Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 57

Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 57 LOKIÐ er í Reykja- vík utanríkisráðherra- fundi NATÓ. Íslenskir ráðamenn hafa fengið klapp á kollinn fyrir að standa sig vel enda all- ar fjárhirslur ríkisins opnaðar og Reykvík- ingar hafa fengið af- hjúpað listaverk á flöt- inni við Hagatorg til dýrðar hernaðarbanda- laginu. Listaverkið er fallegt og við sem eig- um erfitt með að tengja NATÓ við fegurð heimsins munum leita eftir öðrum tengingum í hugum okkar þegar við virðum verkið fyrir okkur um ókomna fram- tíð. Undanfarin ár hafa verið mikið breytingaskeið. Fyrir hálfum öðrum áratug stóðu hernaðarblokkirnar gráar fyrir járnum hvor gegn ann- arri. Áhangendur þeirra réttlættu tilveru þeirra með skírskotun til þeirrar hættu sem stafaði af hinni. Friðarsinnar bentu hins vegar á að hernaðarbandalögin ættu það sam- eiginlegt að þjóna fyrst og fremst hagsmunum stærstu herveldanna, Sovétríkjanna annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Nú er Varsjárbandalagið ekki lengur til og Sovétríkin horfin. NATÓ er aftur á móti enn við lýði og meira að segja er talað um nauðsyn þess að stórefla það. Í því sambandi er vert að staldra við tvennt: Áhrif Banda- ríkjanna á veraldarvísu í breyttri heimsmynd og hins vegar stækkun NATÓ. Hernaður og hagsmunir Því er mjög haldið að okkur að slík ógn stafi nú af hryðjuverkum að nauðsynlegt sé að efla NATÓ. Í þessu ljósi réttlæta Bandaríkja- menn nú stóraukin út- gjöld til vígbúnaðar eða 20% raunaukningu frá árinu 2000. Útgjöld til hermála hafa ekki verið aukin í eins stóru stökki í Bandaríkj- unum síðan í Víetnamstríðinu. Jafn- vel uppsögn Bandaríkjastjórnar á ABM-samningnum um bann við kjarnorkuvæddum gagneldflaugum og áform þeirra um að hrinda svo- kölluðum stjörnustríðsáætlunum í framkvæmd eru réttlætt með hlið- sjón af meintri hættu á hryðjuverk- um. Í Kína eru þessi áform litin öðr- um augum eða sem pólitísk þvingunaraðgerð. Kínverjar hafa komið sér upp á þriðja tug lang- drægra kjarnorkuflauga. Með því að beina flaugum sínum að Kína og hóta í ofanálag að koma upp kerfi sem réði við allar hugsanlegar árásir Kínverja yrðu Bandaríkjamenn búnir að stilla þeim upp við vegg. Þarna yrði ekki um að ræða gagnkvæman fælingar- mátt vopnanna. Bandaríkjamenn hefðu með þessu móti tekið frum- kvæðið í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Fráleitt er að ætla að baráttan gegn hryðjuverkum verði til lykta leidd með stórauknum vígbúnaði. Þvert á móti mun vígbúnaðarkapp- hlaupið soga til sín fjármagn sem ella færi til að draga úr fátækt og rang- læti í heiminum en félagslegt rang- læti er einmitt sá jarðvegur sem ýtir undir hryðjuverk. Bandaríkjamönn- um virðist hins vegar vera að takast að tryggja sér áframhaldandi for- ræði við gerbreyttar aðstæður í heiminum. Þeir hafa skilgreint nýja ógn og með hliðsjón af henni hafa þeir þjappað NATÓ-ríkjunum að baki heimsvaldastefnu sinni. Með ólíkindum er sú fylgispekt sem bandalagsríki þeirra sýna en að sjálf- sögðu ber þar að hafa í huga að hags- munir heimskapítalsins eru mörgum þessum ríkjum sameiginlegir. Ljóst er að Bandaríkjamenn og fylgifiskar þeirra horfa nú mjög til olíuhags- muna, annars vegar við Kaspíahafið og þurfa þess vegna að tryggja sig austur á bóginn yfir Balkanskagann, til Rúmeníu og síðan í gömlu Sov- étlýðveldunum og hins vegar við Persaflóann. Engin tilviljun er að morguninn eftir NATÓ-fundinn vaknaði heimsbyggðin upp við nýjar fréttir af hættunni sem stafaði af Írak. Á NATÓ að breyta um nafn og hlutverk? Þessu nátengd er hugmyndin um stækkun NATÓ sem eins og að fram- an er rakið þjónar vel hagsmunum Bandaríkjanna. En spyrjum í fullri alvöru hvort það væri ef til vill ráð að stækka NATÓ austur á bóginn og jafnvel láta ekki staðar numið í Evr- ópu. Spyrja mætti hvort friðurinn væri ekki þá fyrst tryggður ef öll ríki heims ættu aðild að bandalaginu- .Vissulega þyrfti að breyta nafngift- inni því NATÓ vísar til Atlantshafs- ins. Þá koma Sameinuðu þjóðirnar fyrst upp í hugann. Sá hængur er hins vegar á að það heiti er þegar í notkun. Við höfum hinar Sameinuðu þjóðir sem eiga einmitt að vera sam- starfsvettvangur allra þjóða heims til að stuðla að uppbyggingu, framför- um og friði. Og fyrst allar þjóðir heims eru þar innanborðs er rétt að spyrja hvort ekki sé rökrétt að styrkja þann vettvang eða hvað skyldi standa í vegi fyrir því? Það skyldu þó aldrei vera samtvinnaðir pólitískir og hernaðarlegir hagsmun- ir stórvelda á borð við Bandaríkin sem standa þar í vegi; að þau vilji hafa fyrirkomulag sem tryggir þeim yfirráð í heiminum? Nú er á það að líta að hernaðar- stórveldin, í seinni tíð fyrst og fremst Bandaríkin, hafa haldið þannig á málum gagnvart Sameinuðu þjóðun- um, þ.m.t. Öryggisráðinu, að þau tefla aldrei í tvísýnu möguleikum sín- um til að taka frumkvæði. Þetta hef- ur þeim tekist bærilega en hins vegar er von til þess að á þessum vettvangi verði þeim smám saman gert að hlíta lýðræðislegum vinnureglum. Völd þeirra innan NATÓ hvíla hins vegar á traustari grunni enda er NATÓ fyrst og fremst hernaðarbandalag og sá sem hefur þar mesta burði hefur mest áhrif. Forræði Bandaríkjanna innan NATÓ hefur ekki verið alvar- lega véfengt og nú virðast þær evr- ópsku óánægjuraddir sem heyrðust eftir árásirnar á Afganistan vera þagnaðar. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvers vegna svo mikið kapp er lagt á að viðhalda hernaðarbanda- lögum. Það er fyrst og síðast til að tryggja hagsmuni hernaðarstórvelda sem hafa læst auðvaldsklóm sínum um alla heimsbyggðina. Og íslensk stjórnvöld taka þátt í þessu algerlega gagnrýnislaust. Það væri óskandi að ríkisstjórn Íslands hefði meiri metn- að. NATÓ í nýrri heimsmynd Ögmundur Jónasson Utanríkismál Og fyrst allar þjóðir heims eru í Sameinuðu þjóðunum er rétt að spyrja, segir Ögmundur Jónasson, hvort ekki sé rökrétt að styrkja þann vettvang eða hvað skyldi standa í vegi fyrir því? Höfundur er alþingismaður. ÞAÐ er erfitt að þræta fyrir það að Reykjavík hefur þróast mjög skemmtilega á undanförnum árum. Hún stendur betur undir því en nokkru sinni að kallast menn- ingarborg og uppbygg- ingin á því sviði hefur verið markviss og metnaðarfull. Eru Borgarbókasafnið og önnur söfn í Grófarhús- inu og Listasafn Reykjavíkur bara eitt af ótal dæmum sem bera því fagurlega vitni. Grettistaki hefur verið lyft í að hreinsa strandlengjuna miklu sem við erum svo lánsöm að eiga sem ramma um okkar fallegu borg. Það er raunar óhugnanlegt til þess að hugsa hvernig hún væri ef ekki hefði verið ráðist í þessar aðgerðir miðað við þá fólksfjölgun sem hefur átt sér stað á síðasta áratug á höfuðborgarsvæð- inu. Að tala um skuldasöfnun getur nú aðeins höfðað til þeirra sem hafa ekk- ert pólitískt minni, en þeir eru víst margir. Pólitíkin er skrýtin tík og það hlýt- ur að vera ömurlegt að bindast henni og þurfa að styðja mál sem maður hlýtur að vera ósammála í hjarta sér. Það er næsta fáheyrt að stjórnmála- maður hafi dregið í land með eitt- hvert kosningamál og sagt sem svo: „Þið hafið á réttu að standa, okkur skjátl- ast.“ Samt metum við mikils þá sem það kunna að gera og telj- um þá menn að meiri fyrir bragðið. Ef minni mitt er ekki að bregðast mér gerði þó Geir Hall- grímsson það, þegar hann ákvað að ekki skyldi reisa iðnaðar- hverfi á „Geirsnefinu“ sem hann hafði látið fylla upp í Elliðavogi, þegar sterk viðbrögð náttúru- og fuglavernd- armanna komu fram. Það var honum síst til minnkunnar, miklu fremur telst það til afreka hans og féll óvænt að „grænu byltingunni“ sem hann hafði gert að kosningaslagorði. Ef menn eru ekki vissir um að hafnar- og iðn- aðarhverfi á Geldinganesi yrði um- hverfisslys er hollt að fara út í Viðey og skoða hve hörmulega ljót Sunda- höfnin er séð utan frá. Nú verður ekki hið sama sagt um Reykjavíkur- höfn, bæði höfnin og byggingarnar umhverfis eru glæsilegar, margar hverjar, svo að einhverju leyti er spurningin kannski líka um hvernig höfn þetta yrði, en ég er smeyk, mjög smeyk. Önnur lumma sem er orðin þreytt og skorpin er þetta eilífa kosningar- tal um dagvistun, nú á hún að bjóðast fyrir eins árs börn og þaðan af eldri. Sú framboðsræða heyrist varla að ekki séu veitt fögur fyrirheit um dag- vistun. Frambjóðendur minna á Cato gamla í Róm á 3. öld, sem endaði hverja ræðu með þessum orðum: „Auk þess legg ég til að Karþagó veri lögð í eyði.“ Mig langar að spyrja stjórnmálamennina í öllum flokkum. Áttuð þið ekki mömmu eins og ég og mínir vinir, sem var okkar einka sál- fræðingur, læknir, hjúkrunnarkona, kennari, innanhúsarkitekt, fatahönn- uður, sagnabrunnur – sérstaklega um sögur fjölskyldunnar, stuðnings- kennari þegar á þurfti að halda, kokkur, bakari, veislustjóri, fjár- málastjóri, sérfræðingur um blóm og fugla og umfram allt eins og einka- ráðgjafi bankanna „alltaf hægt að ná í hana.“ Að hve miklu leyti eruð þið það sem þið eruð vegna þessarar konu sem við köllum mömmu og svo líka hinni sem við köllum ömmu? Er það út af fínu skólunum sem þið genguð í? Er það út af fínu klúbb- unum sem þið eruð í? Er það út af því að þið veðjuðuð á réttan hest í stjórn- málum? Ég efa það. Það er miklu lík- legra að heimili ykkar hafi mótað ykkur og undirbúið svo undir lífið að þið áttuð aðgang að skólunum og öllu hinu sem hugurinn stóð til. Væri nú ekki hressandi ef stjórn- málamaður hætti að „kitla eyru áheyrandanna“ með því að segja það sem hann heldur að þeir vilji heyra, en þyrði að benda á nauðsyn þess að hlúa í raun að mikilvægustu stofnun þjóðfélagsins. Hornsteinar þjóðar- byggingarinnar heita fjölskyldur. Hvað verður um byggingu þar sem einn steinninn af öðrum molnar eða springur? Og hvað verður um þá sem fara illa út úr slíkum harmleik? Þeir lenda oft inn á öðrum stofnunum – opinberum – sem geta aldrei orðið eins og alvöru heimili og góð fjöl- skylda; hversu góðar og heimilislegar sem þær eru. Sannleikurinn er sá að við þurfum öll á „stofnun“ að halda til að sjá fyrir líkamlegum, andlegum og tilfinningalegum þörfum okkar og besta „stofnunin“ er fjölskylda. En hvað er að verða um þær? Þessar „stofnanir“ eru lokaðar mest allan daginn og þegar þær opna um kvöld- mat er næsta lítill tími eða kraftar til að sinna nema brýnustu verkefnum augnabliksins. Á „skrifstofutíma „eru þær ýmist lokaðar eða óstarfhæfar vegna skorts á hæfu starfsfólki. Ég veit að þetta stofnanatal er hundleið- inlegt, en í félagsfræðilegum skiln- ingi er fjölskyldan skilgreind sem grunnstofnun þjóðfélagsins. Hversu margar konur skyldu ekki einmitt þrá þetta, að vera með börn- unum sínum, vera mömmur og flottar kjarnorkukonur eins og formæður okkar margar voru. En þjóðfélagið segir það vera ófínt, aumingjaskap og leti. Þjóðhagslega er það líka hag- kvæmt að sem flestar konur séu úti á atvinnumarkaðinum. En bara í bili. Þarna komum við að helsta vanda stjórnmálamanna, þeim veitist ekki auðvelt að hugsa ýkja langt fram í tímann, því þeir þurfa að sanna sig á fjórum árum til að ná endurkjöri og svo koll af kolli. Að ala upp barn er 20 ára prógram. Hvaða stjórnmálamað- ur hugsar svo langt fram í tímann? En hvað ætli það kosti þjóðfélagið að reka öll meðferðarheimilin fyrir börn og unglinga? Hvað ætli afbrot og fíkniefni kosti þjóðfélagið, hvað ætli þunglyndi, síþreyta (kvenna sem eru að reyna að standa sig vel á tveimur krefjandi vettvöngum), offita barna á sjoppufæði? Og hvað um það sem ekki er hægt að reikna í krónum, eins og sorg, einmanaleika og ýmsar sál- arflækjur sem mömmur leysa áður en þær verða að óleysanlegum hnúti? Já, það er enginn maður að minni að breyta um áherslur og jafnvel við- urkenna að hér hafi menn gengið of langt, að framför sé orðin afturför. En skyldi maður nokkurn tímann eiga eftir að heyra dæmi um slíkt? Gamlar lummur og Karþagó Ástríður E. Guðmundsdóttir Höfundur er leiðsögumaður. Fjölskyldan Þessar „stofnanir“ eru lokaðar mestallan dag- inn, segir Ástríður E. Guðmundsdóttir, og þegar þær eru opnaðar um kvöldmat er næsta lítill tími eða kraftar til að sinna nema brýnustu verkefnum. TIL SÖLUÝMISLEGT Raddprófun Söngsveit Hafnarfjarðar bætir við sig söngfólki. Raddprófað verður í safnaðarheimili Þjóðkirkj- unnar Hásölum í Hafnarfirði mánudagskvöldið 3. júní næstkomandi milli kl. 20 og 22. Sérstök vöntun er á karlaröddum. Söngsveit Hafnarfjarðar hefur starfað í tvo vetur undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur og eru spennandi verkefni framundan á þeim sömu nótum og verið hefur undanfarið, en Söngsveit Hafnarfjarðar flytur eingöngu óperu- og Vínartónlist Skartgripa- og úraverslun til sölu í Mosfellsbæ. Vaxandi velta. Fyrirspurnir sendist í fax 552 7594, Fannar. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Sunnud. 2. júní: Tvær ferðir með Ferðafélagi Íslands: A) Ekið upp að Þverárkoti á Kjal- arnesi og gengið að Vindáshlíð. Um 3—4 klst. ganga. Fararstjóri Leifur Þorsteinsson. B) Ekið að Fossá í Hvalfirði og gengið að Vindáshlíð. Um 2 klst. ganga. Fararstjóri Vigfús Páls- son. Brottför í báðar ferðir frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Báðir hópar þiggja kaffiveitingar (innifalið) hjá Hlíðarmeyjum í Vindáshlíð í göngulok. Verð 2.200/2.500. Nokkur sæti laus í sumarleyfis- ferð til Grænlands 10. ágúst og í ferð um Hornstrandir 20. júlí. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.