Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 35
irvinna?“
duglega
arn. Hún
r alls 101
ði þegar
rnabætur
nn. Þegar
agvistun,
gna bíls á
yrir mat,
síma og
verkefna-
fyrir geð-
0% skjól-
s séu
30 til at-
segir að
að stað-
stir dragi
rá Trygg-
einungis
afi lífeyri
sem fólk
fsferilsins
gunblaðið
rorkubót-
2–17% á
sé mikill
hafi ekki
und krón-
nuði. Hún
f sé verið
í lyfja-
pti miklu
athvarfs-
argir
ðstoð
dsdóttur,
lparstarfi
umsókn-
mun fleiri
fsárs en í
któber til
st 14.054
ama tíma
borg seg-
f sé apr-
r 120 um-
nokkurn
áskamán-
ún segir
iðhöfð að
ð þrisvar
ar um jól-
u margir
vóta. Hún
umsókn
lingar.
æðin sem
r innan-
n og að
sins séu
r sér að
eftir að-
tur gjaf-
og segir
f á fram-
n
di
m Smart
lgríms-
ingið.
eru álitnir öðruvísi en aðrir berjast
stundum við fordóma. Þeir sem
glíma við sjúkdóma, jafnvel alla
ævi, eru álitnir öðruvísi og verða
fyrir aðkasti og fordómum í sam-
félaginu. Á þessu þurfum við að
taka. Við munum aldrei útrýma for-
dómum, en við þurfum að læra að
lifa með þeim og skýra þá. Það er
megintilgangur þessarar umfjöll-
unar.“
Héðinn Unnsteinsson, verkefnis-
stjóri Geðræktar, segir að þeir sem
standi utan fyrirfram skilgreinds
ramma samfélagsins teljist öðruvísi
og séu dæmdir. „En í raun er það
svo að þeir sem standa utan ramm-
ans eru oft þeir sem koma hlutun-
um á hreyfingu og breyta sam-
félögum. Fordómar segja meira um
þann sem ber þá en þann sem þeir
beinast að. Heilbrigðiskerfið og fé-
lagslega kerfið færast stöðugt nær
hvort öðru og við viljum vekja at-
hygli á heilsuvá fordóma. Átakið á
að vekja okkur öll til vitundar um
fordóma, við þurfum að skoða okk-
ur sjálf, takast á við fordómana og
verða okkur meðvitandi um þá.“
Enginn er fordómalaus
Jóna Hrönn Bolladóttir miðbæj-
arprestur tók undir með Héðni um
mikilvægi þess að allir litu í eigin
barm og skoðuðu sína fordóma.
„Ég held að mjög margir telji sig
fordómalausa. En með því að vekja
athygli á alhæfingum og staðal-
myndum í samfélaginu sem valda í
raun fordómum vekjum við fólk til
umhugsunar um fordóma. Fordóm-
NÆSTU vikur standafjölmörg félagasamtökfyrir vitundarvakninguum fordóma. Ætlunin
er að vekja fólk til umhugsunar um
eigin fordóma, eðli þeirra, orsakir
og afleiðingar. Með átakinu er
hvatt til virðingar fyrir manneskj-
unni, hver sem hún er, karl, kona,
ung eða gömul, fötluð eða ófötluð,
án tillits til uppruna, kynhneigðar
eða trúarbragða.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem aðstandendur átaksins
héldu á Hótel Borg í gær, en vakn-
ingin hefst formlega með tónleik-
um í Listasafni Reykjavíkur á
morgun, 1. maí, kl. 16. Þá hefst
dreifing meðal landsmanna á
35.000 blöðrum og póstkortum
víðsvegar um landið. Blöðrurnar
eru tákn fordóma en póstkortin
bera boðskap sem ætlað er að
vekja til umhugsunar, fá fólk til að
skoða hug sinn vandlega og svara
spurningum um eigin fordóma.
Síðan getur fólk losað sig við „for-
dómablöðruna“ í þar til gerð ílát á
bensínafgreiðslustöðvum Skelj-
ungs og fengið að launum glaðning
frá Skeljungi. 18. maí kl. 17 verður
blöðrunum síðan safnað saman og
þeim sleppt í loft upp, samtímis á
níu stöðum um landið.
Fordómar snerta
marga þætti þjóðlífsins
„Fordómar eru vandamál sem
snertir mjög marga þætti þjóðlífs-
ins,“ sagði Sigurður Guðmundsson
landlæknir á fundinum. „Þeir sem
ar eru ekki meðfæddir, þeir eru
lærðir. Þeir sem hafa tamið sér
fordóma geta því losnað við þá.
Þeir eru ekki eðlilegt atferli.“
Sara Dögg Jónsdóttir frá Sam-
tökunum ’78 sagði að í dag væri
ekki talað opinskátt um fordóma.
„Afleiðingar þess eru þessi mikla
þögn, sem er eitt það versta sem
við stöndum frammi fyrir. Það er
mikilvægt að við þorum að tala um
okkar eigin fordóma, þannig get-
um við öll orðið betri manneskjur.“
Skortur á tækifærum
veldur fordómum
„Þeir fordómar sem helst þjá þá
sem eru fatlaðir er skortur sam-
félagsins á tækifærum,“ sagði
Arnþór Helgason hjá Öryrkja-
bandalaginu. „Þeir sem eru fatl-
aðir fá ekki tækifæri til að njóta
sín og reyna á krafta sína. Stað-
reyndin er sú að með því að búa
mönnum ákveðin lífsskilyrði vegna
stöðu þeirra í þjóðfélaginu birtast í
hnotskurn fordómar stjórnvalda í
garð tiltekinna þjóðfélagshópa. Ég
fagna því þessu átaki og vona að
umræðan um fordóma í samfélag-
inu verði okkur öllum til gagns.“
Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross Ís-
lands, tók undir þau orð að best
væri að byrja að skoða sína eigin
fordóma. „Við viljum búa í góðu
samfélagi og allir vilja láta sér líða
vel. Eitt af því sem styrkir gott
samfélag er að við berum virðingu
fyrir hvert öðru. Það er mikilvægt
að við ræðum um og skiljum hvað
fordómar eru, að við lítum ekki á
allar hugmyndir og alhæfingar
sem viðteknar, heldur lítum í eigin
barm, skoðum okkur sjálf. Opinská
umræða um fordóma er því mjög
mikilvæg, sérstaklega núna þegar
þjóðfélag okkar er að verða fjöl-
menningarlegt.“
Vitundarvakning Landlæknis-
embættisins og Geðræktar um for-
dóma er unnin í samstarfi við Al-
þjóðahúsið, Félag eldri borgara,
Félagsþjónustuna í Reykjavík,
Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið,
Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð
Háskóla Íslands, Miðborgarstarf
KFUM og K og þjóðkirkjunnar,
Rauða kross Íslands, Samtökin ’78
og Öryrkjabandalag Íslands.
Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma
Opinská
umræða um
fordóma er
allra hagur
Morgunblaðið/Sverrir
Fulltrúar nokkurra þeirra aðila sem að átakinu Sleppum fordómum standa kynntu átakið á fundi í gær. F.v.
Gunnar Kvaran frá Skeljungi, Sigrún Árnadóttir frá Rauða krossi Íslands, Arnþór Helgason frá Öryrkja-
bandalagi Íslands, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Héðinn Unnsteinsson frá Geðrækt, Jóna Hrönn
Bolladóttir miðborgarprestur og Sara Dögg Jónsdóttir frá Samtökunum ’78.
HVANNEYRI verður formlega friðlýst sem búsvæðiblesgæsarinnar næstkomandi föstudag og er þetta í
fyrsta skipti sem búsvæðavernd er staðfest hér á landi.
Blesgæsin hefur viðkomu á Íslandi á vorin og haustin til
að safna kröftum á ferðum sínum milli varpstöðva á
Grænlandi og vetrarstöðva á Bretlandseyjum. Fækkað
hefur í stofninum undanfarin ár af ókunnum orsökum og
hafa erlendir vísindamenn sem stundað hafa rannsóknir á
blesgæsinni á Hvanneyri undanfarin ár lagt mikla áherslu
á að blesgæsin fái friðland á Íslandi.
Björn Þorsteinsson, prófessor í plöntulíffræði á Hvann-
eyri, segir að stofn blesgæsarinnar hafi verið um 33 þús-
und fuglar um miðjan tíunda áratuginn en síðustu ár hafi
fuglinum fækkað af ókunnum ástæðum. Á friðuðu svæði á
Írlandi hafi verið um 10 þúsund fuglar á tíunda áratugn-
um en í vetur höfðu einungis um 7 þúsund fuglar þar vet-
ursetu. Björn segir að blesgæsin sé friðuð að hluta til á
svæðum á Grænlandi og Bretlandseyjum, en fuglinn hafi
til þessa ekki notið formlegrar verndar hér á landi. Á
Hvanneyri séu skotveiðar ekki leyfðar og hugsanlega sé
það ástæða þess að blesgæsin hafi vanið komur sínar
þangað. Um 2000 fuglar hafa verið taldir í Hvanneyri og
nágrenni og segir Björn Hvanneyri stærsta einstaka
svæðið sem blesgæsin hefur viðkomu á ferðum sínum
milli varp- og vetrarstöðva.
Gæsin fitnar hraðar á vorin
Blesgæsin dvelur hér um tveggja vikna skeið á tíma-
bilinu 10. apríl til 13. maí til að safna kröftum á leiðinni
til Grænlands og svo aftur í nokkurn tíma um haustið á
tímabilinu 30. ágúst til 31. október. Rannsóknir erlendu
fuglafræðinganna á Hvanneyri, með dr. Tony Fox hjá
umhverfisrannsóknastofnun Danmerkur í fararbroddi,
hafa sýnt að stoppið hér á Íslandi er blesgæsinni lífs-
nauðsynlegt. Gæsin geti ekki fitað sig nóg til að fljúga
milli Bretlands og Grænlands í einum rykk auk þess sem
beitilandið á Grænlandi sé ekki þiðnað um miðjan apríl
þegar fuglinn kemur hingað til lands. Í ljós kom að fugl-
arnir fitna mun hraðar hér en á vetrarstöðvunum.
Karlfuglarnir þyngdust að meðaltali um 387 grömm á
15 daga dvöl á Íslandi sem er um 14% aukning á líkams-
massa og kvenfuglarnir þyngdust um 407 grömm að
meðaltali og juku líkamsmassann um 17%. Fuglinn fitn-
ar miklu hægar yfir veturinn og telja fuglafræðingar
vorið því sérstaklega mikilvægan tíma fyrir fuglinn.
Björn segir að einnig hafi komið í ljós að gæsin sé
sérstaklega sólgin í vallarfoxgras og að gæsafjöl-
skyldurnar séu íhaldssamar á ákveðið beitarland og
dvelji á sama reitnum ár eftir ár.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun undirrita
friðlýsingu jarðarinnar með samþykki Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri og Borgarfjarðarsveitar að tillögu
Náttúruverndar ríkisins.
Á föstudag verður einnig undirritaður samningur
milli Náttúruverndar ríkisins og Landbúnaðarháskól-
ans á Hvanneyri um umsjón og rekstur búsvæðavernd-
arsvæðisins og að tryggja fræðslu og aðgengi almenn-
ings að því.
Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu
eru um 80 svæði friðlýst í landinu og er yfirleitt um
ákveðna náttúruvætti eða fólkvanga að ræða. Þetta er í
fyrsta skipti sem búsvæði ákveðinnar dýrategundar er
friðlýst hér á landi.
Morgunblaðið/Theodór
Blesgæsahópur á flugi yfir byggðakjarnanum á Hvanneyri.
Viðkoma á Íslandi er blesgæsinni lífsnauðsyn
Hvanneyri formlega friðlýst sem búsvæði blesgæsar hér á landi
Á PÓSTKORTUNUM, sem dreift
verður meðan stendur á átakinu
„Sleppum fordómum“, er að finna
boðskap til fólks og það beðið að
ígrunda eigin fordóma. Þar stend-
ur m.a.:
„Hefur þú einhvern tímann sagt
eða hugsað með sjálfum/sjálfri
þér:
Konur í svona pilsum eru
örugglega ...
Fólk sem ekki er í vinnu er nú
bara ...
Ég held að flestir útlendingar
séu ...
Mér finnst samkynhneigðir ...
Unglingar nú til dags eru ...
Gamalt fólk á ekki að ...
Þessar setningar fela allar í sér al-
hæfingar út frá staðalmyndum,
það er enginn góður mannþekkjari
fyrr en hann hefur kynnst ein-
staklingnum. Enginn einstaklingur
er aðeins fulltrúi ákveðins hóps.“
Ert þú góður
mannþekkjari?