Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 22

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 20% afsl. af öllum vörum* föstudag og laugardag * nema tilboðsvörum www.tk.is Sýnum 8 falleg brúðkaups og veisluborð. Komdu og fáðu hugmynd. Alltaf eitthvað nýtt! Veislusprengja! Ný sending af sófum og stólum, nýjir litir. Heildsöluverð Ódýr stell í sum arhús ið Sófar Stólar Kaffi- stell Hand- klæði Matar- stell föstudaginn 31. maí og laugardaginn 1. júní í Faxafeni. Við höldum veislu í 2 daga MARKAÐUR FAXAFENI F A X A F E N I ¨ Allir fá gjöf sem versla fyrir 2000.- kr eða meira. EIMSKIPAFÉLAG Íslands hefur aukið hlut sinn í Skagstrendingi hf. með kaupum á öllum hlutabréfum Höfðahrepps, Nafta og Trygginga- miðstöðvarinnar og á nú 83,83% hlutafjár í Skagstrendingi. Kaup- verð hlutabréfanna í Skagstrendingi er miðað við gengið 7,2 og er kaup- verðið samtals 1.051 milljón krónur. Eimskipafélagið greiðir fyrir þessi hlutabréf með eigin hlutabréfum að nafnverði 191 milljón en það jafn- gildir genginu 5,5. Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss hf., eign- arhaldsfélags Eimskipafélagsins, segir að öðrum hluthöfum í Skag- strendingi hafi verið sent bréf í gær þar sem boðist er til að kaupa bréf þeirra í félaginu á sömu kjörum og framangreind kaup. Tilboðið stend- ur í einn mánuð. Skagstrendingur og ÚA sameinuð Yfirtökutilboð Eimskipafélagsins er lagt fram í samræmi við lög núm- er 34/1998, þ.e. lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða. Samkvæmt þeim skapast yfirtökuskylda ef aðili eignast meira en 50% hlut í félagi sem er skráð á hlutabréfamarkaði. Friðrik segir að kaup Eimskipa- félagsins á hlutabréfunum í Skag- strendingi sem og kaup félagsins á hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akur- eyringa fyrr á þessu ári, séu í sam- ræmi við nýja stefnumörkun Eim- skipafélagsins. Kaupin miðist að því að byggja upp öfluga sjávarútvegs- starfsemi. „Við höfum sagt að það sé áhuga- vert að byggja upp fyrirtæki sem nýtir sér þá áhættudreifingu sem ís- lenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða,“ segir Friðrik. „Skag- strendingur er öflugt fyrirtæki bæði í bolfiski og rækju og þess vegna væri hugsanlega áhugavert að fara út í starfsemi í uppsjávarveiðum og vinnslu í framtíðinni. Ekkert hefur þó verið ákveðið frekar í þeim efn- um.“ Að sögn Friðriks verður hafist handa við sameiningu Skagstrend- ings og Útgerðarfélags Akureyringa þannig að þau verði formlega hluti af sjávarútvegsstarfsemi Eimskipa- félagsins í beinu framhaldi af því að tilboðsfresti til annarra hluthafa í Skagstrendingi lýkur.Fram kemur í tilkynningu Eimskipafélagsins á Verðbréfaþingi Íslands vegna kaup- anna í Skagstrendingi að félagið byggist nú á þremur meginstoðum, flutningsstarfsemi, sjávarútvegs- starfsemi og fjárfestingastarfsemi. Þessar einingar verði reknar sem sjálfstæð félög innan samstæðunnar og muni starfa með sjálfstæða stjórn, sem marka muni skýra stefnu og áherslu, hver á sínu sviði. Liður í að byggja upp öflugt sjávarútvegsfyrirtæki Þá segir í tilkynningunni að sjáv- arútvegur sé undirstöðuatvinnu- grein á Íslandi og því sé mikilvægt að hafa framsækin, öflug og leiðandi fyrirtæki sem geti stuðlað að auk- inni hagkvæmni og útrás í sjávar- útvegi. Þetta sé ekki síst mikilvægt fyrir atvinnulíf utan höfuðborgar- svæðisins. Kaup á hlutabréfum í Skagstrendingi séu liður í því að byggja upp og reka öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki á alþjóðlegan mæli- kvarða innan samstæðu Hf. Eim- skipafélags Íslands. Í mars síðastliðnum keypti Eim- skipafélagið hlutabréf í Skagstrend- ingi og Útgerðarfélagi Akureyringa af Búnaðarbankanum og átti eftir þau kaup 40,7% hlut í Skagstrend- ingi en 55,3% hlut í ÚA. Í framhaldi af því var gert yfirtökutilboð í hluta- bréf annarra hluthafa í ÚA og varð niðurstaðan sú að yfirgnæfandi meirihluti hluthafanna ákvað að taka tilboðinu og á Eimskipafélagið nú 97,5% í ÚA. Fyrir kaup Eimskipafélagsins í Skagstrendingi nú var Höfðahrepp- ur næststærsti hluthafinn í félaginu á eftir Eimskipafélaginu, með 24,1% hlut. Tryggingamiðstöðin var þriðji stærsti hluthafinn með 11,6% hlut og Nafta var sá fjórði stærsti með 7,4% hlut. Þar næst komu Sjólaskip með 6,3% hlut í Skagstrendingi og Guðmundur Runólfsson hf. með 1,0% hlut. Aðrir hluthafa eiga minna. Auk 83,83% hlutar Eimskipa- félagsins í Skagstrendingi og 97,5% hlutar í ÚA á félagið 28,1% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf., 19,1% hlut í Síldarvinnslunni hf., um 4% hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., um 2% í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf., innan við 2% í Þorbirni-Fiskanesi hf. auk enn minni hluta í öðrum fé- lögum. Eimskipafélag Íslands eignast tæpan 84% hlut í Skagstrendingi Öðrum hlut- höfum boðin sömu kjör Morgunblaðið/Ásdís Skagstrendingur og ÚA verða sameinuð þannig að þau verði formlega hluti af sjávarútvegsstarfsemi Eimskipa- félagsins í beinu framhaldi af því að tilboðsfresti til annarra hluthafa í Skagstrendingi lýkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.