Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 39 Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga AÐ undanförnu hafa bankastofnanir hér á landi verið að skila árs- reikningum fyrir síð- asta ár sem sýna mik- inn hagnað og auðvitað þurfa öll fyrirtæki í landinu stór og smá að skila góðri afkomu ef vel á að vera. Þessa þarf og við hjá heimilunum í landinu. Á þessum sömu dög- um og vikum ræða menn nauðsyn þess að halda verðbólgunni í skefjum. Þakkir eru bornar fram til ríkisstjórnar, ASÍ, og verslana og fleiri aðila fyrir að leggja sitt af mörkum til að halda henni innan svokallaðra rauðra strika. En taka öll fyrirtæki og allir landsmenn þátt í þeirri baráttu? Við vinnum ekki bug á verðbólgunni nema bankarnir komi þar einnig við sögu. Þarf ekki í alvöru að fara að tak- ast á við vaxtaokrið? Í þessu sambandi langar mig að biðja Morgunblaðið að birta sjö ára gamalt bréf sem ekki hefur komið fyrir almenningssjónir. Bréfið skýr- ir sig sjálft. Ekkert svar barst fyrir þinglok 1995. „Alþingi 6. febrúar 1995. Til formanns efnahags- og við- skiptanefndar Jóhannesar Geirs Sigurgeirsson- ar. Á 110. löggjafarþingi flutti Egg- ert Haukdal frumvarp til laga um lánskjör og ávöxtun sparifjár og var hann flutningsmaður að slíku frum- varpi í fimm ár samfellt eða til og með 115. löggjafarþingi. Á 116. lög- gjafarþingi var Matthías Bjarnason meðflutningsmaður Eggerts og á 117. löggjafarþingi þá voru flutn- ingsmenn orðnir, auk þessara tveggja áður talinna, Steingrímur Hermannsson, Páll Pétursson, Kristín Ásgeirsdóttir, Jóhann Ár- sælsson og Kristinn H. Gunnarsson. Á því þingi sem nú situr var þetta mál aftur flutt og þá eru flutningsmennirnir orðnir níu, þeir Eggert Haukdal, Matthías Bjarnason, Páll Pét- ursson, Kristín Ást- geirsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Guð- rún Helgadóttir, Jón Kristjánsson, Árni R. Árnason og Ingi Björn Albertsson. Með öðrum orðum það er búið að flytja þetta frumvarp á átta þingum. Það hefur einu sinni fengið af- greiðslu úr nefnd, það var á 116. þingi og nefndin afgreiddi það með þeim hætti að frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar. Það kom ekkert frá ríkisstjórninni og því var frum- varpið flutt aftur og nú á þessu þingi. Það er ekki vansalaust fyrir Al- þingi og þingræðið að mál sem er búið að flytja á átta þingum skuli að- eins einu sinni hafa fengið af- greiðslu og vísað til ríkisstjórnar, sem gerði ekkert í málinu. Nú er svo komið að við flutningsmenn þessa frumvarps getum ekki lengur sætt okkur við það að efnahags- og við- skiptanefnd þingsins leggist enn einu sinni á afgreiðslu þessa máls. Við gerum þá ákveðnu kröfu að þetta mál verði afgreitt úr nefndinni og tekið til umræðu og afgreiðslu á þessu þingi.“ Allir flutningsmenn undirrituðu bréfið. Afnám verð- tryggingar Eggert Haukdal Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Vaxtaokur Þarf ekki í alvöru, segir Eggert Haukdal, að fara að takast á við vaxtaokrið? FORMAÐUR Sam- fylkingarinnar fór mik- inn eftir flokksstjórn- arfund á Akureyri um miðjan apríl. Hann hvatti til tafarlausrar umsóknar um inn- göngu í Evrópusam- bandið og sagði for- mann Sjálfstæðis- flokksins ekki hafa lesið sér til um meðferð sjávarútvegsmála í sambandinu. Nú er það svo að ut- anríkisráðherra lagði mjög ítarlega skýrslu um stöðu Íslands í Evr- ópusamstarfi fyrir Al- þingi árið 2000. Ekki hefur komið fram að neitt hafi breyst varðandi af- stöðu Evrópusambandsins til sjávar- útvegsmála síðan. Skylt að kasta fiski Það er fróðlegt að glugga í þessa skýrslu og sjá hvað þar er sagt um stjórn sjávarútvegsmála hjá Evr- ópusambandinu. Þar segir m.a.:  „Ef Ísland yrði aðili að ESB flytt- ist ákvarðanataka í mikilvægum málum til stofnana Evrópusam- bandsins, svo sem ákvörðun leyfi- legs heildarafla og stjórnun veiða úr flökkustofnum á borð við út- hafskarfa, kolmunna og norsk-ís- lenska síld. Undanþága sú sem fékkst í EES-samningi varðandi fjárfestingarfrelsi í sjávarútvegi yrði torsótt svo ekki sé meira sagt.“  „Sjávarútvegsstefnan hefur verið gagnrýnd allt frá því hún var inn- leidd. Gagnrýnin hefur ekki síst snúið að ákvörðunum ráðherra- ráðsins um leyfilegan heildarafla sem hafa oft og tíðum verið veru- lega umfram ráðgjöf vísinda- manna og tillögur framkvæmda- stjórnarinnar. Einnig hefur eftirlitið, sem er í höndum aðild- arríkja, verið gagn- rýnt en það hefur þótt vera ómark- visst og ekki sam- ræmi milli eftirlits í einstökum ríkjum.“  „Í gildi er heimild til einstakra ríkja til að takmarka aðgang að hafsvæðum innan 6– 12 mílna við skip sem skráð eru í við- komandi ríki. Þessi heimild fellur úr gildi í árslok 2002.“  Samkvæmt reglum ESB er skylt að kasta í sjóinn fiski sem er undir lág- marksstærð ef hann fer yfir ákveðið hlutfall aflans og er óheimilt að koma með hann að landi. Að auki eru ákvæði um lág- marksstærð á fiski sem má selja.“ Margt fleira vekur óhug við lestur sjávarútvegskaflans og sýnist mér að formaður Samfylkingarinnar þurfi að lesa hann vel. Mikill kostnaður Í skýrslu utanríkisráðherra kem- ur fram að aðild Íslands að ESB yrði okkur mjög dýr, en þar segir að að- ildin gæti kostað ríkissjóð u.þ.b. 8 milljarða króna umfram það sem Ís- land greiðir vegna EES-samnings- ins. Miðað við núverandi gengi eru þetta væntanlega um 10 milljarðar króna á ári. Hluti þeirrar fjárhæðar kæmi til baka í ýmsum styrkjum, en jafnframt segir að með stækkun ESB séu líkur á að framlag Íslands hækkaði og endurgreiðslur úr sjóð- um sambandsins lækkuðu, að minnsta kosti þar til efnahagur hinna nýju aðildarríkja batnar. Það virðist því ljóst að aðild Íslands að bákninu í Brussel myndi kosta okkur á annan tug milljarða króna á ári. Yfirlýsingar formanns Samfylk- ingarinnar um tafarlausa aðildarum- sókn koma nokkuð á óvart, ekki síst með tilliti til þess að á landsfundi flokksins sl. haust var ekki mótuð skýr stefna í Evrópumálum heldur ákveðið að kanna hug flokksmanna með póstkosningu næsta haust. For- maðurinn getur ekki beðið eftir þessari könnun, hann virðist hlaupa til eftir niðurstöðu skoðanakönnunar Samtaka iðnaðarins og er það víst ekki í fyrsta og trúlega ekki síðasta skipti sem skoðanakannanir móta stefnu Samfylkingarinnar. ESB – nei takk Guðjón Guðmundsson Evrópumál Aðild Íslands að bákninu í Brussel, segir Guðjón Guðmundsson, myndi kosta okkur á annan tug milljarða króna á ári. Höfundur er alþingismaður. HUGMYNDIR og sjónarmið Samfylking- armanna eru í sífellu að breytast og flestar eru svo lítt grundaðar, að þær eiga sér tæpast lengra líf en dægurflug- ur að vori. Ein af slík- um hugmyndinum er sú kenning Össurar Skarphéðinssonar, að tölvukosningar séu hluti af lýðsræðisþróun. Sjálfur veit hann vel að þrátt fyrir ýmsa galla er fulltrúalýðræði sá háttur lýðstjórnar sem tryggir bezt almenn réttindi lands og lýðs. Hann veit jafnvel að það sem á bæ Samfylkingarinnar er nefnt íbúalýð- ræði, milliliðalaust lýðræði eða beint lýðræði er tómt skrum. Í grein í Morgunblaðinu sumar- daginn fyrsta nefnir Össur kosning- arnar um „framtíð flugvallarins“ sem dæmi um velheppnaða kosningu með „beinum og rafrænum hætti.“ Össur er eins og oft áður jafn seinheppinn og Andrés Önd. Langt innan við helmingur kjósenda í Reykjavík nennti að taka þátt í þessum at- kvæðaleik, og sú tillaga, sem þar var lögð fram, hlaut hlálega útreið. Borg- arstjórinn eyddi í þetta tildur sitt svo sem eins og andvirði eins dagheimilis eða leikskóla og fleygði síðan úrslit- unum í kosningaloforðaruslakörfu sína. Sér þeirrar tillögu hvergi stað stað nema í útgjaldahít R-listans. Össur nefnir til stuðnings tölvu- kosningum, að kosningarathöfnin taki ríflega tvær mínútur og kjósend- ur þurfi ekki að ómaka sig á kjörstað. Hvortveggju þessi rök eru bull. Það tekur venjulegan mann innan við eina mínútu að kjósa á hefðbundinn hátt á kjörstað. Tölvukosningin tek- ur sem sagt meiri tíma. Til sanninda geta lesendur rifjað upp með sér, hversu biðtími þeirra í bönkum og pósthúsum hefir lengst, eftir að tölvur voru teknar í notkun. Þá eru það engin rök, að kjósendur nenni ekki á kjörstað. Um níutíu af hundraði kjós- enda kjósa í almennum kosningum á Íslandi og er þátttakan óvíða meiri. Ekkert vanda- mál hefir verið fyrir fólk sem kemst ekki á kjörstað, að kjósa utan- kjörstaðar heima hjá sér. Kosningafram- kvæmd er hnökralaus að kalla. Þær kosningar einar hafa verið ógiltar á Íslandi í seinni tíð, sem Jóhanna Sig- urðardóttir, þáverandi ráðherra, lét halda með ólögmætum hætti. Talning kjörseðla á Íslandi tekur skamma stund. Talningu í Reykjavík er yfirleitt lokið áður en liðnar eru sex stundir frá lokun kjörstaða. Úti á landi tefst talning fyrst og fremst vegna þess tíma, sem tekur að safna atkvæðum á talningarstað. Enn dregur Össur fram að kostn- aður við tölvukosningar sé minni en í almennum kosningum. Það er rangt. Félagsmálaráðherra lét kanna kostnaðinn og hann er mun meiri. Össur sleppir hins vegar því að óger- legt er að fylgjast með framkvæmd tölvukosninga og kosningasvindl verður næsta auðvelt. Er það auðvelt verk fyrir tölvuþrjóta að brjótast inn í kosningakerfi þau, sem Össur lýsir í grein sinni. Á þorranum gerðu stúdentar til- raun með tölvukosningar. Tölvan bil- aði og helfraus kjarni hennar og náði enginn að gráta nokkrar upplýsingar úr þeirri rafhelju. Af þjóðrækinni íhaldssemi höfðu fulltrúar Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, fylgst með kosningunum með því að hafa fulltrúa sinn í kjördeild að merkja við, hverjir hefðu kosið. Þessi gætni Vökumanna bjargaði því, að ekki varð að ógilda kosningarnar, og voru merkingar þeirra notaðar til að bera saman við kjörskrána og tryggja, að menn kysu ekki í annað sinn. Er þetta atvik góð sönnun þess, hversu mikilsvert það er fyrir örugg- ar kosningar, að flokkarnir hafi eft- irlitsmenn við kosningarnar, svo að allt gangi hnökralaust fyrir sig. Össur boðar, að hann muni beita sér fyrir „framförum og tilraunum um rafrænar kosningar“. Ég á von á því að þetta fyrirheit hans efli ekki framgang jafnaðarstefnunnar á Ís- landi, heldur líti kjósendur svo á að þetta sé enn ein sönnun þess hve Samfylkingin er lögst í ómerkilegt lýðskrum og temur sér orðmyndun- arfræði frá Brussel. Rafrænar kosn- ingar er vandræðalegt orðasamband samið af mönnum sem vilja ganga í Evrópusambandið. Einfalt er að segja tölvukosning og skilur hver maður. Ætla Evrópusambandsmenn e.t.v. að hætta að tala í síma og halda í staðinn uppi rafrænum samræðum? Össur nefnir grein sína „Rafrænt lýðræði.“ Ætlar hann að nota raf- magn frá Kárahnjúkum í það lýðræði eða er þetta eitthvað sem tengist Línu.Neti? Tómt skrum Haraldur Blöndal Tölvukjör Ógerlegt er að fylgjast með framkvæmd tölvukosninga, segir Haraldur Blöndal, og kosningasvindl verður næsta auðvelt. Höfundur er í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis syðra. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Vatnskarafla með glasi Verð kr. 3.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.