Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Annaðhvort eða ENTEN eller, eftir Søren Kierkegaard, var á sinni tíð mjög fræg bók. Í fjöl- mennu samkvæmi, eftir að sú umtalaða bók var ný- komin út, sagði ein hefð- arfrúin við Kierkegaard. „Jeg holder så meget af Enten og eller.“ Hún varð nafnfræg fyrir þessa vel- meintu viðurkenningu á bókinni við sjálfan höfund- inn. Náttúruvernd er „ann- aðhvort eða.“ Þar er engin málamiðlun til. Stórvirkj- un við Kárahnjúka og þjóð- garður í afganginum af hinni miklu fögru veröld liti út eins og hin fagra Siv hefði aðra kinnina alla blá- svarta en „hina ljósu fögru- kinn“ hinum megin. Hugs- ið ykkur; hvílík sorgarsjón. Þannig vilja margir ráðamenn vorir fara með vort fagra land. Eitt dæmi þess er kísilgúrverksmiðj- an við Mývatn. Þar skal halda eyðileggingunni áfram gegn mótmælum þeirra sem aldrei vildu selja þá dýrðlegu fegurð fyrir fjúkandi peninga- seðla. Kárahnjúkavirkjun er næsta dæmi um blinda leiðtoga á náttúruperlur. Nú vildi svo vel til að Norsk Hydro treysti sér ekki til að leggja strax út í álverksmiðjuna sem ákafa- menn vildu fara að vinna að nú þegar. Þar áttu Ís- lendingar að leggja til marga milljarða. Virkjun- arsinnar tala alltaf eins og allir Austfirðingar séu sammála um ágæti Kára- hnjúkavirkjunar, enda þótt stór hópur þeirra hafi mótmælt þeim áformum með opinberum hætti eins og sjá má í Morgunblaðinu 17. mars sl. Þar á meðal eru marg- ir hálærðir menn á sviði náttúrufræða og náttúru- verndar. Þeir og fleiri hafa ritað afar skýrar greinar um málið og lýst þeim ófarnaði sem af virkjuninni leiðir. Samt hefur Alþingi samþykkt að halda málinu enn til streitu ef einhverjir fást til að kaupa fagurt land til eyðileggingar. Þessi gjörð Alþingis Ís- lendinga er einhver versta yfirtroðsla og forsmán sem náttúruvernd hefur verið sýnd. Bæði fegurð landsins og fossrödd þess á að selj- ast, hverjum sem kaupa vill. Þökk sé öllum þeim sem mótmæla áformum virkj- unarsölumanna. Góð er sú tillaga að fara að dæmi hygginna fornmanna og lögleiða bann við því að flytja stórfljót úr farvegi sínum. Hér verður að láta hart mæta hörðu. Selfossi, sumardaginn fyrsta 2002, Rósa B. Blöndals. Tapað/fundið Sundpoki í óskilum GRÆNN sundpoki með merki Georgs og félaga frá Lansbankanum fannst við Bauganes 8 fyrir nokkru. Í honum var blár sundbolur með litlu hafmeyjunni á, handklæði og hvítur hár- bursti í glærum poka. Upp- lýsingar í síma 551 2130. Dýrahald Dollý er týnd DOLLÝ sem er 2 1/2 árs tík, blönduð Terrier, týnd- ist uppá Vatnsenda 25. apríl. Dollý er svört með smáhvítt á bringu og fæti. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa séð hana vin- samlega hafi samband í síma 865 0992. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR 7 vikna kettlingar fást gef- ins. Kassavanir. Upplýs- ingar í síma 897-5528. Tvær læður fást gefins TVÆR læður, 1 árs (geld) og 7 mán., báðar svartar, fást gefins vegna flutnings. Upplýsingar í síma 869 6881. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Beðið á meðan mamma kaupir brauð… Víkverji skrifar... VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum ensku knattspyrnuna og þreytist því seint á því að þakka Stöð 2 og Sýn fyrir að færa honum hvern leikinn á fætur öðrum heim í stofu. Þetta er frábær þjónusta. Það er vandasamt verk að lýsa þessum leikjum en íþróttafrétta- menn stöðvanna leysa það verkefni þó upp til hópa vel af hendi. Víkverja þykir Hörður Magnússon hafa kom- ið þar inn af krafti. Hann hefur marga góða kosti sem prýða þurfa lýsanda. Hann þekkir leikinn út og inn – lék um langt árabil í efstu deild- um hér heima og með landsliðinu – og hefur því góðar forsendur til að auðga lýsinguna með faglegri grein- ingu af ýmsum toga. Hörður er líka vel að sér, kann góð skil á liðum og leikmönnum, og rekur sjaldan í vörð- urnar á því sviði. Það er mikill styrk- ur fyrir lýsanda að hafa staðreyndir á hreinu en það þekkja þeir sem horft hafa á knattspyrnuleiki í hópi að rangar upplýsingar geta hleypt illu blóði í mannskapinn. Helsti styrkur Harðar er þó um- fram allt kappið. Hann lýsir knatt- spyrnu af áhuga og ástríðu. Oftar en ekki hefur Víkverji hrifist með, jafn- vel þótt hann hafi engar taugar til liðanna á vellinum. Slíkur er ákafi Harðar. Þetta er alls ekki auðvelt, kapp er jú best með forsjá, og alltaf hætta á því að menn fari yfir strikið. Verði tilgerðarlegir í háttum. Þann stíg fetar Hörður af kostgæfni. Það er gott dæmi um ákafa Harð- ar að vinur Víkverja fullyrti á dög- unum að hann gæti meira að segja gert ítalskan knattspyrnuleik spenn- andi. Víkverji á vont með að sann- reyna þetta vegna þess að hann horf- ir aldrei á ítölsku knattspyrnuna. Að horfa á ítalska knattspyrnu er eins og að eiga Porsche en fara aldrei úr fyrsta gírnum. Þetta er því ekki lítið afrek hjá Herði. x x x SPARKLÝSINGAR hafa alltafverið áhugamál hjá Víkverja. Hann ólst upp við lýsingar manna á borð við Brian heitinn Moore og John Motson áður en íslenskir lýs- endur tóku yfir í sjónvarpi hér á landi. Þessir menn, sem eru goð- sagnir í bresku íþróttalífi, gengu í spor Kenneths Wolstenholmes, sem segja má að hafi gert sparklýsingar að fagi í Bretlandi. Hann varð meðal annars svo frægur að lýsa úrslitaleik Heimsmeistaramótsins 1966, þegar Englendingar báru sigur úr býtum. Varð rödd hans fyrir vikið ódauðleg. Wolstenholme lést fyrr á árinu, kom- inn á níræðisaldur, og fékk veglegri eftirmæli en margur íþróttakappinn í breskum fjölmiðlum. Allt eru þetta og voru afburða- menn. Eftirlætissparklýsandi Vík- verja er aftur á móti Martin Tyler, sem verið hefur aðallýsandi Sky Sports-sjónvarpsstöðvanna frá því úrvalsdeildin var sett á laggirnar fyrir áratug. Hann er rödd ensku knattspyrnunnar. Dásamlegur lista- maður á sviði lýsinga. Hann hefur allt í senn, ástríðu, yfirvegun, orð- gnótt og afburðaþekkingu og síðast en ekki síst afgerandi nærveru, það sem við köllum náðargáfu. Eftir að leikjum fjölgaði á Stöð 2 og Sýn sér Víkverji útsendingar Sky Sports-stöðvanna sjaldnar. Það breytir því þó ekki að þegar stór- brotin tíðindi verða á vellinum heyrir hann stundum ósjálfrátt rödd Tyl- ers, svo samofin er hún sparkinu. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 þjófnað, 4 heilnæmt, 7 krók, 8 fnykur, 9 dolla, 11 þarmur, 13 spil, 14 heið- urinn, 15 bjartur, 17 skott, 20 brodd, 22 brydd- ingar, 23 ótti, 24 braks, 25 afkomendur. LÓÐRÉTT: 1 rengla, 2 ekki gamall, 3 geðflækja, 4 lof, 5 losuð, 6 sjúga, 10 fýla, 12 þegar, 13 forfeður, 15 legu- bekkjum, 16 heldur, 18 öldugangurinn, 19 nytja- lönd, 20 afurðar, 21 at- gervis. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 faðirvors, 8 labbi, 9 teigs, 10 net, 11 sárin, 13 afana, 15 svöng, 18 álaga, 21 Róm, 22 klaga, 23 ættin, 24 hindraðir. Lóðrétt: 2 afber, 3 iðinn, 4 votta, 5 reika, 6 Olís, 7 assa, 12 inn, 14 fól,15 sekk, 16 örari, 17 grand, 18 ámæla, 19 aftri, 20 agns. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Svan- ur kemur í dag, Nat- acha, Kópanes, Detti- foss og Erla fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom til Straums- víkur í gær, Örvar kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og Lance dans, kl. 13 vinnu- stofa, postulínsmálning og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9– 16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14 dans. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um, fimmtudaga kl. 17– 19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félag eldri borgara i Kópavogi boðar til framboðsfundar í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, fimmtud. 2. maí kl. 20. Frambjóðendur allra flokka ræða stefnumál sín í tveimur umferðum og svara fyrirspurnum. Félagar og aðrir eldri borgarar hvattir til að mæta. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borð- sal með Jónu Bjarna- dóttur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Í dag kl. 9 vinnuherbergi, gler, kl. 19 félagsvist í Holtsbúð. Fimmtud. kl. 9 vinnu- herbergi, gler, kl. 13 gönguhópur, laugard. 6. maí skyndihjálp. Sunnud. 7. maí opið hús og spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag brids, saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30 Spænskukennsla kl. 16.30. Framboðsfundur um bæjarmál verður á fimmtudagin, 2. maí, kl. 13.30 á vegum félagsins, á fundinn mætta fulltrú- ar allra flokka og svara spurningum okkar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. „Sleppum for- dómum“ tónleikar 1. maí í Listasafni Reykja- víkur kl. 16. Kynning verður 7. maí, á notkun internets og hvaða möguleika það býður upp á, skráning á skrif- stofu FEB. Söguslóðir á Snæfellsnesi og þjóð- garðurinn Snæfellsjök- ull 3 daga ferð 6.–8. maí. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Baldvin Tryggvason verður til viðtals miðvikud. 8. maí um fjármál og leiðbein- ingar um þau mál á skrifstofu FEB panta þarf tíma. Fuglaskoðun og söguferð suður með sjó og á Reykjanes 11. maí, leiðsögn Sigurður Kristinsson, skráning hafin á skrifstofu FEB í s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Fram- bjóðendur R-listans verða í félagsmiðstöð- inni þriðjudaginn 30 apríl kl. 15. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. Veitingar í Kaffi Berg. Dagana 4. til 10. maí verða menning- ardagar hjá fé- lagsstarfinu, m.a. handavinnusýning, fjöl- breytt önnur dagskrá nánar kynnt síðar. Upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 16.20 kín- versk leikfimi, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Leikhúsferð. föstud. 5. maí verður farið að sjá Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhús- inu. Skráning á skrif- stofunni og í s.: 588 9335. Þriðjud.: kl. 10.30 Söng- stund við píanóið, kl. 13.30 Helgistund. Þor- valdur Halldórsson kemur í heimsókn og syngur. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Háteigskirkja eldri borgar á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. All- ir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Hand- verksýning verður 10. 11. og 13. maí frá kl. 13– 17. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. ITC-deildin Fífa Kópa- vogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í Safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Allir velkomnir. Uppl. í s. 586 2565 Guð- björg. Kvenfélag Hreyfils. Fundur verður þriðjud. 30 apríl kl. 20. Spiluð fé- lagsvist. Hallgrímskirkja eldri borgarar. Á uppstign- ingadag 9. maí verður ferð eftir messu frá krikjunni austur í Rang- árþing að Hestheimum, kaffi matur og skemmt- an. Uppl. veitir Dag- björt s. 510 1034. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Fimmtudaginn 2. maí er ætlunin að fara til Stokkseyrar. Uppl. veit- ir Hanna s. 893 3839 eða Harpa s. 692 4864. Í dag er þriðjudagur 30. apríl, 120. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja. (Orðskv. 13, 20.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.