Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 28. feb. birtist
í Morgunblaðinu grein
eftir Kristján Pétursson
um vandamál tengd
fíkniefnum. Í greininni
varði Kristján stefnu
stjórnvalda í fíkniefna-
málum og hnýtti í þá
sem viðrað hafa aðrar
leiðir til að minnka bölið
sem vímugjafar, lögleg-
ir sem ólöglegir, valda.
Ég vil gera nokkrar at-
hugasemdir við mál-
flutning Kristjáns.
Hann segir að það
þurfi mikið hugrekki til
að berjast við fíkniefnin.
Það má vel vera en ég
hefði haldið að það væri sjálfsagt mál
að halda uppi andófi gegn fíkniefnum,
það er hins vegar deilt um það með
hvaða hætti væri best að gera það.
Það þarf hins vegar örugglega hug-
rekki til að mæla opinberlega gegn
stefnu stjórnvalda og viðra nýjar hug-
myndir. Þeir sem mæla gegn stríðinu
við fíkniefnin eru fáir og auðveld skot-
mörk. Þeir eiga t.d. á hættu að vera
útmálaðir sem útbrunnir dópistar eða
jafnvel hálfgildings glæpamenn.
Ég held að sá eða þeir sem Kristján
kallar útbrunna dópista hafi ekki unn-
ið sér annað til sakar en að benda á að
víða erlendis eru uppi hugmyndir um
að hætta því sem nefnt hefur verið
stríð gegn fíkniefnum og taka í stað-
inn upp mildari aðferðir sem taka mið
af því að vímuefnaneytendur eru líka
fólk. Þeir eru feður og mæður, synir
og dætur og því mikið í húfi og síst til
bóta að auka á harminn með fordóm-
um og harðneskju. Fíkniefnaneytend-
ur eru fyrst og fremst manneskjur,
sem reyndar eru ósköp upp og ofan
eins og gengur. Það er því furðulegt
hvað viðbrögðin eru harkaleg við
þessum fréttum frá út-
löndum.
Kristján líkir fíkni-
efnasölum við hryðju-
verkamenn. Mér finnst
tekið of djúpt í árinni
þar en get ekki hugsað
mér að teygja lopann
hvað það atriði varðar.
Ég verð hins vegar allt-
af jafn furðu lostinn
þegar talað er um hvað
fíkniefnasmyglarar og
-salar viti mikið um efn-
in sem þeir selja. Þurfa
þessir kónar að vita svo
mikið ef þeir eru fyrst
og fremst að þessu
ágóðans vegna og nota
efnin ekki sjálfir? Fíkniefnaneytend-
ur eru hins vegar gjarnan mjög
áhugasamir um efnin sem þeir nota
og vita mikið um þau. Þeir eiga aftur á
móti erfitt með að tengja áhættuna
við sig sjálfa, þetta þekkja þeir sem
reykja tóbak ágætlega.
Oft er því borið við að tilraunir eða
nýjungar í fíkniefnavörnum hafi litlu
skilað nema auknum vandræðum og
er Holland oft nefnt í þessu sambandi,
m.a. í grein hér í Morgunblaðinu ný-
verið. En það gleymist oft að spyrja
Hollendinga sjálfa hvernig tekist hafi
til! Nú eru þeir eflaust ekki á einu
máli varðandi stefnuna en stjórnvöld í
Hollandi bera sig a.m.k. vel. Ástandið
er síst verra (og mun betra í raun) en í
Bandaríkjunum þar sem barist hefur
verið af hörku gegn fíkniefnunum.
Nýverið kom t.d. út skýrsla varð-
andi tilraun Hollendinga þar sem
læknar skrifuðu út heróín til langt
genginna fíkla sem jafnframt nutu að-
hlynningar og meðferðar. Árangur-
inn er svo góður að harðasti andstæð-
ingur slíkra tilrauna í Danmörku,
Peter Ege yfirlæknir í Kaupmanna-
höfn, vill nú prófa aðferðirnar þar í
landi. Peter Ege þessi hefur yfirum-
sjón með allri eiturlyfjameðferð í
Köben. Hollendingar eru líka stoltir
af því að það dó enginn vegna ecstacy-
neyslu þar í landi á síðasta ári. Þeir
þakka það forvörnum sem reyndar að
hluta til samþykkja neyslu partíefn-
anna svokölluðu. En ef það bjargar
mannslífum að hafa á þann hátt …
Böl fíkniefna
Magnús
Lárusson
Fíkniefni
Það þarf hins vegar
örugglega hugrekki,
segir Magnús Lárusson,
til að mæla opinberlega
gegn stefnu stjórnvalda.
Höfundur er félagsfræðingur og
áfengisráðgjafi.
Sveitastjórnarkosn-
ingar verða haldnar 25.
maí næstkomandi. Í
þeim leitar Sjálfstæðis-
flokkurinn á ný eftir
umboði til að þjóna íbú-
um Seltjarnarness. Í
framboði er fjölbreytt-
ur listi kvenna og karla
með mikla breidd. Þar
fer saman reynsla af
bæjarmálum og nýtt
fólk með nýjar áherslur
og hugmyndir um
bætta þjónustu við
íbúa. Seltirningar eiga
heiðurinn af þessum
lista sem varð til í
einkar fjölmennu próf-
kjöri síðastliðið haust. Vilji fólks um
endurnýjun og ferskleika í bæjar-
málunum hefur því skilað sér.
Við blasir nýtt kjörtímabil. Fyrir
nýliða á lista okkar felur það í sér
eftirsóknarvert tækifæri til að leggj-
ast á árarnar fyrir hönd Seltirninga
og fyrir þá, sem þegar eru á vett-
vangi, ný sóknarfæri. Metnaðarfull
framtíðarsýn byggir ekki síst á
ábyrgðarkennd gagnvart pyngju
íbúa. Gæta verður aðhalds í fjármál-
um bæjarins og tryggja að skattar
verði áfram lágir. Hljóti sjálfstæð-
ismenn brautargengi eru framundan
tímar stöðugleika en einnig framfara
og umbóta.
Stefnufesta
og einurð
Í kosningum hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn á Seltjarnarnesi ávallt
reitt sig á dómgreind bæjarbúa og
þá tiltrú hafa Seltirningar endur-
goldið með stuðningi, enda er eðli-
legt að styrk fjármálastjórn, lágar
álögur, öflug þjónusta, góðir skólar,
opin stjórnsýsla og skýr ábyrgð vegi
þungt á vogarskálum bæjarbúa. Góð
staða Seltjarnarnesbæjar er ekki
sjálfgefin, heldur byggir hún á ára-
langri stefnufestu, einurð og vilja til
að þjóna bæjarbúum.
Með samstöðu sinni hafa íbúar
Seltjarnarness stuðlað að uppbygg-
ingu bæjarfélags sem í senn þykir
eftirsóknarverður bú-
staður og er öðrum
sveitarfélögum fyrir-
mynd. Undir stjórn
Sjálfstæðisflokks hefur
Seltjarnarnesbær
dafnað án fjárhags-
legra byrða fyrir bæj-
arbúa. Útsvar á Sel-
tjarnarnesi hefur lengi
verið í lágmarki og er
lægst meðal sveitarfé-
laga á höfuðborgar-
svæðinu, skuldir bæj-
arfélagsins eru með
þeim lægstu á landinu,
fasteignagjöld eru í
lágmarki, örorku- og
ellilífeyrisþegum er
veittur umtalsverður eða fullur af-
sláttur af fasteignagjöldum, hol-
ræsagjald er ekki lagt á, systkinaaf-
slættir eru í boði í leikskólum og
skólaskjóli. Svo mætti áfram telja.
Samfélag fyrir fólk
Á Seltjarnarnesi hefur fjölskyldan
verið í forgrunni hvað snertir mennt-
un, dægradvöl og þjónustu. Í bæinn
sækir barnafólk í vaxandi mæli. Sel-
tjarnarnesbær er á meðal þeirra
sveitarfélaga sem lengst eru komin í
umbótum í skólamálum og getur
státað af góðum leikskólum, grunn-
skólum og tónlistarskóla. Allar for-
sendur eru til staðar fyrir enn öfl-
ugra skólastarfi og framúrskarandi
árangri. Á komandi kjörtímabili
hvikar Sjálfstæðisflokkurinn ekki
frá þeirri stefnu að skólarnir okkar
verði í fremstu röð, bæði hvað snert-
ir almennan aðbúnað og kennara-
kost, árangur nemenda og þátttöku
foreldra.
Seltjarnarnes hefur á skömmum
tíma orðið eitt eftirsóttasta útvistar-
svæði á höfuðborgarsvæðinu. Bæj-
arstjórn hefur markað skýra stefnu í
umhverfismálum og mun vinna
áfram að framkvæmd hennar á
næsta kjörtímabili með hreinsun
fjara, bættu skolpkerfi, lagningu
göngustíga og verndun á lífríki Setj-
arnarness í samræmi við nýsam-
þykkta umhverfisstefnu bæjarins og
Staðardagskrá 21. Á Seltjarnarnesi
stendur íþrótta- og æskulýðsstarf í
blóma og lögð hefur verið ótvíræð
áhersla á öldrunarmál. Málefni aldr-
aðra standa mjög vel á Seltjarnar-
nesi miðað við önnur sveitarfélög en
hugað verður að frekari umbótum á
því sviði og komið verður enn betur
til móts við þarfir eldri borgara.
Drengskapur,
kapp, virðing
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að þegar rætt er um hvort
stjórnmálaflokkar hafi staðist próf
er einungis unnt að miða við dóm
kjósenda. Frá því að Seltjarnarnes
hlaut kaupstaðarréttindi hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn alls sjö sinnum
þreytt próf kjósenda í sveitarstjórn-
arkosningum og í hvert sinn hefur
flokkurinn hlotið brautargengi af
hálfu kjósenda. Lykillinn að þessari
velgengi er einmitt sá að sjálfstæð-
ismenn hafa einatt treyst dómgreind
bæjarbúa og gengið til prófs með
einurð þess sem vel hefur unnið.
Þannig verður það einnig í vor. Í
hönd fer lífleg og jákvæð kosninga-
barátta sem sjálfstæðismenn munu
heyja af drengskap, kappi og virð-
ingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og
bæjarbúum öllum. Argaþras, böl-
móður og pólitískar skylmingar sem
engu skila eiga ekki upp á pallborðið
hjá okkur, enda þættir sem eru allt í
senn óæskilegir fylgifiskar stjórn-
mála, baráttuaðferðir gærdagsins og
lítt til þess fallnir að skapa ávinning
til framtíðar.
Til móts við
nýja tíma!
Jónmundur
Guðmarsson
Seltjarnarnes
Argaþras, bölmóður og
pólitískar skylmingar,
segir Jónmundur Guð-
marsson, eru óæskilegir
fylgifiskar stjórnmála
og baráttuaðferðir gær-
dagsins, enda lítt til
þess fallnir að skapa
ávinning til framtíðar.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Seltjarnarness og skipar 1. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokks fyrir
sveitarstjórnarkosningar.
SVERRIR Ármannsson og Aðal-
steinn Jörgensen sigruðu með mikl-
um yfirburðum í 40 para úrslita-
keppni sem fram fór um Íslands-
meistaratitilinn í tvímenningi um
helgina. Þeir félagar tóku forystuna
í 10. umferð og heldu henni sam-
fleytt til loka en spilaðar voru 39
umferðir.
Þegar upp var staðið hðfðu
Sverrir og Aðalsteinn hlotið 381
stig yfir meðalskor eða tæp 10 stig í
setu og voru liðlega 100 stigum yfir
næsta pari sem voru feðgarnir
Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjalta-
son. Gamall meðspilari Hjalta, Ás-
mundur Pálsson, endaði svo í þriðja
sæti ásamt landsliðsfyrirliðanum
Guðmundi Páli Arnarsyni.
Að þessu sinni voru undankeppn-
in, en í henni spiluðu 60 pör, og úr-
slitakeppnin spilaðar í Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla. Aðstaðan var
ágæt nema hvað hitastigið í spila-
salnum var 10 gráðum of hátt og
háði það spilurum mjög.
Nær öll efstu pörin eru spilarar
úr Bridsfélagi Reykjavíkur en loka-
staða efstu para varð þessi:
Aðalsteinn Jörgens. - Sverrir Árm.s. 381
Eiríkur Hjaltason - Hjalti Elíass. 278
Ásmundur Pálss. - Guðm. P. Arnarson 247
Ísak Örn Sigurðss. - Ómar Olgeirss. 188
Jónas P. Erl.s. - Ragnar Hermannss. 184
Guðm. Pálsson - Júlíus Snorrason 163
Guðjón Bragason - Vignir Haukss. 159
Friðjón Thórhallss. - Sigfús Ö. Árnas. 152
Anton Haraldss. - Sigurbjörn Haraldss.131
Matthías Þorvaldss. - Þorlákur Jónss. 127
Keppnisstjórar voru Björgvin
Már Kristinsson og Sveinn Rúnar
Eiríksson sem einnig sá um út-
reikninga í mótinu. Mótsstjóri var
Stefanía Skarphéðinsdíttir en for-
seti Bridssambandsins, Guðmund-
ur Ágústsson, afhenti verðlaun í
mótslok.
Til gamans skulum við svo líta á
næstsíðasta spil mótsins. Víðast
hvar voru spiluð 6 hjörtu sem tvö
pör unnu og fengu skorina 1430. Á
einu borðinu vannst sá samningur
doblaður, eitt par spilaði 4 hjörtu og
vann 5 en annars staðar töpuðu
sagnhafar 6 eða 7 hjörtum. Spilið
var svona:
Norður
♠ KD74
♥ ÁD43
♦ ÁD985
♣-
Vestur Austur
♠ 109652 ♠ G
♥ 2 ♥ 10876
♦ 73 ♦ K1062
♣K8653 ♣D1072
Suður
♠ Á83
♥ KG95
♦ G4
♣ÁG94
Víða kom út spaði og þeir sem
komu út með tíuna gáfu höggstað á
sér því það gefur sagnhafa mögu-
leika á fjórum spaðaslögum. Fimm
slagi má fá á hjarta með trompun
og svo 2 tígulslagi og laufslag. Víða
kom út lítill spaði.
Nú er falleg vinningsleið í spilinu.
Spaði er drepinn í borðinu og spilað
litlum tígli. Austur má ekki drepa
því þá er spilið búið. Hann lætur lít-
ið spil og sagnhafi fær slaginn á
gosa. Hann spilar áfram tígli á ás-
inn og spilar enn tígli sem hann
trompar með níunni (fimminu). Þá
eru trompin hreinsuð upp og gefinn
einn slagur á tígul.
Einnig má vinna spilið ef lauf
kemur út í upphafi. Trompað er
með þristi í borði og litlum tígli spil-
að. Enn má austur ekki drepa og
sagnhafi á slaginn. Hann trompar
aftur lauf með fjarkanum. Nú er
litlum spaða spilað úr borði og tekið
á ásinn. Nú er laufás spilað og síðan
laufgosa og hann trompaður með
drottningu. Nú tekur sagnhafi á
trompás og spilar spaðakóng!
Skemmtilegt spil brids.
BRIDS
Fjölbrautaskólinn í Ármúla.
40 pör – 27.–28. apríl.
ÍSLANDSMÓTIÐ Í TVÍMENNINGI Sverrir og Aðalsteinn
Íslandsmeistarar
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Efstu pörin í Íslandsmótinu í tvímenningi. Talið frá vinstri: Guðmundur Páll Arnarson og Ásmundur Pálsson
sem enduðu í þriðja sæti, þá Íslandsmeistararnir Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson, og feðgarnir
Hjalti Elíasson og Eiríkur Hjaltason en þeir urðu í öðru sæti.
Arnór Ragnarsson