Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 29

Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 29 Trúföstum hætt við áráttu TRÚFÖSTU rómversk-kaþólsku fólki virðist vera hætt við svo- nefndum áráttuheilkennum (obsess- ive-compulsive disorder), eða áráttukenndri hneigð til hreinlætis er getur heft mjög daglegt líf þess, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þeir sem haldnir eru áráttuheilkennum hafa oft sterklega á tilfinningunni að um- hverfi þeirra sé útatað í sýklum og í verstu tilvikum ver þetta fólk allt að átta klukkustundum á dag til hreingerninga. Talið er að fimm milljónir Bandaríkjamanna og ein milljón Breta hafi þessa áráttu. Vísindamenn undir forystu Claudios Sicas, við Háskólann í Parma á Ítalíu, báru saman kaþ- ólskar nunnur og presta, trúaða kaþólska leikmenn og aðra sem höfðu litla eða enga trúarsannfær- ingu, að því er greint verður frá í vikuritinu New Scientist á morgun. Voru þátttakendur beðnir um að greina frá vægum einkennum ár- áttuheilkenna, t.d. þrálátum ímynd- unum eða áhyggjum. Í ljós kom að hinir trúfastari höfðu frá fleiri og alvarlegri tilvikum að segja. Greint verður nánar frá rann- sókninni í tímaritinu Behaviour Research and Therapy, en ósvarað er þeirri spurningu hvers vegna tengsl virðast vera á milli trúfestu og áráttuheilkenna. Telja sumir geðlæknar að orsakirnar sé að finna í arfberum, en skiptar skoðanir eru um það hvort hneigðin styrkist við trúarlegt uppeldi – þar sem gjörðir séu álitnar annaðhvort réttar eða rangar, svartar eða hvítar – eða hvort fólk sem hafi slíkar tilhneig- ingar hneigist fremur til trúariðk- ana og að helga líf sitt Guði. París. AFP. Lík innflytj- enda finnast Ankara. AFP. LÍK 19 ólöglegra innflytjenda, þ. á m. níu barna, fundust í gær í snævi þökt- um fjöllum Austur-Tyrklands, og sögðu þarlendir embættismenn að fólkið, sem talið er hafa verið frá Afg- anistan, hefði frosið í hel fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum. Her- menn í Van-fylki sóttu líkin, sem fundust skammt frá landamærunum að Íran. Flóttafólkið lést í hörðum vetrar- veðrum einhverntíma á bilinu frá því í nóvember til janúar, þegar snjóalög á þessu svæði verða allt að fjögurra metra djúp, að því er aðstoðarmaður fylkisstjórans tjáði AFP. Fulltrúi hersins sagði að fólkið hefði ekki átt neina möguleika á að lifa af vetrar- veðrið, og bætti við að enn væri metradjúpur snjór á svæðinu. Þá greindi tyrkneska fréttastofan Anatolia frá því að lögregla í fylkinu Izmir í Vestur-Tyrklandi hefði fundið lík fimm pakistanskra innflytjenda á ströndinni skammt frá bænum Menderes við Eyjahaf. Sögðu embættismenn að ekki væri fyllilega ljóst hvernig fólkið hefði látist. Leið flestra innflytjenda sem reyna að komast frá Asíu og fara með ólög- legum hætti til Vestur-Evrópu liggur um Tyrkland. Fer fólkið þá oftast óséð yfir austurlandamæri Tyrk- lands, er liggja að Íran, og heldur síð- an í vestur og reynir að komast sjó- leiðis til Grikklands eða Ítalíu, eða fara gangandi til Grikklands. Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is ÞRETTÁN ár eru nú liðin frá stúd- entamótmælunum miklu á Torgi hins himneska friðar í Peking en að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International dúsa þó næstum tvö hundruð manns enn í fangelsi vegna þátttöku sinnar í mótmælunum. Amnesty segist hafa rakið feril 195 manna sem fangelsaðir voru fyrir þátttöku í lýðræðissamtökum kín- verskra námsmanna, sem mótmæltu á Torgi hins himneska friðar árið 1989 eða aðgerðum sem stjórnvöld tengdu seinna námsmannamótmæl- unum. Segja samtökin að næsta víst sé að hópurinn sé „miklu stærri“. „Tala fórnarlambanna hækkar ár frá ári,“ sagði í yfirlýsingu Amnesty en 4. júní nk. eru nákvæmlega þrett- án ár liðin frá því að kínversk stjórn- völd brutu sex vikna mótmæli náms- manna á bak aftur með valdi. „Haldið er áfram að fangelsa þá sem ár hvert gera tilraun til að minn- ast þessarar dagsetningar,“ sagði í yfirlýsingunni. „Þeir sem voga sér að fara fram á rannsókn atburðanna – sem sumir hverjir gera það á Netinu – hafa einnig mátt sæta því að vera handteknir og dæmdir í fangelsi fyrir að minna umheiminn á valdníðslu stjórnvalda þennan dag.“ Hundruð, jafnvel þúsundir, óvopn- aðra lýðræðissinna voru stráfelld í aðgerðum kínverskra öryggissveita þann 4. júní 1989 og vöktu aðgerð- irnar sterk viðbrögð bæði í Kína og annars staðar. Stjórnvöld í Peking sögðu lýðræðishreyfingunni hins vegar hafa verið beint gegn þeim gildum, sem kínverska byltingin fól í sér, og þann dóm hafa kínverskir stjórnarherrar neitað að endur- skoða. Eins og áður sagði dúsa því margir í fangelsi enn þann dag í dag fyrir sakir sem í Kína jafngilda land- ráðum. Næstum 200 dúsa enn í fangelsi Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.