Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 62
DAGBÓK
62 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Al-
ioth Star, Askur, Ottó
N Þorláksson og Örfir-
isey koma í dag. Mána-
foss, Erla og Lagarfoss
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ýmir, Arnar, Sissimut
og Kleifarberg koma í
dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 12.45
dans, kl 13 bókband, kl.
14 bingó.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Bingó er 2. og 4. hvern
föstudag. Dans hjá Sig-
valda byrjar í júní.
Púttvöllurinn er opin
alla daga. Allar upplýs-
ingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerðir. Ekið um borg-
ina þriðjudaginn 11.
júní og nýju hverfin
skoðuð. Kaffi drukkið í
Golfskála Reykjavíkur,
Grafarholti. Lagt af
stað kl. 13. Skráning í
s. 568 5052 fyrir kl. 12,
föstud. 10. júní. Allir
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Lokahófið verður
í Hlégarði 31. maí kl.
19. Miðasala hjá Svan-
hildi, sími 586 8014 e.h.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Farið verður til Vest-
mannaeyja mánud. 24.
júní með Herjólfi og
komið til baka miðvi-
kud. 26. júní. Vænt-
anlegir þátttakendur
skrái sig sem fyrst á
þátttökulistann. Rútu-
ferð frá Gjábakka kl.
10.15 og Gullsmára kl.
10.30.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Grafarvogi. Korp-
úlfarnir, félag eldri
borgara í Grafarvogi,
efna til heilsdagsferðar
í Mýrdalinn fimmtud.
6. júní nk. Ferðin er
lokaverkefni fé-
lagsstarfs eldri borgara
í Grafarvogi fyrir sum-
arfrí. Brottför frá Mið-
garði, kl. 9. Ekið um
Suðurland og stoppað á
Hvolsvelli, Skógum, há-
degisverður í Vík.
Hjörleifshöfði, Reyn-
isdrangar, Pétursey og
Heiðardalur eru á með-
al þess sem skoðað
verður með leiðsögu-
manni. Áætluð heim-
koma kl. 19. Vinsam-
lega skráið ykkur í
ferðina hjá Þráni Haf-
steinssyni í Miðgarði í
síðasta lagi mánudag-
inn 3. júní. Sími
5454 500.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13. Opið hús, spilað á
spil.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids
13:30. Í dag, föstudag,
byrjar pútt á Hrafn-
istuvelli og verður í
sumar á þriðjudögum
og föstudögum kl. 14–
16. Á morgun morg-
ungangan kl. 10 frá
Hraunseli. Dagsferð að
Skógum miðvikud. 19.
júní, lagt af stað frá
Hraunseli kl. 10. Uppl.
í Hraunseli s. 555 0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Dags-
ferð í Krísuvík, Þor-
lákshöfn, Eyrarbakka,
Stokkseyri 6. júní, há-
degisverður Við fjöru-
borðið, leiðsögn Pálína
Jónsdóttir. Skráning á
skrifstofu s. 588 2111.
Munið fjölskylduhátíð-
ina í Laugardalshöll-
inni 1. júní, skemmti-
atriði fyrir unga og
aldna. Vestmannaeyjar
11.–13. júní, 3 dagar,
eigum nokkur sæti laus
vegna forfalla. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og mið-
vikudögum frá kl.
10–12 í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar
á skrifstofu FEB.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids. Opið sunnudaga
frá kl. 14–16, blöðin og
kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Hin árlega
handavinnu og list-
munasýning eldri borg-
ara verður í Furugerði
1 laugardaginn 1. júní.
Sýningin verður opin
kl. 13.30–17. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 9–16.30 vinnu-
stofur opnar, frá há-
degi spilasalur opinn
kl. 13.30–14.30, mánu-
daginn 3. júní banka-
þjónusta. Veitingar í
Kaffi Berg. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bók-
band, kl. 13.15 brids.
Mánudaginn 3. júní og
þriðjudaginn 4. júní frá
kl. 10.30 til kl. 12 verð-
ur tekið við staðfest-
ingargjaldi fyrir ferða-
lag á Langanes dagana
1. til 5. júní. Þeir sem
eiga bókað í ferðina eru
vinsamlega beðnir að
staðfesta sem fyrst í
Gjábakka, s. 554 3400.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9–
17 hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
11 spurt og spjallað.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 böðun, postulín, kl.
12.30 postulín. Fótaað-
gerðir, hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia. Allir velkomnir.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 13.30
sungið við flygilinn, kl.
14.30 kaffi og dansað í
aðalsal.
Vitatorg. Kl. 9 smíði
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8 kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13 kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti Hverfisgötu 105.
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
daga og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (ca
16–25 ára) að mæta
með börnin sín á laug-
ard. kl. 15–17 á Geysi,
Kakóbar, Aðalstræti 2.
(Gengið inn Vest-
urgötumegin.) Opið hús
og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Gigtarfélag Íslands.
Gönguferð um Öskju-
hlíðina laugardaginn 1.
júní kl. 11. Hist verður
við innganginn í Perl-
una. Klukkutíma ganga
sem hentar flestum.
Einn af kennurum hóp-
þjálfunar gengur með
og sér um upphitun og
teygjur. Möguleiki á
kaffisopa á eftir í Perl-
unni.
Allir velkomnir.
Kvenfélag Óháða safn-
aðarins.Vorferðalag
Kvenfélags Óháða safn-
aðarins verður mánu-
dagskvöldið 3. júní kl.
20. Farið verður frá
Kirkjubæ og ekið á
Selfoss, kirkjan skoðuð
og farið í kaffi á eftir.
Takið með ykkur gesti.
Þátttaka tilkynnist til
Esterar s. 557 7409 eða
Halldóru í s. 566 6549.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Opið hús í
Borgarseli, bústað fé-
lagsins, laugardaginn 1.
júní frá kl. 14. Mætum
öll.
Ellimálaráð Reykjavík-
urprófastsdæma. Boðið
er upp á orlofsdvöl í
Skálholti í sumar. Í
boði eru þrír hópar
sem raðast þannig: 10.–
14. júní, 18.–21. júní og
1.–5. júlí.
Skráning á skrifstofu
f.h. virka daga í síma
557 1666.
Í dag er föstudagur 31. maí, 151.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Sál mín er óttaslegin, en þú, ó
Drottinn – hversu lengi?
(Sálm. 6, 5.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 margmenni, 8 þýði, 9
milda, 10 spils, 11 fýsn, 13
illa, 15 sæti, 18 slagi, 21
umfram, 22 fáni, 23
mynnið, 24 nirfill.
LÓÐRÉTT:
2 truntu, 3 hæð, 4 gufa, 5
beri, 6 málmur, 7 ílát, 12
álít, 14 rengi, 15 róa, 16
hugaða, 17 lagfærir, 18
óhreint vatn, 19 hrekk,
20 innandyra.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt : 1 hlunk, 4 flesk, 7 móður, 8 önnin, 9 nær, 11
aura, 13 hríð, 14 gunga, 15 þorn, 17 lost, 20 urt, 22 gáfan,
23 útför, 24 rimma, 25 afans.
Lóðrétt: 1 humma, 2 urðar, 3 korn, 4 fjör, 5 einir, 6 kyn-
ið, 10 ærnar, 12 agn, 13 hal, 15 þægur, 16 refum, 18
offra, 19 tarfs, 20 unna, 21 túla.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
HEIMSMEISTARAKEPPNINí fótbolta hefst víst í dag og fer
fram í Kóreu og Japan. Víkverji hef-
ur fagnað því með sjálfum sér að
undanförnu að keppnin skuli haldin í
þessum fjarlægu löndum, því að þá
hefur honum fundizt tryggt að bein-
ar útsendingar frá henni í sjónvarpi
verði ekki á þeim tíma að þær ryðji
úr vegi föstum liðum eins og barna-
efni, fréttum og fjölskyldumyndinni
á föstudagskvöldum. Fátt fer meira
í taugarnar á Víkverja og fjölskyldu
hans en þegar fullorðnir menn í við-
burðalitlum boltaleik birtast óvænt
á skjánum þegar átti að fara að
horfa á menningarefni eins og Padd-
ington bangsa eða fylgjast með
spennandi Disney-mynd, að ekki sé
nú talað um fréttirnar.
Svo varð reyndar einhver til að
benda Víkverja á að útsendingar frá
keppninni yrðu í læstri dagskrá á
sjónvarpsstöðinni Sýn og þetta hefði
ekki orðið neitt vandamál, jafnvel
þótt keppnin hefði verið haldin í
Færeyjum. Víkverji hefði áfram
getað horft á sitt ríkissjónvarp
ótruflaður og kátur yfir því að ekki
væri verið að eyða afnotagjöldunum
hans í fokdýrar beinar útsendingar
frá útlendum fótbolta.
x x x
VÍKVERJI hefur hins vegar átt-að sig á því að ekki er allt unnið
með því að beinu útsendingarnar frá
heimsmeistaramótinu séu snemma á
morgnana. Fjölskyldulífi lands-
manna kann að vísu að vera borgið,
en Víkverji hefur nokkrar áhyggjur
af því að framleiðni í atvinnulífinu
hrynji næstu vikurnar. Beinar út-
sendingar frá leikjum í keppninni ku
hefjast kl. 6.30 á morgnana og
stundum standa fram yfir hádegi.
Víkverji mælist til þess að atvinnu-
rekendur gangi stíft eftir því að fót-
boltaunnendur mæti í vinnuna eins
og þeim ber og boði helzt mikilvæga
fundi allan morguninn og framundir
hádegi þá daga sem beinar útsend-
ingar eru. Vinnuveitendur, sem ekki
taka þennan kostinn heldur leyfa
fótboltaáhugamönnum að sinna
áhugamálinu í vinnutímanum, gætu
auðvitað farið þá leið að gefa öðrum
starfsmönnum – þ.e. þeim, sem ekki
horfa á fótboltann – lengra sum-
arfrí. Það yrði áreiðanlega vel þegið.
FÓTBOLTI tröllríður öllu ásumrin alla jafna og ekki skán-
ar það á næstunni. Víkverji mun þó
ekki mæta spenntur kl. 8 á morgn-
ana í verzlanir 10–11, sem verða víst
8–11 meðan á keppninni stendur.
Þar á vöruúrvalið að taka mið af HM
og búðirnar verða fullar af fótbolta-
mönnum með tuðruna á tánum
næstu vikur. Vonandi velta engar
gamlar konur um koll.
Víkverji hneigist til að taka undir
með Andy Miller, sem skrifaði grein
í brezka blaðið The Guardian í gær,
undir fyrirsögninni „Ástæðan fyrir
því að ég þoli ekki íþróttir“. Miller
segir að ef hann ætti mikla peninga
myndi hann verja þeim skynsam-
lega, kaupa upp enska knattspyrnu-
sambandið og leggja niður öll fót-
boltalið í landinu nema tvö, t.d.
Manchester United og Chelsea, sem
fengju ný nöfn, Rauða liðið og Bláa
liðið. „Rauða liðið og Bláa liðið
myndu síðan spila hvort við annað í
hverri viku á hlutlausum og auðum
vettvangi að mínu vali, aftur og aft-
ur þangað til fólk yrði leitt á þeim.
Það kynni að taka dálítinn tíma, en
það væri þess virði,“ skrifar Miller.
Hvar er
sr. Roy Long?
SR. ROY Long, sem er tal-
inn vera hjá vinum sínum á
Íslandi, er beðinn að hafa
samband sem fyrst við
Belcher-fjölskylduna í
Birmingham, Englandi.
Tapað/fundið
Fermingardrengur –
tökuvél týndist
ÞÝSK/ÍSLENSKUR
drengur, sem kom gagn-
gert til landsins til að láta
ferma sig, varð fyrir þeirri
óskemmtilegri reynslu að
tapa myndbandsupptöku-
vélinni sinni föstudaginn
24. maí á Ingólfstorgi rétt
fyrir kl. 17. Lagði hann vél-
ina á nálægan bekk (á móts
við íssjoppuna) en þegar
hann ætlaði að grípa í hana
aftur var hún horfin. Mynd-
bandsupptökuvélin er af
gerðinni CANON G20-HI 8
og var í svartri tösku. Skað-
inn er ekki bara glötun vél-
arinnar sjálfrar heldur
voru 3 spólur geymdar í
töskunni og á einni þeirra
voru allar upptökur frá
fermingunni, kirkjuathöfn-
in (Hraungerðiskirkju) og
veislan sjálf. Því er þetta
mjög tilfinningalegt tjón
fyrir drenginn, en hann
hafði hlakkað mikið til að
sýna ömmu sinni og afa sín-
um og öðrum ættingjum í
Þýskalandi upptökurnar,
því þau komust ekki til Ís-
lands. Ef einhver veit um
myndbandsupptökuvélina
og/eða jafnvel fundið spól-
urnar, þá vinsamlegast haf-
ið samband í síma 695 7039
eða póstsendið til Hauks
Þórólfssonar, Laugateigi
28, 105 Reykjavík.
Veski með mán-
aðarlaunum týndist
ÚTLEND stúlka týndi
svörtu veski með mánaðar-
laununum. Þetta gerðist í
strætó, leið 18, fyrir þrem-
ur vikum. Í veskinu er líka
dvalar- og atvinnuleyfi.
Skilvís finnandi hafi sam-
band við Steinunni í síma
551 3043. Fundarlaun.
Lyklakippa
í óskilum
LYKLAKIPPA með nafn-
spjaldi fannst í vesturbæn-
um fyrir nokkrum dögum.
Upplýsingar í síma
561 1795.
Eyrnalokkur
í óskilum
GULLEYRNALOKKUR
fannst á öldungamóti í blaki
í íþróttahúsinu í Varmá.
Upplýsingar hjá Svölu í
síma 557 1080.
Dýrahald
Máni er týndur
MÁNI hvarf frá heimili
sínu 24. maí s.l. Hann er 6
mán. gamalt fress með
merktri ól um háls. Vin-
saml. látið okkur vita ef
hann sést í vesturbænum í
síma 551 0959, 695 8099 eða
551 5740.
Felix er týndur
FELIX er svartur með hvít
hár á bringu. Hann er
eyrnamerktur og ólarlaus.
Felix er innikisa og hann
týndist föstudaginn 24. maí
frá Ingólfsstræti. Þeir sem
hafa orðið hans varir hafi
samband í síma 861 0079.
Dísarpáfagaukur
týndist
HVÍTUR dísarpáfagaukur
með rauða díla týndist frá
Kleppsvegi 66 þriðjudaginn
28. maí. Hans er sárt sakn-
að. Þeir sem gætu gefið
upplýsingar vinsamlega
hringið í síma 588 2428.
Kettlingar
fást gefins
3 yndislegir, 8 vikna kassa-
vanir kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma
587 2621 og 865 2420.
Grænn gári
týndist
GRÆNN gári flaug út um
glugga á Skeiðarvogi 91 sl.
miðvikudag. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 588-8868.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG las í Morgunblaðinu
22. maí sl. að nokkrir
hestamenn hefðu meinað
hjólreiðamanni að kom-
ast leiðar sinnar og verið
með svívirðileg tilþrif.
Þar sem ég er hestakona
sjálf brá mér við að lesa
þetta. Þar sem ég hef
verið á ferð á mínum
hrossum hafa hjólreiða-
menn alltaf sýnt mikla
tillitssemi og höfum við
hestamenn og hjólreiða-
menn lifað í sátt og sam-
lyndi hingað til. En alltaf
leynast svartir sauðir
sem koma óorði á okkur
hin. Við þá segi ég:
Skammist ykkar.
Klara Guðrún
Hafsteinsdóttir.
Svartir sauðir
í hestamennsku