Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 13
SVO gæti farið að tívolí
yrði rekið á tveimur stöðum
í sumar, annars vegar á
Hafnarbakkanum, líkt og
undanfarin ár, og hins veg-
ar í Laugardalnum.
Íþrótta- og tómstunda-
ráði hefur borist umsókn
frá breskum aðilum sem
óska eftir því að starfrækja
milliliðalaust tívolí við hlið
Laugardalshallar í sumar.
Er ráðið fylgjandi þessu en
borgarráð hefur í tvígang
frestað afgreiðslu erind-
isins.
Í bréfi umsækjendanna
kemur fram að þeir hafi
starfrækt tívolí á Hafn-
arbakkanum undanfarin níu
ár en nú óski þeir eftir að
fá stærra pláss undir starf-
semina þar sem til standi að
koma með stærri tæki til
landsins en áður hefur ver-
ið. „Árið 2002 verður 10. af-
mælisár okkar hér á Íslandi
og finnst okkur að það eigi
að vera sérstakt. Við mynd-
um koma með ný áhuga-
verð tæki sem laða fólk að,
t.d. risahjól (eins og er í
London), rússíbana og einn-
ig „risa-felliturn“ sem öll
þyrftu á meira plássi að
halda til að setja upp en
hafnarbakkinn býður upp
á,“ segir í bréfinu.
Þá segir að tívolíið yrði
opið frá 11. júlí til 5. ágúst.
Þann áttunda yrði búið að
ganga frá og hreinsa til eft-
ir starfsemina.
Norrænt tívolí á Hafn-
arbakkanum í sumar
Í mars síðastliðnum heim-
ilaði Hafnarstjórn Jörundi
Guðmundssyni að starf-
rækja tívolí á Hafnarbakk-
anum í sumar eftir íhlutun
borgarstjórnar en hafn-
arstjórn hafði áður hafnað
erindi hans. Jörundur hefur
haft milligöngu um komu
breska tívolísins hingað til
lands undanfarin níu ár.
Í samtali við Morgun-
blaðið í gær sagði hann að
hann myndi starfrækja
tívolí á Hafnarbakkanum í
júlí í sumar en að þessu
sinni hefði hann fengið nýja
aðila til samstarfs við sig
sem kæmu frá Norðurlönd-
unum.
Samþykki borgarráð er-
indi breska hópsins um
rekstur tívolís í Laug-
ardalnum er því útlit fyrir
að tvö tívolí verði starfrækt
í borginni á sama tíma í
sumar.
Tvö tívolí í borg-
inni í sumar?
Reykjavík
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Jörundur Guðmundsson, sem rekið hefur tívolí á Hafnarbakkanum undanfarin ár, hefur
fengið nýja aðila til samstarfs við sig en fyrri samstarfsaðilar hans hafa hug á að setja upp
tívolí í Laugardal í sumar. Myndin var tekin á Hafnarbakkanum í fyrra.
LAUGARDALSLAUGIN
verður lokuð frá mánu-
degi til fimmtudags í
næstu viku að báðum dög-
um meðtöldum. Lokunin
er vegna viðhalds á laug-
inni.
Að sögn Erlings Þ. Jó-
hannessonar, íþróttafull-
trúa hjá Íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur,
er afgreiðslutími lauganna
í Reykjavík orðinn það
langur að ekki næst að
sinna eðlilegu viðhaldi
þeirra öðruvísi en loka í
nokkra daga, en laugarn-
ar eru opnar í um 17 tíma
á sólarhring, 362 daga á
ári. „Þessi laug er orðin
35 ára og það hefur aldrei
verið tekið það átak í
henni sem þarf, enda er-
um við að byggja þarna
nýja laug til að geta gert
hina almennilega fína.“
Kristján Ögmundsson,
forstöðumaður Laugar-
dalslaugarinnar, segir
langt mál að telja upp allt
það sem gera á við laug-
ina. Til standi að hreinsa
hana, mála og gera við
bakkana og fara yfir öll
tæki og tól svo eitthvað sé
nefnt. „Þetta er stórt hús
með miklum búnaði og
það er alltaf eitthvað að
bila. Stundum hleðst það
upp þótt hægt sé að láta
staðinn ganga á meðan,“
segir hann.
Laugin verður svo opn-
uð á ný á föstudag.
Lokað í Laug-
ardalslaug
í næstu viku
Laugardalur
ÍSLENSKI Fjallahjóla-
klúbburinn (ÍFHK) gagnrýn-
ir stöðu hjólreiðamanna í
borginni og segir vanta sér-
stakar reiðhjólaleiðir með-
fram helstu umferðargötum.
Þá kemur fram í nýlegri
skýrslu klúbbsins að oft á tíð-
um gera framkvæmdir í
grennd við hjólreiðastíga það
að verkum að leiðirnar eru
rofnar þannig að hjólreiða-
menn komast ekki leiðar
sinnar.
Að sögn Öldu Jónsdóttur,
formanns ÍFHK, eru þeir
stígar, sem hjólreiðamenn
nota helst, fremur útivistar-
stígar en reiðhjólastígar. „Við
viljum fara að fá reiðhjóla-
vegi meðfram aðalgötunum,
eins og Miklubrautinni, Sæ-
brautinni og Sundabrautinni
þegar hún kemur, þannig að
það sé gert ráð fyrir því að
fólk geti hjólað í og úr vinnu.
Þú hjólar ekkert í rólegheit-
unum í sjávarroki á Sæbraut-
inni ef þú ert á leið til vinnu
heldur viltu fara beinustu leið
eins og aðrir.“
50 hjól í stað 40 bíla
Aðspurð um kostnaðinn við
gerð slíkra hjólreiðabrauta
segir Alda erfitt að segja
hver hann yrði. „Það veit
enginn hvað þetta kostar því
þú veist ekki hvað þú sparar.
Það hefur verið gerð talning
á hjólreiðamönnum á horni
Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar og hún sýndi
að þar fara hjólamenn upp í
50 á klukkustund sem er sú
tala sem miðað er við erlend-
is.“ Hún bendir á að líklega
væru þessir menn á 40 bílum
ef þeir nýttu ekki reiðhjólin
til að komast á milli staða.
Alda segir fjölda kosta við
þennan samgöngumáta. „Við
viljum meina að þetta sé um-
hverfisvænt og heilsuvænt og
svo er þetta ódýrt. Fólk getur
jafnvel sparað sér annan bíl á
heimilið með því að hjóla allt
sumarið og langt fram á vet-
ur.“ Hún bendir einnig á að
hjólreiðarnar geti sparað
stórar summur í heilbrigðis-
kerfinu því kortérs hreyfing á
dag geti skipt sköpum fyrir
heilsu fólks.
Í skýrslu klúbbsins er það
gagnrýnt að ekki sé tekið
nægjanlegt tillit til hjólreiða-
manna við vega- og lagna-
framkvæmdir í grennd við
hjólreiðastíga. „Það er
kannski skyndilega kominn
haugur á stíginn eða búið að
grafa hann í sundur og það er
aldrei merkt að hann sé lok-
aður. Þetta er mjög algengt,
meira að segja geyma verk-
takar tækin sín stundum á
stígunum.Við gagnrýnum að
það leyfist að loka á gangandi
og hjólandi og ekki gera
neina hjáleið sem myndi ekki
þekkjast fyrir aðra umferð.“
„Vantar ekki
viljayfirlýsingarnar“
Að sögn Öldu virðist vera
vilji í Aðalskipulagi Reykja-
víkur og í annarri stefnumót-
un borgarinnar til að bæta
aðstæður hjólreiðamanna.
„Það vantar ekki viljayfirlýs-
ingarnar en því virðist ekki
vera fylgt eftir af heilum hug
því það er ekki litið á hjólin
sem samgöngutæki. Útivist-
arstígarnir eru mjög góðir og
gildir og fólk notar þá gíf-
urlega þannig að þeir eru
búnir að sanna sig. Hins veg-
ar er varla hægt að hjóla á
þeim t.d. um helgar því það
er nánast öngþveiti á þeim.“
Hún segist sannfærð um að
hjólaeign landsmanna sé mik-
il en það vanti hvatningu til
að nota þau meira. „Maður
heyrir mest á fólki að það
þori ekki að nota hjólin sem
samgöngutæki af því að það
þorir hreinlega ekki að hjóla
á götunni,“ segir hún.
Nýleg skýrsla Íslenska fjallahjólaklúbbsins um stöðu hjólreiða í borginni
Vantar hjólastíga með-
fram stærstu götunum
Ljósmynd/Páll Guðjónsson
Myndir sem teknar voru í ágúst 2000 frá því þegar Lína.Net lagði ljósleiðara um Háaleit-
isbraut og segir í skýrslunni að myndirnar sýni bæði hvernig hægt er að loka stíg að óþörfu
með því að geyma jarðefni á honum og einnig hvernig hægt er að standa vel að verki.
Reykjavík
ÞESSA dagana er verið að
leggja lokahönd á göngustíg-
inn umhverfis Vífilsstaða-
vatn. Þessi maður var að
ljúka frágangi við eina af
mörgum göngubrúm yfir
vatnið í gær þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að
garði. Sjálfsagt hefur ekki
verið dónalegt að vinna við
slíkt að undanförnu þar sem
blíðviðrið hefur leikið við
höfuðborgarbúa síðustu
daga.
Morgunblaðið/Sverrir
Lokið við göngustíga
við Vífilsstaðavatn
Garðabær
FÓLK Í FRÉTTUM