Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 41 Ömmubakstursle ikar Keppnisgreinar Smur› flatkaka; besta uppskriftin af flatkökum og áleggi Smur› skonsa; besta uppskriftin af skonsum og áleggi Sendu uppskrift á 0mmubakstur.is fyrir 3.maí. Eina skilyr›i› er a› innsendar uppskriftir geri rá› fyrir heitri e›a kaldri flatköku e›a skonsu frá Ömmubakstri. Úrslitin ver›a tilkynnt á Bylgjunni. Glæsileg ver›laun 1. ver›laun: Ævint‡rafer› fyrir tvo til höfu›borgar smurbrau›sins, Kaupmannahafnar 2.-3. ver›laun: Smurbrau›sveisla á Jómfrúnni 4.-10. ver›laun: Gjafakarfa frá Ömmubakstri ommubakstur.is N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is fyrir 3. maí U p p s k r i f t a s a m k e p p n i Stanislas Bohic garðhönnuður Sími 525 3000 • www.husa.is verður til skrafs og ráðagerða í timburverslun Súðarvogi sem hér segir: Fimmtudaginn 2. maí 13 - 18 Föstudaginn 10. maí 13 - 18 Mánudaginn 13. maí 13 - 18 Vinsamlegast pantið tíma í síma 525 3000. Í TILEFNI af held- ur sérkennilegri svar- grein bæjarstjórans á Seltjarnarnesi í Mbl. 24. apríl við grein minni um 585 milljóna króna skaðabótakröfu á hend- ur bænum vil ég árétta eftirfarandi. „Ábyrgðarleysi“ það sem mér er gefið að sök í greininni felst í því að upplýsa bæjarbúa um tilvist umræddrar skaðabótakröfu og ég sé með því að „gera málstað Seltjarnarnes- bæjar tortryggilegan í augum bæjarbúa“. Þetta eru makalausar ásakanir og eiga ekki við nokkur rök að styðjast, lýsa fremur örvæntingu þess sem setur þær fram. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að hér eins og oftast sé sannleikurinn sagna bestur. Bæj- arstjórinn fráfarandi deilir greinilega ekki þeirri skoðun minni. Það skal skýrt tekið fram að ekkert lögfræðilegt mat hefur verið lagt á efni kröfunnar og að ég hef hvergi tekið undir kröfu Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. f.h. ÁHÁ-verk- taka í máli þessu. Að sjálfsögðu vona ég eins og aðrir Seltirningar að þessi krafa nái ekki fram að ganga. Það breytir þó ekki því að krafan er fram komin og verður ekki leyst með þögn- inni. Ljóst er að meirihlutinn skilur engan veginn kjarna þessa máls og er full ástæða til að vekja athygli á því. Það sem ég hef fyrst og síðast gagn- rýnt er sú staðreynd að meirihlutinn hefur með margvíslegum hætti reynt að halda þessu máli leyndu fyrir bæj- arbúum og með því brotið grundvall- arreglur í opinberri stjórnsýslu. Það hefur heldur aldrei þótt bera vott um sterkan málstað þegar varnir felast í því að skjóta sendiboðann, boðbera hinna válegu tíðinda. Rangfærslur Meirihlutinn lét bóka framkomna skaðabótakröfu sem „erindi“ og er það augljóslega mjög villandi svo ekki sé kveðið fastar að orði. Í sam- þykkt um stjórn og fundarsköp Sel- tjarnarnesbæjar er skýrt kveðið á um hlut- verk forseta bæjar- stjórnar. Sá sem gegnt hefur því embætti að undanförnu er Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Hlut- verk forseta bæjar- stjórnar er ekki síst að sjá til þess að allt fari löglega fram á bæjar- stjórnarfundum, að rétt og nákvæmlega sé bók- að í fundargerðum. Misvísandi eða röng bókun í fundargerð er alvarlegt mál. Er ástæða til að efast um að sá sem ekki skilur þetta grundvallaratriði í opin- berri stjórnsýslu sé starfi sínu vax- inn. Fram hefur komið að áheyrnar- fulltrúum var vísað á dyr þegar þetta mál var tekið til umræðu sem er fá- heyrt og á skjön við þá almennu reglu að bæjarstjórnarfundi skal halda í heyranda hljóði og almenningi heim- ilaður aðgangur að þeim. Sannar þetta tvennt með óyggj- andi hætti hvernig meirihlutinn ætl- aði að halda þessu máli leyndu fyrir bæjarbúum. Ekki ber sú viðleitni vott um mikla virðingu fyrir kjósendum. Tillitssemi við bæjarbúa? Bæjarstjóri lætur að því liggja að komandi kosningar hafi ráðið því að ég hafi greint frá umræddri skaða- bótakröfu. Hitt mun sanni nær að til- raunir hans og meðreiðarsveina hans til að hylma yfir málið séu einmitt til- komnar vegna þess að kosningar eru á næstu grösum. Af hverju leggur meirihluti bæjar- stjórnar ofurkapp á að leyna þessu máli með röngum bókunum og brott- vísun áheyrnarfulltrúa af fundi? Af hverju telur hann það ábyrgðarleysi af mér að upplýsa bæjarbúa um mál- ið? Það er greinilegt að meirihlutinn metur það svo að ekki sé „heppilegt“ fyrir kjósendur að vita af þessu máli. Hagsmuna hverra er verið að gæta? Mér sýnist augljóst að hér hafi meiri- hlutinn sett flokkshagsmuni ofar hagsmunum bæjarbúa. Það sem vakti fyrir mér með að upplýsa um þetta alvarlega mál var sú vissa mín að bæjarbúar eigi lög- varinn rétt á að fá undanbragðalaust vitneskju um málefni bæjarfélagsins svo að þeir geti sjálfir mótað sér skoðun á þeim. Svo einfalt er það! Að skjóta boðbera válegra tíðinda Guðrún Helga Brynleifsdóttir Seltjarnarnes Mér sýnist augljóst, segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, að hér hafi meirihlutinn sett flokkshagsmuni ofar hagsmunum bæjarbúa. Höfundur skipar 1. sæti Neslistans á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.