Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 62
DAGBÓK 62 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Al- ioth Star, Askur, Ottó N Þorláksson og Örfir- isey koma í dag. Mána- foss, Erla og Lagarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ýmir, Arnar, Sissimut og Kleifarberg koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sig- valda byrjar í júní. Púttvöllurinn er opin alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerðir. Ekið um borg- ina þriðjudaginn 11. júní og nýju hverfin skoðuð. Kaffi drukkið í Golfskála Reykjavíkur, Grafarholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í s. 568 5052 fyrir kl. 12, föstud. 10. júní. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Lokahófið verður í Hlégarði 31. maí kl. 19. Miðasala hjá Svan- hildi, sími 586 8014 e.h. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Farið verður til Vest- mannaeyja mánud. 24. júní með Herjólfi og komið til baka miðvi- kud. 26. júní. Vænt- anlegir þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulistann. Rútu- ferð frá Gjábakka kl. 10.15 og Gullsmára kl. 10.30. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Korp- úlfarnir, félag eldri borgara í Grafarvogi, efna til heilsdagsferðar í Mýrdalinn fimmtud. 6. júní nk. Ferðin er lokaverkefni fé- lagsstarfs eldri borgara í Grafarvogi fyrir sum- arfrí. Brottför frá Mið- garði, kl. 9. Ekið um Suðurland og stoppað á Hvolsvelli, Skógum, há- degisverður í Vík. Hjörleifshöfði, Reyn- isdrangar, Pétursey og Heiðardalur eru á með- al þess sem skoðað verður með leiðsögu- manni. Áætluð heim- koma kl. 19. Vinsam- lega skráið ykkur í ferðina hjá Þráni Haf- steinssyni í Miðgarði í síðasta lagi mánudag- inn 3. júní. Sími 5454 500. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. Opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids 13:30. Í dag, föstudag, byrjar pútt á Hrafn- istuvelli og verður í sumar á þriðjudögum og föstudögum kl. 14– 16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10. Uppl. í Hraunseli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Dags- ferð í Krísuvík, Þor- lákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri 6. júní, há- degisverður Við fjöru- borðið, leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Skráning á skrifstofu s. 588 2111. Munið fjölskylduhátíð- ina í Laugardalshöll- inni 1. júní, skemmti- atriði fyrir unga og aldna. Vestmannaeyjar 11.–13. júní, 3 dagar, eigum nokkur sæti laus vegna forfalla. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Opið sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Hin árlega handavinnu og list- munasýning eldri borg- ara verður í Furugerði 1 laugardaginn 1. júní. Sýningin verður opin kl. 13.30–17. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, frá há- degi spilasalur opinn kl. 13.30–14.30, mánu- daginn 3. júní banka- þjónusta. Veitingar í Kaffi Berg. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band, kl. 13.15 brids. Mánudaginn 3. júní og þriðjudaginn 4. júní frá kl. 10.30 til kl. 12 verð- ur tekið við staðfest- ingargjaldi fyrir ferða- lag á Langanes dagana 1. til 5. júní. Þeir sem eiga bókað í ferðina eru vinsamlega beðnir að staðfesta sem fyrst í Gjábakka, s. 554 3400. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9– 17 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaað- gerðir, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8 kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- daga og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vest- urgötumegin.) Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélag Íslands. Gönguferð um Öskju- hlíðina laugardaginn 1. júní kl. 11. Hist verður við innganginn í Perl- una. Klukkutíma ganga sem hentar flestum. Einn af kennurum hóp- þjálfunar gengur með og sér um upphitun og teygjur. Möguleiki á kaffisopa á eftir í Perl- unni. Allir velkomnir. Kvenfélag Óháða safn- aðarins.Vorferðalag Kvenfélags Óháða safn- aðarins verður mánu- dagskvöldið 3. júní kl. 20. Farið verður frá Kirkjubæ og ekið á Selfoss, kirkjan skoðuð og farið í kaffi á eftir. Takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynnist til Esterar s. 557 7409 eða Halldóru í s. 566 6549. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Opið hús í Borgarseli, bústað fé- lagsins, laugardaginn 1. júní frá kl. 14. Mætum öll. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem raðast þannig: 10.– 14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Í dag er föstudagur 31. maí, 151. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sál mín er óttaslegin, en þú, ó Drottinn – hversu lengi? (Sálm. 6, 5.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 margmenni, 8 þýði, 9 milda, 10 spils, 11 fýsn, 13 illa, 15 sæti, 18 slagi, 21 umfram, 22 fáni, 23 mynnið, 24 nirfill. LÓÐRÉTT: 2 truntu, 3 hæð, 4 gufa, 5 beri, 6 málmur, 7 ílát, 12 álít, 14 rengi, 15 róa, 16 hugaða, 17 lagfærir, 18 óhreint vatn, 19 hrekk, 20 innandyra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt : 1 hlunk, 4 flesk, 7 móður, 8 önnin, 9 nær, 11 aura, 13 hríð, 14 gunga, 15 þorn, 17 lost, 20 urt, 22 gáfan, 23 útför, 24 rimma, 25 afans. Lóðrétt: 1 humma, 2 urðar, 3 korn, 4 fjör, 5 einir, 6 kyn- ið, 10 ærnar, 12 agn, 13 hal, 15 þægur, 16 refum, 18 offra, 19 tarfs, 20 unna, 21 túla. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... HEIMSMEISTARAKEPPNINí fótbolta hefst víst í dag og fer fram í Kóreu og Japan. Víkverji hef- ur fagnað því með sjálfum sér að undanförnu að keppnin skuli haldin í þessum fjarlægu löndum, því að þá hefur honum fundizt tryggt að bein- ar útsendingar frá henni í sjónvarpi verði ekki á þeim tíma að þær ryðji úr vegi föstum liðum eins og barna- efni, fréttum og fjölskyldumyndinni á föstudagskvöldum. Fátt fer meira í taugarnar á Víkverja og fjölskyldu hans en þegar fullorðnir menn í við- burðalitlum boltaleik birtast óvænt á skjánum þegar átti að fara að horfa á menningarefni eins og Padd- ington bangsa eða fylgjast með spennandi Disney-mynd, að ekki sé nú talað um fréttirnar. Svo varð reyndar einhver til að benda Víkverja á að útsendingar frá keppninni yrðu í læstri dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn og þetta hefði ekki orðið neitt vandamál, jafnvel þótt keppnin hefði verið haldin í Færeyjum. Víkverji hefði áfram getað horft á sitt ríkissjónvarp ótruflaður og kátur yfir því að ekki væri verið að eyða afnotagjöldunum hans í fokdýrar beinar útsendingar frá útlendum fótbolta. x x x VÍKVERJI hefur hins vegar átt-að sig á því að ekki er allt unnið með því að beinu útsendingarnar frá heimsmeistaramótinu séu snemma á morgnana. Fjölskyldulífi lands- manna kann að vísu að vera borgið, en Víkverji hefur nokkrar áhyggjur af því að framleiðni í atvinnulífinu hrynji næstu vikurnar. Beinar út- sendingar frá leikjum í keppninni ku hefjast kl. 6.30 á morgnana og stundum standa fram yfir hádegi. Víkverji mælist til þess að atvinnu- rekendur gangi stíft eftir því að fót- boltaunnendur mæti í vinnuna eins og þeim ber og boði helzt mikilvæga fundi allan morguninn og framundir hádegi þá daga sem beinar útsend- ingar eru. Vinnuveitendur, sem ekki taka þennan kostinn heldur leyfa fótboltaáhugamönnum að sinna áhugamálinu í vinnutímanum, gætu auðvitað farið þá leið að gefa öðrum starfsmönnum – þ.e. þeim, sem ekki horfa á fótboltann – lengra sum- arfrí. Það yrði áreiðanlega vel þegið. FÓTBOLTI tröllríður öllu ásumrin alla jafna og ekki skán- ar það á næstunni. Víkverji mun þó ekki mæta spenntur kl. 8 á morgn- ana í verzlanir 10–11, sem verða víst 8–11 meðan á keppninni stendur. Þar á vöruúrvalið að taka mið af HM og búðirnar verða fullar af fótbolta- mönnum með tuðruna á tánum næstu vikur. Vonandi velta engar gamlar konur um koll. Víkverji hneigist til að taka undir með Andy Miller, sem skrifaði grein í brezka blaðið The Guardian í gær, undir fyrirsögninni „Ástæðan fyrir því að ég þoli ekki íþróttir“. Miller segir að ef hann ætti mikla peninga myndi hann verja þeim skynsam- lega, kaupa upp enska knattspyrnu- sambandið og leggja niður öll fót- boltalið í landinu nema tvö, t.d. Manchester United og Chelsea, sem fengju ný nöfn, Rauða liðið og Bláa liðið. „Rauða liðið og Bláa liðið myndu síðan spila hvort við annað í hverri viku á hlutlausum og auðum vettvangi að mínu vali, aftur og aft- ur þangað til fólk yrði leitt á þeim. Það kynni að taka dálítinn tíma, en það væri þess virði,“ skrifar Miller. Hvar er sr. Roy Long? SR. ROY Long, sem er tal- inn vera hjá vinum sínum á Íslandi, er beðinn að hafa samband sem fyrst við Belcher-fjölskylduna í Birmingham, Englandi. Tapað/fundið Fermingardrengur – tökuvél týndist ÞÝSK/ÍSLENSKUR drengur, sem kom gagn- gert til landsins til að láta ferma sig, varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að tapa myndbandsupptöku- vélinni sinni föstudaginn 24. maí á Ingólfstorgi rétt fyrir kl. 17. Lagði hann vél- ina á nálægan bekk (á móts við íssjoppuna) en þegar hann ætlaði að grípa í hana aftur var hún horfin. Mynd- bandsupptökuvélin er af gerðinni CANON G20-HI 8 og var í svartri tösku. Skað- inn er ekki bara glötun vél- arinnar sjálfrar heldur voru 3 spólur geymdar í töskunni og á einni þeirra voru allar upptökur frá fermingunni, kirkjuathöfn- in (Hraungerðiskirkju) og veislan sjálf. Því er þetta mjög tilfinningalegt tjón fyrir drenginn, en hann hafði hlakkað mikið til að sýna ömmu sinni og afa sín- um og öðrum ættingjum í Þýskalandi upptökurnar, því þau komust ekki til Ís- lands. Ef einhver veit um myndbandsupptökuvélina og/eða jafnvel fundið spól- urnar, þá vinsamlegast haf- ið samband í síma 695 7039 eða póstsendið til Hauks Þórólfssonar, Laugateigi 28, 105 Reykjavík. Veski með mán- aðarlaunum týndist ÚTLEND stúlka týndi svörtu veski með mánaðar- laununum. Þetta gerðist í strætó, leið 18, fyrir þrem- ur vikum. Í veskinu er líka dvalar- og atvinnuleyfi. Skilvís finnandi hafi sam- band við Steinunni í síma 551 3043. Fundarlaun. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með nafn- spjaldi fannst í vesturbæn- um fyrir nokkrum dögum. Upplýsingar í síma 561 1795. Eyrnalokkur í óskilum GULLEYRNALOKKUR fannst á öldungamóti í blaki í íþróttahúsinu í Varmá. Upplýsingar hjá Svölu í síma 557 1080. Dýrahald Máni er týndur MÁNI hvarf frá heimili sínu 24. maí s.l. Hann er 6 mán. gamalt fress með merktri ól um háls. Vin- saml. látið okkur vita ef hann sést í vesturbænum í síma 551 0959, 695 8099 eða 551 5740. Felix er týndur FELIX er svartur með hvít hár á bringu. Hann er eyrnamerktur og ólarlaus. Felix er innikisa og hann týndist föstudaginn 24. maí frá Ingólfsstræti. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 861 0079. Dísarpáfagaukur týndist HVÍTUR dísarpáfagaukur með rauða díla týndist frá Kleppsvegi 66 þriðjudaginn 28. maí. Hans er sárt sakn- að. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hringið í síma 588 2428. Kettlingar fást gefins 3 yndislegir, 8 vikna kassa- vanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 587 2621 og 865 2420. Grænn gári týndist GRÆNN gári flaug út um glugga á Skeiðarvogi 91 sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 588-8868. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG las í Morgunblaðinu 22. maí sl. að nokkrir hestamenn hefðu meinað hjólreiðamanni að kom- ast leiðar sinnar og verið með svívirðileg tilþrif. Þar sem ég er hestakona sjálf brá mér við að lesa þetta. Þar sem ég hef verið á ferð á mínum hrossum hafa hjólreiða- menn alltaf sýnt mikla tillitssemi og höfum við hestamenn og hjólreiða- menn lifað í sátt og sam- lyndi hingað til. En alltaf leynast svartir sauðir sem koma óorði á okkur hin. Við þá segi ég: Skammist ykkar. Klara Guðrún Hafsteinsdóttir. Svartir sauðir í hestamennsku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.