ætlast var til að kvenfólk notaði tíma sinn til að hugsa um karla eins og hann orðaði það. Hann var afar fylginn sér og ef hann ætlaði sér eitthvað gat hann sett á löng og ítrekuð samtöl um efnið þar sem hvergi var undan komist. Út- sjónarsamur var hann við að afla fjár til rannsókna sinna og eitt sinn þegar honum fundust undirtektir fjárlaga- nefndir Alþingis daufar þá setti hann upp mælitæki sín í húsakynnum Al- þingis og bauð þingmönnum að koma og láta rannsaka sig. Þetta hreif og fjárveitingin var tryggð það árið. Leiðir okkar lágu saman sumarið 1973 þegar ég, liðlega tvítug stelpa að byrja í námi í mannfræði, réð mig sumarlangt í vinnu til Jens. Hlutverk mitt var að flokka gögn sem hann hafði safnað um Íslendinga og reikna út hlutföllin á milli hinna ýmsu mæl- inga. Við þetta sat ég í stofunni á Ás- vallagötu 54 þar sem Mannfræði- stofnun var til húsa. Það voru ekki fleiri á þessum vinnustað en við Jens sem bjó sjálfur á efri hæð hússins. Andrúmsloftið var í senn spart- verskst og heimilislegt. Jens var til dæmis lítið fyrir að bruðla með papp- ír eða skriffæri og við héldum á spöð- unum í vinnunni, en um leið gaf hann sér tíma til að tala við mig um allt milli himins og jarðar, gantast og gera grín og kaffið okkar drukkum JENS ÓLAFUR PÁLL PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.