Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján EldjárnÞórarinsson Eld- járn gítarleikari fæddist í Reykjavík 16. júní 1972. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 22. apríl síðastliðins. Foreldrar hans eru hjónin Unnur Ólafs- dóttir veðurfræðing- ur, f. 1. maí 1952, og Þórarinn Eldjárn rit- höfundur, f. 22. ágúst 1949. Bræður Krist- jáns: Ólafur, f. 1. júlí 1975, d. 13. nóvember 1998, Úlfur, f. 3. september 1976, Ari, f. 5. september 1981, og Halldór, f. 15. maí 1991. Kristján kvæntist 11. desember 2000 Eyrúnu Maríu Rúnarsdóttur, masters-nema í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, f. 29. maí 1972. Dóttir þeirra er Unnur Sara Eldjárn, f. 13. desember 1992. Kristján lauk stúdentsprófi frá tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð vorið 1992. Hann stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Ey- þór Þorláksson og Páll Eyjólfs- son, en loks í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar hjá Einari Kristjáni Einarssyni og lauk þar burtfararprófi í klassískum gítar- leik 1996. Jafnframt nam hann rafgítarleik við djassdeild Tónlist- arskóla FÍH, sem nemandi Eð- varðs Lárussonar, Hilmars Jens- sonar og Sigurðar Flosasonar og lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997–1998 stundaði hann fram- haldsnám í klassísk- um gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi undir handleiðslu finnska gítarleikar- ans Timo Korhonens og lauk þaðan ein- leikara- og kennara- prófi. Kristján kenndi um skeið gítarleik við Tónskóla Sigur- sveins, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Garðabæjar, en starfaði fyrst og fremst sem hljóð- færaleikari og tónsmiður. Á árun- um 1996–2000 hélt hann á annan tug einleikstónleika víða um land og rúmlega 130 skólatónleika, m.a. á vegum verkefnisins „Tón- list fyrir alla“. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og hópa hér heima og erlendis, má þar nefna m.a. Stuðmenn, Caput-hóp- inn, finnsku hljómsveitina Giant Robot og finnsk-íslenska dúettinn Helvík. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leik- verk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið, Loftkast- alann, Möguleikhúsið, Kaffileik- húsið og Dansleikhús með Ekka. Einnig vann hann að gerð út- varpsþátta. Útför Kristjáns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spámaðurinn.) „Þetta er búið,“ sagði dóttir okkar þegar hún tilkynnti okkur lát Krist- jáns aðfaranótt mánudagsins 22. apr- íl. Margra mánaða baráttu tengda- sonar okkar við illvígan sjúkdóm er lokið. Baráttu sem orðið var ljóst að aðeins gat endað á einn veg. Ótal minningar koma fram í hug- ann frá þeirri stund þegar Kristján kom inn á heimili okkar hjóna í fyrsta sinn með Eyrúnu dóttur okkar. Við urðum fljótt áskynja að hann var skarpgreindur og víðlesinn ljúflings- piltur. Kristján var hlédrægur en ákveðinn og stundum hafði maður á tilfinningunni að hann væri kominn mun lengra í hugsun en við hin. Kristján tók stúdentspróf frá MH, Eyrún frá MK og sama ár kom sól- argeislinn hún Unnur Sara í heiminn. Framtíðin blasti við þessu glæsilega unga pari. Þau héldu bæði áfram námi, hann í tónlistinni en hún í Há- skóla Íslands. Kristján lét ekki staðar numið og fór til Finnlands í fram- haldsnám og er heim var komið tók við glæstur ferill tónlistarmanns. Fyrst um sinn bjó litla fjölskyldan hjá okkur í Kópavoginum en fljótlega fluttist hún í vesturbæ Reykjavíkur. Oft var rökrætt í gamansömum tón um kosti þess að búa í Kópavogi eða vesturbænum í Reykjavík.Við Krist- ján vorum á öndverðum meiði þegar sá samanburður fór fram, en alltaf færðist örlítið bros yfir andlit hans þegar við ræddum þessi mál. Hugurinn hvarflar til þess tíma er Kristján var að ljúka tónlistarnámi hér heima og hélt burtfarartónleika. Áheyrendur voru hugfangnir og hrif- ust af þessum unga og efnilega tón- listarmanni sem lék svo fimlega á gít- arinn að maður og hljóðfæri runnu saman í eina heild. Sárt er til þess að hugsa að sjá ekki framar hans fimu fingur snerta gítarstrengina. Það var með ólíkindum hvað Krist- ján barðist hetjulega við sjúkdóm sinn. Þrátt fyrir hvert áfallið á fætur öðru var hann alltaf tilbúinn að berj- ast og oft talaði hann kjark í sína nán- ustu. Það er skrítið að hugsa til þess þegar við hjónin vorum ásamt Ey- rúnu og Kristjáni í sumarbústað, í september síðastliðnum, austur á Héraði, hvað hann leit vel út og allt virtist vera á góðri leið. Bjartsýni var ríkjandi um bata og Kristján var far- inn að skipuleggja framtíðina að nýju. Hann ræddi um að sig langaði til að stofna einkahlutafélag utan um starf- semi sína því það voru margar hug- myndir að fæðast og mörg verkefni framundan, en næsta áfall var stutt undan. Kristján var spar á tilfinningar en engum duldist hvað honum þótti vænt um „stelpurnar sínar“. Síðustu mánuði var eins og allar tilfinninga- gáttir hans opnuðust og frá honum streymdi kærleikur og hlýja sem hann þurfti ekki orð til að tjá. Okkur fannst gott að heimsækja hann og vera hjá honum því það ríkti mikil friðsæld í kringum hann. Það er sorg- legt að svo hæfileikaríkur maður skuli þurfa að hverfa af jarðsviði okk- ar svo ungur því hann var ekki búinn að ljúka öllu því sem hugur hans stóð til og hæfileikar gáfu til kynna. Við Unnur Sara vorum sammála um það daginn sem Kristján kvaddi að það fyrsta sem hann gerði við komuna í nýja tilveru væri að handleika gítar- inn og spila. Það hefur vafalaust vant- að gítarleikara í himnaríki. Elsku Eyrún, Unnur Sara, Unnur, Þórarinn, Úlfur, Ari og Halldór megi Guð gefa ykkur styrk til horfast í augu við þau örlög sem tekið hafa frá ykkur góðan dreng. Far þú í friði elsku vinur. Snorri G. Tómasson og Jóna Björg Jónsdóttir. Elsku Eldjárn, sorg, vantrú og söknuður er það sem ég finn nú þegar þú ert horfinn. Við kynntumst fyrst sem smá- strákar í Stokkhólmi og síðar aftur á Íslandi í byrjun áttunda áratugarins. Ég minnist góðra samverustunda á Ljósvallagötunni og síðar Ásvallagöt- unni, þar sem við hlustuðum á rokk og spiluðum á gítar. Ég fylgdist með af aðdáun og kannski smáöfund hvernig þér tókst að pikka upp gripin af færni og dáðist að þrautseigju þinni. Það var ekki undarlegt að þú ákvaðst að leggja gítarnámið fyrir þig og laukst einleikaraprófi í gítarleik nánast samtímis stúdentsprófi. Því miður misstum við sambandið eftir að ég hóf nám erlendis. Ég var alltaf viss um að einn daginn myndum við taka upp þráðinn aftur. Samúðarkveðjur til nákominna. Þinn vinur, Arnar H. Kristjánsson. Á kveðjustundu hrannast minning- arnar upp, smábrot úr þeirri marg- þættu mynd sem ævi hvers manns er. Og hér auðvitað bara brot séð af föð- ursystursjónarhóli, sum sem leiftur, önnur sem lengri skeið. Eldjárn spánnýr á röndóttum sam- festingi og augun himinblá. Eldjárn á fyrsta ári sitjandi keikur í silfurskál, tilbúinn að láta mynda sig. Kvikur ljóshærður hrokkinkollur sem týnist í stórverslun í Svíþjóð og fögnuður foreldranna þegar glymur í hátölurum um alla búð: Eldjarn, Eld- jarn från Island sökar sin mamma och pappa. Eldjárn fluttur heim til Íslands, á Bárugötu, á Ásvallagötu, sjálfsagður foringi og fyrirmynd yngri bræðra sinna. Já, en Eldjárn segir …, Veistu að Eldjárn segir …, heyrðist oft á þeim árum. Eldjárn sitjandi í vina- og frænda- hópi á þykku risaorðabókinni sem við gáfum honum í stúdentsgjöf – hún dugði líka vel sem kollur. Eldjárn sumarið sem hann bjó í kjallaranum hjá okkur á Öldugötu, orðinn fullorðinn maður og jafningi manns og sýndi á sér nýja fleti. Og alltaf ljúfur og mikið fyrir að spjalla. Eldjárn með gítarinn og allan hug- ann við tónlistina af ýmsu tagi sem hann hafði valið að helga starfsævi sína, alúðin og metnaðurinn sem hann lagði í verkin. Eldjárn með Eyrúnu og í föður- hlutverkinu með Unni Söru sem hon- um þótti svo mikið vænt um. Eldjárn ótrúlega hughraustur und- anfarið hálft annað ár þrátt fyrir allt. Líf hans sem varð of stutt og hann sjálfur sem skilur eftir sig eintóma heiðríkju í hugum okkar sem eftir stöndum. Það síðasta sem Eldjárn sagði við mig þegar við kvöddum hann á líkn- ardeildinni á leið til fjarlægs lands hinn 12. apríl var: Góða ferð. Nú óska ég og mínir góðum dreng þess sama: Góða ferð. Ólöf Eldjárn. Látinn er kær systursonur minn Eldjárn, eins og hann var jafnan nefndur af ættingjum sínum, langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Við systurnar þrjár sem vorum fæddar á þremur árum og deildum herbergi í 20 ár eignuðumst allar syni sama ár og var Eldjárn einn af þeim. Snemma á næsta ári fæddist bróð- ursonur. Á barnsaldri voru strákarnir fyrirferðarmiklir hrokkinkollar sem við mæðurnar áttum fullt í fangi með að tjónka við. Eldjárn skar sig úr hópnum með ljóst þykkt, hrokkið hár, fagurgyllta húð og dökk skýr augu. Í honum bjó mikill kraftur og þegar hann hljóp stuttum kvikum skrefum dönsuðu lokkarnir á höfði hans og augun skutu gneistum. Með árunum þróaðist með þeim frændum einlæg vinátta og bræðralag. Eldjárn var bráðgert barn. Hann var fljótur til máls og hnyttinn í til- svörum. Mér er ógleymanlegt þegar við heimsóttum fjölskyldu hans til Svíþjóðar þegar Eldjárn var fjögurra ára. Þeir frændur sátu og horfðu á barnatímann í sænska sjónvarpinu. Eldjárn var altalandi á sænska tungu en hinn ekki svo Eldjárn þýddi talið jafnharðan yfir á faguríslensku án umhugsunar svo unun var á að hlýða. Þegar þeir frændur voru börn hjá afa sínum og ömmu í Brekkugerði áttu þeir sér uppáhaldsleik, þeir þótt- ust spila í bítlahljómsveit. Eldjárn spilaði alltaf á gítar sem var leik- fangaskófla, með tilheyrandi lát- bragði, hann ætlaði nefnilega að verða gítarmaður þegar hann yrði stór. Á unglingsárunum var ekki strax ljóst hvert hann stefndi eins og títt er um hæfileikaríkt fólk sem getur nán- ast hvað sem er. En brátt kom í ljós að tónlistin tók völdin og var ánægju- legt að fylgjast með því hvernig gít- arinn og hann runnu saman í eitt og hann einbeitti sér að tónlistarnáminu. Þegar hann veiktist var hann orðinn virtur og afkastamikill tónlistarmað- ur. Eldjárn var viðkvæmur í lund og duldi það stundum með léttri kald- hæðni. Þegar eitthvað bjátaði á hafði hann einstakan hæfileika til að einbeita sér að því sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var að sökkva sér niður í góða bók eða glíma við sjúkdóminn. Hann barðist fyrir lífi sínu með ólýs- anlegum krafti þótt strax í upphafi væri ljóst hvernig myndi fara. Hann taldi að hann hefði allt að vinna en engu að tapa. Með þroska lífsreynds manns og yfirvegun öldungs tókst honum að kveðja lífið bæði með því að veita og þiggja, hughreysta ættingja, vini, eiginkonu og dóttur og syrgja sjálfur. Þótt Eldjárn sé dáinn lifir hann áfram í vitund okkar ástvinanna. Hann hefur mótað lífsreynslu okkar og tilfinningar, veitt okkur gleði og sorg, skapað minningar og haft áhrif á viðhorf okkar til lífsins. Hann á hlut í persónu okkar. Blessuð sé minning hans. Marta Ólafsdóttir. Langri og harðri baráttu frænda okkar og vinar er lokið. Í huga okkar eru minningar um litla barnið Eld- járn með snuðin sín fimm og sinn frjóa hugmyndaheim, atorkumikla krakkann í kvikmyndagerð með okk- ur við Elliðavatn, skólanemann í námi og félagslífi, gítarleikarann fjölhæfa og síðast og ekki síst fjölskyldumann- inn og vininn Eldjárn. Það er sárt að horfa upp á ungan mann sem skyndi- lega er kippt út úr hinu daglega lífi. Á stuttum tíma hefur illvígur sjúkdóm- ur tekið völdin, áratuga nám orðið að engu og hörð barátta tekið við. Þrek hans og æðruleysi var einstakt, aldrei var kvartað eða látið bugast, kímni- gáfan var á sínum stað, áfram skyldi barist fram á síðustu stund. Og fjöl- skyldan stóð þétt við hliðina á honum, umvafði hann og studdi með sinni ein- stöku umhyggju. Elsku Eyrún, Unnur Sara, Unnur og Þórarinn, Úlfur, Ari og Halldór, megi minningin um góðan dreng vera ykkur huggun í ykkar miklu sorg. Með söknuði og eftirsjá kveðjum við vin okkar, barátta hans og hug- prýði hefur kennt okkur að meta lífið á annan og dýpri hátt. Björn, Helga, Magnús og Anna Sigríður. Með fátæklegum orðum viljum við minnast frænda okkar og vinar, Kristjáns Eldjárns, sem er látinn langt fyrir aldur fram. Eldjárn hafði einstakan hæfileika til að sjá annað sjónarhorn út úr mál- um en aðrir gerðu og var einn af þeim mönnum sem alltaf var gaman að ræða við. Hann var gæddur skörpum húmor, hlýr og glaðlyndur og manni leið alltaf vel í návist hans. Tónlistinni helgaði Eldjárn sig af djúpum áhuga. Var breið þekking hans smitandi og hann óþreytandi við að kynna okkur nýja hluti varðandi tónlist og vekja áhuga. Hann átti stóran og traustan vinahóp sem hann lagði mikla rækt við. Vinir hans reyndust að sama skapi mikil stoð í veikindunum. Barátta Eldjárns við veikindi sín sýndi best hvaða mann hann hafði að geyma. Þótt flest annað væri honum horfið hélt hann skýrri hugsun fram á síðustu daga og hugsaði oft meira um þarfir annarra en sínar eigin. Hann mætti örlögum sínum af því æðru- leysi sem stórmennum einum er gef- ið. Eftir að hafa verið samferðamenn í tæplega þrjátíu ár í þessu lífi er nú komið að kveðjustund. Við hugsum með þakklæti til allra þeirra góðu minninga sem við eigum um Kristján Eldjárn. Hjalti Már Björnsson, Ólafur Már Björnsson. Eldjárn frændi okkar er dáinn. Það er erfitt að trúa því en það er samt satt. Það er erfitt að trúa því að hann verði ekki í næsta fjölskylduboði að grínast og segja okkur gamansögur úr tónlistarbransanum. Þannig kom- um við til með að muna eftir Eldjárni – sem sögumanni og húmorista fram í fingurgóma. Hann var auk þess fram- úrskarandi tónlistarmaður og því er missirinn líka mikill fyrir íslenskt tónlistarlíf. Við munum sakna Eld- járns sárt. Nánustu aðstandendum hans, Eyrúnu, Unni Söru, Þórarni, Unni, Úlfi, Ara og Halldóri, vottum við okkar dýpstu samúð. Eyrún Edda, Grímur og Krist- ján Eldjárn Hjörleifsbörn. Að koma orðum að þeirri sorg og þeirri reiði sem fyllir hjörtu okkar vinanna, frammi fyrir þeirri blindu grimmd að elskulegur vinur okkar Kristján Eldjárn er dáinn, er okkur um megn. Kristján Eldjárn var afbragð ann- arra manna. Hann var góður í gegn, svo sterkur, svo hlýr, svo eldklár og svo endalaust hæfileikaríkur. Hann var svo fyndinn og svo ótrúlega skemmtilegur. Betri og traustari vin- ar er ekki hægt að óska sér. Það er mikil gæfa fyrir okkur öll að hafa kynnst Kristjáni Eldjárni, að hafa notið hans góðu nærveru og hafa átt hann að vini í öll þessi ár. En árin urðu bara alltof fá. Eftir sitjum við og það eina sem getur sefað söknuð okk- ar er minningin um frábæran félaga. Að þeirri minningu verður hlúð um aldur og ævi. Kynni okkar hófust við upphaf skólagöngu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Menntaskólaárin eru uppsprettuár hæfileikanna, eins kon- ar landamæri bernskunnar og full- orðinsáranna. Í allri þeirri gerjun, sem á sér stað á þessum árum, fara menn að hneigjast að því sem þeir munu taka sér fyrir hendur til fram- tíðar horft. Reyndar átti það ekki við um Kristján Eldjárn. Gítarleikurinn átti þá þegar hug hans allan og hafði gert að því er okkur skilst frá tveggja ára aldri. Í minningunni er gítarinn og gítarleikurinn samtvinnaður lífi okkar kæra vinar frá fyrsta degi er við hittum hann. Við reyndum að gera allt til að nýta menntaskólaárin sem best. Við gerð- um okkur öll grein fyrir því að þetta væri lokaútkall fyrir lífið. Við vorum okkur þess mjög meðvitandi að ef sá tími væri eingöngu notaður til lestrar væri honum illa varið. Kristján Eld- járn vissi þetta vel. Hann kunni að lifa lífinu og láta það skemmta sér. Hann var meistari meistaranna í því að synda síðustu metrana í lok annarinn- ar þegar lystisemdir lífsins höfðu af- vegaleitt mann fyrr á önninni. Sína plikt stóð hann alltaf óaðfinnanlega. Af öllum þeim gáfum sem einstak- lingum eru gefnar bjó Kristján Eld- járn yfir eins mörgum og nokkur ann- ar maður. Tvær slíkar bar hann þó augljóslega í meira mæli en aðrir. Sú fyrri er tónlistargáfan og fingrafimin sem gerði Kristjáni Eldjárni kleift að gefa svo mikið af sér í gegnum tónlist sína. Við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við höfum setið eða stað- ið og fylgst með honum leika list sína á sviði af slíkri snilld að enginn var ósnortinn. Seinni gáfan er óviðjafn- anleg kímnigáfa Kristjáns Eldjárns. Hvort sem hann flutti langar sögur, orti vísur eða skaut fram snörpum setningum varð niðurstaðan yfirleitt sú sama fyrir okkur sem á hlýddum. Við hlógum. Við skellihlógum. Við hlógum svo mikið að tár runnu niður kinnarnar. Flestum af óendanlega dýrmætum minningum okkar um Kristján Eldjárn fylgja slíkrir hlátr- ar. Og gjarnan runnu þessar tvær gáfur hans saman. Við munum hann öll sitjandi með gítar eða banjó reyt- andi fram Euróvisjónlög eða annan óskapnað dægurtónlistar í mögnuð- um útsetningum, ýmist til þess að leyfa söngþörf viðstaddra að viðra sig eða til þess eins að gleðja. Og Krist- ján Eldjárn var jafnvígur á allt, hvort sem það var popp-, djass- eða klass- ískur gítarleikur og hann kaus að láta ekkert af þessu í friði. Sumum þótti nóg um, töldu að eitt myndi þvælast fyrir öðru, en svo varð ekki og er ekki til marks um annað en óspilltan áhuga hans og hæfileika. Synd og só- un er það sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til þeirra sigra sem Kristján Eldjárn átti eftir að vinna á tónlistarsviðinu. Annar hluti persónuleika Kristjáns Eldjárns, sem var unun að fylgjast með, var hvernig hann tókst á við föð- urhlutverkið. Hann naut auðvitað góðs af góðum fyrirmyndum, en slík- ar fyrirmyndir eru engin trygging fyrir því að þær skili sér milli kyn- slóða. Í sambandi sínu við dóttur sína, Unni Söru, og eiginkonu, Eyrúnu, komu mannkostir Kristjáns Eldjárns í ljós, svo ekki varð um villst. Mann- KRISTJÁN ELDJÁRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.