Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SMÁRALIND S. 569 1550
KRINGLUNNI S. 569 1590
AKRANESI S. 430 2500
Þú kau
pir nún
a en bo
rgar ek
ki fyrst
u
afborg
un fyrr
en eft
ir
4 mánu
ði, vax
talaust
.
Og þá
er mög
uleiki
á allt a
ð 32 m
ánaða
raðgre
iðslu.
FYRSTA
AFBO
RGUN
Í OKTÓ
BER!
0VEXTIR%
GRÍPTU GÆSINA, HÉR ER
Whirlpool hellubor› Whi-akm332
Steypt helluborð með 2 hraðsuðuhellum
og rofum.
19.995,-
Ver› á›ur 23.995 kr.
RAFMAGNSVEITUR ríksins eru
að láta kanna möguleika á að reisa
rúmlega 70 MW virkjun í Hólmsá í
Skaftártungu. Frumáætlun liggur
þegar fyrir en samkvæmt niður-
stöðum verkefnisstjórnar ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls eru
umhverfisáhrif vegna Hólmsár-
virkjunar minnst í samanburði við
aðra virkjunarkosti.
Að sögn Kristjáns Jónssonar raf-
magnsveitustjóra hefur Almenna
verkfræðistofan unnið frumáætlun
um virkjun á þessum slóðum sem
byggð er á gögnum Orkustofnunar.
Um er að ræða 73 MW virkjun
sem samsvarar um 440 kílóvatt-
stundum af orkugetu á ári. Virkj-
unin byggist á tiltölulega litlu miðl-
unarlóni ofarlega í Hólmsá sem
ræðst af því að rennsli er jafnt á
veturna og sumrin. Gert er ráð fyr-
ir fallgöngum neðanjarðar niður í
virkjunarhús sem er undir jörðu.
Þaðan verða frárennslisgöng í
Tungufljót í Skaftártungu sem
sameinast Hólmsá í Kúðafljóti.
„Við höfum áhuga á að skoða
þennan virkjunarmöguleika og er-
um að leita leiða til að auka okkar
eigin orkuöflun sem í dag er ekki
nema 13–15%. Þetta er viðleitni í
þá veru,“ segir Kristján.
Þar sem einungis liggur fyrir
frumáætlun segir Kristján að eftir
sé að gera ýmiss konar rannsóknir
áður en hægt er að fara í mat á mat
á umhvefisáhrifum, kannanir o.fl.
„Það eru engar tímaáætlanir en
það liggur fyrir að farið verður í
jarðfræðirannsóknir á svæðinu í
sumar,“ segir hann.
Úrskurðar í máli Villinganess
að vænta á næstu vikum
Í apríl 1999 var hlutafélagið Hér-
aðsvötn ehf. stofnað um virkjun
Héraðsvatna við Villinganes.
RARIK á 75% hlut í félaginu og
Norðlensk orka 25%. Nokkur mót-
mæli hafa verið frá ferðaþjónustu-
aðilum vegna virkjunaráformanna
en niðurstaða Skipulagsstofnunar
gagnvart virkjuninni var jákvæð,
að sögn Kristjáns. Í úrskurði stofn-
unarinnar um matsskýrslu vegna
Villinganesvirkjunar setti skipu-
lagsstjóri hins vegar þrjú skilyrði.
Í einu skilyrðanna er gerð krafa
um að settur verði upp laxastigi og
farvegur, alls 2,8 kílómetrar að
lengd.
„Við teljum samkvæmt reynslu
hér á landi með laxastiga að það sé
óraunhæft að fara í þetta verkefni
sem að auki er mjög dýrt.“
Héraðsvötn ehf. hafa kært úr-
skurð um þetta tiltekna skilyrði til
umhverfisráðherra og er svara að-
vænta frá ráðuneytinu innan nokk-
urra vikna, að sögn Kristjáns.
Árið 1999 var félagið Sunnlensk
orka stofnað um jarðgufuvirkjun í
Grændal norður af Hveragerði. Fé-
lagið er í eigu RARIK sem á 90%
og eignarhaldsfélags Hveragerðis
og Ölfuss sem á 10%. Fram fór mat
á umhverfisáhrifum vegna vega-
lagningar og rannsóknarborholu í
Grændal en Skipulagsstofnun lagð-
ist gegn vegalagningu inn dalinn.
Sá úrskurður var kærður til um-
hverfisráðherra sem var á sömul
leið. Að sögn Kristjáns liggja því
frekari áætlanir niðri að sinni.
Hann segir að verið sé að skoða
möguleika á að nýta orku úr bor-
holum skammt frá, í Ölfusdal, sem
voru boraðar á árunum 1958–61.
Kristján segir að holurnar geti
hugsanlega gefið 8–10 MW sem
hugsanlega yrði hagkvæmt að
nýta.
RARIK lætur kanna 73 MW virkjun í Hólmsá
Jarðfræðirannsóknir
hefjast í sumar
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hf., Íshug, og Landssími Íslands hf.
hafa tilkynnt um formlegar viðræður
milli fyrirtækjanna um kaup hins
fyrrnefnda á eignasafni þess síðar-
nefnda í upplýsingatæknifyrirtækj-
um og er ætlunin að niðurstaða náist
fyrir lok næsta mánaðar.
Fyrir hálfum mánuði var greint frá
því að stjórnir Íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins og Talentu-Hátækni og Tal-
entu-Internets hefðu komist að sam-
komulagi um sameiningu félaganna
undir nafni Íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins. Þeirri sameiningu er ekki
formlega lokið en gert er ráð fyrir að
boðað verði til hluthafafunda félag-
anna eftir um einn mánuð og þá verði
sameiningin staðfest.
Endapunktur á
stækkunarferli Íshugs
Sigurður Smári Gylfason, fram-
kvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins, segir að eftir sameininguna
við Talentu verði stærstu hluthafar
sameinaðs félags Íslandsbanki hf.,
Landsbanki Íslands hf. og Nýsköp-
unarsjóður atvinnulífsins, hver um
sig með um 18% hlut. Þá segir hann
að búast megi við að ef af þeim við-
skiptum verði við Símann sem nú séu
til umræðu megi búast við að hann
verði í hópi stærstu eigenda Íslenska
hugbúnaðarsjóðsins og ekki miklu
minni en þessir þrír stærstu.
Sigurður Smári segir að viðræð-
urnar við Símann nú séu endapunkt-
ur á stækkunarferli sem hafi hafist
fyrir um hálfu öðru ári samkvæmt
stefnumörkun sem gerð hafi verið
fyrir sjóðinn. Fyrir rétt um ári hafi
eignarsafn Búnaðarbankans verið
keypt og um áramótin hafi sjóðurinn
stækkað eftir kaup á fyrirtækjum frá
Nýsköpunarsjóði og Landsbankan-
um. Síminn hafi alltaf verið talinn
álitlegur kostur og þegar breytingar
urðu þar hafi Íslenski hugbúnaðar-
sjóðurinn sett sig í samband við hann
til að kanna möguleika á frekari
stækkun. Sigurður Smári segir að
hugmyndin sé að viðskiptin nú verði
með svipuðum hætti og þegar samið
hafi verið við Nýsköpunarsjóð,
Landsbankann og Talentu, en í öllum
tilvikum hafi verið um það að ræða að
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn greiði
fyrir þau bréf sem hann kaupir með
eigin bréfum, en fái að auki greitt í
peningum ámóta fjárhæð og hann
fær í bréfum. Hann segir að um það
bil 16 fyrirtæki í eigu Símans séu til
skoðunar í þessu sambandi og mörg
þeirra fari afar vel við safn sjóðsins.
Of snemmt sé hins vegar að slá
nokkru föstu um niðurstöður við-
ræðnanna.
Sigurður Smári segir að Íslenski
hugbúnaðarsjóðurinn sé nú stærsti
aðilinn á þessum markaði, þ.e. í fjár-
festingum í upplýsingatæknifyrir-
tækjum, og með þessari stækkun
styrki hann sig enn. Þá segir hann að
sjóðurinn sé nú orðinn það stór að
frekar sé tekið mark á honum erlend-
is og að samskipti við útlönd hafi auk-
ist, sérstaklega við Norðurlöndin.
Þetta auki meðal annars möguleika
tæknifyrirtækjanna á samstarfi við
fyrirtæki erlendis og möguleika eig-
enda þeirra á útgönguleið.
Viðræðurnar
á byrjunarstigi
Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir að viðræðurnar
við Íslenska hugbúnaðarsjóðinn séu
á byrjunarstigi og að engin niður-
staða sé komin, en ef af samkomulag-
inu verði þá muni Síminn trúlega
verða einn af stærri eigendum að Ís-
lenska hugbúnaðarsjóðnum.
„Síminn hefur undanfarið dregið
úr fjárfestingum í dótturfélögum og
hyggst nú færa sig í auknum mæli úr
sprotafjárfestingum og leita sam-
starfs við sérhæft fyrirtæki þar í
framhaldinu. Þetta er í samræmi við
þá þróun sem hefur átt sér stað hér á
landi. Stefnt er að því að einfalda og
hagræða í rekstri og í ljósi þess að
mikið af þeim áætlunum sem hafðar
voru til hliðsjónar þegar fjárfest var í
félögun hafa ekki gengið eftir er ljóst
að þau þurfa meira aðhald og stuðn-
ing en hægt er að óbreyttu að veita
þeim innan Símans. Síminn var því
opinn fyrir því að finna félögunum
annan farveg,“ segir Heiðrún, en
ítrekar að viðræðurnar séu á byrj-
unarstigi og geti farið á hvorn veginn
sem er.
Hún segir að verið sé að ræða um
öll félög Símans, að Grunni, Stefju,
Anza, Tækniakri og Tæknivörum
undanskildum, og það sé í samræmi
við þær áherslur að fara út úr fé-
lögum sem hafa ekki skýra tengingu
við meginstarfsemi fyrirtækisins.
Íshug ræðir við Símann
um kaup á upplýsinga-
tæknifyrirtækjum
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Datt af
hestbaki og
fékk ekki
að kjósa
Þess má að lokum geta að úrslit
kosninganna urðu þau að fjórði
maður á B-lista var með jafnmörg
atkvæði á bak við sig og annar mað-
ur á L-lista. L-listinn vann með
hlutkesti en framsókarmenn hafa
ákveðið að kæra talninguna. Þeir
telja að eitt atkvæði, sem úrskurðað
var ógilt, hefði átt að flokka með at-
kvæðum B-listans.
FLEMMING Jessen, skólastjóri í
Varmalandsskóla, brá sér á hest-
bak á kosningadaginn, svona til að
lyfta sér upp áður en hann færi á
kjörstað og greiddi atkvæði. Ekki
vildi betur til en svo að hrossið
fældist og Flemming datt af baki.
„Það má segja að ég hafi verið í
vinnu hjá Vegagerðinni í nokkrar
sekúndur þegar ég hreinsaði veg-
inn með andlitinu,“ sagði Flemming
sem dróst aðeins með hestinum og
lenti síðan undir honum. Hann
brotnaði ekki en þarf að ganga við
hækjur vegna tognunar. Flemming
eyddi svo þremur klukkustundum á
heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
þar sem læknir gerði að sárum
hans. „Það þurfti að hreinsa mikið
af smágrjóti og steinflísum úr and-
litinu á mér og sauma spor hér og
þar um andlitið,“ sagði Flemming,
„en steininn tók svo úr á kjörstað
þegar ég fékk ekki að kjósa.“ Það
var ekki það að Flemming væri
óþekkjanlegur vegna áverka held-
ur kom í ljós að samkvæmt lögum
var hann ekki kjörgengur þar sem
hann er danskur ríkisborgari og
hafði átt lögheimili í Danmörku síð-
asta ár. Lögin kveða á um þriggja
ára samfellt lögheimili á Íslandi til
að mega kjósa.
3.902 útstrikanir voru á framboðs-
lista Reykjavíkurlistans vegna borg-
arstjórnarkosninganna í Reykjavík.
1.042 útstrikanir voru á lista Sjálf-
stæðisflokksins og 102 á lista Frjáls-
lyndra og óháðra. Alfreð Þorsteins-
son, sem skipar annað sæti á
Reykjavíkurlistanum, var strikaður
oftast út eða 1.833 sinnum. Helgi
Hjörvar, sem er í níunda sæti
Reykjavíkurlistans, var strikaður út
623 sinnum og Stefán Jón Hafstein,
sem er í þriðja sæti listans, 572 sinn-
um.
Þá fékk Árni Þór Sigurðsson, efsti
maður á lista Reykjavíkurlistans,
257 útstrikanir. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri fékk 25 út-
strikanir.
Björn Bjarnason, efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins, var strik-
aður 191 sinni út. Guðlaugur Þór
Þórðarson 146 sinnum og Guðrún
Ebba Ólafsdóttir 92 sinnum.
Gísli Helgason, þriðji maður á lista
Frjálslyndra og óháðra, var strikað-
ur oftast út á þeim lista eða 47 sinn-
um. Ólafur F. Magnússon, efsti mað-
ur á lista frjálslyndra, var strikaður
út 20 sinnum.
Flestar útstrikanir
hjá ReykjavíkurlistaINNBROTSÞJÓFAR sem létu
greipar sópa um kaffihús og verslun í
Smáralind í mars sl. ýttu tveggja ára
gamalli dóttur annars þeirra á undan
sér í innkaupakerru sem þeir notuðu
til að flytja þýfið.
Faðir stúlkunnar játaði innbrotið
og hlaut hann dóm í apríl. Hinn neit-
aði sök og sagðist hafa verið að sinna
stúlkunni meðan faðir hennar lét
greipar sópa.
Þessi framburður var talinn ótrú-
verðugur og segir í dómnum að á ör-
yggismyndböndum úr Smáralind sé
ekki annað að sjá en þar gangi tveir
menn samhentir og ákveðnir til verks.
Ekki verði heldur séð að maðurinn
veiti barninu neina sérstaka athygli.
Þvert á móti virðist faðir stúlkunnar
sjá um það að svo miklu leyti sem það
er gert. Dæmdi Héraðsdómur
Reykjaness hann í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi í gær.
Innbrotin frömdu þeir að kvöldi 9.
mars sl. stuttu eftir lokunartíma. Af
innbrotunum eru til upptökur úr ör-
yggismyndavélum Smáralindar. Þar
sést að í fylgd með þeim var barn sem
þeir lengst af óku á undan sér í inn-
kaupakörfu. Við eftirgrennslan
þekktust mennirnir af myndunum og
barnið reyndist vera dóttir annars.
Með 2 ára barn í innbrot