Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 47 hvert þeirra var einstakt í huga hans. „Prinsessan mín“, „uppáhaldið mitt“ voru orð sem hann notaði óspart. En hann gætti þess þó að hin heyrðu ekki til því eins og við lærðum síðar meir vorum við öll uppáhaldið hans. Við minnumst afa sem einstaklega skemmtilegrar persónu og dálítils töffara. Hann var hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann kom en ein af sterkustu minningum okkar var þeg- ar hann söng með tilþrifum í fjöl- skylduboðum „Ó sóle míó“. Ljóst er að hans verður sárt saknað en eins og við vorum einstök í huga hans verður hann ávallt einstakur í hjarta okkar og þar verður hlýja hans borin um ókomna tíð. Karin Erna og Fríða Hrönn. Þegar fréttin um lát Nonna frænda barst okkur systkinunum kom upp í hugann að mikill maður væri horfinn okkur. Hann var góður frændi og skemmtileg persóna sem svo sannar- lega gustaði af. Það bjóst enginn við því að hann myndi kveðja svona fljótt, hann sem alltaf var svo hressilegur og lék á als oddi, eflaust þó miklu veikari en nokkurn grunaði. Hann var yngsti bróðir móður okk- ar Katrínar og var mikill vinskapur milli foreldra okkar og þeirra hjóna, sem og allra þeirra Vatnsendasystk- ina. Við þrjú yngri, Siggi, Ragga og Hía, áttum öll jafnaldra og leikfélaga á heimili Nonna og Díu og voru því samskiptin milli heimilanna talsvert mikil á árum áður. Þá voru Frank og Nonni starfsfélagar í Áburðarverk- smiðjunni til margra ára en þar vann Nonni mestallan sinn starfsaldur og fannst okkur alltaf samasem merki milli Nonna og Áburðarverksmiðj- unnar. Þá var nú alltaf glatt á hjalla þegar stórfjölskyldan Hjaltested hélt upp á merkisviðburði eða ættarmót og fór þá Nonni ávallt fremstur í flokki, söng með sinni fallegu tenórrödd, oft einn og einnig tvísöng með Pétri bróður sínum eða Óla Beinteins, og að sjálfsögðu með þeim systrum, Ingveldi og Sigurveigu. Það sem ein- kenndi Nonna var alltaf gleði, honum lá hátt rómur, eins og þeim systkin- um öllum, hann hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum og fylgdi sínu oft fast eftir. Það fór ekki fram hjá neinum þar sem Nonni birtist og hreif alla viðstadda með sér þegar tími var fyr- ir léttar stundir og við öll vorum sam- an. Hann var umhyggjusamur og reyndist öllum vel. Ef hann gat hjálp- að okkur á einhvern hátt stóð ekki á því og bar hann hag fjölskyldunnar allrar fyrir brjósti. Ferðalög voru í miklu uppáhaldi hjá Nonna og Díu og voru ófáar ferðirnar til útlanda, einn- ig ásamt foreldrum okkar meðan pabbi lifði. Var þá helst farið til sólar- landa og notið lífsins. Í eina slíka ferð fórum við báðar fjölskyldurnar, þá varð Nonni fimmtugur og eitt af okk- ur átti einnig stórafmæli, var haldið upp á afmælin á Spáni og var það ógleymanleg ferð, alltaf var Nonni kátur og glaður að vanda. Þannig var Nonni alltaf og þannig viljum við muna hann í minningunni. Við leiðarlok viljum við ásamt móð- ur okkar og fjölskyldum þakka sam- fylgdina og sendum Díu og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim öllum. Frank, Sigurður L., Ragn- heiður og Sigurveig Hall. Nú er frændi minn og góður vinur Jón Einar Hjaltested allur. Andlát hans bar frekar skjótt að. Hann hafði reyndar glímt við veikindi undanfarið en varð svo fyrir áfalli sem varð þess valdandi, að kallið kom fyrr en vænta mátti. Jón eða „Nonni frændi“ eins og hann var oftast nefndur innan fjöl- skyldunnar hafði óvenju margt gott til brunns að bera. Hann var því sér- staklega vinsæll og vinmargur, ekki síst meðal okkar frændfólksins. Hjálpsemi og greiðvikni voru ríkir þættir á fari Nonna, enda þykist ég vita að margir muni minnast hans með þakklæti. Kostir Jóns verða ekki allir raktir hér, en hann var sérstak- lega vinnusamur og verklaginn mað- ur og vel hagur bæði á tré og járn. Allt sem viðkom vélum lék einnig í höndum hans, en Jón var menntaður vélstjóri og eftirsóttur sem slíkur. Reyndar finnst mér óhætt að segja að Jón heitinn hefði getað lagt svo margt fyrir sig, því hann fékk ýmsa góða hæfileika í vöggugjöf. Hann hafði t.d. háa og bjarta tenórrödd og lét sig ekki muna um að syngja einsöng með glæsibrag á mannamótum, ef sá gáll- inn var á honum. Nonni frændi naut sín líka sérstaklega vel á slíkum gleði- stundum, ekki síst innan fjölskyld- unnar, enda held ég að annar eins fjölskyldumaður og hann var sé vand- fundinn. Heimilið, konan og börnin voru honum mjög hjartfólgin og var fjölskyldulíf hans einkar farsælt og heilladrjúgt. Jón Hjaltested var líka svo lánsamur að eiga að lífsförunauti heilsteypta og yndislega konu, Fríðu Kærnested, sem var stoð hans og stytta í lífinu. Var samheldni þeirra hjóna rómuð meðal þeirra sem til þekktu og þau bæði framúrskarandi glæsileg og sérstaklega góð heim að sækja. Fríða eða Día eins og hún er oft nefnd sér nú á eftir ástríkum eig- inmanni og góðum heimilisföður. Telja má víst að margir muni sakna Jóns heitins Hjaltested, bæði sam- starfsmenn og þeir sem unnu með honum að margvíslegum félagsmála- verkefnum og ýmsum þjóðþrifamál- um. Eftirlifandi systur hans, Katrín, Sigurveig, Anna og Ingveldur, sjá nú á eftir elskulegum, kærum bróður og frændfólk, tengdafólk og kunningjar hugsa sjálfsagt með saknaðartrega til gengins vinar sem setti svip glað- værðar og hjálpsemi á umhverfi sitt. Við hjónin vottum eiginkonu, börn- um, tengdabörnum og afkomendum öllum okkar dýpstu samúð og hlut- tekningu. Það er huggun í harmi að minningin um drenginn góða og mannkostamanninn Jón Einar Hjaltested mun lifa áfram og þegar litið er á lífshlaup hans hlýtur það að milda þá tómleikatilfinningu sem vill oft gera vart við sig, þegar ástvinir falla frá. Ólafur B. Ólafsson og fjölskylda. Móðurbróðir minn, Jón Einar Hjaltested, er allur. Skarð er fyrir skildi í stórri fjölskyldu. Síðastur bræðranna að fara úr stórum systk- inahópi en systur hans allar horfa nú á bak honum. Nonni frændi minn ólst upp á Vatnsenda við Elliðavatn ásamt sex systkinum sínum, þriðji yngstur. Sá innilegi systkinakærleikur sem ríkir þeirra í millum hefur alltaf vakið að- dáun mína. Hann hefur verið okkur afkomendum þeirra systkinanna inn- blástur og fordæmi. Öll hafa þau eignast mörg börn og öll hafa þau sýnt börnum hvert annars mikla um- hyggju og elsku. Nonni frændi var þar svo sannarlega engin undantekn- ing. Mér fannst ég vera prinsessa í hans augum. Falleg og sniðug og klár og góð. Ég veit hvað honum þótti vænt um mig því hann kunni svo vel að sýna það. Það er ekki öllum gefið. Frændi minn var gleðinnar maður. Minningabrotin mín, sem hafa verið að skjóta upp kollinum síðustu daga, eru nánast öll í þá veru. Ég sé hann fyrir mér hlæjandi, syngjandi og dansandi. Sagði sögur svo maður hlustaði sperrtur. Einhvern veginn alltaf miðpunktur, eins og augað í ið- unni. Snemma fannst mér hann fyndnastur og flottastur. En sterk- asta minningin er þó um faðmlögin hans. Það voru alvöru faðmlög. Nonni frændi var líka Áburðar- verksmiðjan í mínum augum. Frá því ég man eftir mér vann hann þar og margur karlpeningurinn í fjölskyld- unni hefur elt hann þangað til lengri eða skemmri tíma. Þegar frænkan eignaðist kærasta frá útlöndum þótti Nonna frænda sjálfsagt að hann lærði að vinna upp á íslensku í Gufu- nesi hjá hinum strákunum. Sumir verða þeirrar gæfu aðnjót- andi að lifa lífinu lengi sem hluti af „setti“. Vera helmingur af heilagri einingu þar sem hvor hlutinn um sig fullkomnar hinn. Í fjölskyldunni okk- ar er Nonni yfirleitt ekki nefndur einn og sér, hann er hluti einingarinn- ar NonnogDía. Þessi eining hefur verið til í meira en hálfa öld. Ég ímynda mér ekkert annað en að það sé óumræðilegur sársauki að missa helminginn af lífi sínu, sjálfum sér. Elsku hjartans Día mín. Guð gefi þér styrk. Ég veit að börnin þín öll slá um þig skjaldborg og styðja þig á alla lund. Öll okkar stóra fjölskylda mun Jón Hj. sagði þá ásamt fleirum að þetta væri besti staður sem við gæt- um fengið svona stutt frá þar sem við hugsuðum okkar aðalstöðvar (og væri rétt að taka þessu strax). Það varð úr að við fluttum SPV af Báru- götu 11 í Nóatún 17 og veltan marg- faldaðist. Þar var SPV til húsa frá 1971–1976 er hann flutti til frambúð- ar í húsnæði sitt og er þar núna og gengur mjög vel. Jón Hj. var gleðimaður og hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi. Hann var hrókur alls fagnaðar meðal fólks. Hann var söngelskur maður, enda hafði hann mikla og góða rödd sem hann kunni að beita. Var oft gaman að horfa á þennan myndarlega mann taka lagið á senu. Við vélstjórar sem kynntumst og þekktum Jón Hjaltested þökkum honum samfylgd- ina og samveruna og sendum konu hans, börnum og aðstandendum öll- um samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Jón I. Júlíusson. Fyrstu kynni okkar Jóns Hjalte- sted voru á vormánuðum árið 1965 er hann var kosinn fyrst í stjórn Spari- sjóðs vélstjóra. Á þessum tíma var sparisjóðurinn einn minnsti og veik- asti sparisjóður landsins, en hann hafði verið stofnaður með litlu eigin fé síðla árs 1961. Jón hóf stjórnarstörf af miklum áhuga, en hlutverk stjórn- armanna var meira á þessum tíma en síðar varð. Á vikulegum stjórnar- fundum var fjallað meðal annars um jafnvel smæstu lánamál. Lítið fjár- magn og mikill lánsfjárskortur á verðbólgutímum og fyrir daga verð- tryggingar gerði störf stjórnarinnar vandasöm. Þetta breyttist síðan í ár- anna rás og smám saman óx spari- sjóðnum fiskur um hrygg og er hann í dag einn öflugasti sparisjóður lands- ins. Samskipti mín við Jón vegna starfs míns sem sparisjóðsstjóri voru alla tíð mjög góð og ríkti milli okkar gagnkvæmt traust og vinátta. Jón lét af störfum í stjórn sparisjóðsins fyrir rúmu ári og hafði hann þá setið sam- fleytt í stjórn í 36 ár. Var hann heiðr- aður fyrir störf sín á fjörtíu ára af- mæli sparisjóðsins í nóvember síðastliðnum. Jón hafði til að bera persónuleika sem laðaði að fólk og því eignaðist hann stóran vinahóp. Hann var fé- lagslyndur og var félagi í Oddfellow- reglunni svo dæmi séu tekin. Hann naut trausts félaga sinna innan Vél- stjórafélagsins og sat í stjórn þess og fulltrúaráði um árabil. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var góður söng- maður eins og hann átti kyn til og hefði eflaust náð langt á því sviði hefði hann lagt sönginn fyrir sig. Minnist ég margra ánægjulegra samveru- stunda með honum og Fríðu hans góðu konu. Ferðalög veittu honum mikla ánægju og átti ég þess kost að ferðast með honum bæði innanlands og erlendis. Var hann góður og skemmtilegur ferðafélagi, áhugasam- ur um náttúruna og annað það sem bar fyrir sjónir. Ég mun minnast Jóns sem góðs drengs og er þakk- látur fyrir að hafa átt hann að sam- ferðamanni. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- áttu og tryggð í áratugi og sendi fjöl- skyldu hans innilegar samúðarkveðj- ur. Hallgrímur Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Einar Hjaltested bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. alltaf umvefja þig væntumþykju og minningin um minn yndislega, merki- lega frænda verður með okkur öllum alla tíð. Elsku Dabbi minn, Stebbi, Magga, Sirrý, Grétar og Lalli. Ég og mitt fólk sendum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Einars Hjaltested. Inga Lára. Jón Hjaltested gekk til liðs við Sparisjóð vélstóra 21.3. 1965 og var okkur fengur í því að fá hann í stjórn. Kom hann í stað Tómasar Guðjóns- sonar, sem hafði þá setið í stjórn í eitt ár en gaf ekki kost á sér lengur vegna anna hjá Vélstjórafélagi Íslands. Á þessum árum voru fáir starfsmenn hjá SPV og vantaði SPV þá bæði hús- næði og tæki svo sjóðurinn gæti starfað eðlilega. Húsnæðið var mjög lítið og ekki hægt að stækka það meira. Nýlega hafði verið stækkað á Bárugötu og starfsfólk varð því að vinna í sátt og samlyndi og láta hverj- um degi nægja sína þjáningu. Jón Hj. féll vel í þennan farveg, hann var dag- farsprúður maður. Hann vildi leysa allan vanda eins og best var hægt að gera hverju sinni. Stjórn sparisjóðsins leitaði nú eftir húsnæði sem gæti hentað SPV og voru allir stjórnarmenn með hugann við það. Árið 1969 sagði formaðurinn, Jón Júlíusson, frá því að hann hefði átt tal við fulltrúa borgarverkfræð- ings um lóð fyrir SPV og ætti að geta fengið lóð við Borgartún þegar búið væri að rífa Höfðaborgina. Allir stjórnarmenn voru fylgjandi því að skoða þetta vandlega. Jón Hj. taldi þetta góða staðsetningu fyrir okkur þar sem þessi lóð væri á milli gömlu hafnarinnar og nýju hafnarinnar við Sundahöfn við fengum loforð fyrir lóðinni. Stærð lóðarinnar var 5.000m² og þurfti 450.000 krónur til að festa hana. SPV greiddi þessa upphæð þá þegar. Um þessar mundir var Nóa- tún að stækka húsnæði sitt í Nóatúni 17. Jón Hj. spurðist fyrir um hvort ekki væri hægt að fá leigt þar þangað til við kæmumst í húsnæðið í Borg- artúni og var ákveðið að athuga það nánar, þetta væri á horni Laugavegs og Nóatúns og hentaði SPV mjög vel. Við athugun var hægt að fá þar leigða 200m², sem var æskilegt fyrir SPV. 9           "//  BG .  B &( $I  !  ,  -  .     $    .      :  ;    & %&&' %%!$ /$( *+  -(+$%&# -+ ' $ & &%& :/$( *+ *((6 + +' $ ,$ : /$( *+ /+  +' $     #+#-+*%#+#+#-+ ( )                6J.  ,(+ F$1A &$ ,   .  /  5 *    1  7       <    /    & %&&' *     &# -%= 6 + ' $ , % ( ' $ $%& ( ' $ -+)+ ( *+ =  #      >      >   .          )        *  " , 0 ".  = %$ $ %($$ +% (& + *+ +% ( *+ J+ +% ( *+ , ' +% ( *+  ,( $++&:&+' *+ +K)&3$  9+ ' $ *((, ,( $+ ' $ 3$ +, ,( $+ ' $ ,''@ ,( $+ ' $ "!.-%%,( $+ ' $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.