Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NOKKUR munur er á fylgi stóru
framboðanna í Reykjavík eftir borg-
arhlutum og eru íbúar eldri hverfa í
vesturhluta borgarinnar fremur hallir
undir Reykjavíkurlistann en íbúar
nýrri hverfanna í Árbæ, Grafarvogi
og Grafarholti fremur fylgjandi Sjálf-
stæðisflokki. Þá nýtur R-listinn sem
fyrr meirihlutafylgis meðal kvenna en
Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta
meðal karla. Þetta er meðal niður-
staðna könnunar Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands fyrir Morgun-
blaðið.
Spurt var tveggja spurninga til að
mæla fylgi framboðslistanna í kom-
andi borgarstjórnarkosningum.
Fyrst var spurt: „Ef borgarstjórnar-
kosningar væru haldnar á morgun,
hvaða flokk eða lista myndir þú
kjósa?“ Þeir sem svöruðu „veit ekki“
voru spurðir áfram: „Hvaða lista eða
flokk telurðu líklegast að þú myndir
kjósa?“ Eftir fyrri spurninguna voru
17,4% óákveðnir, en eftir þá seinni var
hlutfall óráðinna komið niður í 7,7%
og 4,4% neita að svara spurningunni.
Eftir að beggja spurninga hefur
verið spurt er niðurstaðan sú að D-
listi fær 35,5% fylgi og R-listi 42,4%,
en Frjálslyndi flokkurinn fengi 2,9%
fylgi. Ef teknir eru frá þeir, sem segj-
ast ekki myndu kjósa, skila auðu,
neita að svara eða eru óvissir, fær D-
listinn 43,4%, R-listinn 51,7% og
Frjálslyndi flokkurinn 3,5% en önnur
framboð sem nefnd eru fá 1,4%.
Ef aðeins eru teknir þeir sem nefna
D-lista og R-lista fær D-listi 45,6%
fylgi og R-listi 54,4%. Vikmörk í
könnuninni eru um 5% og er mun-
urinn á fylgi framboðanna því á mörk-
um þess að teljast tölfræðilega mark-
tækur.
Við nánari greiningu á niðurstöð-
unum er eingöngu horft til þeirra,
sem fylgja D- eða R-lista, þar sem
fylgismenn F-listans eru of fáir til að
raunhæfur samanburður fengist.
Þegar svör eru greind eftir kyni,
kemur í ljós að eins og í flestum öðr-
um könnunum nýtur R-listinn meiri-
hlutafylgis meðal kvenna; 63,7%
kvenna sem nefna annað hvort fram-
boðið, fylgja R-lista en 36,3% D-lista.
Ef hins vegar er skoðað hvernig fylgi
karla skiptist á milli framboðanna
nefna 54,2% þeirra D-listann en
45,8% R-listann.
Munur á fylgi stóru framboðanna
eftir aldurshópum var ekki tölfræði-
lega marktækur, en fram kemur að
D-listinn hefur meirihluta í yngsta
aldurshópnum, eða 53,6% en R-listinn
meirihluta í öðrum aldurshópum;
57,6% hjá 25-34 ára, 55,3% hjá 35–44
ára, 57,3% hjá 45-59 ára og 52,9% hjá
60–80 ára.
Marktækur munur reynist hins
vegar á fylgi R- og D-lista eftir borg-
arhlutum. Þannig er R-listinn með
meirihluta (61,6%) í eldri hverfunum í
vesturhluta borgarinnar, þ.e. póst-
númerum 101, 104, 105 og 107. Í póst-
númerum 103 og 108 í austurhluta
borgarinnar er jafnt á komið með
framboðunum. Í Breiðholtinu, þ.e.
póstnúmerum 109 og 111, er R-listinn
með meirihluta, 60,6%, en í Árbæ og
Grafarvogi (póstnúmerum 110, 112,
113 og 116) er D-listinn með meiri-
hluta, 60,2%.
664 manns í úrtaki
Könnun Félagsvísindastofnunar
meðal Reykvíkinga var gerð 19.–28.
apríl sl. Um var að ræða 664 íbúa
Reykjavíkur úr slembiúrtaki 1.400
manna af landinu öllu á aldrinum 18–
80 ára. Viðtöl voru tekin í síma. Alls
fengust svör frá 414 af þeim 664 sem
komu í úrtakið, en það er 62,3% svar-
hlutfall. Nettósvörun, þ.e. svörun
þegar frá upphaflegu úrtaki hafa ver-
ið dregnir þeir sem eru nýlega látnir,
erlendir ríkisborgarar og fólk sem er
búsett erlendis er 64%.
Að mati Félagsvísindastofnunar er
fullnægjandi samræmi milli skipting-
ar úrtaks og íbúa Reykjavíkur eftir
aldri og hlutfall karla og kvenna er
jafnt.
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið
!" #$ $ !%
& '
(
(!
Munur á fylgi framboða
eftir borgarhlutum
ARNGRÍMUR Jóhanns-
son, annar eigandi
Flugfélagsins Atlanta,
mun í sumar sýna þrjár
flugvélar á Oshkosh-
flugsýningunni í Wis-
consin í Bandaríkj-
unum, sem á 50 ára af-
mæli um þessar mundir.
Arngrímur flýgur
Boeing 747 breiðþotu
Atlanta flugfélagsins á
sýninguna með 400 sýn-
ingargesti innanborðs
og að auki verða tvær
litlar vélar í lestum
breiðþotunnar.
Önnur er ný sér-
smíðuð listflugvél, S-2-
XS skrásett TF-ABD í eigu Arn-
gríms, en hin er nýuppgerð vél af
gerðinni J-3 Piper
Club TF-CUP í eigu
Einars Páls Ein-
arssonar. Flugvéla-
smiðirnir eru Arn-
grímur, Einar Páll og
Peter Groves. Sýn-
ingin stendur frá 25.
til 29. júlí og er áætl-
að að um ein milljón
gesta sæki hana.
Arngrímur Jó-
hannsson var nýlega
kosinn heiðursfélagi
í Konunglega breska
flugmálafélaginu og
er eini Íslending-
urinn sem ber þann
titil en hann hljóta
þeir sem hafa markað sér ákveðinn
sess í flugmálum heimsins.
Arngrímur
Jóhannsson
Þrjár íslenskar
flugvélar sýndar
á Oshkosh
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur
fellt úr gildi þá ákvörðun mönnunar-
nefndar fiskiskipa frá sl. hausti að
synja útgerðum dráttarbáta í
Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn
og Akraneshöfn um að manna bátana
með einum manni með skipstjórnar-
réttindi. Nefndin taldi að umræddar
hafnir ættu að skrá að lágmarki tvo
réttindamenn, þ.e. skipstjóra og vél-
stjóra.
Ráðuneytið hefur nú kveðið upp
þann úrskurð að til reynslu næstu
sex mánuði megi umræddir dráttar-
bátar, þ.e. Jötunn RE, Hamar HF og
Leynir AK, vera mannaðir einum
skipstjóra sem einnig hafi full vél-
stjóraréttindi, auk þess sem hann
njóti ávallt aðstoðarmanns. Enda séu
þeir á siglingu innan skilgreindra
hafnarsvæða Reykjavíkurhafnar,
Hafnarfjarðarhafnar og Akranes-
hafnar. Úrskurður ráðuneytisins er
endanlegur á stjórnsýslustigi en
sætti málsaðilar sig ekki við hann,
geta þeir leitað til dómstóla eða Um-
boðsmanns Alþingis.
Málsatvik eru þau að í lok árs 2000
og upphafi árs 2001 endurnýjuðu
þessar hafnir dráttarbáta sína. Í
kjölfarið fór Reykjavíkurhöfn þess á
leit við mönnunarnefnd fiskiskipa að
heimilað yrði að manna nýja hafn-
arbátinn Jötunn með einum manni
með skipstjórnarréttindi í smærri
verkefnum innan hafnarinnar.
Mönnunarnefnd kvað upp úrskurð
fyrir um ári, þar sem erindinu var
hafnað og jafnframt kveðið upp úr
með það að á bátinn skyldi skrá að
lágmarki tvo menn, þ.e. skipstjóra og
vélstjóra. Reykjavíkurhöfn bað
nefndina um að endurskoða úrskurð
sinn og í lok maí í fyrra sameinuðu
hafnirnar þrjár málatilbúnað sinn
fyrir mönnunarnefnd. Breyttu þær
kröfu sinni í að fá að sigla bátunum
með einum manni með skipstjórnar-
og vélstjórnarréttindi ásamt einum
aðstoðarmanni.
Leituðu þær m.a. álits Einars Her-
mannssonar skipaverkfræðings sem
sagði að í Hollandi, Þýskalandi, Eng-
landi og N-Írlandi væri umbeðin
mönnun sambærilegra dráttarbáta
talin nægjanleg.
Eftir að hafa leitað umsagnar hjá
nokkrum aðilum, m.a. Siglingastofn-
un og hafnaryfirvöldum í Danmörku,
kvað mönnunarnefnd upp sinn úr-
skurð í september sl., þ.e. að synja
beiðni hafnanna þriggja. Sú niður-
staða var kærð til samgönguráðu-
neytisins í október sl.
Vitnað til reglna í Danmörku
Í umsögn Siglingastofnunar er
með ákveðnum skilyrðum ekki lagst
gegn beiðni hafnanna en í rökstuðn-
ingi mönnunarnefndar er bent á gild-
andi lög um að manna beri skip af
þessari stærð með tveimur skip-
stjórnarlærðum yfirmönnum og
tveimur vélstjórnarlærðum.
Í áliti nefndarinnar er vitnað til
reglna í Danmörku um að bátar af
þessari stærð, um 42 brúttótonn,
megi aldrei vera þannig mannaðir að
sami maður hafi skipstjórnar- og vél-
stjórnarréttindi. Ávallt þurfi að vera
einn skipstjóri auk vélstjóra. Er það
rökstutt með því að komi upp vél-
arbilun verði skipstjóri að vera í
brúnni á meðan vélstjóri sé undir
þiljum að gera við vélina.
Með vísan til þess hve umráða-
svæði bátanna sé lítið, að í þeim séu
tvær sjálfstæðar vélar og í ljósi
reynslu af mönnun eldri báta, telur
samgönguráðuneytið í úrskurði sín-
um að rök leiði til þess að heimila
tímabundna undanþágu til reynslu á
mönnun dráttarbátanna þriggja. Er
það bundið þeim skilyrðum að bát-
arnir séu innan skilgreindra hafnar-
svæða.
Ráðuneyti fellir úrskurð mönnunarnefndar fiskiskipa úr gildi
Dráttarbátum heimilt tímabund-
ið að hafa einn með réttindi
108 ópíum-
fíklar á
Vog í fyrra
EINAR R. Axelsson, læknir á
sjúkrahúsinu Vogi, segir að ekki sé
hægt að segja að heróín hafi tekið
sér bólfestu sem fíkniefni á markaði
hérlendis en hins vegar sé ópíumfíkn
orðin stöðug og þannig megi segja að
markaður fyrir heróín fari að verða
fyrir hendi.
„Á síðasta ári komu 108 fíklar inn
á Vog sem sprauta sig reglulega með
ópíumefnum,“ segir Einar. „Þá er
spurning hvort kominn sé markaður
fyrir ólögleg ópíumefni, þ.e. heróín.
Fíklarnir hafa hins vegar fengið
morfínlyf hjá læknum og á meðan
kemst heróín ekki að þar sem lækna-
dópi virðist koma í stað heróíns.“
Einar segir að undanfarin ár hafi
frést af íslenskum fíkniefnaneytend-
um sem hafi farið til útlanda, einkum
Amsterdam, Kaupmannahafnar og
Óslóar, til að sprauta sig með heróíni
og reykja það. Sömuleiðis hafi hann
heyrt að neytendurnir hafi komið
með heróín með sér heim til landsins
og hafi selt efnið í þröngum hópi
fíkniefnaneytenda.
Kaupmáttur á
Norðurlöndum jókst
næstmest á Íslandi
KAUPMÁTTUR ráðstöfunartekna
á íbúa jókst á öllum Norðurlöndum
frá 1995-2000. Mestur vöxtur var í
Finnlandi, 29,8%, en minnstur í Dan-
mörku, 4,3%. Ísland er í öðru sæti í
þessum samanburði, en kaupmáttur
ráðstöfunartekna jókst um 20,9% á
tímabilinu hér á landi. Í Noregi var
aukningin 17,7% og í Svíþjóð 11,6%.
Í Hagvísum, fréttablaði Þjóðhags-
stofnunar, kemur fram að áætlanir
bendi til að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna á íbúa árið 2001 hafi aukist um
12,6% frá árinu 2000.
Í Hagvísum segir að ráðstöfunar-
tekjur heimila séu tekjur eftir beina
skatta en að meðtöldum tilfærslum
frá hinu opinbera. Hækki ráðstöfun-
artekjur umfram verðlagsbreyting-
ar vaxi kaupmátturinn og öfugt.
(!)*! * + ! " *, !
+&!
!" #$%&
' (
#)*
+
)
)
)
!
) , -